Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Side 7
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR1993
23
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Sími 11384
Umsátrið ★★
Hraðfley hasarmynd um ofurmannlegan kokk
sem bjargar virðulegu herskipi úr klónum á
vitfirringum. Þokkaleg afþreying. -GB
Háskaleg kynni ★★
Skemmtilegum og spennandi mynd fram að
átakaatriðum í lokin, en þá fara margar brotal-
amir að koma í Ijós sem skemma fyrir. Vel
leikin. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. -HK
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Systragervi ★!4
Meinlaus en rýr formúlugamanmynd. Hin
hæfileikaríka Whoopi hefur ekkert að gera
en syngjandi nunnukórinn er ágætur. -G E
Aleinn heima ★ ,/2
Það er gaman að sjá stráksa lumbra á bófun-
um en það er bara síöasta kortérið. Stærra
sögusvið, of fáar hugmyndir og of langt á
milli þeirra. Einnig sýnd í Bíóborginni. -GE
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Laumuspil ★★l/2
Létt og skemmtileg mynd um iðnnjósnir og
dulmálslykla. Persónur eru knappt dregnar
og dramatíkin takmörkuð en tæknivædd sag-
an er hröð og ansi sniðug á köflum. -G E
Forboðin spor ★★★
Söguþráðurinn í þessari áströlsku kvikmynd
er ekki ýkja merkilegur en úrvinnslan er sér-
stök og einkar skemmtileg og er myndin
meinfyndin. Þegar þessu hefur veriö blandað
saman verðurúrgóóurkokkteill. -HK
Karlakórinn Hekla ★★
Eftir slæma byrjun, þar sem meðal annars
hljóðið er ómögulegt, en eftir að kórinn fer
í ferðalagið tekur myndinni betur við sér.
Nokkur atriði eru fyndin enda margir af bestu
grínleikurum okkar í aukahlutverkum. -HK
Howards End ★★★
Dramatísk saga um tvær fjölskyldur i byrjun
aldarinnar. Góð kvikmynd eftir klassísku bók-
menntaverki. Breskir leikarargera hlutverkum
sínummjöggóðskil. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Geðklofinn ★★
Brestir í frásögn skemma fyrir góðri hug-
mynd. DePalma er of upptekinn við sjón-
hverfingar sem skila sér ekki. Góð og spenn-
andiatriði innámilli. -GE
Rauði þráðurinn ★l/2
I myndinni er byggð hægt og sennilega upp
nokkuö spennandi morðflétta sem rennur
gersamlega út í sandinn á lokasprettinum.
Belushiergóðuren Braccoekki. -GE
Nemo litli ★★'/2
Nemo litli verður að bjarga draumalandinu
áður en það breytist í martröö. Sagan er vel
sögð en lítið sem kemur á óvart. Moebius
hannar útlitið og það gerir gæfumuninn. -GE
REGNBOGINN
Sími19000
Svikahrappurinn ★★
Það litla vit sem þessi lauflétta gamanmynd
hefur fýkur burt fyrir lokin en stórleikararnir
Nicholson og Barkin hjálpa mikiö. -GE
Svikráð ★★'/2
Smart, groddaraleg, ofbeldisfull og óhefð-
bundin. Athyglisverð frumraun með marga
litla kosti en nokkra stóra galla. -G E
Rithöfundur á ystu nöf ick/i
Stílhrein blanda af dópsýnum, furðuverum,
spillingu og skriftum gengur merkilega vel
niður en áhorfandinn verður að draga eigin
ályktanir um endinn. Dasaður leikur Peters
Wellererkostulegur. -GE
Síðasti móhíkaninn ★★★l/2
Stórfengleg og áhrifamikil kvikmynd sem
gerist í ægifögru umhverfi. Yfirburðaleik-
stjórn, tæknivinnsla og tónlist valda sterkum
hughrifum, sérstaklega í seinni helmingi
myndarinnar sem er látlaus spenna. Eini gall-
innerknapptdregnarpersónur. -GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
1492 ★★
Þessari fallegu og stundum stórbrotnu súper-
framleiöslu gengur ekkert betur en fyrri
myndinni að smíða spennandi sögu úr sund-
urleitri ævi sæfarans. -G E
Lífvörðurinn ★,/2
Nærvera Kevins Kostners nær ekki að bjarga
döpru handriti og frekar slakri úrvinnslu leik-
stjórans. Tónlistin er Ijósi punktur myndarinn-
ar. Einnig sýnd í Bíóborginni. -IS
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Drakúla ★★★
Einstaklega mikilfenglegt sjónar- og hljóð-
spil Coppola helduráhorfandanum föngnum
þótt handritið sé vafasamt á köflum. Gary
Oldman frábær í öllum sínum gervum. -GE
Hjónabandssæla ★★★,/2
Besta kvikmynd Woody Allen frá því hann
geröi Hanna og systurnar. Handritið er sér-
lega vel skrifað háð um tvenn hjón sem skilja
og taka saman aftur og skilja... Vel leikin. -HK
Þrumhjarta ★★'/2
Ágæt sakamálamynd um rannsókn á morði
á indíána. Óréttlæti gagnvart frumbyggjum
Ameríku skipar jafn háan sess I myndinni og
það hver morðinginn er. -HK
Heiðursmenn ★★★
Þær gerast ekki betri kvikmyndir sem gerast
í réttarsal. Fátt í atburðarásinni kemur á óvart
en góður leikararhópur sér um að halda
áhorfandanum við efnið. Fagmennska eins
og hún getur best orðið. -HK
Þaö mun örugglega mæða mikið á Gunnari Gunnarssyni, leikstjórnanda íslenska landsliðsins, i leikjunum gegn
Dönum um helgina. Á myndinni er Gunnar einbeittur á svip í leik gegn Pólverjum í vikunni. DV-mynd Brynjar Gauti
Þrír landsleikir gegn Dönum um helgina:
Styðjum strákana
mætum á leikina
- sem verða þeir siðustu fyrir HM í Svíþjóð
Lokasprettur handboltalandsliðs-
ins fyrir heimsmeistarakeppnina
sem hefst í Svíþjóö 9. mars verður
um helgina en þá leika íslendingar
þijá leiki gegn Dönum og veröa þetta
síðustu leikir hðanna fyrir átökin í
Svíþjóð.
í kvöld mætast hðin í íþróttahúsinu
Austurbergi í Breiðholti og hefst
leikurinn kukkan 20.30. Á laugardag
fara höin norður yfir heiðar og leika
í KA-húsinu og hefst viðureignin
klukkan 16. Lokaslagurinn verður
síðan í Laugardalshölhnni á sunnu-
dagkvöld en þá byrjar balhð klukkan
20.30.
Danir taka þátt í heimsmeistara-
keppninni og tefla fram sínu sterk-
asta hði sem og íslendingar. Leikirn-
ir ættu að geta orðið jafnir og spenn-
andi og eins og oft þegar þessi hð
mætast og þá eru leikmenn úr báðum
hðum að beijast fyrir sæti sínu fyrir
keppnina miklu í Svíþjóð.
Leikimir gegn Pólveijum í vikunni
voru skammarlega iha sóttir og sagði
Geir Sveinsson, fyrirhði íslenska
landshðsins, í viðtah við DV eftir
leikinn að hann vonaðist eftir dygg-
um og góðum stuðningi í leikjunum
gegn Dönum. Það er vitað mál að
íslenska þjóðin á eftir að fylgjast
grannt með málum í keppninni í
Svíþjóð og þaö væri gott veganesti
fyrir strákana ef fólk kæmi á þessa
leikiogstyddiviðbakiðáþeim. -GH
Ferðafélag íslands:
Fjórar
ferðir
um
helgina
Á sunnudaginn verða famar fjórar
ferðir á vegum Ferðafélagsins. KI.
10.30 verður lagt af stað í skíðagöngu
í Klambragil. Einnig verður lagt af
stað að Gullfossi og hann skoðaður
í klakaböndunum. Kl. 13 verður
einnig lagt af stað í tvær ferðir. Farið
verður í skíðagöngu á Helhsheiði og
einnig að Lækjarbotnum og Heið-
mörk. Gengið verður eftir göngustíg-
um í Heiðmörk. Þar er afar greiöfært
fyrir gangandi fólk og reyndar skíða-
göngufólk einnig. Brottfór í ferðirnar
er frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin, og komiö er við í Mörkinni 6.
Gullfoss er mjög sérstakur i klakaböndunum.
Körfuboltl:
Hörkuleikur í
Boraarnesi
Fjórir leikir’ÍSra fram í úrvals-
deildinni í körfuknattleik um
helgina. Á morgun, laugar-
dag, leika Haukar og Tinda-
stóll klukkan 14 í Hafnarfirði
og klukkan 16.15 leiða sam-
an hesta sína nágrannaliðin
UMFN og ÍBK í Njarðvlk. Á
sunnudaginn lejka Skalla-
grlmur og Grindavík klukkan
16 í Borgarnesi og er þessi
leikur mjög mikilvægur I
toppbaráttu A-riðils. Klukkan
20 mætast síðan Reykjavík-
urliðin KR og Valur í íþrótta-
húsinu á Seitjarnarnesi. I 1.
deíld karla leika Þórog Reyn-
ir á Akureyri í kvöld og UFA
og Reynir á laugardag. Á
sunnudag leika iA og Bol
ungavík klukkan 14.
ísknattieikur:
Stórleikur
á svellinu
í Laugar-
dalnum
Á íslandsmótinu í Isknattleik
er einn leikur á dagskrá á
laugardag. Þá eigast við
Skautafélag Reykjavíkur og
Skautfólag Akureyrar og
hefst leikurinn klukkan 11 á
skautasvellinu í Laugardal.
Þetta verður án efa hörku-
slagur enda mikill rígur á milli
þessara liða.
Sjónvarpið:
Knattspyrna í
beinni
útsendingu
Sjónvarpsstöðvarnar sýna
báðar knattspyrnuleiki í
beinni útsendingu um helg-
ína. Á laugardag klukkan
14.55 sýnir Ríkissjónvarpið
leik Manchester United og
Middlesbrough í ensku 1.
deildinni og á sunnudag býð-
ur Stöð 2 upp á leik AC Milan
og Sampdoria og hefst leik-
urinn kiukkan 13.30.
Útívist:
Dagsferðirá
sunnudag:
Fimmti áfangi skólagöng-
unnar verður á sunnudaginn.
í þessum áfanga verður rifjuð
upp saga gömlu barnaskól-
anna og verða sögufrægir
fylgdarmenn með í för. Þátt-
takendur fá afhent sérstimpl-
að göngukort tíl staðfestingar
þátttöku. Á sunnudaginn
verður einnig farið í skíða-
göngu á Hengilssvæðinu. Ef
veóur og snjóalög leyfa verð-
ur stefnan tekin á Innstadal.
Reikna má með að gangan
taki um fimm klukkustundir.
Brottför í báðar ferðirnar
verður frá BSÍ bensinsölu kl.
10.30. Allir eru minntir á að
taka með sér skjólgóðan fatn-