Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 Tónlist SSSsól verður á ferð um landið í sumar. Sól á lofti í sumar Langt er síðan SSSól eða Síðan skein sól eins og flestir þekkja hana hefur sent frá sér stóra plötu með nýju efni. Það verður að leita aftur til haustsins 1990 til að fmna slíkan grip. Sveitin hefur þó fráleitt látið plötuútgáfu vera aflan þann tíma. Hún hefur átt lög á safndiskum, í kvikmyndum, sent frá sér tónleikaplötuna Klikkað, sem á voru nokkur ný stúdíólög, og í desember dvergdisk. Og enn heggur Sólin í sama knérunn. Fyrir viku kom út plata sem hefur að geyma 14 lög, þar af aðeins 6 ný. „Þessi plata er þannig uppbyggð aö við erum með 6 ný lög eins og þú segir en síðan bætum við inn lögum sem ekki hafa fengist saman á stórri plötu hljómsveitarinnar. Ástæðan er ekki sú að við séum afkastalitlir laga- smiðir. Við gætum leikandi fyllt plötu með nýjum lögum en þá vær- um við ekki eins ánægðir með út- komuna eins og við erum í dag,“ seg- ir Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari 'og hann heldur áfram: „Þegar Klikk- að kom út á sínum tíma áttum við nokkur ný lög sem okkur fannst þess virði að gefa út en jafnframt vildum við gera tónleikaplötu með eldri lög- um. Það varð úr að við blönduðum þessu tvennu saman. Við hefðum getað farið þá leið núna að gefa ein- hver tvö eða þrjú lög út á safnplötu. Slíkt er hins vegar hundleiðinlegt og við töldum vænlegra að fara þá leið sem við völdum. Þar við bætist að það er nánast orðið nauðsynlegt að koma með nýtt efni á vorin ef maður ætlar að taka þátt í þeim slag sem sveitaballabransinn er og þá er ekki verra að vera með stóra plötu.“ Útlend aðstoð á nýju plötunni Á nýju plötunni fær SSSól til liðs við sig skoskan pródúsent, Ian Morrow að nafni, en hann hefur m.a. unnið með Emerson, Lake and Pal- mer og hljómsveitinni Wet Wet Wet. Morrow kom með landa sinn með sér hingað til lands en sá var upptöku- stjóri á plötunni. „Ég kynntist Ian Morrow í fyrra þegar ég heimsótti umboðsfyrirtæki fyrir hljóðver, upptökumenn og pródúsenta í Bretlandi en það var sá frægi Trevor Horn sem kom fyrir- tækinu á lappirnar," segir Helgi Bjömsson. „Við hugsum stórt í Sól- inni og ég ákvað að taka hús á topp- pródúsentum enda gengum við með það í maganum að komast í samband við einhvem verulega góðan. Mér og Ian varð vel til vina og við ákváðum að vinna saman þegar tækifæri gæf- ist. Það kom núna í vetur og Ian svar- aði kallinu og kom tfl íslands." - Hvað kosta svo svona kallar? „Þeir taka þetta tvö tfl fjögur hundruð þúsund á lag, jafnvel rneira," svarar Helgi. „Við náðum hins vegar hagstæðum samningum og eigum því enn fyrir salti í graut- inn.“ „Það var mjög gaman að vinna með þessum mönnum," segir Eyjólfur. „Ian Morrow er mjög professional og ekta upptökustjóri. í hljóðverinu snerti hann eljki á neinum tökkum eða tækjum. Hann sat bara og hlust- aði og kom með hugmyndir. Sam- starflð og samvinnan við Skotana gekk mjög vel og við erum mjög sátt- ir við útkomuna." Sumarvertíðin er hafin hjá SSSól eins og flestum hljómsveitum lands- ins og mun bandið spila um hverja helgi fram í september á milli 30 og 40 dansleikjum um allt land. Ef nægj- anlegt magn góðra laga kemur undir hjá þeim félögum á rútuferðunum í sumar stekkur SSSól væntanlega í hljóðver í haust og tekur upp plötu fyrir jólin. -SMS Lenny Kravitz - Are You Gonna Go My Way: ★ ★ ★ 'Á Setur Lenny Kravitz á stafl sem frábæran rokkara. -SMS Drivin-N-Cryin - Smoke: ★ ★ ★ 'Á Fyrir þá sem vilja heyra hart rokk en er illa við sýndar- mennsku er Smoke guflmoli. -PJ Suede - Suede: ★ ★ ★ Hrífandi gripur fyrir þá sem kreQast einhvers af þeirri tónlist semþeirhlustaá. -SMS Bruce Springsteen - In Concert: ★ ★ ★ Sker sig lítt úr öðru hljómleika- efni frá Springsteen... Þétt og öruggspilamennska. -ÁT David Bowie - Black Tie WMte Noise: ★ ★ ★ Besta plata Bowie í áratug. -SMS GCD - Svefnvana: ★ ★ ★ Talsverð framför frá fyrri plötu... Rokk í sinni einfóldustu mynd. -ÁT Willie Nelson - Across the Borderline: ★ ★ ★ Fyrsta flokks ljúf poppplata með aragrúa af gömlum og nýjum lög- um. -SÞS Plötugagnrýni SSSól - Síðan skein sól ★ ★ ★ Nýlögíbland við eldri Á þessari nýju plötu Sólarinnar eru fjórtán lög. Áf þeim hefur rúmur helmingur komið út áður á sumar- safnplötum, bíóplötu og tveggja laga diski sem hljómsveitin sendi frá sér fyrir síðustu jól og lét fylgja tíma- riti. Hér er því um hálfgildingssam- antektaðræða. Af nýju lögunum sex eru tvö sem grípa hugann á augabragði, lögin Háspenna/lífshætta og Nostalgía. Þetta eru ekta Sólarlög sem sveija sig í ætt við það áheyrilegasta sem hljómsveitin hefur látið frá sér fara á liðnum árum. Hin lögin eru sein- teknari og því tæplega líkleg til að láta að sér kveða á vinsældalistum. Þau vinna þó á hægt og sígandi. Sú breyting hefur orðið á síðan síðasta Sólarplata kom út að hljóm- borðsleikari hefur verið kvaddur til leiks. Sóhn verður því kvintett í sumar. Þetta er óneitanlega stór breyting hjá hljómsveit sem hefur frá stofnun byggt sig upp sem gítar, bassa, trommu og söng-sveit. Og staðið vel fyrir sínu sem slík. Hljómsveitin er að ganga í gegnum fleiri breytingar. Búið er fyrir nokkru að stytta nafn hennar úr Síðan skein sól í SSSól og að auki er Sólin orðin deildaskipt. Tilbúin er plata fyrir erlendan markað og hún ku vera gjörólík þeirri sem ætluð er innanlandsdefldinni. En séu nýju lögin á þeirri plötu sem hér er til umfjöllunar borin saman við eldra efni er Sólin söm við sig. Þeir sem mæta á böllin í sumar geta því gengið að gömlu, góðu Sóhnni vísri. En reyndar aðeins fjölmennari en síðast. Frank Black - Frank Black: ★ ‘/2 Ekkert sem grípur athygli Pixies sálugu voru á margan hátt mjög athyghsverð hljómsveit. Einna merkhegast var kannski hvernig þeim tókst að verða vinsælum en halda samt frumleikanum sem ein- kenndi þá svo mjög, nokkuð sem hefur reynst öðrum mjög erfitt. Söngspíra sveitarinnar kallaði sig Black Francis. Eitthvað hefur hon- um verið farið að leiðast í Pixies því eftir síðustu plötu þeirra, Trompe Le Monde, var Pixies leyst upp. Black Francis skipti um listamanns- nafn, kallast nú Frank Black, og hóf undirbúning að sólóplötu þeirri sem er tflefni þessarar umíjöflunar. Tónhstarleg breyting frá Pixies í Frank Black er álíka hugmynda- snauð og nafnbreytingin. Á plötu sinni hefur þessi þybbna rokk- stjama ekkert nýtt fram að færa sem væri svo sem allt í lagi ef þetta sama gamla væri gert af sama krafti og áður. En svo er ekki. Á plötunni eru engin lög sem standa upp úr - ekkert sem grípur athyghna og heldur henni. Textarn- ir, sem hjá Pixies voru skemmtilegt bull, em bara bull hjá Frank Black. Hann lætur enn fremur lítiö reyna á röddina, mun minna en áður, og kastar þar með sínum helsta styrk- leika fyrir róða. Allt þetta gerir það að verkum að óhjákvæmilegur sam- anburður við Pixies verður Frank Black afar óhagstæður. Platan hljómar eiginlega eins og hún gæti verið samansafn slappari laga Pixi- es - eins konar Worst of.... plata. Það eina sem Frank Black tekst að sanna með þessari plötu er að það sé hann sem er orðinn þreyttur, ekki Pixies. Við hæfi væri aö hann kallaði sig Blank Francis á næstu plötu. Pétur Jónasson Lipstick Lovers -My Dingaling ★ ★ ★ Efnilegt Lifandi tónhst hefur rutt sér til rúms á öldurhúsum Reykjavíkur hin allra síðustu ár. Sú þróun er farin að skila sér inn í tónhstarlíf landans enda frægt í rokksögunni að öldurhús em besta uppeldisstöð sem ungir tónhstarmenn komast í. í kringum 1980, þegar gróska í tónl- ist hér á landi var mikil, komu fram margar frumlegar og athyghsverðar hljómsveitir sem flestar áttu það sammerkt að vera frekar Hla spi- landi enda fóm sveitir í þá daga nánast beint úr bílskúr á plast. Núna er gangurinn annar. Veitinga- húsin em orðin hlekkur á milli bfl- skúrs og hljóðvers og það hefur skil- að sér í betri spflamennsku hjá yngstutónhstarmönnunum. . Gott dæmi er hljómsveitin Lipstick Lovers, hverrar meðhmir eru allir í kringum tvítugt. Hljóm- sveitin sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu, Dingaling, og er þar á ferð ein athyghsverðasta plata ís- lensk sem komið hefur út á árinu. Lipstick Lovers var stofnuð í apríl í fyrra og allt frá þeim tíma hefur hljómsveitin kappkostað að spila sem mest opinberlega. Það skflar sér á plötunni í þéttu góðu sándi og til- fmningu sem bandið hefur fullt vald yfir. Tónhstin er blússkotið rokk á amerísku línunni sem fléttast utan um myndræna texta (Sad Boy, Poi- sonous Love, Sleeping by the Tracks) sem gætu staðið sem svart- hvítt bíó eftir Wim Wenders eða Jim Jarmusch. Aðrir eru dökkir og lýsa örvæntingu eins og Pink Swans in the Pihbox og Sunset eftir Sigurjón heitinnAxelsson. Gaman er að heyra sveitina glíma við fahegar ballöður (So Long) og sveifla sér síðan yfir í hart rokk (Moon) eða kitlandi blúsrokk (Let’s Make Hate) án fyrirhafnar. Tónlist- in er hrá án þess að vera groddaleg sem segir sitt um hversu vel spi- landibandiðer. Dingaling er heillandi og óvenju- þroskað byrjendaverk. Leikgleði og krafturskínígegnogefLipstick ■ Lovers heldur þeim eiginleikum og hefur áfram gott taumhald á skálda- fáknum er framtíðin hennar. Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Tónlist (10.06.1993)
https://timarit.is/issue/194762

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Tónlist (10.06.1993)

Aðgerðir: