Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 4
30
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
Tónlist
GCD sendir frá sér plötuna Svefnvana:
Samkeppnin í
sumar verður hörð
GCD. Úthaldið verður frá miðjum maí og fram í september.
Svefnvana er bara orð án merkingar
að sögn Gunnlaugs Briem, trommu-
leikara GCD. En Bubbi Morthens
segir að hægt sé að skýra heiti nýrr-
ar plötu hljómsveitarinnar betur.
„Viö unnum þessa plötu á ótrúlega
skömmum tíma. Það var því stund-
um ekki mikiö um svefn meðan á
upptökunum stóð. Ætli nafnið hafi
ekki orðið til vegna þeirra að-
stæðna," segir hann.
Nýja GCD platan kemur út 14.
maí. Sama dag hefst úthald hljóm-
sveitarinnar og því lýkur ekki fyrr
en í september. Búið er að fastnegla
niður allar bókanir sumarsins nema
hvað verslunarmannahelgin er enn
óákveðin.
„Við lofum því svo sem ekki að
hætta stundvíslega ef það verður enn
gaman í september. Það getur vel
verið að við svindlum aðeins eins og
ýmsir aðrir á undan okkur svo sem
Stuðmenn eða Stones," segir Bubbi.
„En það er á hreinu að við byrjum
ekki fyrr en fjórtánda. Þá ætlum við
að spiía á Tveimur vinum. Hjá Kára
á Vogi!“
Sama liðsskipan verður hjá GCD
og þegar hljómsveitin varð til fyrir
tveimur árum. Gunnlaugur Briem
leikur á trommur, Rúnar Júlíusson
á bassa og bræðurnir Bubbi og Berg-
þór Morthens á gítara. Bubbi og Rún-
ar sjá um sönginn. Þeir sömdu á
milli tuttugu og þijátíu lög áður en
upptökur nýju plötunnar hófust.
Fjórtán voru hljóðrituð, tólf notuð.
Hinu hent.
„Við þurftum ekkert á þeim að
halda," segir Rúnar. „Við höfum úr
nógu af efni að moða. Við spilum lög
af báðum plötunum og bætum svo
við efni frá Utangarðsmönnum og
Egó og hinu og öðru sem ég hef flutt.
Bæði af plötunni Rúnar og Otis sem
kom út með mér fyrir jól og af eldri
plötum."
Hrattog hrátt
Vinnan við Svefnvana tók um það
bil hundrað og fimmtíu klukku-
stundir 1 hljóðveri þegar allt er með
tahð. Slíkt þykir lítið.
„Þetta er betri plata en sú síðasta.
Á því er enginn vafi,“ segir Bubbi.
„Að vissu leyti er um beint framhald
að ræða. En melódían má sín meira
að þessu sinni. Og leikgleðin er
meiri." Bergþór bætir við:
„Við nostruðum ekkert yfir smá-
atriðunum heldur reyndum að hafa
allt sem mest lifandi. Ef tilfinningin
var til staðar í því sem var tekið upp
var það látið standa. Skítt meö það
þótt það væri kannski ekki hundrað
prósent fullkomið. Við vorum líka í
miklu betra hljóðveri núna en síðast
og það hafði sitt að segja með útkom-
una.“
„Ahrifin eru þau sömu og fyrr,“
segir Bubbi. „Við erum undir áhrif-
um frá Bítlunum, Stones og Creed-
ence Clearwater Revival. En samt
held ég að við séum núna komnir
með okkar eigin hljóm. Fáum ekkert
beinlínis að láni þótt við séum undir
áhrifum.“
Ýmislegt er sambærilegt á Svefn-
vana og á fyrri plötunni. Á henni
fengu stjómvöld tóninn í laginu ís-
landsgálgj. Sama er að segja um lag-
ið Slæmt karma: „Þetta er slæmt
karma, þetta er vont karma, og ég
harma að þeir fá hlutverk niðr’á Al-
þingi," er brotabrot úr textanum. Öll
lögin eru rokkuð utan eitt órafmagn-
að. Það heitir Flug-leiða-blús.
„Við höfum engar jámbrautir og
ef viö viljum syngja virkilegan trega-
söng um stúlkuna sem er farin á
brott þá verður hún að hafa farið
með Flugleiðavél," segir Bubbi og
glottir. „Þannig er þessi blús orðinn
til.
Erfitt sumar
Láðsmenn GCD spá erfiðu sumri
hjá íslenskum hljómsveitum. Mikilli
samkeppni og hugsanlega litlum af-
rakstri hjá sumum.
„Við erum búnir að vera í þessari
baráttu lengi en höfum aldrei séð
fram á jafn harða samkeppni og
núna,“ segir Gunnlaugur. „Hljóm-
sveitimar, sem keppa á markaðin-
um, hafa aldrei verið fleiri og sjálf-
sagt verður ekkert auðvelt að fylla
húsin eins og árferðið er núna. Það
em allir búnir að bóka sig til hausts.
Ef einhver hljómsveit kæmi fram á
sjónarsviöið og ætlaði að halda dans-
leiki fengi hún ekkert hús um helg-
ar. Það er löngu búið að bóka þau
öll Það er uppselt á markaðinum."
Ráðið til að standa sig í keppni sem
þessari er að tjalda til öllu því besta
sem til er. -
„Við ætlum að leggja miklu meira
upp úr „sándi og showi“ en þegar viö
vomm síðast á ferð fyrir tveimur
árum,“ segir Bergþór Morthens. „Við
erum með nýtt og öflugt hljóðkerfi
og ljósakerfið verður einnig í góðu
lagi. Það þýðir ekkert að slá af gæð-
unum neins staðar þegar samkeppn-
in er svona hörð.“
-ÁT
Rage against the Machine. Þykir mjög lifleg á sviði.
Rage against the Mac-
hine á listahátíð í
Hafnarfirði
Ein þeirra hljómsveita, sem verið
hafa á íslenska listanum undanfam-
ar vikur svo og verið ofarlega á sölu-
lista DV, er Rage against the Mac-
hine. Þessi vinsæla hljómsveit er
væntanleg á listahátíð í Hafnarfirði
sem haldin verður innan skamms og
mun hljómsveitin leika í Kaplakrika
12. júní. Er koma sveitarinnar mikfil
fengur fyrir marga því hér er á ferð-
inni hljómsveit sem vakið hefur
mikla athygh að undanfomu og er á
hraðri uppleið.
Rage against the Machine, sem er
frá Los Angeles, er skipuð fjórum
liðsmönnum. Zack de la Rocha er
söngvari hljómsveitarinnar, Timmy
C bassaleUíari, Tim MoreUo gítar-
keikari og Brad Wilk er trommuleik-
ari hljómsveitarinnar. Ekki er langt
síðan þeir félagar hófu að leika sam-
an. Byrjuðu þeir á því að taka upp
tólf lög sem þeir settu síðan á kass-
ettu og seldu þar sem þeir vom að
spUa hverju sinni. Tókst þeim að
selja 5000 eintök af kassettimni sem
segir nokkuð um þá hrifningu sem
hljómsveitin vakti strax í upphafi.
Rage against the Machine vakti
fyrst athygU umheimsins þegar hún
hitaöi upp fyrir þekktari hljómsveitir
og söngvara. Má nefha Ice T, Pubhc
Enemy og Pearl Jam en jafnt og þétt
hefur hún verið að vinna sér nafn
og nú er svo komið að sveitin þarf
ekki á öðram að halda, stendur á
eigin fótum með tónUst, sem margir
eiga erfitt með að skipa í einhvem
einn sérstakan flokk, en tónhst sem
þykir áræðin og póUtísk um leiö og
hún er áheyrileg. Rage against the
Machine þykir góð og skemmtileg á
sviði þannig að búast má viö miklu
fjöri þegar hún stígur á svið í Kapla-
krikal2.júní. -HK
Plötugagnrýni
Ýmsir - Reif í tætlur:
★
Léttvægt
reif
Reif í tætlur er önnur reif-safn-
platan sem Steinar gefa út og inni-
heldur mestanpart blöndu mis-
þekktra erlendra reiflaga auk
þriggja innlendra. Og það er með
reifið eins og aðrar tónhstarstefnur
að það greinist í þyngri og léttari
deUdir og það er léttari deUdin sem
ræður ríkjum á þessari plötu. Sumt
sem hér er fram borið myndu hörð-
ustu reifarar meira að segja varla
kaUa reif einsogtilaömynda Abba-
lagasyrpuna sem Def Syndicate býð-
ur upp á. Og það verður að segjast
að þessi samsuða er afspymu flöt
og ómerkUeg og því miður er þeim
Abbadrengjum, Bimi og Benny,
greinUega ekki mjög annt um með-
ferðina á tónsmiöum sínum. Þetta
minnir mest á Stars on 45 hörm-
ungina hér um árið.
Fleiri gamlir smellir em hér
komnir í reifbúning og má þar nefna
hið vinsæla lag DoUýjar Parton, I
WUl always Love You, gamla Clash
lagið, Magnificent 7, og Jeff Wayne
lagið, The Eve of the War. Fyrr-
nefndu útgáfumar tvær era hvorag
til bóta en flytjendur komast þó
skammlaust frá sínu. Sú síðasta er
hins vegar í stíl við Abbasúpuna
sem áður var nefnd. Skásta með-
ferðin á gömlu lagi er hins vegar
útsetning Tonys Scott á gamla
Doors-laginu, Riders on the Storm.
Þekktasta lagið á plötunni fyrir
utan þessa gömlu smeUi er tvímæla-
laust lag 2 Unlimited, No Limit, sem
er prýðisgott reifpopp og sama er
aö segja um lag Def La Desh & The
Fresh Witness, Tear It up.
íslensku lögin þrjú standa þeim
útlendu lítt eða ekkert að baki, til
að mynda er lag Pís of keik, Two
0-0 One, í hópi þeirra betri á plöt-
unni en lög Inner Core, IC God og
Disco Invaders, Já! (Remix) bera
nokkum vott um byijendabrag.
Sigurður Þór Salvarsson
Grimm dúndur - ýmsir:
Tllþrifalít-
ið dúndur
Á dögunum sendu Steinar frá sér
safnplötu þar sem kynntar era til
sögunnar hljómsveitir sem munu
láta að sér kveða í sumar. Að auki
fylgja níu erlend lög með ýmsum
flytjendum. Útlendu lögin eiga það
sammerkt, utan Two Princes með
Spin doctors, að vera óspennandi
léttsiglt blöðrapopp. Verður frekari
orðum ekki eytt að þeim hér.
Hljómsveitin TodmobUe á tvö lög
á Grimm dúndur, þar af er annaö
gamalt en flutt með enskum texta.
Nýja lagið sem heitir Ég vU brenna
er ágæt smíð í sérlega huggulegum
umbúðum eins og þeirra er von og
vísa Eyþórs og Þorvalds.
Lag Stjómarinnar, Ekki segja
aldrei, er sama krakkapoppið og
hljómsveitin hefur brasað ofan í
landann á undanfómum árum. Gert
með þeim ósköpum að manni finnst
maður hafa heyrt það ótal sinnum
þegar það lemur hlustir í fyrsta
sinn. Meö öðrum orðum vel flutt en
ófrumlegt popp sem líklegt er til
vinsælda.
Fyrsta lag Pláhnetunnar neglir
mann ekki og er hætt við að hljóm-
sveitin verði aö mála í sterkari Utum
á væntanlegri plötu til að slá í gegn.
í Span er er fitlað viö soul-tónhst
en gaman hefði verið að sjá Pláhnet-
una stiga skrefið til fuUs því enginn
syngur soul betur hér á landi en
StefánHUmarsson.
Lag Guðmundar Jónssonar í víga-
hug er hressUegt í flutningi Pelikan
en viðlagið of khsjukennt til að hrífa
gamlan aðdáanda hljómsveitarinn-
ar. Hér er á ferðinni stuðlag sem
góðglaðir syngja með steyttan hnefa
í tjaldtúrum í sumar.
Jet Black Joe á eitt bragömesta lag
plötunnar, Down on My Knees. Ein-
falt, kröftugt, melódískt rokk og ról
þar sem grimmur gítar og seiöandi
rödd orgelsins tónhöggvast.
Þá er vert að geta flutnings Vesl-
inga á PinpaU Wizard úr Tommy en
hann er sérlega vel lukkaður og
eykur vigt annars tilþrifaUtiUar
plötu.
Snorri Már Skúlason