Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 3
WORLD PARTY - BANG ***** -Q „Bang! umvefur mann í stórfengleik sinum... Ef borgir væru byggðar úr tónlist Karl Wallingers myndum við öll lifa hamingjusöm að eilífu" GARY MOORE - BLUES ALIVE **** - Q „Það er ekki spurning að Gary Moore er só besti.... Allt sem þú þróir að heyra fró Clapton færð þú fró Moore". LENNY KRAVITZ - ARE YOU GONNA GO MY WAY? *** 1/2 - DV „...staðfesti grun manna að fram væri komið nýtt séni og nýja platan setur Lenny Kravitz ó stall sem fróbæran rokkara". KRINGLUNNi SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐISTORGI SÍMI: 612160 RADIOHEAD - PAPLO HONEY *** - Q Paplo Honey er frumburður heitasta rokkbandsins í dag og þeir eiga heiðurinn ó heitasta rokklaginu í dag „Creep". COVERDALE/PAGE - SAMA *** - DV „...í heildina er þetta það besta sem Page hefur sent fró sér í mörg ór...". New Order. Fjögurra ára bið aðdáenda á enda. FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 DV > + tónli0t: Ný plata frá New Order: Fjögur erfið ár að baki New Order frá Manchester er af mörgum talin ein merkilegasta hljómsveit 9. áratugarins í Englandi. Hún átti þátt í þeirri dansvakningu sem náöi hámarki í Manchester á árunum 1989-90 og geröi Happy Mondays og Stone Roses að vinsæl- ustu hljómsveitum Bretlands. Eftir fjögurra ára biö og ómæld vandræði hljómsveitarmeðlima hef- ur New Order sent frá sér sína fyrstu plötu í fjögur ár og þykir hún vel lukkuð. Sjálfir undrast hljómsveitar- meðlimir útkomuna því vinnslan tók langan tíma og mátti New Order þola mikla pressu frá hljómplötufyrirtæki sínu sökum þess hve upptökur dróg- ust á langinn. Slíku hafði hljómsveit- in ekki kynnst áður því fyrri plötur voru allar gefnar út á merki óháöa útgáfufyrirtækisins Factory sem hljómsveitin átti sjálf. Factory fór hins vegar á hausinn fyrir nokkrum misserum. Svo fór einnig um annað fyrirtæki New Order, skemmtistað- inn Hasienda í Manchester sem varð eins konar Mekka dans og dóp- veislna í borginni. Lögregla lokaði staðnum vegna meintrar fikniefna- neyslu og skömmu síðar rúllaði hann. Á sama tíma átti Bamey Sumner söngvari við alvarlegt fíkni- efnavandamál að stríða. Nú þakkar hann sínum sæla að hafa lifaö þenn- an tíma af en dópmghð á sveitinni náði hámarki árið 1989 þegar New Order ferðaöist um Bandaríkin ásamt PIL og Sykurmolunum. Á þessari upptalningu má sjá að lífið hefur ekki beinlínis leikið við New Order frá því platan Technique kom út árið 1989. Tvennt má þó nefna jákvætt. Topplagiö, World in Motion, sem New Order hljóðritaði ásamt enska landshðinu í knattspymu fyrir HM á ítafiu 1990 og þátt Bamey Sumner í dúettnum Electronic árið 1991. Þrátt fyrir erfiðleikana hefur New Order komið saman plötu sem um margt þykir minna á hina goösagna- kenndu Joy Division en New Order mátti lengi Uða fyrir tengsl sín við þá sveit. Draugur Joy Divisioneða engill Sögu New Order má rekja aftur tU 1976. Það herrans ár stofnuðu Ian Curtis, Bamey Sumner, Stephen Morris og Peter Hook hljómsveitina Warsawa sem nefnd var eftir lagi á Ix)w, plötu David Bowie sem þá var nýkomin út. Hljómsveitin vakti at- hygU fyrir þunglyndislega en meló- díska tónUst sem þrungin var tilfinn- ingu. Hljómplötuútgáfan Virgin ákvað að gefa sveitinni sjéns sumarið 1978 og lét hljóðrita Utla tónleika- plötu með henni. Hljómsveitin hafði nú skipt um nafn og kaUaði sig Joy Division. Sem slík vann hún stóra sigra í Bretiandi með plötunum Unknown Pleasures, Close og StiU. Saga Joy Division fékk hörmulegan endi í maí árið 1980 þegar Ian Curtis söngvari framdi sjálfsmorö í þung- lyndiskasti yfir brostnu hjónabandi. Skömmu áður hafði hann samið Love WiU Tear Us Apart sem í dag stendur sem besta verk Joy Division. Meðan Joy Division var og hét gerðu fjórmenningamir með sér sáttmála þess efnis að ef einhver hætti í bandinu yrði að skipta um nafn á sveitinni ef hún hygðist starfa áfram. Þeir Utu á Joy Division sem sérstakt samband fjögurra vina. Sumner, Hook og Morris tóku sér því nafniö New Order sem átti að vera táknrænt fyrir fæðingu nýrrar hljómsveitar. Síðla árs 1980 bættist spúsa að nafni GilUan GUbert í hóp- inn en hún hafði einu sinni spfiað með Joy Division á tónleikum í Li- verpool eftir að Ian Curtis hafði skor- ið sig á hendi og var ófær um að spUa á gítar. Þannig skipuð hefur New Order starfað í 13 ár og á þeim tíma sent frá sér sex stúdíóplötur auk safnplötu og tónleikaplötu. Meöal bestu verka New Order em smá- skífulögin Blue Monday (mest selda 12“ í Bretlandi frá upphafi), Perfect Kiss og Tme Faith auk breiðskífanna Low Live og Technique. Framtíðin sker svo úr um það hvort nýja platan RepubUc kemst í þennan hóp. -SMS Fjórða Indie-kvöldið SvokaUað Indie-kvöld verður hald- ið á veitingastaönum 22 annað kvöld. Þetta er í fjórða skipti sem slík uppá- koma er haldin þar sem tónfist óháða geirans í Bretlandi og Bandaríkjun- um ræður ríkjum með hljómsveitir á borð við Sonic Youth, The FaU og The Charlatans í fyrirrúmi. SpUuð verða nokkur lög af „frumburði" Bjarkar, Debut, og nýjar plötur hljómsveitanna Blur og BeUy verða einnig kynntar. Ef marka má aðsókn aö fyrri Indie-kvöldum nýtur þessi tegund tónUstar töluverðra vinsælda þrátt fyrir Utla spUun í skemmtana- lífi Reykjavíkurborgar. SKÍFAN: BOGART

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Tónlist (10.06.1993)
https://timarit.is/issue/194762

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Tónlist (10.06.1993)

Aðgerðir: