Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1993, Side 4
30 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1993. Tóruist Súkkat: Tvíbreiður trúbador Súkkat hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Tvíeykið Súkkat hefur vaklö mikla athygli að undanfórnu fyrir frumleg- an tónlistargjöming á öldurhúsum borgarinnar. Súkkat skipa tveir góð- glaðir kokkar sem lítið hafa komið nálægt spilamennsku þó báðir séu þeir af léttasta skeiði. Hafþór Ólafs- son er söngpípa og höfundur smell- inna texta Súkkats er. Gunnar Örn Jónsson sníður textimum rétta bún- inga auk þess að slá á gítarstrengi. Hafþór vakti athygli KK í sumar þeg- ar sá síðamefndi var á ferðalagi á Búðum á Snæfellsnesi ásamt fóru- neyti. Á Búðum hafa Hafþór og Gunnar Öm og þó aðallega Hafþór matreitt gómagælur og fagrar stemmur ofan í matargesti undan- farin ár. Hafþór tók lagið Kúkur í lauginni með KK-bandi og gekk vel. Það var upphafið að samstarfi þess- ara tveggja hljómsveita. „KK bauð okkur að spila með sér á útgáfutónleikum í Borgarleikhús- inu í desember. Hann var nokkuð djarfur því á þeim tímapunkti hafði hiann aldrei heyrt í Súkkati,“ segir Hafþór. Áður hafði tvíeykið komið fram á sönghátíðinni Sköllótta tromman á Tuttugu og tveimur og óháðu listahá- tíðinni í Héðinshúsinu. Trúbador ítvíriti Súkkat er ólíkt flestu öðm í ís- lensku tónlistarflórunni. Hafþór syngur teinréttur eins konar prósa- ljóð á meðan Gunnar Örn grúfir sig yfir gítarinn. Kímnin er allsráðandi í tóniistinni þó virðuleiki einkenni gjörning þeirra fósthræðra. Þeir eru gamansamir en vilja samt sem áður að fólk taki þá alvarlega. Þeir byrjuðu að slá í lög þegar þeir leigðu saman fyrir fimm árum og var tónlistin þá eingöngu- heimilisiðnað- ur. „Við höfum gjaman kallað okkur hinn tví-eina trúbador. Við gætum jafnvel bætt við munnhörpuleikara en samt verið einn trúbador, þrír menn. Ástæðan er að ég hef ekki haft eirð í mér til að læra á hljóðfæri og Gunnar Örn sér því um þá hlið mála. Ég hef hins vegar lengi reynt mig við skriftir," segir Hafþór. - Textanir hafa vakið athygli fyrir kímni og tilvísanir í fortíðina. „Það er nú þannig að þegar maður hefur hlustað mikið á Megas þá fær maður áhuga á sögunni sem yrkis- efni. Ég er þó ekki sérlega vísindaleg- ur í þessari söguskoðun minni eins og heyra má. Maður reynir samt sem áður að vanda sig.“ - Nafnið? „Konan mín,“ segir Hafþór. „Hún talar um að eitthvað sé algert súkkat ef það er dálítið vafasamt. Við höfð- um ekki meiri trú á okkur en svo að við skírðum bandið Súkkat þegar við spiluðum í afmælisveislu hjá vini okkar. Þar komum við fyrst fram undir þessu nafni.“ í feitu slagtogi með KK-bandi Hafþór er þrítugur og Gunnar Örn 35 ára. Þeir hafa aldrei starfað í hljómsveit áður og það er kannski ástæðan fyrir því að þeir eru enn kallaðir drengimir og er það viður- nefni þeim einkar kært. En er gam- all draumur að verða að veruleika með tilkomu Súkkats? „Nei, ég get nú kannski ekki sagt það. Þessi lög okkar eru komin af bleiualdri. Við höfum verið að flytja þau vinum okkar og grunaði hreint ekki að fleiri hefðu gaman af. Okkur brá rosalega þegar við spiluðum fyrst opinberlega. Við héldum að lögin okkar höfðuðu fyrst og fremst til eig- inkvenna okkar og vina en reyndin var önnur. Við vorum heppnir að lenda í feitu slagtogi með KK-bandi. Það er sjálfsagt fullt af svona mönn- DV-mynd ÞÖK um úti í bæ en okkar gæfa var að hitta KK. Það var hann sem dreif Súkkat upp á svið.“ Hafþór segir plötugerð ekki í deigl- unni og áhuga á slíku fyrirtæki tak- markaðan hjá þeim vinum. Þeir séu sæmilega fullnægðir á því að spila á tónleikum stöku sinnum. Aðdáendur Súkkats, sem eru margir og fer fjölgandi, vona að þessi skoðun Hafþórs og Gunnars Arnar breytist, því ef eitthvað íslenskt efni á erindi á plötu þá eru það þær frá- bæru lagasmiðar sem Súkkat hefur boðið upp á á tónleikum sínum und- anfarið. Enda á ferðinm einhver at- hyglisverðasta „hljómsveit" sem fram hefur komið hér á landi lengi. SMS x>v Ice-T rekinn fráWarner Bros Hljómplötufyrirtækið Warner Brothers hefur rift samningi sín- um við rapparann Ice-T sem gerði allt vitlaust í fyrra með laginu Cop Killer. Talsmenn Warner Brothers segja að ágreiningur milli fyrirtækisins og Ice-T um stefnu og stíl listamannsins sé meginástæðan fyrir því að hann sé leystur undansamningi sínum hjá fyrirtækinu. Sérfróðir menn í að lesa milli línanna i yfirlýsing- um sem þessum segja morgun- ljóst að fyrirtækið hafi einfaid- lega rekið Ice-T vegna þrýstings frá yfirvöldum, þar á meðal alrík- islögreglunni. Þar að auki hafl Ice-T haft i hyggju að fjalla meira um lögregluna og leiðir til aö losna viö leiöinlega lögregluþjóna á vænianlegri plötu. Þess má svo geta í þessu sambandi áð þégár ársfundur Warner Brothers var haldhm á dögunum stóöu um 100 iögreglumenn í mótmælastöðu fyrir utan fundarstaðinn. Morrisseyog Prince? Einhveijar þreifingar kváðu vera í gangi milli hans konung- legu ótugtar Prince og Morrissey um samstarf. Ekki yrði um var- anlega samvinnu að ræða en ver- ið er að skoða möguleika á því að þeir semjí einhver lög í sam- einingu. Það er annars af Morr- issey aö frétta að hann sendir frá sér hljómleikaplötu í apríl næst- komandi ef guð lofar. Cure í pásu Sálin hans Jóns míns er ekki eina stjórhljómsveitin sem fer í fríið þessa dagana því þau boð hafa verið iátin út ganga að hljómsveitin Cure ætli að taka sér ótímasett leyfi frá störfum. Áður en þessi frétt var send fjölraiðlum höfðu gengið gróur um aö Porl Thompson, einn liösmamia Cure, væri á förum frá sveitinni en skýringin á sögusögnunum er sem sagt sú að sveitin er lang- þreytt eftir árs tónieikahaid og ætlar í langa pásu. Plötugagnrýiú Deicide-Amon: Feasting the Beast ★ ★ Hráttog kraftmikið Ekki get ég sagt að ég hafi verið hrifinn þegar ég hlustaði fyrst á þessa plötu. Ég hlusta svolítið á þungarokk en þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í tæri við svokallað dauðarokk, hvað þá j afn hrátt dauðarokk og Feasting the Beast er. Deicide gaf út sína fyrstu plötu sumarið 1990. Fyrri hluti þessarar plötu er upptökm- frá 1989, meðan hijómsveitin hét ennþá Amon. Seinni hluti plötunnar er enn eldri. Þau lög voru tekin upp árið 1987 með frumstæðum tækjabúnaði í bíl- skúmum hjá hijómsveitinni og má heyra það á hijómgæðunum. Það sem ég heyrði við fyrstu hlust- im þessarar plötu var hávaði og ösk- ur og þar með stóð ég frammi fyrir ákveðnu vandamáli. Hvernig getur maður gagnrýnt plötu þegar maður getur ekki einu sinni greint tónlist á henni? Ég fór því að rembast við að hlusta á plötuna trekk í trekk og viti menn - smám saman fór ég að heyra tónlistina í lögunum og greina orðaskil í textunum. Ég er sennilega búinn að hlusta á plötuna a.m.k. 20 sinnum núna og líst bara sæmilega á. Hún er alls ekki gallalaus - upp- tökumar em iéiegar, tónlistin erfið í meltingu og fremur einhæf, og textamir óttaleg þvæla um dauða, skrímsli og djöfladýrkun aðallega. En tónlistin er feikilega kraftmikil og oft bregður fyrir góðum hijóð- færaleik (þótt maður verði að hlusta vandlega til að heyra það). Besta lagið á plötunni er Sacrificial Sui- cide, alveg sérlega illyrmislegt lag með texta, sem sennilega myndi or- saka hjartaáfall hjá sannkristnu fólki. Lagið er reyndar í tveim útgáf- um á plötunni. Mér finnst bílskúrs- útgáfan skemmtilegri en hin útgáf- an er nauðsynleg til að greina text- ann. Pétur Jónasson Ýmsir- Lagasafnið 2 ★ ★ Misjafn sauður Önnur lagasafnsplatan sem Stúdíó Stöðin sendir frá sér á nokkra afskaplega slappa punkta. Sums staðar er brotist upp úr með- almennskumú. Útkoman í heild er bærileg. Ruth Reginalds kemur einkar sterk út úr Lagasafninu 2. Hún syngur þijú lög og fer vel með öll. Sér í lagi þykir mér hún standa sig vel í lagi Oskars Guðnasonar, My Daydream. Það lag hafði reyndar áður komið út með íslenskum texta í flutningi Bubba Morthens. Útgáfa Rútharerbetri. Óskar á tvö önnur lög á plötunni. Hann er vel frambærilegur lagahöf- undur sem vonandi á eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Af öðru sem hægt er að mæla með á Lagasafninu 2 má nefna Kopar- guil Bergs Þórðarsonar og Another Saturday Night með Kandís. Það lag hefur orðið langvinsælast allra á plötunni, þökk sé skemmtilegri út- setningu George Grosmans. Annað er síðra og sumt raunar svo að það á ekkert erindi fyrir allra eyru. En lagasafnsplöturnar tvær frá Stöðinni hafa sannað það, þótt mis- jafnar séu að gæðum, að full þörf er fyrir vettvang fyrir það fólk sem ekki kemst að hjá stóru útgáfunum. Manni dettur hins vegar ekki í hug neitt sniðugra en samvinnuverkefni á borð við það sem lagasafnsplöt- urnar eru. Og það verður bara að fyrirgefast þótt gæði þess efnis sem út kemur séu æði misjöfn. Tilgang- urinn helgar meðahð. Ásgeir Tómasson Elvis Costello - The Juliet Letters: ★ ★ ★ 20 laga svíta Elvis Costello er stórhuga tónlist- armaður og fer yfirleitt ekki troðnar slóðir, en líklega hefur hann sjaldan farið inn á j afn hættulega braut og á The Juliet Letters, sem hann gerir í samvinnu við The Brodsky Quart- et sem er klassískur strengjakvart- ett og er þekktur af flutningi á verk- um eldri meistara á borð við Shosta- kovich. Það var einmitt á tónleikum kvartettsins, þar sem fluttir voru strengjakvartettar Shostakovich, sem Costello heyrði fyrst í honum og hreifst af og byij aði að þróa hug- myndina að The Juliet Letters. Það er í raun ekkert á The Juliet Letters sem minnir á eitthvað annað sem Costello hefur gert nema frá- bærir textar. Tónlistin er meira í ætt við kammertónlist en popp og er mjög krefjandi fyrir hvern þann sem ekki hefur kynnst slíkri tónlist áður. Costello hefur farið þá skyn- sömu leið að fá meðlimi kvartettsins tfi að semja lögin með sér, þótt hann sjálfur sé stórtækastur. Samvinna þessi ber ríkulegan ávöxt. Á The Juliet Letters eru tuttugu lög og eru þijú þeirra eingöngu leikin. Það tekur tíma að venjast tónlist- inni og satt best að segj a vissi ég ekki hVað Costello var að fara í fyrstu en eftir því sem hlustað er oftar og betur koma kostirnir í ljós sem felast að miklu leyti í ljúfum og tregafullum lögum og hárfínu samspili raddar og hljóðfæra. Text- amir eru í Ijáningarformi og hafa mikla meiningu og tónlistin undir- strikar þá vel. The Juliet Letters er nýr kafli í fijórri tónlistarsköpun Elvis Costello. Hilmar Karisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.