Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 1
Eurovision-hópurinn rétt áður en hann lagði í hann.
„Keppnin hefur frá upphafi virst
höfða mest til tónlistarsmekks mið-
aldra og eldra fólks. Galdurinn er að
standa sig vel á því tiltekna sviði. Þó
hefur vottað fyrir því á undanförnum
tveimur til þremur árum að tónhstin
hafi færst nær smekk yngri kynslóð-
arinnar. Mikilvægt er að kynna vel
höfund, flytjanda og hakgrunn þeirra
og nýta sem best þau tækifæri sem
skapast þegar mörg hundruð blaða-
og fjölmiðlamenn 25 landa koma
saman á einum stað. íslenska lagið
hljómar nokkuð í stíl við þau lög sem
teflt hefur verið fram undanfarin ár
og óska ég bæði höfundi og flytjend-
um alls hins besta í úrsUtakeppn-
inni," segir Jakob Frímann Magnús-
son, menningarfulltrúi við íslenska
sendiráðið í Lundúnum, sem verður
kynnir í íslenska sjónvarpinu í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem fer fram í bænum Mills-
treet á Suður-írlandi á laugardags-
kvöldið kl. 19. Að þessu sinni taka
25 lög frá jafnmörgum löndum þátt
í úrsUtakeppninni.
Framlag íslands er lagið Þá veistu
svarið eftir Jón Kjell Seljeseth við
texta Friðriks Sturlusonar. Friðrik
Sturluson hefur ekki tekið þátt í
keppninni áður og er mun þekktari
í dægurlagaheiminum sem bassa-
DV-mynd ÞÖK
leikari Sálarinnar hans Jóns míns
en sem textahöfundur. Söngkonunni
Ingibjörgu Stefánsdóttur skaut upp á
stjörnuhimininn síðastiiðið haust
með frumsýningu Veggfóðurs. Bak-
raddirnar syngja Guðrún Gunnars-
dóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir
ásamt Ernu Þórarinsdóttur og Ey-
jólfi Kristjánssyni og með þeim verð-
ur saxófónleikarinn Einar Bragi
Bragason. -em
Sjónvarpið á laugardag:
Knattspymu-
veisla í beinni
útsendingu
lan Wright, liðsmaður Arsenal, í baráttu um boltann í leik
sem Arsenal vann, 4-0, gegn Liverpool.
Á laugardag verður blásið til mikiUar
knattspyrnuveislu í Sjónvarpinu enda er
komið að hápunkti vertíðarinnar hjá
áhugamönnum um enska boltann, úrshta-
leiknum í bikarkeppninni miUi Arsenal
og Sheffield Wednesday. Veislan hefst
klukkan eitt eftir hádegi með þætti þar
sem sýndar eru myndir úr viðureignunum
sem fleyttu hðunum í úrslitaleikinn. Þegar
klukkuna vantar kortér í tvö verður
Bjarni Fel síðan búinn að koma sér fyrir
við hljóðnemann og hitar upp fyrir beinu
útsendinguna frá Wembley. Arsenal og
Sheffield Wednesday mættust um daginn
í úrslitaleik deUdabikarkeppninnar og þar
höfðu þeir rauðklæddu betur eftir snarpa
rimmu. Bæði hafa Uðin á að skipa mörgum
úrvalsleikmönnum. Ian Wright er stórr
hættulegur, snýr af sér menn með leikhi
sinni og hraða og -Paul Merson hefur
semúlega aldrei verið betri en einmitt nú.
Þeh" eru heldur engir aukvisar Sheffield-
mennirnir Carlton Palmer, Chris Waddle
og David Hirst og engin leið er að spá um
úrsUtin.
Helvíti
Húsa-
víkur-
Jóns
- sjábls. 24
Rokkog
rol
- sjábls. 22
Valda-
brölt
- sjábls. 22
Lyga-
vefur
- sjábls. 26
¦ #
Himna-
för heil-
agra
mæðg-
ina
- sjábls. 28
Auðlind
- sjábls. 26
I Engla-
borg-
inni
- sjábls. 27
Clint
East-
wood
- sjábls. 28