Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Qupperneq 4
30 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993 Tónlist Vinum Dóra boðið á blúshátíð í Chicago - plata með hljómsveitinni er væntanleg hér heima og ytra Blúshljómsveitin Vinir Dóra er á fórum á blúshátíð í Chicago um hvítasunnuhelgina. Hátíðin nefnist Chicago Blues Festívai og stendur yfir í þijá daga. Alls er búist við að um sex hundruð þúsund manns leggi leið sína á hátíðina. Halldór Bragason, forsprakki Vina Dóra, reiknar með að milli áttatíu og hundrað þúsund manns muni hlýða á hljómsveitína þegar hún kemur fram. „Við bætum tveimur mönnum í hljómsveitina ytra, þeim Chicago Beau og Pinetop Perkins," segir hann. „Pinetop er í flnu formi. Hann verður áttræður í sumar en lætur aldurinn ekki aftra sér frá því að drekka flösku af koníaki á dag. Þá flytur hann fyrirlestra um hve mik- ið hann sé á móti öllum reykinga- bönnunum sem verið er að setja í Bandaríkjunum. Og svo spiiar hann og syngur blús með þeim hættí að honum er erin að fara fram ef eitt- hvaöer.“ Fleira stendur til hjá Vinum Dóra á næstunni. Á lokastígi er plötu- samningur við fyrirtæki í Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem nefnist Evi- dence Records. Halldór segir að hann hafi í rúmlega eitt ár verið að leita sér að útgefanda sem hann getí sætt sig við og nú sýnist sér hann verafundinn. „Þetta fyrirtæki ætlar að sjá um að gefa út allt það efni sem við vilj- um senda frá okkur,“ segir hann. „Það hefur stórt dreifingarfyrirtæki á bak við sig svo að okkur sýnist það vera nokkuð öflugt. Við höfum verið að hlusta á gamlar hljómleika- upptökur með hljómsveitinni til aö Halldór Bragason, höfuðpaur Vina Dóra. Blúsinn er alltaf jafnvinsæll. velja efni til útgáfu. AUt í allt höfum við úr um fimmtíu hljómleikum að velja." Góðirgestir Á plötunni með Vinum Dóra koma fram allir Chicago blúsmennirnir sem hafa komið hingað til lands á undanfomum árum og haldið hljómleika með hljómsveitinni. Þetta eru Chicago Beau, Jimmy Dawkins, Pinetop Perkins, Shirley King, Tommy McCracken, Billy Boy Arnold og Deitra Farr. „Með þessu móti verður platan nokkurs konar yfirlit yfir það sem við höfum verið að fást við undan- farin ár og um leið markar platan þáttaskil í starfinu því að það er ekki von á neinum gestum á næst- unni,“ segir Halldór, og bætir svo við að reyndar komi Deitra Farr og Chicago Beau í júní og skemmti með hljómsveitinni á listahátíð í Hafnar- firði. „Við verðum einnig með íslenska útgáfu þessarar plötu og þar höfum við með eitt alíslenskt blúslag, Mér líður vel,“ segir Halldór. „Fólk hefur tekið þessu lagi sérstaklega vel svo að það er full ástæða að hafa það með.“ Vinir Dóra hafa starfað af fullum krafti að undanfómu þótt ekki hafi starfið farið mjög hátt. Hljómsveitin hefur farið út á land og blandað saman blústónleikum og skemmt- un. Halldór Bragason segir að hljómsveitin hafi góðan meðbyr eins og hún hafi raunar haft allt frá stofnun. „Við höfum verið að leika okkur að því að víkka út sviðið að undan- fornu og bjóða upp á tónlist í anda Cream og Zeppehn í bland við gamla blúsinn,“ segir hann. „Það fer ekk- ert á milli mála að stefnan á fjöl- marga fylgismenn. Það sanna við- tökur plötunnar Unplugged með Eric Clapton og tónlist KK-bands- ins.“ Halldór segist stundum ekki vita almennilega hvernig hann eigi að taka velgengninni. Hljómsveitin hefur þrívegis farið í hljómleika- ferfiir út fyrir landsteinana og jafn- framt notið þeirra forréttinda að spila með erlendum eðal blústónlist- armönnum. „Maðurnýtur þess fram í fingurgóma að fást við tón- listina," segirhann. „Þegar hljóm- sveitin var að byrja ímyndaði ég mér að ég myndi þreytast á öllu saman ef of mikið yrði að gera. Því er þveröfugt farið. Þetta verður meira gaman því meira sem viö höfum aö gera. Við leggjum okkur jafnvel fram við að spila í þorpi úti á landi og fyrir þúsundir áhorfenda á hljómleikahátíðum ytra. Þetta er eflaust svipað og í knattspyrnunni. Menn gera alltaf sitt besta hveijar sem aðstæðumar eru. Á þann hátt skapastleiknin." Auk Halldórs hafa leikið með hljómsveitinni í vetur þeir Eðvarð Lárusson gítarleikari, Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari og Björg- vin Ploder, trommuleikari Snigla- bandsins, sem leysir Ásgeir Óskars- son af hólmi meðan hann vinnur að plötu hljómsveitarinnar Pelican. -Á.T. Plötugagnrýni Saigon Kick - The Lizard ★ ★ Seljum meira Eftír að Pixies sálugu tókst að slá í gegn og græða vel á plötusölu hafa stórfyrirtæki tónlistariðnaðarins í auknum mæli beint augum sínum að neðanjarðartónlist. Hljómsveitir eins og Pearl Jam, Nirvana og Red Hot Chili Peppers bera vitni um til- raunir til að gera þessa annars óað- gengilegu tónlistarstefnu að sölu- vöru og virðist ganga best að blanda saman þungarokki og danstónlist. Ein af þessum hljómsveitum er Saigon Kick sem m.a. ruglar saman þungarokki og bítlatónlist(!). Fyrsta platan þeirra, Saigon Kick, fékk góða dóma hjá gagnrýnendum en seldist ekki vel. Nýju plötunni þeirra, The Lizard, er greinilega ætlað að gera það sem fyrri plötunni tókstekki-seljast. Jason Bieler, gítarleikari hljóm- sveitarinnar, semur megnið af efn- inu á plötunni. Það er helst að söngvarinn, Matt Kramer, grípi í textasmíð með honum, sem er eins gott, því Bieler hættir tíl að bulla ansi mikið en það gerir textana hans oft all-óskiljanlega. Hann er þó greinilega góður lagasmiður, á köfl- um allavega. Honum tekst best upp í þungum og hráum rokklögum en verst í mjúku tónlistinni. Lélegasta lag plötunnar er Love Is on the Way, hræðilega væmin og klisjukennd ballaða, sem að sjálf- sögðu hefur gengið vel á vinsælda- listum og fær mikla spilun í út- varpi. Cruelty, Freedom, My Dog og Peppermint Tribe eru góð lög úr þyngri geiranum meðan Chanel er besta mjúka lagið á plötunni. Þaö lag minnir reyndar mjög á Bítlana. Besta lag plötunnar er þó Body Bags, sem m.a. inniheldur langbesta textann (þann eina sem Bieler á engan þátt í). Saigon Kick væri sennilega frábær hljómsveit ef hún væri ekki svona upptekin af þvi að verðavinsæl. Pétur Jónasson The Auteurs - New Wave: ★ ★★★ Gottglamúr Lundúnasveitin The Auteurs sendi nýlega frá sér sína fyrstu stóru plötu og kallast hún New Wave. Titill sem felur í sér ákveðna mótsögn. Frumburður The Auteurs inniheldur nefnilega glamúrrokk í anda þess sem David Bowie, hljóm- sveitin T-Rex og Marc Bolan gerðu vinsælt fyrir tuttugu árum. Gjöm- ingur tveggja hljómsveita síðustu mánuði, Suede og The Auteurs, hef- ur orsakað fortíðarvímu hjá mörg- um og hefur glamúrrokk áttunda áratugarins með formerkjum þess tíunda verið hafið til vinsælda sem nýtt rokk-afbrigði. The Auteurs er tríó hvar Luke nokkur Haines er í aðalhlutverki. Hann semur, syngur og slær gítar- strengi. Hljómsveitin vakti athygli sl. haust þegar hún hitaði upp fyrir Suede á tónleikaferðalagi hennar en fyrsta smáskífa The Auteurs, Show Girl, kom út í árslok. Það er þó ekki fyrr en með nýju plötunni New Wave að sveitin kemst á kortið enda á ferðinni ein athyglisverðasta plata sem komið hefur út á árinu. Hljómur plötunnar ber greinileg merki glamúrrokksins og fer sá búningur sterkum lagasmíðum Hai- nes einkar vel. Grunnt er á dillandi melódíum sem festast í vitund hlu- standans án mikillar fyrirhafnar. Þó er fráleitt hægt að tala um létt- siglda tónlist. í raun er New Wave dæmigerð vel heppnuð fyrsta plata hljómsveitar, full áræðni, gáska og ferskleika. Hljóðfæraleikur sker hvergi í eyru þrátt fyrir gítarriff a la Mick Ronson og sellóstrokur og slaghörpuspil hér og hvar fara reffi- legu rokkinu vel. Ekki er hægt að skiljast við án þess að geta söngs Luke Haines. Hann er allur á lágu þansviði en frábær engu að síður eins og lögin Bailed Out, Housebrea- ker og Early Years bera vitni um. Það ætti ekki að vera tiltökumál fyrir rokkunnendur að kynnast The Auteurs enda New Wave frábær gripur sem á næstu mánuðum mun auka veg glamúrbylgjunnar í Bret- landi og vonandi víðar. Snorri Már Skúlason Rod Stewart-Lead Vocalist: ★ ★ Samtíningur Ekki veit ég hvað hefur rekið Rod Stewart til útgáfu á þessari plötu þar sem hann blandar saman samtín- ingi af gömlu efni, nýjum lögum og nýjum útsetningum á frægum flug- um annarra. Á Lead Vocalist er sparðatíningur sem nær alla leið aftur til upphafsáranna þegar Rod söng með Jeff Beck Group. Síðan eru nokkur lög frá Faces árunum og önnur frá fyrstu árum sólóferils- ins. Ekki er þó um neitt samfellt yfirlit að ræða heldur virðast þessi lög hafa verið valin með happa og glappaaðferðinni Og það er til marks um undarleg vinnubrögð við efnisval á þessa plötu að engin lög er að finna héma frá sólóferli Rods frá 1977 og fram úr því síðustu fimm lög plötunnar eru „ný“ lög í þeim skilningi að Rod hefur ekki sungið þau inn á plötu áður. Og þetta eru lög eftír ýmsa aðila, þekkt og óþekkt lög. Má sem dæmi um þau fyrmefndu nefna lög- in Ruby Tuesday eftir þá Stones fé- laga Jagger og Richards og Tom Traubert’s Blues eftir Tom Waits. Bæði þessi lög njóta sín prýðilega í meðforum Rods og eru nú töluvert spiluð á öldum ljósvakans. Hin þijú lögin em lagið Stand Back eftir Stevie Nicks, þokkalegt rokklag en ekkert meir, Shotgun Wedding eftír Roy Hammond, sem er einhvers konar kúrekarokk, og síðan lagið First Look at the Purse eftir Smokie Robinson sem er til- þrifalítið blúsrokk. Það verður því að segja eins og er að ekki er mikill fengur í þessari plötu Rods Stewarts nema hvað áhrærir útsetningar og meðferð hans á lögunum Ruby Tueasday og Tom Traubert’s Blues en þar nær Rod sér vel á strik í dramatískum tilþrifum. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.