Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Page 4
30
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Tóiílist
i
>
i-
Ungir og efnilegir blúsarar á ferð:
J ökulsveitin
vekur athygli
Rage againsttheMachine:
★ ★
Jökulsveitin hefur vakið athygli
sem ung og efnileg blúshljómsveit.
Reyndar hefur farið fremur lítið fyr-
ir henni í vetur en til stendur að fara
á kreik af auknum krafti þegar sumr-
ar.
„Þessi rólegheit í vetur eiga sér sín-
ar eðlilegu skýringar," segir Margrét
Sigurðardóttir, söngkona hljóm-
sveitarinnar. „Til dæmis eru tvö
okkar að fara í stúdentspróf á næst-
unni og tónlistariðkunin hefur tals-
vert orðið að sitja á hakanum þeirra
vegna.“
Auk Margrétar eru í Jökulsveitinni
þeir Georg Bjamason bassaleikari,
Finnur Júlíusson sem leikur á píanó,
Baldvin Baldvinsson á trommur og
Ásgeir Ásgeirsson sér um gítarleik-
inn. Hópurinn þekktist ekkert þegar
hann byijaði að spila blús í fyrra.
„Ég hafði ekki einu sinni sungið
blús áður og hafði satt að segja engan
áhuga á honum,“ segir Margrét. „En
síðan hefur það breyst heldur betur.
Nú hlustar maður varla á annað."
Þótt liðsmenn Jökulsveitarinnar
séu ekki aldnir að árum þykja þeir
hafa náð allgóðum tökum á tregan-
um og fengiö hrós frá mörgum stærri
spámanninum. Hljómsveitin spilaði
aðallega á Púlsinum í fyrra og hitaði
upp fyrir bæði Vini Dóra og Trega-
sveitina. Margrét Sigurðardóttir seg-
ir að á efnisskránni séu aðallega
gamlir standardar, klassíkin í stefn-
unni. Þau hafa ekkert fengist við að
semja blúslög, enn sem komið er að
minnsta kosti, en leggja metnað sinn
í að hafa túlkunina persónulega.
Og næsta sumar á að blúsa á fullu
eftir að námsstússi lýkur.
„Á döfinni? Það er náttúrlega
hljómleikaferð um Ameríku," segir
Margrét og hlær. „Nei, annars, ætli
við verðum ekki aðallega í Reykja-
vik. Hins vegar væri auðvitað gaman
að geta farið og spilað úti á landi.
Áhuginn á blús fyrirfmnst náttúr-
lega þar ekki síður en á höfuðborgar-
svæðinu. Ein kona frá Vestmanna-
eyjum er til dæmis búin að heimta
að við fórum þangað að spila.
Kannski förum við þangað."
Pelican
Liðsmenn hljómsveitarinnar
Pelican stefna að því að ljúka
gerð plötu sinnar á næsta hálfa
mánuðinum. Hún á að koma út
um miðjan maí. Forsmekkinn fá
hlustendur þá mánuði fyrr þegar
eitt lag með Pelican kemur út á
safnplötu - lagið í vígahug. Fjórt-
án lög verða á nýju plötunni. Átta
eru eftir Guðmund Jónsson, fjög-
ur eftir Björgvin Gíslason og síð-
an eiga Ásgeir Óskarsson og Jón
Ólafsson bassaleikari sitt lagið
hvor.
Jökulsveitin á tónleikum á Hressó í síðustu viku. Gamli blúsinn er í mestum metum.
DV-mynd Rasi
Heill hópur tónlistarmanna læt-
ur til sin taka á nýrri plötu sem er
væntanleg á næstu dögum. Lögin á
plötunni eiga það öli sameiginlegt
að vera í kvikmyndinni Stuttum
frakka sem veröur frumsýnd í
næsta mánaöar.
Meðal flytjenda a _________..... ..
Móeiður Júníusdóttir. Hún syngur
nýja útgáfu lagsins Án þín sem
jaíhframt hefur skipt um nafn og
heitir nú Komdu tii mín (Án þín).
Hljómsveitm Jet Black Jœ hljóð-
ritaði tvö ný lög fyrir myndina og
ya ei viiasiiuiu ao nnna a plðtunni
hljóðritanir frá Biórokkshljómleik-
unum í Laugardalshöll 16. júní síð-
astíiðinn. Þar heyrist í Sálinni hans
Jóns míns og Todmobile. Þá er
Bogomil Font með eitt lag á plöt-
unni, sömuleiðis Ný dönsk og fleiri.
fiö PIOIMEER
The Art of Entertainment
Dansað við Reif í tætlur
Átján laga dansplata með svo-
kallaðri reiftónhst kemur út á
næstimni. Hún heitir Reif í tætlur
og er framhald Reif í fótinn sem
kom út fyrir síðustu jól og seldist
vel að sögn útgefan.dans.
Á Reif í tætlur verða fjögur ís-
lensk lög. Þau eru Two Ö- 0 One
með Pís of Keik, Krunk krunk með
Human Body Percussion En-
semble, Inner Core flytur lagið IC
God og loks bjóða Disco Invaders
upp á lagið Já! Einna þekktast af
erlendu lögunum er No Limit með
2 Unlimited sem hefur að undan-
fömu verið í efsta sæti breska vin-
sældalistns og komist hátt víða
annars staðár. Laginu brá fyrir á
íslenska hstanum á dögunum en
það er nú fallið út.
Hér á árum áður var vinsælt
að tala um unga, reiða menn og
þ%átt við ungmenni sem risu upp
gegn ríkjandi gildum og formæltu
þjóðskipulaginu upphátt og í
hfjóði. Þessi uppreisnarandi hef-
ur gegnum tiöina ekki fengið
hvaö síst útrás í tórdist þótt
minna hafi kannski farið fyrir
þessu nú síðustu ár enda uppa-
menningin blómstrað og ungir
tónlistarmenn keppst við að apa
eftir tónlist feðra sinna og mæðra
frekar en að finna upp á ein-
hverju nýju sjálfir. Á þessu hafa
þó verið einhverjar undantekn-
ingar eins og til að mynda rappið
sem lúngað til hefur fyrst og
fremst verið tónhst ungra, reiðra
blökkumanna i Bandaríkjunum.
En rétt eins og soultónlistin
sem upphaflega var „svört“ tón-
list er varð alþjóðleg, hefur rapp-
ið verið að breiðast út og bland-
ast öðrum tónlistarstraumum.
Og þaö er einmitt slíka blöndu
sem Los Angeles hljómsveitin
Rage against the Machine leikur
og það fer ekkert á mihi mála að
hér eru ungir, reiðir menn á ferð
og það hvítir. Aht yíirbragð þess-
arar plötu ber þess merki að þess-
um mönnum liggur mikið á
hjarta. Tónlistin er aggressív og
stuöandi og textarnir eru margir
hverjir alls ekki prenthæfir.
Söngurinn er ekki fagur ef svo
má segja, orðunum er nánast
hrækt út af heift og engu líkara
en maður sitji undir samfelldum
reiðilestri plötuna út i gegn,
Rage against the Machine hefur
verið lýst sem fyrirbæri sem brúi
bhið milli Red Hot Chili Peppers
og Nirvana og má það sosum til
sanns vegar færa. Það kann hins
vegar ekki góðri lukku að stýra
fyrir unga reiða menn á uppleið
að þeim sé sífeht hkt við sér meiri
menn. SigurðurÞórSalvarsson
k.d. lang-
★ ★ ★
Ljúfur söngur
Eric Clapton Wrti flest
Grammyverðlaumn fyrir stuttu
en ekki gat hann af skhjanlegum
ástæðum verið valinn besta söng-
. konan, sá heiður féh í skaut k.d.
lang fyrir söng hennar á Ingénue
og hún er svo sannarlega vel að
verðlaununum komin. Platan,
sem hefur rólegt yflrbragð, er
heillandi og er þaö ekki síst að
þakka góðum söng lang sem nær
að gera einfaldar og ljúfsárar bal-
löður að heillandi Wustun.
Ingénue er fjórða plata k.d. lang
og markar tímamót í ferli henn-
ar. Á fyrstu þremur, sem komu
út á árunum 1987-1992, var hún
undir sterkum áhrifum frá kán-
trítónhst. Sömu áhrif eru enn .
greinileg á Ingénue þremur árum
semnaentónlistarsviðíðerbreiö- |
ara. Allt undirspil er mjög fágaö
og góð umgjörð um frábæran
flutnmg k.d. lang.
Hilmar Karlsson