Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Blaðsíða 4
30
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993.
Tónlist
Gestasveitir á
Músíktil-
raunum
Óöum styttist í aö Músiktil-
raunir Tónabæjar heQist. Fyrsta
undanitrslitakvöldiö verður 18.
mars og lokakeppnin fer tram
fóstudagskvöldið 2. apríl. Ákveö-
ið hefur verið hvaða gestahljóm-
sveitir koma fram á Músíktil-
raunum í ár. Á undanúrslita-
kvöldunum spila KK-band, Org-
ill. Kolrassa krókríðandi og Jet
Black Joe. SSSól kemur síðan
fram á lokakvöldinu. - Kolrassa
krókríðandi sigraöi sem kunnugt
er í Músíktilraununum í fyrra.
Veglegverð-
laun
Hljómsvcitimar, sem standa sig
best í Músiktilraununum, fá góð
verðlaun. Sigurvegarinn fær 25
upptökutima í Stúdíó Sýrlandi.
Hljómsveitin í öðru sæti fær 25
tíma í Grjótnánuinm. Sú sem
hafnar í þriðja sæti fær tuttugu
tima í Hljóðrita og íjórðasætis-
; sveitin fær tuttugu tíma í hljóð-
verinu Hljóðhamri. Ýmis auka-
verðlaun verða veitt, bæöi bún-
aður frá hljóðfæraverslunum og
geislaplötur, Þá mun vera áform-
að; að velja besta gítarleikara;
Músíktilrauna og fær tíann gítar
að gjöf. Skráningu í Músðctil-
raunir Tónabæjar 1993 lýkur 5.
mars.
Brautryðjandi
ívalinn
Bill Grundy, einn af þeim sem
ruddu brautina fyrir pönkiö; á
sínum tíma, er nú allur á sjötug-
asta aldursári. Grundy lagði að
visu aldrei stund á pönk en svo
var honum fyrir að þakka að Sex
Pistols fengu að koma fram í sjón-
varpi í fyrsta sinn árið 1976. Þá
var Grundy stjómandi sjón-
varpsþáttarins Today og hann
setti það ekki fyrir sig að hleypa
bölvandi og ragnandi pönkurum
á skjáinn um það ieyti dags sem
flestir Bretar sátu andaktugir við
kvöldmatarborðið. Afleiðlngin
var þjóðarskandall og í kjölfarið
var Grundy settur af.
Síðan skein sól
heitir nú SSSól
o*
- plata fyrir erlendan markað er tilbúin og vinna við aðra að hefjast
Hljómsveitin Síðan skein sól hefur
skipt um nafn. Héðan í frá heitir hún
SSSól. Ástæðan fyrir nafnbreyting-
unni er sú, að sögn liðsmanna hijóm-
sveitarinnar, að nýja nafnið var farið
að festast við sveitina eftir að hún
sendi frá sér blað með því nafni fyrir
síðustu jól. Þar að auki segja þeir að
nýja nafnið sé þjálla en það gamla.
SSSól er stödd á Norðurlandi þessa
dagana við hljómleikahald. í kvöld
kemur hún fram á hljómleikum á
skemmtistaðnum 1929 á Akureyri og
prufúkeyrir þá tónlistina sem aðal-
áherslan verður lögð á næsta sumar.
Hljómsveitn var með hljómleika á
Akureyri í fyrrakvöld og Húsavík í
gærkvöld. Hún spilar í Víkurröst á
Dalvík annað kvöld og í Miðgarði í
Skagafirði á laugardagskvöldið. Þá
var hún á Vestfjörðum mn síðustu
helgi og fékk þar mjög góðar viðtök-
ur. Þá fékk SSSól jafnframt smjörþef-
inn af því hversu erfitt er að fara um
landið að vetri til og halda hljómleika
því að iila gekk að komast heim aftm-
eftir helgina.
Ný plata
SSSól hefur verið í hljóðveri upp á
síðkastið við að leggja lokahönd á
nýja plötu sem ætlunin er að gefa út
í Bretlandi á vegum neðanjarðarút-
gáfunnar Deva Records á þessu ári.
Útkomu plötunnar fylgir hljómsveit-
in eftir með spilamennsku ytra með
hækkandi sól.
En áður en að því kemur ætlar
SSSól að taka upp plötu í fullri lengd
fyrir íslenska markaðinn. Hún verð-
ur með íslenskum textum og kemur
út í vor. Viima við nýju plötuna hefst
næstu daga. Erlendur upptökumað-
ur kemur til landsins til að verða
Sólarmönnum til halds og trausts í
hljóðveri. Hann heitir Ian Morrow
og er virtur maður í sinni iðn. Til
dæmis tók hann upp þá plötu skosku
hljómsveitarinnar Wet Wet Wet sem
mestum vinsældum hefur náð.
SSSól. Nýtt nafn, nýlokið er vinnu við plötu fyrir enskan markað og vinna að hefjast við nýja plötu fyrir aðdáend
urna hér á landi.
SSSól hefur ekki sent frá sér plötu,
sem ætluð er fyrir heimamarkaðinn,
í langan tíma þegar undan er skilin
tveggja laga platan sem fylgdi blað-
inu SSSól. Sú nýja, sem byijað verð-
ur að taka upp á næstunni, verður í
heiðbundnum stíl hljómsveitarinn-
ar. Tónlistin á plötunni, sem unnin
var fyrir erlendan markaö, er aftur
á móti gjörólík þeirri sem hljómsveit-
in hefur fengist við hingað til. Mun
þyngri og rokkaðri auk þess sem hún
er að sjálfsögðu með enskum textum.
Sólarmenn spá því að þessi erlenda
plata eigi eftir að koma aðdáendum
hljómsveitarinnar verulega á óvart
er hún kemur út.
-ÁT
Plötugagnrýiú
Tasmin Archer - Great
Expectations
★ ★ ★
Pent popp
ogrokk
Tasmin Archer og samverkamenn
hennar til margra ára, John Hughes
og John Beck, koma manni á óvart
með allt öðruvísi tónlist en maður
væntir af breskum nýliðum. Þama
eru ekki rapp-arbarar á ferð, ekkert
reif, hipphopp eða annars slags
diskó tíunda áratugarins. Bara
ósköp milt, hlutlaust og kurteislegt
popp og rokk sem maður hélt að
Bretinn væri búinn að afneita með
öllu.
Great Expectations ber þess öll
merki að vandað hefúr verið til
verka. Og kannski óvenjumikið
miðað við að Archer, Beck og Hug-
hes hafa ekki unnið til neinna af-
reka áður. Sömu upptökustjórar eru
við stjómvölinn og á Off the
Ground, nýju plötunni með Paul
McCartney, og fleiri kunnugleg nöfn
úr heimspoppinu koma fyrir í upp-
talningu um hljómlistarmenn,
söngvara og tæknifóik á umslagi.
Gamii Stuðmannatrommarinn
Preston Heyman spilar meira að
segja slagverkí einu lagi! Tasmin
Archer er eðlilega í aðalhlutverki.
Hún hefur þokkalega söngrödd.
Minnir hér og þar eilítið á Phoebe
Snow en er þó alls ekki að stæla
neinar gamlar hetjur.
Af Great Expectations hefúr lagið
Sleeping Satellite slegið í gegn. Það
er mest grípandi á plötunni sem
reyndar er ákaflega jöfn frá upphafi
til enda: þægilegt eymakonfekt en
því miður ekkert afgerandi. Og svo-
lítið leiðinlegt til lengdar.
Ásgeir Tómasson
The Bodyguard - Ýmsir:
★
Afspymu-
þreyttar klisjur
Miklar og viðvarandi vinsældir
plötu þurfa eins og kunnugt er alls
ekki aö vpra ávísun á gæði. Öðra
nær, líkt og platan með tónlist úr
kvikmyndinni The Bodyguard
sannar. Plata þessi fer nú sigurfor
um heimsbyggðina eins og myndin
en það er likt á með þeim komið;
myndin þykir afspymuslöpp og
platan er ekki hótinu skárri.
Vissulega skartar platan eins og
myndin stjömufansi en það dugir
ekki til frekai' en í myndinni, tón-
hstin er mestan part máttlaust bank
og væl og þessu annars ágæta fólki
lítt til framdráttar.
Þar fer fremst í flokki aðal„leik-
kona“ myndarinnar, Whitney Hous-
ton, en því verður þó ekki á móti
mælt að sú ágæta kona hefur ein-
staka söngrödd. Hún virðist aftur á
móti hafa óhemjulélega tónlistar-
ráðgjafa í sinni þjónustu og fer að
verða kominn tími á að einhver taki
sig til og bjargi söngferli þessarar
manneskju áður en hann fer endan-
lega í svaðið. Það er hreinlega glæp-
samleg sóun að láta konu með þessa
feiknafallegu rödd syngja jafn inn-
antóm niðursuðulög og hún gerir á
þessari plötu. En því miður er hún
sjálf höfundur eins þeirra og ef lagið
boðar það sem koma skal á næstu
plötu söngkonunnar er illt í efni.
Efni þessarar plötu einkennist
annars vegar af dunkandi danstón-
hst eins og hún gerist hvað þreytt-
ust og hins vegar af sykursætum
ballöðum sem gætu fengið harðsvír-
uðustu hörkutól til að bogna með
grátstafinn í kverkunum.
Auk Whitney Houston koma hér
við sögu þau Lisa Stansfield, The
S.O.U.L. S.Y.S.T.E.M., Curtis Steig-
ers, Joe Cocker og Kenny G og Aar-
on Neville, en þeir síðastnefndu
komast einna best frá þessum hild-
arleik ölium. En það skelfilega við
þetta allt saman er að flest bendir
til þess að lög af þessari plötu eigi
eftír að tröllríða vinsældalistum er-
lendis og hérlendis næstu mánuð-
ina.
Sigurður Þór Salvarsson
Kenny G - Breathless:
★ ★
Samur við sig
Það hefur oftast verið talinn kost-
ur við geisladiskinn að á honum
rúmast mun meiri tónlist en á
gömlu plastplötunni. Þessi kostur
er þó ekki alltaf vel þeginn og er
nýjasta plata sópransaxófónleikar-
ans Kenny G, Breathless, gott dæmi
um slíkt. Á henni ém lög sem gera
samtals rúmar 70 mínútur í spilun
og þar sem tónlist Kenny G er frem-
ur einhæf er platan alltof löng og
verður fyrir bragðið langdregin.
Kenny G er ágætur saxófónleikari
sem þræðir milliveginn milli djass
og rómantískrar ballöðutóniistar og
gerir það nokkuð vel. Til að krydda
aðeins tónlistina em einstaka lög
sungin og má nefna að Aaron Ne-
ville syngur tvö lög með honum.
Aðalhljóðfæri Kenny G er sópran-
saxófónn sem undirritaður hefur
ávallt fundist minnst til koma í
saxófónfjölskyldunni. Kenny G hef-
ur náö góðri tækni á hljóðfærið en
hefur einbeitt sér að ballöðutónlist.
Gaman væri að heyra hvað hann
kann fyrir sér í harðari tónlist, en
í fremur einhæfúm tónsmíöum
Kenny G em sóló hans langt í frá
að vera spennandi. Af og til tekur
hann aðeins í aðra saxófóna, sem
er tilbreyting, en breytir ekki því
að tónlistin á Breathless er óspenn-
andi þegar á heildina er litið og auk
þess er ekkert eftirminnilegt lag þar
aðfinna.
Hilmar Karlsson