Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 2
20 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Tónlist island (LP/CD) ^ 1. (1) Automatic for the People R.E.M. ♦ 2.(3) Reif í tætlur Ýmsir ♦ 3. (4) A Pocket full of Kryptonite Spin Doctors 0 4. (2) Rage against the Machine Rage against the Machine ^ 5. (5) Unplugged Eric Clapton ♦ 6.(11) Stuttur frakki Úr kvikmynd 0 7. (6) The Bodyguard Úr kvikmynd ♦ 8. (8) Home Invation lce-T ♦ 9. (12) Suede Suede ♦10. (15) Black Tie White Noise David Bowie 011. (10) Bein leiö K.K. ♦12. (16) Dusk The The 013. (9) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz 014. (13) Ten Pearl Jam 015. (14) Get Ready 2 Unlimited ♦16. (20) Metallica Metallica ♦17. (Al) Pure Cult Cult 018. (17) Mindblowing Techno. 4 Ýmsir 019. (18) Megarave Ýmsir ♦20. (-) 12 Inches of Snow Snow London (lög) ♦ 1.(1) Young at Heart Blubelles ♦ 2.(2) Informer Snow ♦ 3. (4) Ain't no Love Sub Sub Feat Melanie Williams ♦ 4.(11) Regret New Order ^ 5. (5) When l'm Good and Ready Sybil ♦ 6. (9) U Got 2 Know Capella ♦ 7. (8) Don't Walk away Jade 0 8. (3) Oh Carolina Shaggy ♦ 9. (-) I Have nothing Whitney Houston 010.(6) Show Me Love Robin S New York (lög) ^ 1.(1) Informer Snow ^ 2.(2) FreakMe Silk ♦ 3. (3) Nothing but a 'G' Thang Dr. Dre ♦ 4. (4) I Have nothing Whitney Houston ^ 5. (5) Don't Walk away Jade ♦ 6. (8) Love Is Vanessa Williams 0 7. (6) Cat's in the Cradle Ugly Kid Joe 0 8. (7) Two Princes Spin Doctors ♦ 9. (-) l'm so into You SWV ♦10. (-) Comforter Shai Bandaríkin (LP/CD) ♦ 1. (2) The Bodyguard Úr kvikmynd ♦ 2. (3) Breathless Kenny G ♦ 3. (4) Unplugged Eric Clapton ♦ 4. (6) Pocket full of Kryptonite Spin Doctors ♦ 5. (-) 14 Shots to the Dome LL Cool J 0 6. (1) Songs of Faith & Devotion Depeche Mode 0 7. (5) Ten Summoner's Tales Sting 0 8. (7) 12 Inches of Snow Snow 0 9. (8) The Chronic Dr. Dre 010.(9) Losé Control Silk Bretland LP/CD ♦ 1. (7) Automatic for the People R.E.M. 0 2.(1) Btack Tie White Noise David Bowie ♦ 3. (4) Cover Shot David Essex ♦ 4. (-) In Concert - MTV Plugged Bruce Springsteen 0 5.(2) Suede Suede ♦ 6. (10) So Close Dina Carroll ♦ 7. (9) 3Years,5Months&2Days ...........Arrested Development 0 8. (6) Diva Annie Lennox ♦ 9. (21) Whalthamstow East 17 ♦10. (23) Wrestlemania - The Album WWF Superstars ♦ Listinn er reiknaður út frá sölu I öllum helstu hljóm- plötuverslunum I Reykjavík, auk veislana viöa um landiö. Frakkinn lyftist upp Örlitlar breytingar veröa þessa vikuna á skipan efstu sæta á íslenska plötulistanum þó svo R.E.M. haldi efsta sætinu enn um sinn. Rage against the Machine verða að sætta sig við fall niður í fjórða sætið en þess í stað færast Reif í tætlur og Spin Doctors upp. Eric Clapton heldur svo kyrru fyrir í fimmta sætinu en svo er komið að Stutta frakkanum sem svífur upp um heil fimm sæti og á þar með hástökksmet listans þessa vikuna ásamt David Bowie. Hann stefnir ótrauður upp á við eins og viö spáðum í síðustu viku og sama er að segja um nýhð- ana Suede en bresk blöð tala nú orðið um Suede-maniu í Bretlandi í kjölfar þessarar fyrstu breiðskífu hljóm- sveitarinnar og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þessar vinsældir skila sér hingað til lands enn frekar en nú er orðið. Athuguhr hstavinir taka kannski eftir því að platan, sem var í sjöunda sæti hstans í síðustu viku, er hvergi sjáanleg þessa vikuna. Þetta var plata þeirra rokkbræðra Coverdale og Page og er fah þeirra mikið og ljótt afspumar. Skýringar em hins vegar af skornum skammti og engu líkara en að platan hafi guf- að upp í verslunum. Ein ný plata er á hsta vikunnar; rétt náði að merja botnsætiö en þar er á ferðinni reggae- rapparinn Snow sem nú gerir það gott bæði austanhafs og vestan. Stuttur frakki - margur er knár... Hljómsveitin Spin Doctors slær óvænt í gegn: Vinna og meiri vinna Það er raunar stórfurðulegt að hljómsveitin Spin Doctors skuh hafa náð að slá í gegn. Hún er ákaflega gamaldags og sækir áhrifin th sveita sem vom upp á sitt besta á sjöunda áratugnum. Hljómsveitinni er einna helst líkt við Grateful Dead eða Steve Miller Band með ívafi af J. Geiles Band. Hver hefði getað ímyndað sér að slíkur fomgripur mætti sín ein- hvers á tímum þegar R.E.M., Pearl Jam og Guns n’ Roses leggja rokklín- umar? Með ótrúlegri þrautseigju og sjálf- sagt einhverri heppni hefur hðs- mönnum Spin Doctors tekist að fá fólk th að leggja við hlustimar. Plat- an Pocket Fuh of Kryptonite er orðin vel þekkt, en rétt er að hafa í huga að hún kom fyrst út árið 1991 og hefði að réttu lagi átt að vera hætt aö selj- ast. Þess í stað njóta lög af henni mikilla vinsælda um þessar mundir. Little Miss Can’t Be Wrong hefur verið eitt mest sphaða rokklagið í hérlendum útvarpsstöðvum undan- famar vikur og nú er annað lag, Two Princes, komið í efsta sæti íslenska hstans. Hvemig getur svona nokkuð gerst? Útvarpsauglýsing Helst virðist sem hljómleikaaug- lýsing hjá útvarpsstöö í bænum Manchester í Vermont í Bandaríkj- unum hafi gert gæfumuninn. Hún var aðeins tuttugu sekúndna löng. Spin Doctors ætluðu að halda hljóm- leika með öðrum alls óþekktum hljómsveitum af svæðinu. Auglýs- ingamaðurinn valdi tuttugu sek- úndna bút úr laginu Little Miss Can’t Be Wrong th að skreyta auglýsing- una með. Hún hafði aðeins heyrst einu sinni eða tvisvar þegar hlust- endur tóku að hringja og biðja um að auglýsingin yrði leikin aftur! Og áður en langt um leið var Little Miss orðið aöallagið á stöðinni Tónlistarstjóri útvarpsstöðvarinn- ar prófaði fleiri lög af Pocket Fuh of Kryptonite og það var sama sagan. Hlustendum líkaði við aht sem þeir heyrðu. Á endanum tilkynnti tónlist- arstjórinn starfsmönnum Epic útgáf- unnar hvað væri að gerast og stakk upp á að þeir hættu að eyða enda- laust í Pearl Jam en legðu frekar nokkra dollara í að kynna Spin Doct- ors. Þegar þetta gerðist var fjögurra laga plata Spin Doctors, Up for Grabs...Live, uppseld í sínu htla upp- lagi og stóð ekki th að gefa hana út aftur. Kryptonite hafði selst í sextíu Spin Doctors senda frá sér nýja plötu í haust og ætla sér að spila á um tvö hundruð tónleikum á árinu. þúsund eintökum. Einna helst leit út fyrir að útgefandinn hefði sett sér það mark að láta enda ná saman fyr- ir útgáfukostnaði og reyna svo kannski að selja næstu plötu með einhveijum ráðum. Platan hefur nú selst í yfir mihjón eintökum 1 Banda- ríkjunum einum og talsvert í Evr- ópu. Spila og spila Spin Doctors er sennhega ein dug- legasta hljómsveit heimsins um þess- ar mundir. Fjórmenningamir sem skipa hana telja að þeir hafi sphað á um það bh sjö hundruð tónleikum síðustu þrjú ár. Eric Schenkman gít- arleikari segir að það sé möguleiki að hljómsveitin hafi spilaö í hverjum einasta klúbbi í heimaborginni, New York. „Við sphuðum lengi á svoth hvaða stað sem var fyrir hvað sem í boði var,“ segir Schenkman. „Á tímabhi var nafn hljómsveitarinnar í fjöl- mörgum auglýsingum í blaðinu Vh- lage Voice. Utlendingar sem fá blaðið sent th sín hafa áreiðanlega kannast við nafnið!” í sumum tilfehum voru ekki nema tveir áheyrendur á hljómleikunum í New York. Smám saman fór þeim þó fjölgandi. Schenkman segir að þaö hafi kostað tveggja ára harða baráttu að vekja á sér athygli - ná þeim ár- angri að þeir sem hlustuðu á hljóm- sveitina að kveldi myndu eftir henni morguninn eftir. En þrátt fyrir vel- gengnina slakar hljómsveitin enn ekki á. Hún sphar og sphar. „Ástæðan er einföld," segir Eric Shcenkman. „Það er th fullt af fólki sem enn hefur ekki heyrt í okkur og við þurfum að ná th þess. Við erum reyndar famir að velta því fyrir okk- ur að taka svolítið frí einhvem tíma á næsta ári. En við miðum við að hafa jafnmikið að gera og venjulega út þetta ár. Þegar við erum ekki að spha vinnum við að næstu plötu og hún á að koma út í haust. Enn hefur enginn látist vegna vinnuálags og við hljótum að þola við dálítinn tíma enn.“ -SÞS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.