Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 2
22
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Tónlist
í sland (LP/CD)
♦ 1. (-) Svefnvana GCD
0 2. (1) Automatic for the People
R.E.M.
0 3.(2) Grimm dúndur Ýmsir
♦ 4. (-) No Limits 2 Unlimited
0 6.(3) Now 24 Ýmsir
0 6.(4) Rage against the Machine Rage against the Machine
0 7.(5) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz
0 8.(6) Reif í tætlur Ýmsir
0 9. (8) A Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors
♦10. (12) Pochette Surprise Jordy
011. (7) Suede Suede
012- (10) Happy Nation Ace of Base
♦13. (-) Þetta stóra svarta Sniglabandiö
♦14. (16) Pork Soda Primus
015. (9) Unplugged Eric Clapton
■016. (15) The Bodyguard Úr kvikmynd
*17. (17) Allt heila klabbið S.H. Draumur
018. (11) Get a Grip Aerosmith
♦19. (Al) 12 Inches of Snow Snow
♦20. (-) Ronja ræningjadóttir Úr leikriti
London (lög)
♦ 1.(2) All That She Wants Ace of Base
02.(1) Five Live George Michael and Queen
♦ 3.(5) Seeat (A La La La La Long) Inner Circle
♦ «•(-) (I Can't Help) Falling in Love with
You UB40
0 5.(4) Tribal Dance 2 Unlimited
0 6.(3) That's the Way Love Goes Janet Jackson
é 7.(7) Everybody Hurts R.E.M.
♦ 8.(11) Housecall Shabba Ranks Feat Maxie Priest
♦ 9.(24) In These Arms
Bon Jovi
010.(8) Belive in Me Utah Saints
IMew York (lög)
♦ 1(2) That's the Way Love Goes Janet Jackson
0 2.(1) Freak Me Silk
♦ 3.(4) Love Is Wanessa Williams
0 4. (3) Informer Snow
é 6.(5) I Have Nothing Whitney Houston
♦ 6.(6) Nothing but a ,G' Thang Dr. Dre
♦ 7. (-) Knockin' Da Boots H-Town
♦ 8.(8) l'm so into You SWV
é 9.(9) Looking through Patient Eyes PM Dawn
010.(7) Don't Walk away Jade
Bandaríkin (LP/CD)
♦ 1- (2) The Bodyguard Úr kvikmynd
0 2. (1) Get a Grip Aerosmith
♦ 3. (-) Porno for Pyros Porno for Pyros
0 4. (3) Breathless Kenny G.
0 5. (4) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors
0 6. (5) Unplugged Eric Clapton
0 7. (.6) The Chronic Dr. Dre
❖ 8. (8) 12 Inches of Snow Snow
♦ 9 (-) It's about Time SWV
010 (9) Lose Control
Silk
Bretland LP/CD
♦ 1. (2) Automatic for the People R.E.M.
♦ 2. (-) No Limits 2 Unlimited
0 3.(1) Republic New Order
♦ 4. (-) Symphony or Damn Terence Trent D'Arby
♦ 6. (-) Home Movies - The Best of Everything but the Girl
0 6. (3) Ten Summoner's Tales Sting
0 7. (5) Bamba Clannad
♦ 8. (-) Blues Alive Gary Moore
♦ 9. (10) Breathless Kenny G.
010 (9) So Close
Dina Carroll
* Listinn er reiknadur út frá sölu í öllum helstu hljóm-
plötuverslunum I Reykjavík, auk verslana viða um landið.
Er Steely Dan að lifna við?:
Donald Fagen
kveður sér hljóðs á ný
- ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út
Donald Fagen heldur sálfræðingunum enn við efnið þótt hann hafi náð sér
á strik eftir margra ára lægð.
Sumir eru svo rólegir í tíöinni aö
engiun oíbýður þótt nokkur ár líði á
milli platna frá þeim. Donald Fagen
hefur þó tekið lífinu með óvenju mik-
illi ró aö flestra mati. Fyrsta sólóplat-
an hans, Nightfly, kom út árið 1982.
Og núna, ellefu árum síðar, er næsta
plata tilbúin. Hún heitir Kamakiriad.
Þeir sem hlustaö hafa á nýju plöt-
una segja að einna helst mætti ætla
að Donald Fagen hafi byrjaö að vinna
að henni daginn eftir að hann lauk
við Nightfly. Svo rökrétt framhald
sé hún af fyrri plötunni. Fagen segir
að sú sé raunin. En fljótlega gerði
hann sér grein fyrir að ekki var allt
með felldu. Hann var orðinn þurr-
ausinn af hugmyndum.
„Ég tæmdi mig gjörsamlega meðan
ég vann að Nightfly," sagði Donald
Fagen í nýlegu blaðaviðtali. „Það tók
mig mörg ár að hlaða batteríin að
nýju. Ég þurfti einfaldlega að eldast
og þroskast til að geta haldið áfram.“
Vinnualki
Árin milli tvítugs og þrítugs fóru
öll í vinnu við hljómsveitina Steely
Dan. Donald Fagen var hinn dæmi-
gerði vinnualki sem þrælaði í hljóð-
verum, fór í hljómleikaferð og lokaði
sig svo inni að nýju. Hann gleymdi
að lifa lífinu.
„Þegar ég hljóðritaði Nightfly var
ég eiginlega eftir á að hyggja að gera
upp við fortíöina. Ég var ennþá ungl-
ingur í anda og sá heiminn fyrir mér
meö augum unglings. í huganum var
ég enn á kafi í sjötta áratugnum þeg-
ar tónlistarsmekkurinn mótaðist við
að hlusta á djass í útvarpinu á síð-
kvöldum. Þegar ég var búinn að
skrifa og syngja mig frá þessum
árum átti ég ekkert eftir.“
Donald Fagen er innhverfur að
eðhsfari. Hann gerðist þunglyndur
þegar hann áttaði sig á að sköpunar-
gleðin var ekki lengur fyrir hendi.
Hann varð daúöhræddur við það eitt
að nálgast hljóðveriö sem hann ætl-
aði að vinna í. Hann gerði sér þó
grein fyrir aö hann þurfti á hjálp að
halda og kallaði til gamlan félaga úr
Steely Dan, Walter Becker.
Walter tók að sér að verða upp-
tökustjóri nýju plötunnar. Hann lék
að auki á bassa í upptökunum og
annaðist gítarsóló. En fleira gerðist.
Gömlu starfsfélagamir urðu vinir.
„Við rifumst oft í gamla daga og
gerum enn. En rifrildin eru allt ann-
ars eðhs núna,“ segir Fagen. „Við
töluðum aldrei almennilega saman
áöur, gáfum hvor öðrum ekkert.
Núna getum við það.“
Steely Dan?
Um miðjan síðasta áratug byijuðu
Donald Fagen og Walter Becker að
semja saman að nýju. Þeir hétu hvor
öðrum því að þeir skyldu aldrei nota
Steely Dan nafnið framar þótt þeir
ynnu saman. Nú eru hins vegar að
renna á þá tvær grímur. Vináttan
spilar þar inn í og ekki síður við-
skiptavitið. Það getur nefnilega borg-
að sig að endurreisa gömlu hljóm-
sveitina. Og Donald Fagen viður-
kennir það kinnroðalaust að hafa
síðasta áratuginn lifað á peningum
sem komu í kassann við að Steely
Dan plötumar vom endurútgefnar á
geislaplötum.
„Við ætlum að spila saman á hljóm-
leikum í Bandaríkjunum í sumar,“
segir Fagen. „Við verðum með dálítið
af tónhstinni hans Walters, dáUtið
af minni og svo endurútsetjum við
kannski eitthvað af gamla efninu.
Það er þrýst á okkur að nota Steely
Dan nafnið á hljómleikum. Kannski
látum við undan. Ef fólk heldur að
við græðum meira á að koma fram
sem Steely Dan frekar en Donald og
Walter þá er mér svo sem sama.“
Donald Fagen hefur tekið miklum
andlegum framíörum á síðari árum.
Þökk sé sálfræðingum sem hafa haft
hann til meðferðar vegna þunglynd-
is. „Ég held þeim þó ennþá viö efnið,
sálfræðingunum," segir hann. „Ég
er búinn að læra að vera latur. Ég
veit að lífið er ekki bara hljóðver og
hljómleikaferðir. Lífiö býður upp á
ótal margt annað og ekki síður
skemmtilegt. Ég er reyndar ekki
byijaður að spila golf og geri það
kannski aldrei. En það er svo ótal
margt hægt að gera ef maður leyfir
hugmyndafluginu bara að njóta sín.“
Samkvæmt plötunni Kamakiriad
eru áhrifm í tónlist Donalds Fagen
hin sömu og fyrr, djassinn og poppið
sem hann hlustaði á sem bam og
unglingur. Hann segir að aðalmun-
urinn á nýju plötunni og Nightfly sé
helst sá að takturinn sé eilítið hrað-
ari en fyrr. En aö öðru leyti er hann
við sama heygarðshomið og fyrir
tólf árum.
Plata með Skriðjöklunum vænianleg.
Skífuútgáf-
aní júní
Hljómplötuútgáfan Skífan sendir
íjórar plötur á markaðinn í næsta
mánuði. Sú fyrsta verður SSSól með
samnefndri hljómsveit sem kemur
út 3. júní. Þremur dögum síðar, á
sjómannadaginn, er væntanleg plata
með systkinunum frá Bolungarvík
sem sendu fyrir tveimur ámm frá
sér plötuna Hönd í hönd. Þá kemur
einnig út ný plata Skriðjöklanna
snemma í mánuðinum. Tíunda júní
er síðan væntanleg safnplata sem
enn hefur ekki hlotið nafn. Á henni
verða fjögur íslensk lög og fjölmörg
erlend. Islensku lögin verða með
Bubba Morthens, SSSól, Ný danskri
og loks framlag íslendinga til Evr-
ópusöngvakeppninnar í ár.
í slenskt tón-
listarsumar hafið
Þeir Bubbi og Rúnar þurfa ekki að
kvarta undan viötökum íslenskra
plötukaupenda því þessa vikuna fer
nýja platan þeirra félaga, Svefnvana,
beinustu leið í efsta sæti íslenska
plötulistans. Þar með er tónninn gef-
inn fyrir íslenska tónlistarsumarið
1993 því á næstunni em svo væntan-
legar á markaðinn plötur frá Plá-
hnetunni, Pehcan og Stjóminni, svo
einhverjir séu nefndir, auk þess sem
einhveijar safnplötur hljóta að bæt-
ast í hópinn. Og ekki má gleyma
Sniglabandinu sem eðli sínu sam-
kvæmt fer sér hægt og er statt í 13.
sæti Ustans þessa vikuna en hlýtur
að sniglast eitthvað ofar á næstu vik-
um. En það sem vekur mesta athygU
á Ustanum að þessu sinni em þær
feikna góðu viðtökur sem hljóm-
sveitin 2 Unlimited fær með nýja
plötu en hún stekkur beint í fjórða
sæti Ustans. Þetta eru reifpopparar
af guös náð og hafa greinUega náð
til íslenskra unglinga því óhætt er
að fuUyrða að þeir em langstærsti
hópurinn sem aöhylUst þessa tegund
tónUstar. Fíórða nýja platan á Ustan-
um þessa vikuna er svo plata með
lögum úr bamaleikritinu um Ronju
ræningjadóttur en vart er við því að
búast að platan sú fari mjög hátt á
Usta þótt leikritið sé vinsælt og kaup-
endahópurinn stór. Enginn veit þó
sína ævina fyrr en öU er.
-SþS-
GCD - andvaka menn.