Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1993, Síða 4
30 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 DV Tónlist HLjómplötugagnrýiú Pláhnetan sendir frá sér plötuna Speis: Mikið span framundan Stefán Hilmarsson hlakkar til kom- andi mánaða með hljómsveitinni Pláhnetunni. Samstarfið við Ingólf Guðjónsson, Sigurð Gröndal og Ing- ólf Sigurðsson lofar góðu. Fimmti maður hópsins, Friðrik Sturluson, kemur með Stefáni úr Sálinni hans Jóns míns og þeir vita hvar þeir hafa hvor annan. Arekstrar Stefán Hilmarsson segist ekki ótt- ast árekstra þótt allir liðsmenn Plá- hnetunnar komi úr gamalreyndum og vinsælum hljómsveitum. Hann telur það af og frá að í henni sé hóp- ur „beturvitrunga" sem allir hafi sína skoöun á hvernig eigi aö reka hljómsveit. World Party - Bang! ★ ★ ★ Sætindi Löngu er viðurkennt að Karl Wall- inger er kominn í hóp afreksmanna í poppheiminum. Hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, Private Revol- ution, áriö 1987 og fylgdi henni eftir þremur árum síðar með Goodbye Jumbo. Báðar hlutu afbragðs við- tökur. Engin ástæða er til að ætla annað en að Bang! fari í sama farið. Tónlistin á Bang! er melódísk og grípandi og hljóðversvinnan afskap- lega vönduð. Það liggur viö að manni finnist um of hafa verið vandað til verka. Og útkoman minnir óneitanlega á konfektkassa, fullan af eðalkonfekti. Allt er svo sætt og bragðgott að maður verður að passa sig að fá sér ekki of mikið í einu. í tónsmíðum fer Wallinger hér og þar aUnærri gömlum meist- urum svo sem Jagger og Richard og jafnvel Lennon og McCartney með viðkomu í Jeff Lynne. Þó er erfitt að fullyrða að fengið sé aö láni. Frekar að um meðvituð áhrif sé að ræða. Eitt eru laglínur. Textamir eru allt annað. Þar er umhverfisvernd í brennidepli. Wallinger fjallar um umhverfismálin á breiðum grund- velli og líst ekkert aUt of vel á fram- tíðina. Bang! fengi örugglega íjórar stjömur ef WaUinger og félagar hans sem skipa World Party að þessu sinni létu sér eigin stíl nægja. Þeir þurfa áreiðanlega ekki að ganga í smiöju tíl gömlu meistar- anna við lagasmíðar sínar og útsetn- ingar. Ásgeir Tómasson Pelican - Pelican ★ */2 Þreytt Það er ekki laust við að upprisu PeUcan hafi verið beðiö með eftir- væntingu, sérstaklega meðal þeirra sem muna hljómsveitina sem hressUegan rokkkvintett fyrir hálf- um öðrum áratug. Liðsmennimir hafa bætt sig sem spfiarar frá blómatíma PeUcan og Guðmundur Jónsson er smeUasmiður sem sjald- an klikkar. í ljósi þeirrar athygli sem endurkoma hljómsveitarinnar vekur hefði verið kjörið fyrir PeU- can að gera eitthvað spes, fara ótroðna slóð og sýna þannig við- leitni til aö gera eitthvað annað en flestir bjuggust við. Róttæknin hefði ekki þurft að vera mikU eins og PeUcan sýndi sjáU á Stöð 2 um dag- inn þegar hljómsveitin flutti lagið Ástin er órafmagnað og smekklega útsett. Framsetning efnisins var mun ferskari og áhugaverðari en á plötunni þar sem hljómsveitin arkar grafinn og löngu varðaðan stíg. Lögin eru mörg hver ótrúlega kUsjukennd og nær að kaUa þau framleiðslu frekar en Ustsköpun. Sérstaklega veldur frammistaða Guðmundar Jónssonar vonbrigð- um. Hann á átta lög á plötunni og fá þau faUeinkunn utan Tjáðu mér sem er ágætlega lukkað og eitt fárra á plötunni þar sem nostrað hefur verið við útsetningu. Textasmíðin er kapítuU út af fyrir sig. Yfirleitt er ekki farið fram á mikið þegar popptextar eru annars vegar en þegar buUið pirrar hlust- andann frá byijun er Ult í efni. Dæmin eru mörg. Þetta er úr laginu Beggja hagur: „Eg á mér íbúð/og eigin bfi./Handjárn og svipu/og rúm í stíl.“ Það er einnig dýrt kveðið í lagi sem heitir Hvað veit ég: „Hans og Gréta eru að gráta/gæfusnauð með brostna þrá./Sælir eru þeir sem játa/syndaaflausn munu fá.“ PeUcan heitir instrumental lag eft- ir Björgvin Gíslason og er það eins konar forleikur plötimnar. Þetta verk stendur upp úr á risUtlum grip. Björgvin á reyndar annaö ágætt lag, Þreyttur og þunnur, en titiU þess er lýsandi fyrir þetta „come back“ PeUcan. Snorri Már Skúlason WillieNelson- Across the Borderline: ★ ★ ★ Allar bestu hliðamar WUUe Nelson er einn af risunum í bandarísku sveitatónUstinni en nýtur reyndar vinsælda langt út fyrir þann tónUstargeira. Hann hef- ur líka leyft sér að taka létt hUðar- spor í áttina að poppinu og verið ófeiminn við að endurvinna ýmis lög sem aðrir hafa gert fræg. Og það er á þeim buxunum sem hann er á þessari plötu og það er til marks um þá virðingu sem WUUe gamU nýtur í tónUstarheiminum að „Húmorinn í hópnum er í góðu lagi,“ segir Stefán. „Það er mikið búið að hlæja á Uðnum vikum meðan viö vorum að vinna að plötunni og æfa fyrir sumariö. Maður hefur nokkrum sinnum hreinlega fengið harðsperrur í magann af hlátri." Hann segir að stofnun hljómsveit- arinnar hafi borið nokkuð brátt að. Það geröist um svipað leyti að SáUn hans Jóns míns fór í frí og Loðin rotta hætti. Ingólfur Guðjónsson og Sigurður Gröndal koma úr Rott- unni. „Við Ingólfur höfum stundum ver- ið að bera saman bækur okkar og það má segja að hljómsveitin sé runnin undan okkar rifjum,“ segir Stefán. „Ingólfur á mikiö af frum- saminni tónUst sem eftir er að full- vinna. Ég og Friðrik höfðum sömu- leiðis samið dáhtið. Þegar við lögðum þetta saman kom upp úr dúmum aö við vorum með á þriöja tug vel fram- bærfiegra laga. Okkur langaöi til að gera eitthvað við þau og þar sem við sáum fram á náðuga daga framund- an þar eð hvorugur var í hljómsveit ákváðum við að stofna einánýja. Það lá beint við aö fá Sigurð Gröndal með því að hann og Ingólfur hafa lengi unnið saman. Friðrik var tfi í slaginn og eftir nokkurra daga leit að trommuleikara vorum við svo heppnir að rekast á Ingólf Sigurðs- son.“ með honum koma fram ekki lakara fólk en Bob Dylan, Paul Simon, Sinead O’Connor, Bonnie Raitt, Jim Keltner, David Crosby og Kris Krist- offerson. Með þetta einvalalið þarf því kannski ekki að undra að hér er á ferðinni fyrsta flokks ljúf popp- plata með aragrúa af gömlum og nýjum, fallegum lögum. Meðal gamalla þekktra laga sem Wfllie og félagar fara höndum um hér eru American Tune og Grace- land eftir Paul Simon, Don’t Give up eftir Peter Gabriel og Across the Borderline eftir Ry Cooder. Há- punkturinn á þessu öllu saman og um leið hápunktur plötunnar er tvi- mælalaust útgáfan af Don’t Give up þar sem þau Willie og Sinead O’Con- nor eru í hlutverkum Peters Gabriel og Kate Bush og fara hreinlega á kostum. Lögin tvö sem þeir Willie og Bob Dylan flytja saman eru sömuleiðis afbragð og síðast en ekki síst eru lög Wfllies sjálfs í sama gæðaflokki og annað á þessari plötu. Sögin- herma að Willie kallinn hafi lent í klóm skattmanns vestra fyrir ekki alllöngu og misst stóran hluta eigna sinna. Með þessari plötu verð- ur hann vafalaust fljótur að komast íálniraftur. Sigurður Þór Salvarsson ( ( ( Hljómsveitin Pláhnetan. Hvorki arftaki Sálarinnar hans Jóns mins né Loðinnar rottu, segir söngvarinn, Stefán Hilmarsson. Speis Nýja platan heitir Speis. Á henni eru tólf lög. Níu þeirra eru eftir Stef- án og Friðrik sem unnu lög og texta í sameiningu. Stefán á síðan hlut í hinum þremur lögunum. Annaö semur hann með Ingólfi Guðjónssyni og hitt með Ingólfi og Sigurði. Platan kemur út þriðjudaginn 8. júní eftir nokkrar tafir. Stefán segir að slíkt virðist vera óumflýjanlegt þótt reynt sé að láta allar tímaáætlanir stemma. Vegna þessara tafa er Pláhnetan þeg- ar búin að halda útgáfutónleika vegna plötunnar.” „Við erum síðan að komast í gang núna,“ segir Stefán. „Auk útgáfutón- leikanna í Tunglinu erum við búnir að spfia í Keflavík og á Akureyri. Um helgina verðum við á Tveimur vin- um og í Firðinum í Hafnarfirði og síðan liggur leiðin út á land. Við er- um búnir að bóka okkur út sumarið og fram á haust. Það er meira að segja búið að fastsetja nokkur skóla- böll. Um verslunarmannahelgina verðum við á þjóöhátíðinni í Eyjum á fóstudags- og laugardagskvöldinu og spilum síðan á Akureyri á sunnu- deginum.” Lög af plötunni Speis verða að sjálf- sögðu á dagskránni. Þeim verður lætt inn á prógrammið smám saman þar sem þau blandast annarri tónlist sem Pláhnetan ætlar að bjóða upp á. Og sú blanda virðist vera nokkuð óvenjuleg. „Við ætlum að spfia dálítið af gam- afii diskótónlist ásamt okkar eigin efni og hörðu rokki," segir Stefán. „Við höfum verið að æfa nokkur þrælskemmtileg lög með ABBA, Bee Gees og fleirum. Tfi dæmis ætlum við að vera með lagið Disco Inferno sem var vinsælt fyrir svo sem fimmt- án árum. Þessu tfi viðbótar verður óumflýjanlegt að verða með nokkur lög af plötum Sálarinnar.” Stefán segir aö Speis eigi lítið sam- eiginlegt með plötum Sálarinnar. „Við reynum að hafa tónlistina melódíska eins og við gerðum í Sál- inni. Við erum allir miklir melódíu- menn. Svo ber tónhstin náttúrlega alltaf einhvern keim af söngvaran- um. Að öðru leyti held ég að ég geti sagt að um gjörólíka plötu sé að ræða. Stífiinn er allt annar en hjá Sáhnni enda lagahöfundarnir að mestu aðrir.“ „Þvert á móti get ég fullyrt að við erum mjög samstíga um hvemig við vfijum hafa hlutina. Það Uggur við að maður sé væminn að segja það en við erum ákaflega samhentir. AU- ir gerum við okkur grein fyrir að við erum að byrja með nýja hljómsveit og verðum að hegða okkur sam- kvæmt því. Auðvitað höfum við visst forskot með þá reynslu og vinsældir sem við höfum áunnið okkur með Sáhnni, Rottunni og SSSól sem Ing- ólfur Sigurðsson lék lengi með. Plá- hnetan er hins vegar ekki að taka við af neinni þessara hljómsveita. Hún er bara ný hljómsveit sem er aö fara að kynna plötuna sína og keppa við aðrar hljómsveitir um vin- sældir. Hjá okkur hafa allir jafnan rétt og enginn reynir að vera valda- meiri en hinir.” Hann segfi- að framtíð Pláhnetunn- ar sé skipulögð út þetta ár. Eftir það segir hann að allt sé óráðið. „Þaö er best að skipuleggja ekki of langt fram í tímann. Okkur reyndist best í Sál- inni að setja okkur framtíðaráætlan- ir í nokkra mánuði í einu og skoða síðan málin. Þannig verður það einn- ig að þessu sinni. Þar af leiðandi get ég engu svarað um næsta ár. En eins og sakir standa höfum við ákaflega gaman af að vinna saman, alUr fimm, og ég vona aö þannig verði þaö sem lengst." -ÁT- CrD PIOIMEER The Art of Entertainment

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.