Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Page 4
30
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Tónlist
Kr aftm i ki 11 Kravitz
„Tónlistin er líf mitt og mér nauð-
synleg á sama hátt og súrefni. Það
eru forréttindi að geta breytt tilfinn-
ingum sínum í hljóð og miðlað þeim
til annarra." Þannig komst Lenny
Kravitz að orði í nýlegu viðtah en
tilefnið var ný plata sem hann sendi
frá sér á dögunum og kallast Are You
Gonna Go My Way? (sjá plötudóm
neðar á síðunni).
. Á fyrri plötum Let Love Rule og
Mama Said sá Lenny sjálfur um að
spila á flest hljóðfærin og skipti þá
ekki máh hvort um var að ræða git-
ar, hljómborð eða trommur. Á nýju
plötunni grípur hann í öll þessi hljóð-
færi og fleiri til. Hann hefur hins
vegar meiri reglu á hlutunum í þetta
skiptið og hefur komið upp vísi að
fastri hljómsveit í fyrsta sinn. Kra-
vitz hefur nefnilega fengið til liðs við
sig Craig Ross á gítar og Tony Breit
á bassa en þá hirti hann upp af skít-
ugri blúsbúllu á Sunset Blvd.
í kjöltu Ellingtons
Lenny Kravitz er af bahamískum
ættum. Hann fékk gott tónhstarlegt
Lenny Kravitz. Sækir í tónlist sjöunda og áttunda áratugarins.
uppeldi enda foreldrar hans vel efn-
aðir og með ýmis tengsl í tónhstar-
heiminn. Faðir hans var útsendinga-
stjóri hjá NBC sjónvarpsstöðinni en
móðir hans hafði getið sér gott orð
sem leikkona. Fjölskyldan bjó í finu
hverfi á Manhattan en strákur dvaldi
löngum hjá móðurfjölskyldu sinni í
Brooklyn sem bjó við heldur þröngan
kost. Áð eigin sögn voru þó báðir
staðirnir honum jafn eðlilegir. í Bro-
oklyn kynntist Lenny blústónlist á
meðan Bobby Short, Cleo Laine, Co-
unt Basie og Eha Fitzgerald ómuðu
í eyrum hans í foreldrahúsum. Sjálf-
ur minnist Lenny Kravitz þess að
hafa setið í kjöltu Dukes Ellington á
meðan gamh maðurinn fitlaði við
slaghörpuna eitt sinn.
Það kom snemma'í ljós að tónhst
hafði mikil áhrif á Kravitz. Móðir
hans hafði áhyggjur af honum í æsku
þar sem hann átti það til að láta ófrið-
lega í guðsþjónustum þar sem kraft-
mikil gospeltónlist réð ríkjum. Hún
hélt að hann væri veikur og létti því
þegar strákur sagðist fila tónlistina
best með því að skekja kroppinn lít-
ilsháttar.
Söng á Metropolitan
Eftir aö fjölskyldan flutti til L.A.
var Lenny í þrjú ár í drengjakór.
Hann kunni th verka á þeim vett-
vangi því hann hafði sungið í Metro-
politan óperunni og var m.a. með í
upptöku á þriðju sinfóníu Mahlers
með Zubin Mehta. Sjálfur segir hann
það góðan skóla sem hafi kennt sér
aga sem nýttist viö upptökur á eigin
plötum síðar.
Að menntaskóla loknum, árið 1986,
kynntist Kravitz manni sem var mik-
ill aðdáandi klassískrar tónlistar,
Henry Hirsch að nafni. Hann rak
stúdíó í New Jersey og þeirra sam-
vinna leiddi af sér fyrstu plötuna
Lenny Kravitz, Let Love Rule árið
1989. Samvinna þeirra er náin en
þeir leggja mikið upp úr hljóðvers-
vinnu. Engu að síður notast félagarn-
ir mikið til við hljóöfæri og upptöku-
tæki frá 7. og 8. áratugnum en þann-
ig telur Kravitz sig halda tengslum
við þá tónhst sem er honum kærust
og hann sækir mest í. Virðingarvert
sjónarmið sem lýsir metnaði og örht-
illi khkkun. qMq
Dúndurí
sumarbyrjun
Ný hljómplata er væntanleg á
næstu dögum frá Hljómplötuútgáf-
unni Steinum hf. Nefnist hún
Grimm dúndur og inniheldur sext-
án lög, innlend og erlend. Flytjend-
ur eru ýmsir. Innlendar hljóm-
sveitir sem eiga ný lög á þessari
plötu eru Todmobile, Stjórnin, Pel-
ikan, Jet Black Joe og Pláhnetan,
hin nýja hljómsveit Stefáns Hhm-
arsson sem heyrist th í fyrsta sinn
á Grimm dúndur. Auk þess er Pin-
bah Wizard úr rokkóperunni
Tommy í flutningi Björgvins Skúla
Sigurðssonar og Kórs Verslunar-
skóla íslans að fmna á Grimm
dúndur.
Erlendu lögin eru öll ný og eru
sum þeirra á íslenska listanum.
Má þar nefna Two princes meö
Spin Doctors sem er í efsta sæti hst-
ans og Ah that she Wants með Ace
of Base sem er í þriðja sæti listans.
Aðrir erlendir listamenn sem eiga
lag á Grimm dúndur eru Roots
Syndicate, Robin Beck, The 4 of Us,
Ultravox, Sharba Ranks, Superfly
og Sonia Davis sem syngur hið
gamalkunna lag Bette Davis, Eyes.
-HK
Todmobile á tvö lög á Grimm dúndur.
flö PIOIMEER
The Art of Entertainment
Plötugagnrýiú
VaIT HaLEIT
IIVE
Van Halen Live - Right
Here Right Now
★ ★ ★ ★
Skotheldur
rokkveggur
Stöku sinnum koma út hljóm-
leikaplötur sem eru þeirri náttúru
gæddar að maður hefur á tilfinn-
ingunni að maður sé á staðnum
þegar þær hljóma í hátölurunum.
I nafni Right Here Right Now felst
jiessi nánd og platan er því rétt-
nefni. Maður fær kraftinn beint í
æð og skynjar jafnframt titringinn
í loftinu sem fylgir vel heppnuðum
lokkkonsert.
Það er enginn vafi á því hver er
aðalmaðurinn í Van Halen (og
liefur sjálfsagt aldrei verið neinn
i'afi). Þótt Eddie Van Halen gítar-
leikari hafi sjálfur valið efnið á
plötuna hefur hann einfaldlega
ekki getað sneitt hjá því að hann
er potturinn og pannan í hljóm-
sveitinni. Og ekki síst á hljómleik-
um. Alex bróðir, Michael Anthony
og Sammy Hagar eru í aukahfut-
verkum. Ekki kannski uppfylling
en aUmiklu smærri í sniðum en
idrtúósinn.
Eddie Van Halen sýnir á plöt-
unni, sem reyndar er tvöfold, að
hann er með öflugri rokkgítarlei-
kurum í heiminum og gæti á góð-
um degi veitt Steve Vai góða sam-
keppni í sirkusbrögðum ýmiss
konar með hljóðfærinu. Skiljan-
legt er að DavidLee Roth hafi lát-
ið sighverfa úr hljómsveitinni
f r ekar en að veita Eddie sam-
keppni um aðalhlutverkið.
Það er erfitt að segja að eitt
s;tandi öðru framar á Right Here
Right Now. Maður fær massífa
keyrslu í rúma tvo klukkutíma.
Brot af því besta úr hljómleika-
ferðum Van Halen síðustu ár.
Kunnuglegu lögin höfða vitaskuld
f 'yrst til manns: Jump, When It’s
I xive, Ain’t Talking Ábout Love
og fleiri. Þá hefur sérgrein Van
Halen verið að bjóða upp á eigin
útgáfu gamalla laga. Að þessu
£inni fáum við You Really Got Me
og Won’t Get Fooled Again. En
lieildin er aðalsmerki platnanna:
£.kotheldur rokkveggur þar sem
enga glufu er aö finna.
Ásgeir Tómasson.
Big Country-
The Buffalo Skinners
★
Litlaust
Skoska rokksveitin Big Country
kom fram á sjónarsviðið með
miklum krafti fyrir tíu árum.
Fyrstu tvær plötur sveitarinnar
The Crossing og Steeltown voru
f éikilega sterkar. Síðan fór aö
lialla undan fæti, sveitin bjó við
imdlegt harðlífi í nokkum tíma og
£.íðustu ár hefur hún átt í útistöð-
um við útgáfufyrirtækið Mercury
og gengu þær erjur mjög nærri
sköpunargáfu Big Country.
The Buffalo Skinners er fyrsta
plata Big Country á nýju merki.
Illjómsveitarmeðlimirnir, sem nú
eru þrír, segja hljómsveitina end-
urfædda eftir erfiðleikana og segj-
ast hafa fundið taktinn aftur.
Því miður virðast þeir hafa rangt
f ýrir sér. Platan er ákaflega
óspennandi og á allan hátt ófrum-
leg. Stuart Adamson nær engan
læginn sömu tökum á skáldafákn-
um og áður, lögin eru khsjukennd
og framleiðsla miklu fremur en
f.káldskapur.
Falsettu gítarleikurinn, sem
gerði hljómsveitina fræga fyrir tíu
arum, er enn til staðar en með
£;terkan metal-keim eins og reynd-
arplatanöll.
Hlutskipti Stuarts Adamson er
dapurlegt. Gítarleikarinn frábæri,
£;em hóf ferilinn með pönksveit-
inni Skids, stofnaði síðan Big Co-
untry sem gekk vel framan af er
nú að daga uppi sem foringi í
liljómsveit sem veit ekki hvað hún
er né vill vera. The Buffalo Skinn-
ors er htlaus gripur sem lýsir ráð-
mlltri hljómsveit.
Snorri Már Skúlason
Lenny Kravitz - Are You
Gonna Go MyWay?
★ ★ ★ !/2
í góðum gír
Lenny Kravitz er líkt og Prince
náttúrubam í rokkinu. Kravitz
kynntist flestum tegundum tón-
listar á unga aldri og söng meðal
annars í drengjakór Metropohtan
operunnar í New York. Líkt og
Ihrince sphar hann á flest hljóð-
færi sjálfur, hvað hann hefur gert
á plötum sínum sem nú eru orðnar
þrjár talsins og allar vel heppnað-
<ir.
Fyrsta platan kom út árið 1989
og hét Let Love Rule, hún vakti
heimsathygh á Kravitz. Næsta
plata Mama Said frá 1991 staðfesti
{pmn manna um að fram væri
komið nýtt séní og nýja platan Are
You Gonna Go My Way? setur
lænny Kravitz á stah sem frábær-
anrokkara.
Ástríða Lenny Kravitz á fomri
upptökutækni gerir hann frá-
bragðinn flestum kohegum hans.
Á meðan tónhstarmenn leita fuh-
komnunar í nýjustu tækni, tækj-
mn og tólum leitar Kravitz fuh-
komnunar í gömlum græjum.
Sjálfur virðist hann tímafirrtur
þar sem hann hamast á gítamum
í mussu og útvíðum buxum og
enginn fer í grafgötur um hvar
rætur tónhstar hans hggja. Kra-
vitz er trúr þessari fortíðarást
£iinni og notast nær eingöngu við
gömul hljóðfæri og upptökutæki.
Innan um vel lukkað hipparokk-
ið óma smekklegar strengjakviður
sem gefa Are You Gonna Go My
Way þægilega mýkt. Bestu lög á
frábærri plötu Beheve, Just Be A
Woman, Is There Any Love in
Your Heart og Sister.
Snorri Már Skúlason