Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1993, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS1993
Útlönd
Trosipinna
Rúmlega eitt hundrað börti í
Sisimiut á Græniandi vinna
þessa dagana baki brotnu að því
að framleiöa stíersta frostpinna
heims. Markmiöiö er að gera tæp-
lega sjö tonna pinna og komast
þar með í heimsmetabók Guin-
ness.
Bömin, sem öll eru félagar í
unglingaklúbbi lögreglunnar í
Sisimiut, hófú verkið á laugardag
og á því að Ijúka á sunnudaginn
kemur.
Það kemur svo í hlut jóiasveins-
his og lögregiustjórans á Græn-
landi aö afhjúpa frostpinnann
sem verður fimm metraíangur,
eins metra þykkur og tveggja
metra breiöur. Tilgangurinn með
þessu er að safna fé tíl klúbb-
starfsins.
Stærsti fhostpinni, sera til þessa
hefur verið gerður, vó 5,6 tonn
og þar voru hollensk börn að
verki.
oismm meo
Sjötíu og átta ára gamall suður-
afrískur bóndi hlaut 31 stungusár
í átökum viö ræmngja á bæ sín-
um í Transval um helgina en
hélt engu að síður lífi, að sögn
lögreglunnar.
Bóndinn, Isaak van Vuuren, er
á sjúkrahúsi og iíðan hans er eft-
ir atvxkum. Ræningjarnir iömdu
eiginkonu bónda í ránsferðinni.
Ofbeldi kvenna gagnvart eigin-
mönnum sínum færíst mjög í
vöxt í bæði Bandaríkjunum og
Bretiandi.
Þetta kemur fram í könnun sem
birtist í timaritinu Esquire í Bret-
landi í gær. Þar segir að karl-
rnenn beiti yfirleitt hnefunum en
konumar grípi alla jafna til
ýmissa heimilisMuta, svo sem
skæra, hnífa, potta eða iampa. Þá
munu hafnaboltakylfur njóta
vinsælda meðal kvennanna,
Nokkrir mannanna, sem talað
var við fyrir greinina í blaðinu,
sögðu að þeir hefðu misst vinn-
una vegna hegðunar eiginkvenna
sinna, þar af einn sem var sífellt
tneð glóðarauga.
Aðeins tuttugu prósent hinna
börðu eiginmanna skildu við
konur sínar. Lögin reyndust
mönnunum heldur litil stoð þar
sem dómstólamir eru haliir und-
ir konur, sagöi í greininni.
Venjlegir ítalskir borgarar eru
famir aö endurskoöa ýmsa ósiði
sína í kjölfar aUrar siðbótarum-
ræöunnar sem farið hefur fram i
landinu að undanförou vegna
pólitiskra hneykslismála.
í skoðanakönnun, sem tímarit-
ið Panorama stóð fyrir, lýstu 83
prósent aðspurðra yfir því aö þeir
væm reiðubúnir aö hætta aö
henda msh á almannafæri og 61
prósent sögöu aö þeir mundu
bytja að borga sjónvarpsafnota-
gjöldin.
Það sera kom kannski mest á
óvart var aö 81 prósent öku-
manna sögöust tilbúnir að hætta
að leggja bílum sínum uppi á
Italir hafa einnig óhreina sam-
viskuyfir að tilkynna yfirvöldum
ekki um erlenda húshjálp, fyrir
aö taka á mótl dýrum gjöfura í
vinnunni og fyrir að fara yfir á
rauðu. RitzauogReutcr
„Vitringamir þrír“ frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnrýna Færeyinga:
Björgunaráætlunin
gengur alls ekki upp
- Marita Petersen lögmaður segir að þjóðin bjargist á gamaUi seiglu
„Þeir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um efast um að færeysku fjárlögin
standist og þeir hafa líka ráð um
hvaö gera skuh ef þau bregðast,“
segir Gunnar Martens, ráðgjafi
dönsku stjómarinnar í málefnum
Færeyja.
Þriggja manna nefnd frá sjóðnum
hefur verið í Færeyjum síðustu daga
og gert bæði færeysku landsfjórninni
og dönsku ríkisstjóminni grein fyrir
niöurstööum sínum.
Þar er þaö helst að þremenningam-
ir, sem í Færeyjum em kallaðir „vitr-
ingamir þrír“, telja að björgtmarað-
gerðir síðustu mánaða dugi ekki til
að koma í veg fyrir endanlegt hrun
þjóðlífs á eyjunum. Björgunaráætl-
Jógvan Sundstein tjármálaráöherra
verður að taka upp hnífinn.
unin gangi alls ekki upp.
Þar vegur þyngst, að mati nefndar-
manna, að ekki er nóg skorið niður
á flárlögum. Þeir segja að nýjustu
fjárlög einkennist af of mikilli bjart-
sýni; meira þurfi aö gera til að eyða
hallanum. Landssjóður er nú t.d.
kominn í fimm milljarða íslenskra
króna yfirdrátt i dönskum bönkum.
Ráðamenn í Færeyjum telja sig
hafa skorið niður aUt sem hugsast
getur en nefhdarmenn segja að enn
verði að bregöa hnífnum á loft. Eink-
um er búist við að þeir leggi til niöur-
skurð í félagslegri þjónustu þótt þaö
hafi ekki verið gefið upp berum orð-
um. Stuðningur við atvinnuiífið á að
vera úr sögunni.
Verði farið að tiilögum nefndarinn-
ar verður Jógvan Sundstein fjár-
málaráöherra að brýna niðurskurð-
arkutann enn einu sinni.
Marita Petersen lögmaður lýsti
þeirri skoðun sinni í ræðu í Norræna
húsinu um helgina að Færeyingar
myndu lifa þessa kreppu af því þeir
væru vanir þröngum kosti. Þjóðin
hefði búið við fátækt í þúsund ár og
lifað af á einstæðri seiglu. Það myndi
hún einnig gera nú.
í nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
er Birgir Ámason, hagfræðingur frá
íslandi, og með honum hagfræðingar
frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir
eru nú í Danmörku.
Ritzau
Góustraumur
aldarinnar
Stjamfræöingar segja að í dag og
á morgun verði straumur stærri en
dæmi eru um áður á þessari öld.
Sambærilegur stórstraumur varö
síðast árið 1918. Ástæðan fyrir þess-
um ósköpum er að saman fer að tungl
er fullt og nær jörðu nú en það hefur
verið um árabil.
Það er lán í óláni að ekki er spáð
miklum látum í veðrinu þannig að
fjón verður ekkert - nema veðurspár
bregðist. Færi þessi mikli góu-
straumur og lágur loftþrýstingur
saman, t.d. við íslandsstrendur, þá
yrðu úr náttúruhamfarir.
Víða um lönd hafa ferðamenn leit-
aö til stranda og ætla aö sjá stærri
fjörur en þeir mimu verða vitni að í
annan tíma um sína daga. Flóðið nú
er metið sem 119 stig af 120 möguleg-
um. Þetta er því einstæður viðburður
fyrir þá sem hafa áhuga á gangi him-
intunglanna.
Reuter
Stærsti straumur aldarinnar
Addráttarafl tungls og sólar veldur sjávarföllunum
Stórstraumurin nu stafar af því aö bæöi sól og tungl
ery óvenju nærri joröu. Ekki er von á stórviörum á
norðurhveli jarðar þessa dagana og því er ekki búist
viö tjóni af völdum straumsins.
Tungl
Fullt tungl er i dag
þegar þaö ef nær jöröu
en nokkru sinni a
arabilinu 1976 til 2005
353 þús.
kílometrar. 87 þús.
kílómetrum nær en
venjulega
Reykur í matarhléi
í Lundúnum sem annars staðar er nú orðið illa séð aö fólk reyki á vinnu-
stöðum sinum. í einni af skrifstofubyggingum borgarinnar er þessi risa-
stytta helsta afdrep reykingafólksins sem virðist í góðum höndum.
Símamynd Reuter
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, varð aö lúta í lægra
lraldi fyrir andstæðingum Evrópu-
þinginu í gær.
Uppreisnarmenn úr röðum
íhaldsflokksins gengu í lið með
stjórnarandstæðingum og sameig-
inlega felldu þeir bre.vtingar við lög
til staðfestingar Maastricht-sam-
komulaginu um pólitískan og efna-
hagslegan samruna Evrópubanda-
lagslandanna, með 314 atkvæðum
gegn 292. Þetta þykir niðurlæging
fyrir Major en veröur þó ekki til
aö fella stjórn hans. Reuter
Útgáf ustjóri sakaður um 9 nauðganir
Sænskur útgáfustjóri hjá hljóm-
plötufyrirtæki í Stokkhólmi hefur
verið ákærður fyrir að nauðga níu
konum. Hann kom fyrir rétt í heima-
borg sinni í gær og kvaðst saklaus.
Maðurinn, Billy Butt að nafni, er
sakaður um að hafa heitið ungum
stúlkum frægð og frama gegn því að
fá að sofa hjá þeim. í einu tilviki
hefur fahð á hann grunur um að
hafa beitt ofbeldi. Þá plataöi hann 17
ára stúlku í myndatöku og nauögaði
henni á eftir. Ákæra hefur ekki veriö
gefm út í því máh.
I hinum tilvikunum þykir réttmætt
að kæra hann fyrir nauðgun því
hann hafi beitt brögöum til aö kom-
ast yfir stúlkumar.
Biily Butt hefur afsakaö gerðir sín-
ar í blaðaviðtölum og segir að stúlk-
umar hafi allar viljað sofp hjá sér.
Honum var heitið nafnleynd en
ákvað sjálfur að ganga fram fyrir
skjöldu og verja heiöur sinn opinber-
lega. Mál Butts hefur vakið mikla
athygh í Svíþjóð enda maðurinn vel
þekktur þar í landi. tt