Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 6
26 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1993 Saga-bíó: Malcolm X Malcolm X er nýjasta kvikmynd Spike Lee og sú metnaðarfyllsta til þessa. Myndin, sem er rúmir þrír tímar í sýningu, íjallar um ævi eins umdeildasta leiðtoga blökkumanna í Bandaríkjunum. Frá þeirri stundu sem Malcolm X kom fram á sjónarsviðið var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Hann snerist af hörku gegn hvíta kynstofninum og sagði svarta með- bræður sína neita að vera annars flokks borgarar. Meðulin sem Malc- olm X notaði í baráttu sinni voru engin vetlingatök heldur hörð and- spyma. Áróður hans hafði áhrif og margir hvítir menn hræddust hann. Malcolm X fæddist 1925 og ætlaði sér að verða lögfræðingur en var sagt að svartir menn hugsuðu ekki svo hátt. Malcolm lenti snemma í kasti við lögin enda óstýrilátur og ofbeldisfullur. Það var eftir að hann hafði setið í fangelsi sem hann breytti um lífsstíl og geröist boðberi réttlæt- is til handa svörtum. Malcolm X var myrtur 1965. Þennan umdeilda leiðtoga svartra leikur Denzel Washington, en hann lék einnig aðalhlutverkið í Mo’ Bett- er Blues, þriðju kvikmynd Spike Lee. Aðrir leikarar eru Angela Bassett sem leikur ekkju Malcolms X, AI Freeman sem leikur Elijah Mu- hammad, leiðtoga íslama sem Malc- Malcolm X (Denzel Washington) ávarpar mótmælagöngu i Harlem. olm X setti á stall með Allah og Spike Lee sem leikur Shorty, vin Malcolms á árum hans sem glæpamaður. Á aðeins sjö árum er Spike Lee orðinn einn mest spennandi leik- stjóri í bandarískri kvikmyndagerð. Allar hans kvikmyndir, She's Gotta have It, School Daze, Jungle Fever, Mo’ Better Blues og Do the Right Thing hafa vakið mikla athygli en það var Do the Right thing sem kom honum á landakortið. Malcolm X er hans langdýrasta kvikmynd til þessa og gekk mikið á við gerð hennar en þrátt fyrir mótlæti hélt Spike Lee ótrauður áfram og hefur myndinni hvarvetna verið hælt sem miklu kvikmyndaverki. -HK Regnboginn: Goðsögnin Titilpersónan Candyman (Tony Todd) ógnar Helen Lyle (Virginia Madsen). í dag frumsýnir Regnboginn spennu- og hrollvekjumyndina Goð- sögn (Candyman). Er myndin byggð á sögu eftir Clive Barker, þann sama og samið hefur og leikstýrt Hellraiser myndunum. Aðalpersóna myndarinnar er Hel- en Lyle sem er nemandi á lokaári í háskóla. Hún tekur að sér að rann- saka goðsögn. Eftir því sem hún kaf- ar dýpra í málið kemst hún að því að fjöldamorðingi gengur laus og að lögreglan vill sem minnst af málinu vita. Enginn tníir sögu hennar um fjöldamorðingjann Candyman, hvað þá að hann sé blökkumaður sem drepinn var 1890 og sé kominn aftur og drepi sér til gamans. Þessi vera fær sjúklega ást á Helen og vill fá hana til sín. En til að hún geti sam- einast honum verður hún að deyja sjálfviljug. Af skiljanlegum ástæðum er Helen lítið hrifin af þessari hug- mýnd og sleppur frá honum en er handtekin og sökuð um bamsrán en sleppt vegna skorts á sönnunum. Sem fyrr trúir henni enginn þegar hún fer að segja frá goðsögninni og endar það með að hún er sett á geð- veikrahæli. Aðalhlutverkin í Candyman leika Virginia Madsen og Tony Todd, leik- stjóri er Bernard Rose. Candyman er framleidd af Propaganda Films og er Sigurjón Sighvatsson einn fram- leiðenda. Myndin hefur fengið ágæta aðsókn þar sem hún hefur verið sýnd, sérstaklega þó í Evrópu. Á Bretlandseyjum komst hún á lista yfir mest sóttu kvikmyndimar. Vafasamur leigjandi Það sem gerir Single White Fe- male fyrst og fremst eftir- minnilega er góö- ur samleikur Bridget Fonda og Jennifer Jason Leigh í aðalhlut- verkunum. Sögu- þráðurinn er kunnuglegur og fátt í handritinu sem kemur á óvart. Bridget Fonda leikur Allie Jones sem auglýsir eftir meðleigjanda þegar kær- astinn yfirgefur hana. Hedda Carlson ber af öðmm að dómi Allie en kemst um síöir að hún hefur keypt köttinn í sekknum. Hið sakleysislega yfirbragð Heddu er aðeins gríma geðveikrar per- sónu. Leikstjórinn, Barbet Schroeder, er stílisti og áferðin er góð. Spennan eykst í lokin en myndin skilur htið eftir. SINGLE WHITE FEMALE - Útgef. Skifan. Leikstjóri: Barbet Schroeder. Aðalhlutverk: Bridget Fonda og Jennifer Jason Leigh. Bandarisk, 1992 - sýningartími 104 min. Bönnuð börnum innan 16 ára._ -HK Leidd í gildru Blaðakonan Erica Parker tel- ur sig hafa kom- ist í feitt þegar hún kemst á snoðir um að Japanar kaupa iðnaðarleyndar- málafháttsettum manni í banda- rískum iðnaði. Fréttin verður að vemleika en afleiðingamar verða ekki á þann veg sem Erica hafði kosið. Hún kemst að því að hún hefur veriö leidd í gildru af samviskulausum mönnum sem vilja koma af stað efnahagsstríði við Japan og ástandið hjá Ericu á eftir að versna eftir því sem líður á mynd- ina. Það er varla hægt aö hrósa Ulteri- or Motives fyrir fmmleik eða vinnu- brögð. Hér er á ferðinni mikil hraðsuða sem hefur talsvert skemmtanagildi en of mikið ofbeldi skemmir fyrir skemmtuninni. ULTERIOR MOTIVES - Útgef. Bíómyndir. Leikstjóri: James Becket. Aðalhlutverk: Thomas lan Griffith og Mary Page Keller. Bandarisk, 1991 - sýningartími 92 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK ★★'/2 r; □ Kirkjurækinn morðingi Einstaka sakamál eru þess eðhs að erfitt er að trúa að ekki sé um skáldskap að ræða. Sakamáhð sem er th umfjöllunar í Judge- ment Day er einmitt af þeirri gerðinni. Fjölskyidufaðirinn John List drepur eiginkonu, þrjú böm sín og móður sína. Hvers konar manneskja fær sig til að fremja slíkt voðaverk? Kvik- myndin Judgement Day tekur einmitt á þessari áleitnu spum- ingu og grafist er fyrir um orsak- ir þess að kirkjurækinn heimihs- faðir gerði sig sekan rnn slíkt. í byrjun myndarinnar er at- burðurinn um garð genginn. John List skilur eftir nokkur bréf til ýmissa, þar á meðal til prstsins síns, þar sem hímn skýrir atburð- inn á þann veg að þetta hafi verið eina leiðin til að fjölskylda hans næði dyrum himnaríkis. John List lét sig hverfa og það er ekki fyrr en átján árum síðar að það tekst aö hafa uppi á honum. Sá sem fékk málið tií meðferðar nær engum árangri frekar en FBI en neitar að gefast upp. Leitin að John List er samt ekki aðalmáliö í Judgement Day heldur fylgjum við John List eftir í gegnum árin og skyggnst er í fortíðina og reynt að fmna ástæðu fyrir morðunum. Sökudólgurinn finnst fljótlega, móðir hans. Vegna haturs á með- bræðrum sínum innrætir hún ungum syni sínum trú á guð og hvað sé rétt og rangt, eitthvað sem er langt umfram skilning ungs barns og afleiðingin er að þegar John List fullorðnast gerir hann sér ranghugmyndir um aht sem gerist í raunveruleikanum og þegar á móti blæs breytast ranghugmyndir í geöveiki. Robert Blake leikur John List eftirminnilega. Hann gerir per- sónuna fráhindrandi þannig að að áhorfandinn fær aldrei með- aumkun með honum og má kannski segja aö þau óhugnan- legu morð komi einnig í veg fyrir meðaumkun, þótt John List sé svo sannarlega aumkunarverður maður. Dáhtið sérstök lýsing er notuð í Judgement Day, gulur litur er ahsráðandi. Er það gott í sumum atriðum en gengur ekki almenni- lega upp þegar á hehdina er htið. Handritið er ágætlega skrifað en myndin er frekar laus í uppbygg- ingu en verður eftirminnileg. JUDGEMENT DAY Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Bobby Roth. Aðalhlutverk: Robert Blake, Beverly D'Angelo, Melinda Dillon, Alice Krige, David Carusó og Caroll Baker. Bandarisk, 1993 - sýningartimi 94 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára -HK DV-myndbandalistmn 1 {•) SisterAct 2 (2) Thunderheart 3 (4) White Men Can’t Jump 4 (1) Patriot Games 5 (3) Bttter Moon 6 (6) Housesitter 7 (15) The Babe 8 (10) Predator 2 9 (7) Traces of Red I0 (-) 11(9) I2 (■) For the Boys City of Joy The Player Gamanmyndin Sister Act »er beint í fyrsta sætið þessa vikuna. ^ ® P í þessari smellnu kvikmynd leikur Whoopi Goidberg, sem hér 14 (13) Edward ScÍSSOrhand séststjóma nunnukór, gleðimanneskju sem þarf aðfara í dular- gervi um tíma. 15 (12) Rush ★ ★V2 Tvöí For the Boys er metnaðarfull kvikmynd sem spannar fimmtíu ár. í byrjun kynnumst við hinni öldnu Dixie Leonard en það á að fara að heiðra hana og Eddie Sparks fyrir frá- bært starf í skemmtanaiðnaðinum. Allir eru á nál- um vegna þess að þau tvö hafa ekki talað saman síðan Víetnamstríðið stóð sem hæst. Eins og búast má við rifjar Dixie upp árin þegar þau Sparks skemmtu hermönnum um allar jaröir og ástæðuna fyrir aðskilnaði þeirra. For the Boys er einstaklega efnismikil mynd og vel gerð en það er eins og herslumuninn vanti th að hún sé virki- lega góð. Samt er ekki annað hægt en að mæla með henni við hvern þann sem vhl góða skemmtun. FOR THE BOYS - Útgef. SAM-myndbönd. Leikstjóri: Mark Rydell. Aöalhlutverk: Bette Midler og James Caan. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 145 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. -HK Línudans Larry Fish- burne leikur í Deep Cover lög- reglumanninn John Huh sem fenginn er th að gerast eiturlyfja- sah svo hægt sé að uppræta smyglhring. Huh stendur sigvelað mati yfirmanna sinna. Hann stendur sig einnig vel í dópsölunni og er brátt viöurkenndur af glæpasamtökunum. Er þaö fyrsta sporið í átt að kjarnanaum. Þegar yfir- boðarar hans í lögreglunni vhja ekki vitjna samkvæmt skhyrðum hans grípur hann til sinna eigin ráða en það gerir það að verkum að enginn veit hvorum megin laganna hann er. Deep Cover er spennandi og hröð en hand- ritið er ekki nógu vel skrifað th að menn fái áhuga á persónunum. DEEP COVER - Útgef. Myndlorm. Leikstjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Larry Fishbourne og Jeff Goldblum. Bandarísk, 1992 - sýningartími 100 min. Bönnuð börnum innan 16 ára -HK bransanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.