Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Side 4
20
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, sími 673577
i sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og
sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýms-
ir leirmunir. Opiö er alla daga frá kl. 12-18.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viö-
bygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið
kl. 10-16 alla daga.
Café Milano
Faxafeni 11
Tita Heyde sýnir verk sín. Opið alla daga kl.
9-19 nema sunnudaga kl. 13-18.
Café 17
Laugavegi 91
I dag opnar MagnúsTh. Magnússon (Teddi)
sýningu á verkum sínum.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Þar stendur yfir gestasýning á verkum Margr-
étar Jónsdóttur listmálara. Sýningin er sölu-
sýning og stendur hún til 7. mars. Salurinn
er opinn alla daga kl. 14-18 meðan á sýningu
stendur.
Gallerí Borg
v/Austurvöll. s. 24211
Opið alla virka daga frá kl. 12-18.
Gallerí Fold
Austurstræti 3
Sýningu á málverkum Asgeirs Smára
Einarssonar lýkur sunnudaginn 28.
febrúar. Myndirnar eru unnar i oliu
og með blandaðri tækni. Opið virka
daga kl. 11-18.
Gallerí List
Skipholti. simi 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11 -17.
Gallerí Sólon Islandus
Bankastræti
Guðjón Ketilsson sýnir höggmyndir, unnar I
tré. Þetta er niunda einkasýning Guðjóns en
hann hefur tekið þátt I fjölda samsýninga hér
heima og erlendis. Sýningin er opin á sama
tíma og kaffihúsið og lýkur 10. mars.
Galleri Sævars Karls
Bankastræti 9
Myndlistarkonan Inga Elín Kristinsdóttir sýnir
dagana 19. febrúar til 17. mars. Á sýningunni
eru glerlistarverk.
Gallerí 11,
Skólavörðustíg 4a,
Sigurður Vignir Guðmundsson opnar sýningu
á morgun kl. 15. Á sýningunni eru olíumál-
verk unnin á síðasta ári og er myndefnið sótt
í baksvið veruleika nútímans. Gallerlið er opið
alla daga kl. 14-18. Sýningin stendur til 11.
mars.
Gallerí 15
Skólavörðustíg 15
Ásgeir Lárusson sýnir 10 myndir unnar með
gvasslitum. Þetta er ellefta einkasýning Ás-
geir en auk þess hefur hann tekið þátt í sam-
sýningum. Sýningin er opin virka daga kl.
12-18 og laugardaga kl. 11-14. Sýningunni
lýkur 1. mars.
Gallerí Umbra
Amtmannsstíg 1
Helena Guttormsdóttir sýnir rúmlega 40 smá-
myndir. Sýningin stendur til 17. mars og er
opin þriðjudaga-laugardaga kl. 13-18 og
sunnudaga kl. 14-18.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Á morgun opnar Guðjón Bjarnason sýningu
á hátt í annað hundrað verka, bæði skúlptúr-
um unnum í járn og myndum unnum á papp-
ír. Sýningin stendur til 21. mars og er opin
alla daga nema þriðjudaga. i Sverrissal stend-
ur yfir sýning á listaverkagjöf. Hér er um að
ræða 68 tré- og dúkristur eftir myndlistar-
manninn Elías B. Halldórsson Myndirnar
verða til sýnis til 15. mars.
Hótel Lind
Jón K.B. Sigfússon sýnir pastelmyndir. Opið
á sama tíma og veitingasalurinn kl. 8-22.
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Ásta Ólafsdóttir sýnir þrívíð verk, lágmyndir
og innsetningu, og eru þau öll ný af nálinni
og unnin fyrir þessa sýningu. Sýningin er
opin mánud.-fimmmtud. kl. 10-22, föstud.
kl. 10-16 og laugard. kl. 13-16 en á sunnu-
dögum er lokað. Sýningunni lýkur 23. mars.
Norræna húsið
I sýningarsölum hefur staðið yfir sýning á
verkum eftir finnska hönnuðinn Kaj Franck
og lýkur henni nk. sunnudag. Sýningin er
opin kl. 14-19.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
Þar standa yfir tvær sýningar. Sigríður Hrafn-
kelsdóttir sýnir í neðri sölum safnsins þrívíð
verk, unnin með blandaðri tækni. Á efri hæð-
um stendur yfir myndlistarsýning Kristrúnar
Gunnarsdóttir. Sýningarnar standa til 7. mars
og er safnið opið daglega kl. 14-18.
Kjarvalsstaðir
Þar stendur yfir farandsýningin „Hvað náttúr-
an gefur" en á henni gefur að líta verk eftir
10 norræna listamenn. i miðrými Kjarvalsstaða
stendur yfir sýning á Ijóðum eftir Stefán Hörð
Grímsson og I austursal sýning á málverkum
eftir Guörúnu Einarsdóttur. Sýningarnar eru
opnar daglega kl. 10-18 og standa þær til
7. mars.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26
Á morgun opnar hollenska myndlistarkonan
Gerda Cook sýningu á olíumálverkum og
vatnslitamyndum í salarkynnum Menningar-
stofnunarinnar. Á sýningunni gefur að líta
náttúrulífsmyndir unnar í ollulitun og sýnis-
horn þeirra fjölmörgu andlitsmynda sem
Gerda hefur unnið með vatnslitum. Sýningin
verður opin alla virka daga kl. 11.30-17.45
til 19. mars.
Sýningar
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Kristinn G. Harðarson sýnir vinnuteikningar.
Sýningin stendur til 28. febrúar.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og tæki
sem tengjast sögu læknisfræðinnar á íslandi.
Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud.
og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir
er kr. 200.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista-
menn, málverk, grafík og leirmunir.
Listhús í Laugardal
Engjateigi 17, s. 680430
Sjofn Har. Vinnust. er oftast opin virka daga
kl. 15-18 og kl. 14-16 laugardaga - eða eftir
samkomulagi. Verslanir hússins eru opnar frá
kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugar-
daga. Gestalistamaður miðrýmis er Bragi Ás-
geirsson myndlistarmaður. Samúel Johannes-
son frá Akureyri sýnir málverk og teikningar
í Listgalleríinu. Sýningin er opin alla daga kl.
10- 18, nema sunnudaga kl. 14-18. Sýningin
stendur til 7. mars.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.
11- 18.
Listasafn Ísiands
Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Hreins
Friðfinnssonar myndlistarmanns. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa
safnsins opin á sama tíma. Sýningin stendur
til 21. mars. Á meðan á sýningunni stendur
verður leiðsögn um hana í fylgd sérfræðings
á hverjum sunnudegi kl. 15.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er
opin á sama tíma.
Listinn
gallerí - innrömmun
Síðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er dagíega kl.
14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Portið
Strandgötu 50, Hafnarfirði
Á morgun verða opnaðar tvær sýningar í
Portinu. Björgvin Björgvinsson opnarsýningu
á málverkum, grafík og skúlptúrverkum og
Willem Labey opnarsýningu á vatnslitamynd-
um, gvass. Sýningarnar standa til 14. mars
og eu opna alla daga nema þriðjudaga kl.
14-18.
Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74. sími 13644
Skólasýning. Stendur fram í maí. Safnið er
opið almenningi um helgar kl. 13.30-16 en
skólum eftir samkomulagi.
Snegla listhús
Grettisgötu 7 v/Klapparstíg
Sýning á myndverkum og listmunum eftir 15
listamenn. Opið mánudaga til föstudaga kl.
12-18, laugardaga kl. 10-14.
Stöðlakot
v/Bókhlöðustíg
Kolbrún Kjarval sýnir leirmuni unna úr jarðleir
og steinleir. Þetta er fimmta ejnkasýnig Kol-
brúnar, auk þess sem hún hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýning-
in er opin alla daga frá kl. 13-18. Henni lýkur
28. febrúar.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl.
14- 18.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslun-
artíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga
og föstudaga kl. 12-18 og á laugardögum
kl. 12-16.
Þjóðminjasafn Íslands
Opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 12-16. i Bogasal er sýning á
Ijósmyndum eftir danska arkitektinn Poul
Nedergaard Jensen af ferðum hans um is-
land. Sýningin stendur til 14. febrúar og opin
á opnunartíma safnsins.
Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs hefur nýverið fengið veg-
lega bókagjöf frá Þjóðbókasafni Lettlands í
Riga, samtals 45 bækur. i tilefni af þessari
höfðinglegu gjöf standa yfir Eystrasaltsdagar
í bókasafninu og munu þeir standa til 6. mars.
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-21,
föstudaga kl. 10-17 og laugardaga kl. 13-17.
Sýhing í Borgarkringlunni
Um þessar mundir sýnir Gunnar Magnús
Andrésson verk á veitingastaðnum Götugrill-
inu sem er til húsa í Borgarkringlunni. Verk
Gunnars samanstendur af blýi og geisluðum
röntgenfilrnum og ber titilinn Formteikningar.
Sýningin er opin mánud.-föstud. kl. 10-19.30
og laugardag kl. 10-17. Sýningin stehdur til
loka febrúarmánaðar.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17.
Björgvin Björgvinsson hefur unnið mikið af verkunum i Sveaborg. DV-mynd Brynjar Gauti
Olíumálverk, grafík og skúlptúrverk í Portinu:
Getíð í eyðurnar í
Ijóðrænum myndum
„Ég sýni aðallega olíumálverk,
grafíkverk og skúlptúra. Það sem
einkennir verk mín er að ég vinn
aðallega með liti og form. í sumum
myndanna er örlítið landslagsívaf.
Myndirnar eru auk þess ljóðrænar
og hver og einn getur í eyðumar,"
segir Björgvin Björgvinsson mynd-
listarmaður sem opnar sýningu í
Portinu í Hafnarfirði á morgun, laug-
ardag. Hann segir jafnframt að graf-
íkverkin séu tengd málverkunum en
þau séu þrykkt með silkineti og kali-
ist þvi silkiþrykk. „Ég sýni einnig
nokkra skúlptúra sem gerðir em úr
léttsteypu. Þeir em málaðir og ég læt
þá standa fyrir framan nokkur stór
sandmálverk. Þessar einingar í mis-
munandi litum tengi ég saman. Meg-
inuppistaðan er málverk sem ég
vann að mestu í Sveaborg í Finn-
landi enda er vinnuaðstaðan mjög
góð,“ segir Björgvin.
-em
Portið Strandgötu:
Vatnslita-
myndir, gvass
WiUem Labey opnar sýningu á
vatnslitamyndum í Portinu á morg-
un, laugardag, kl. 15. Sýningin stend-
ur til 14. mars. Portið er opið alla
daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18.
Gallerí Úmbra:
Brot úr óklárað-
umteikni-
myndasögum
Helena Guttprmsdóttir opnaöi sýn-
ingu í GaUerí Úmbru í gær. Á sýning-
unni má m.a. finna myndir um lista-
manninn, myndir sem eru brot úr
ókláruðum teiknimyndasögum, um
raunir og baunir frumformafugla og
hugmyndir og skissur fyrir málverk.
Sýningin stendur til 17. mars og er
opin þriðjudaga-laugardaga frá kl.
13-18 og sunnudag kl. 14-18.
Gallerí 11:
Baksvið veru-
leika nútímans
Sigurður Vignir Guðmundsson
opnar sýningu á málverkum í GaUerí
1 1 á Skólavörðustíg 4 A á morgun,
laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru
olíumálverk unnin á síðasta ári og
er myndefnið sótt í baksvið veruleika
nútímans. GaUerí 1 1 er opið aUa
daga frá kl. 14-18. Sýningin stendur
til 11. mars.
Ásta Ólafsdóttir í
Gerðubergi
Ásta Ólafsdóttir sýnir nú verk sín
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Ásta sýnir þar þrívíð verk, lágmynd-
ir og innsetningu og eru þau öU ný
af náUnni og unnin fyrir þessa sýn-
ingu. Verkin eru úr tré, leir, lopa og
Ueiri efnum. Sýningin er opin mánu-
daga-fimmtudaga kl. 10-22, fóstu-
daga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-16.
Sýningunni lýkur 23. mars.
Margret asamt risastóru olíumálverki sem er til sölu i FIM-salnum.
FÍM-salurinn:
Olíumálverk
Núna stendur yfir sýning á stórum
og smáum oUumálverkum eftir
Margréti Jónsdóttur. Margrét er
fræg fyrir stór málverk. Sýningin er
sölusýning og stendur hún til 7.
mars. Salurinn er opinn aUa daga frá
kl. 14-18 meðan á sýningunni stend-
ur.
TrélistaverkTedda á Café 17
„Ég nota mjög margar tegundir af
timbri í bstaverkin mín, bý til skúlp-
túra á vegg og gróf og stór verk sem
unnin eru úr viði úr Reykjavíkur-
höfn,“ segir Magnús Th. Magnússon,
Teddi, sem opnar myndUstarsýningu
í húsakynnum verslunarinnar 17 að
Laugavegi 91. Teddi segist einnig í
fyrsta skipti sýna smágerð verk. „Ég
hef í raun og veru stundað þetta í
mörg ár en núna er ég að fara til
Sveaborgar í fomám til frekara
náms. Þetta er áttunda sýningin sem
ég opna og tU gamans má geta þess
að mér hefur gengið mjög vel aö selja
verkin mín.
Teddi segist nota aöallega timbur í verkin sin.
DV-mynd GVA