Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1993, Blaðsíða 4
30
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993
Tónlist________________________________________________________________________dv
Hljómsveitin Lipstick Lovers:
Byrjun sem lofar góðu
Nafn hljómsveitarinnar Lipstick Lo-
vers hefur ekki farið hátt hér á landi
enda ekki nema ár hðiö síðan sveitin
tók til starfa. Tíminn hefur hins veg-
ar verið vel nýttur. Hljómsveitin hef-
ur verið óþreytandi við að troða upp
á öldurhúsum borgarinnar og þannig
náð að spila sig vel saman á stuttum
tíma. Lipstick Lovers er í dag þétt
rokksveitt sem sveiflast frá gaddav-
írsrokki yfir í flauelsmjúkar ballöður
og fer hvort tveggja vel úr hendi.
í síðustu viku kom frumburður
Lipstick Lovers á markað og er ekki
að efa að þar fer metnaðarfyllsta ís-
lenska hljómplatan sem komið hefur
út á árinu. Gripurinn heitir My
Dingaling sem er tilvísun í eitt laga
Chuck Berry. Það er viðeigandi því
piltamir í Lipstick Lovers eru hálf-
gerðir púrítanar í rokksköpun sinni
og því við hæfi að vitna í einn af
frumkvöðlum rokksins í plötutitli.
Reyndar eru áhrif sjöunda áratugar-
ins sterk á My Dingaling og meló-
dískt rokk og ról í anda Rolling
Stones, Bítlanna, ZZ Top og jafnvel
Lou Reed prýðir plötuna.
Hljómsveitarmeðlimir eru allir í
kringum tvítugt og því að fást við
tónlist sem kom undir á undan þeim.
Það skin enda í gegn nostalgía í laga-
smíðunum og leikgleðin er mikil.
Meðlimimir em fjórir, Bjarki
Kaikumo, söngvari og gítarleikari,
Sævar Þór spilar á bassa, Anton Már
á gítar og Ragnar Ingi lemur húðir.
Áferðinni í allt sumar
í samtali við DV sagði Bjarki
Kaikumo að hljómsveitin þætti fjör-
ug á sviði og því heíði sú ákvörðun
verið tekin að taka plötuna nánast
Lipstick Lovers. Þétt rokksveit undir áhrifum frá sjöunda áratugnum.
alla upp læf til að varðveita stemn-
inguna og er mál manna að það hafi
tekist bærilega. Lipstick Lovers hef-
ur áður átt tvö lög á safnplötu ásamt
því að hafa sent frá sér tvö mynd-
bönd.
Bjarki segir að þó hljómsveitin hafi
aðeins starfað í eitt ár hafi nafnið
Lipstick Lovers verið notað mun
lengur því aö hann og Sigurjón Ax-
elsson, sem nú er látinn, hafi starfað
undir Lipstick Lovers nafninu fyrir
tveimur ámm og þá sem trúbador
dúó. Hann segir nafnið vera hend-
ingu úr gömlu lagi með New York
Dolls.
Obbi laganna tólf á My Dingaling
er saminn á síðasta ári en tvö þeirra
em eldri en það em lög eftir Sigvujón
heitinn. Hljómsveitin hefur þegar
gert myndband við soul-ballöðuna
Been Tempted og stendur til að festa
annað lag,á filmu í sumar. Lipstick
Lovers hefur þegar hafið tónleika-
ferð til að fylgja frumburðinum eftir
og má segja að hljómsveitin verði á
ferðinni fram á haust við að kynna
plötuna. -SMS
Plötugagnrýiú
Dolly Parton - SIow
Dancing with the Moon:
★ ★ ★
Sveifla
á kerlu
Dolly Parton býður upp á bland-
aða rétti á sínum nýjasta diski:
popp, létt rokk, gospell og svo nátt-
úrlega kántrí með kveinandi stál-
gíturum. Og hvaða álit sem maður
hefur á söngkonunni og aðferðum
hennar til að auglýsa sig verður að
viðurkennast að hún skilar allgóðu
verki. Reyndar með dálitHli hjálp
vina sinna því að á Slow Dancing
... kemurframijóminnafkántrí-
listamönnum Nashvilleborgar.
Þeirra á meðal eru Billy Ray Cyms,
Rodney Crowell, Tanya Tucker,
Pam TiUis, Ricky Scaggs og fleiri og
fleiri.
Nashville er sneisafull af hæfi-
leikaríkum hljóðfæraleikurum sem
spila imdir hjá stjörnunum þegar
þær fara í hljóðver. Allt annar
mannskapur tekur svo oft á tíðum
við þegar efnt er til hljómleikaferða.
Dolly hefur á að giska tuttugu
manna hóp með sér við upptökum-
ar á Slow Dancing... og bakradda-
söngvara að auki. Allt þetta lið kann
sitt fag og virðist hrista tónlistina
fram úr erminni nær fyrirhafnar-
laust.
. LagasmiðarDollyarerudálítið
misjafnar að gæðum. Best tekst
henni upp þegar hún er ekki aö
semja eingöngu fyrir vinsældalista
og útvarpsstöðvavænt popp eins og
lögin Whenever Forever Comes og
High and Mighty. Þaö síðamefnda
er reyndar langbesta lag plötunnar
Slow Dancing with the Moon.
Ásgeir Tómasson
DavidBowie-
Black Tie White Noise
★ ★ ★
Betri
Bowie
Það er ekki hægt að segja að nýj-
ustu plötu David Bowie hafi verið
beöið með neinni sérstakri eftir-
væntingu. Undanfarinn áratug hef-
ur Bowie valdið aðdáendum sínum
vonbrigðum með tilþrifalitlum tón-
smíðum og var svo komið að j afnvel
þeir hörðustu í hópi aðdáenda vom
búnir að gefa upp alla von um að
hann myndi senda frá sér almenni-
lega plötu aftur. Þeim skjöplaðist
hins vegar því David Bowie kann
þá kúnst betur en flestir að koma á
óvart. í lok síðasta árs sagði meist-
arinn skilið viö EMI hljómplötufyr-
irtækið og fór yfir á sitt gamla merki
RCA sem hann var samningsbund-
inn fram til 1983. Og viti menn; það
var eins og Bowie losnaði úr álög-
um.
Nýja platan Black Tie White Noise
er unnin í samvinnu Bowie’s og
Nile Rodgers sem var upptökustjóri
á Let’s Dance. Tvíeykinu hefur tek-
ist að skapa metnaðarfyllstu plötu
Bowies síðan Scary Monsters kom
út árið 1980. Ahrif svartrar tónhst-
ar, soul og nútíma djass einkenna
BTWN enda hefur Bowie fengið
trompetleikarann og nafna sinn
Lester sér til fulltingis. Sjálfur blæs
David Bowie í saxófón í fyrsta skipti
á plötu í mörg ár. Þannig er brass
áberandi og í sumum tilfellum of.
Útsetningar em á stundum hlaðnar
en venjast þó bærilega enda byggðar
ofan á sterkar lagasmíðar.
Lögin em flest eftir Bowie sjálfan
en þó má finna á plötunni Cream
lagið I Feel Free og Its Gonna Hap-
pen Someday eftir Morrissey.
Rammi plötunnar er gifting Bowi-
e’s og afrísku fyrirsætunnar Iman
en fraukan ku hafa breytt miklu í
lífi hans. Yrkisefnið er að öðm leyti
beittara en oft áður hjá Bowie. Hann
gerir upp sjálfsmorð geðveiks bróð-
urs síns í besta lagi plötunnar Jump
They Say og syngur um mannlegan
breyskleika í þeirri mynd sem hann
birtist í óeirðunum í LA í fyrra í titil-
laginu, svo að dæmi séu tekin.
Besta plata David Bowies í áratug
/ erplatasemóhætteraðmælameð,
bæði fyrir aðdáendur og aðra.
Snorri Már Skúlason
Sniglabandið -
Þetta stóra svarta:
★ ★'/2
Hvað er svo
glatt...
Þegar Stuðmenn lögðu hljóðfærin
á hilluna sem hljómsveit hér um
árið myndaðist ákveðiö tómarúm í
íslensku gleðipoppi. Þetta tómarúm
hafa mai;gir reynt að fylla en enn
sem komið er hefur engum tekist
að ná viðlíka fótfestu og Stuðmönn-
um á því svelli sem gleðipoppið er.
Sniglabandið stendur þó að öllum
líkindum einna næst því að vera
kallað gleðipoppsveit íslands númer
1 og þessi nýja plata styrkir enn
frekar stöðu sveitarinnar í því hlut-
verki.
Hér er nefnilega leikið lausum
hala af mikilh kátínu og gleði, bæði
í tónhst og textum, án þess að úr
verði mikh deha. Vegurinn þarna á
mhli er vandrataður og Sniglaband-
inu tekst nokkuð vel að rata hann.
Tónhstarlega eru lagasmíðarnar á
plötunni eitt ahsheijarkraðak og
vaðið úr einu í annað. Lögin eiga
öh að heita frumsamin en kaflar hér
og hvar hljóma óneitanlega kunn-
uglega. Þannig er th dæmis lagið Á
nálum, sem mikið er leikið I útvarp,
afskaplega hkt laginu Nú er ég
þreyttur og búinn að vera sem Sáhn
hans Jóns míns hóf feril sinn á.
En lögin eru nokkuð jöfn að gæð-
um, einfold og melódísk og útúr-
dúralaus. Fjölbréytnin er mikil eins
og áður gat, rokk, blús, soul, bahöð-
ur og guð má vita hvaö og hljóm-
sveitin leysir þetta aht mjög fag-
mannlega af hendi. Og það sýnir
fjölbreytnina innan sveitarinnar að
liðsmenn hennar semja öh lögjn
nema eitt sem Magnús Þór Sig-
mundsson leggur th f n það er besta
lag plötunnar að mínu áhti. Það
breytir því þó ekki að Sniglabandið
stendur sig mjög vel á þessari plötu
sem er tvímælalaust besta afurð
þessa gleðibands th þessa.
Sigurður Þór Salvarsson
flfi PIOIMEER'
The Art of Entertainment