Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993 Tónlist Wendy J ames breytir um stíl Wendy James, sem til skamms tíma söng með hljómsveitinnl Transvision Vamp, hefur heldur betur breytt um stíl. Nýkomin er út með henni platan Now Ain’t the Time for Your Tears með lögum og textum eftir Elvis Costello. Gagnrýnendur hafa hrósað útkom- unni mjög og virðast almennt hlessa á hve vel Wendy kemst frá söngnum. Hvernig skyldi standa á því að Wendy James syngur eintóm lög eftir Costello á fyrstu plötu sinni og það eintóm áður óútgefm lög? Þau tvö þekkjast ekki einu sinni og hafa varla hist. Þama koma tilviljanimar til sög- unnar. Wendy er málkunnug Pete Thomas, trommuieika hljómsveit- arinnar The Attractions. Einhverju sinni þegar Transvision Vamp var að syngja sitt síðasta nefndi hún við Pete að hún vildi óska þess að hún ætti eftir að verða „alvöru" söngkona. Heldurðu að hstamaður á borð við Elvis Costello myndi hjálpa mér að komast af stað? spurði hún trommuleikarann. Hann hélt að það gæti verið mögu- legt og hvatti hana. til að skrifa Costello bréf og biðja hann um hjálp. Þetta gerði Wendy. Hún baö EMs Wendy James. Bréf til Elvis Costello gerði gæfumuninn. ekki beinlínis að semja fyrir sig tónhst en skrifaði að hún þyrfti að verða betri söngkona en hingað til. Hún sagði að hann væri fyrirmynd- in að þvi sem hana langaði til að verða og spurði hvort hann héldi að eitthvað væri hægt að gera í máhnu. Ekkert gerðist í hálfan mánuð. Þá hringdi Pete Thomas og sagði að dáhtið hefði gerst. Hann vildi ekki segja hvað en það væri stór- merkilegt. Og það sem gerst hafði var þaö að Elvis Costeho hafði sest niður eina hefgi og samið tónhst á heila plötu fyrir söngkonuna. Hún segir að greinifegt sé að hann hafi ekki farið í gamaft safn óútgefinna laga því að textar laganna, sem hún fékk, eru að meira og minna leyti thvísanir í bréf hennar. Chris Kimsey, upptökumaður Rohing Stones, var fenginn th að stýra gerð plötunnar og útkoman er, svo að vitnað sé í orð gagnrýnanda sænska blaðsins Expressen, það frísklegasta sem hefur komið frá Elvis Costeho síðan hann.sendi frá sér plötuna Armed Forces. Og söngkonan Wendy James, sem allir virtust hta niður á meðan hún söng með Transvision Vamp, byijar sólóferhinn með stæl. Músíktilrannir 1993: Sigurvegarar fyrsta kvöldið Rokkið rýkur upp London (lög) é 1.(1) Oh Carolina Shaggy ♦ 2.(8) Informer Snow é 3.(3) Mr. Loverman Shabba Ranks 0 4. (2) No Limit 2 Unlimited ♦ 5. (-) Young at Heart Bluebelles ♦ 6.(6) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz ♦ 7.(13) Cats in the Cradle Ugly Kid Joe ♦ 8. (-) Peace in Our Time Cliff Richard 0 9.(5) Give in to Me Michael Jackson ♦10. (-) Jump They Say David Bowie New York (lög) ♦ i.(D Informer Snow ♦ 2.(3) Nothing but a 'GThang Dr. Dre ♦ 3.(6) Freak Me Silk 0 4.(2) A Whole New World Peabo Bryson and Regina ♦ 5.(5) l'm Every Woman Whitney Houston 0 6.(4) Ordinary World Duran Duran ♦ 7.(9) Don't Walk away Jade ♦ 8.(8) Mr. Wendal Arrested Development ♦ 9. (-) I Have Nothing Whitney Houston o ö •e- Bed of Roses Bon Jovi Bandaríkin (LP/CD) ♦ 1 • (1) Unplugged Eric Clapton ♦ 2. (2) The Bodyguard Úr kvikmynd ♦ 3. (4) Breathless Kenny G. 0 4.(3) 19 Naughty III Naughty by Nature ♦ 5. (8) The Chronic Dr. Dre ^ 6. (6) Some Gave All Billy Ray Cyrus ♦ 7. (9) 3 Years, 5 Months & 2 Days Arrested Development ♦ 8. (10) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors ♦ 9. (-) Hard Workin' Man Brooks & Dunn ♦10. (-) Lose Contol Silk Bretland LP/CD ^ 1. (1) Their Greatest Hits Hot Chocolate •f 2. (-) Amazing Things Runrig 0 3. (1) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz ♦ 4. (-) The Dark Side of the Moon Pink Floyd ð 5. (2) Unplugged Eric Clapton 0 6. (3) Ingenue K.D. Lang 0 7- (5) Ten Summoner's Tales Sting 0 8. (6) Diva Annie Lennox 0 9(8) Automatic for the People R.E.M. ♦10. (-) The Very Best of... Randy Crawford ísland (LP/CD) ♦ 1.(2) Rage against the Machine Rage against the Machine 0 2. (1) Automatic for the People R.E.M. ^ 3. (3) Unplugged Eric Clapton ^ 4. (4) The Bodyguard Úr kvikmynd ♦ 5. (6) Bein leið K.K. ♦ 6. (14) A Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors ♦ 7. (13) Ten Pearl Jam 0 8. (5) Ten Summoner's Tales Sting 0 9. (8) Are You Conna Go My Way Lenny Kravitz ♦10. (-) Coverdale & Page Coverdale & Page .♦11. (15) Dusk The The 012.(9) Wandering Spirit Mick Jagger ♦13. (11) ft's a Shame about Ray Lemonheads 014. (12) Dirt Alice in Chains ♦15. (-) Mindblowing Techno. 4 Ýmsir ♦16. (19) Live Right here, Right now Van Halen ♦17. (Al) Megarave Ýmsir 018. (16) Hits '93 vol I Ýmsir 019. (17) Tommi & Jenni Úr kvikmynd ♦10. (18) Jet Black Joe Jet Black Joe Tvær hljómsveitir úr Reykjavík sigruðu á fyrsta tilraunakvöldi Músíktilrauna ’93 á fimmtudaginn var. Þær heita Opus Dei og Cra- nium. Sú fyrri leikur þungarokk, hin dauðarokk. Dómnefnd tilraun- anna sá ekki ástæðu til að bjóða þriðju hljómsveitinni þátttöku á lokakvöldinu eins og hún hefur þó heimild til. Rokkað í kvöld... Níu hljómsveitir taka þátt í til- raununum í kvöld. Steypa frá Sandgerði leikur hrátt rokk. Nef- brot úr Mosfellsbæ ætlar að bjóða upp á þungarokk. Zorglúbb frá Reykjavík leikur rokk, Yukatan frá höfuðborginni býður upp á rokk með afbrigðum, Múspell frá Sel- fossi leikur dauðarokk, Pegasus frá Akranesi heldur sig við nýbylgju- rokk og Moskowitz frá Hafnarfirði, sem eitt sinn hét Auschwitz, ætlar að. leika rokk. Gestahljómsveit Músíktilrauna í kvöld verður Org- iU. .. .og annað kvöld Þriðja Músíktilraunakvöldið verður haldið annað kvöld. Níu hljómsveitir keppa þá, rétt eins og í kvöld. Frá Garðabæ kemur rokk- hljómsveitin Hróðmundur hippi. Rokksveitin SvMrðing frá Reykja- vík keppir einnig, svo og reykvíska dauðarokksveitin Entearment sem áður hét Extermination. Nýrokk- sveitin Tjalz Gissur kemur frá Kópavogi og rokkpönksveitin Sue- sidal Dioria frá Reykjavík. Dis- agreement er einnig frá Reykjavík og spilar rokk, sem og Rack frá Laugarvatni. Loks skal telja tvær hljómsveitir sem koma frá heima- vistinni á Laugum. Önnur leikur rokk og heitir Joseph and Henry Wilson og hin er dauðarokksveitin Pain. Gestir á Músíktilraunum annað kvöld verða sigurvegaramir frá í fyrra, hljómsveitin Kolrassa krókríðandi. Svo fór að Rage against the Mac- hine náði að véla efsta sæti íslenska plötulistans af R.E.M. sem dvalið hefur þar undanfarnar vikur. Ekki er víst að RATM nái að halda efsta sætinu lengi því líklegt má teljast að vinsældir þeirra séu ekki eins við- varandi og þeirra R.E.M.-manna. Hvað þá tekur við veit enginn því engin sú plata er í sjónmáh sem ger- ir sig líklega til að gera tilkall til topp- sætisins. Það gæti því allt eins farið svo ef RATM láta undan síga að R.E.M. taki aftur við efsta sætinu. En það er samt engin spurning að rokkið er í uppsveiflu þessar vikurn- ar því á lista dagsins sést hvar tvær rokksveitir, þótt ólíkar séu, taka gott stökk upp á við. Þetta eru Spin Doct- ors og Pearl Jam og í því sambandi vekur sérstaka athygli að Pearl Jam skuli nú aftur vera komin á topp tíu en það eru ár og dagar síðan hún var þar síðast. Og svo er meira rokk því gömlu hipparokkararnir Coverdale og Page snarast beint í tíunda sætið með fyrstu plötu í nýju samstarfi. -SÞS- flö PIOIMEER The Art of Entertainment R.E.M.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.