Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
21
Messur
Árbæjarkirkja: Guösþjónusta kl.
11 árdegis. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Aðalsafnaðarfundur eftir
guðsþjónustu. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
Breiðholtskirkja: Samkoma ungs
fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr.
Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
Dómkirkjan: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11.00 í lok sumarná-
mskeiðs barna. Sr. María Ágústs-
dóttir flytur hugleiðingu. Sr. Jak-
ob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir
altari. Dómkórinn syngur. Organ-
isti Marteinn H. Friðriksson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 20.30. Sönghópurinn Án
skilyrða sér um tónlist. Þorvaldur
Halldórsson predikar. Prestarnir.
Grafarvogsprestakall: Kirkjukór
og organisti Grafarvogssóknar
taka þátt í guðsþjónustu í lok
kóra- og organistamóts í Skál-
holtsdómkirkju. Vigfús Þór Árna-
son.
Grensáskirkja: Safnaðarferð:
Hvalfjörður, Svínadalur, Saurbæ-
jarkirkja. Brottför frá Grensás-
kirkju kl. 10.00. Tekið þátt í
messu í Saurbæjarkirkju kl.
14.00. Sr. Jón Einarsson prófast-
ur og sr. Gylfi Jónsson annast
messu.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.00.
Sr. Sigurður Pálsson.
Háteigskirkja: Hámessa kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
Hjallasókn: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Kór Hjallakirkju syngur.
Organisti Kristin G. Jónsdóttir.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
Sigurður Pálsson.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta
fellur niður vegna þátttöku
kirkjukórs og organista í nám-
skeiði í Skálholti. Sr. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Langholtskirkja, Kirkja Guð-
brands biskups: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristins-
son. Organisti Ólafur W. Finns-
son. Kór Langholtskirkju (hópur
V) syngur. Molasopi að lokinni
guðsþjónustu.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11.
Prestur sr. Ingólfur Guðmunds-
son. Ræðuefni: Sá sem hefur tvö
störf. Organisti Ronald Turner.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Barnastund á sama tíma.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Óháöi söfnuöurinn: Messað í
Bólstaðahlíð 43 kl. 11. Safnaðar-
prestur.
Kálfatjarnarkirkja: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Biskup islands,
hr. Ólafur Skúlason, predikar.
Minnst 100 ára vígsluafmælis
kirkjunnar. Organisti Frank
Herlufsen. Bragi Friðriksson.
Seljakirkja: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Rangæingakórinn syngur
undir stjórn Elínar Óskarsdóttur.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl.
11. Organisti Þóra Guðmunds-
dóttir. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir.
Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14.00.
Auður Hafsteinsdóttir borgar-
listamaður leikur einleik á fiðlu.
Dómkórinn syngur. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð
úr Sundahöfn kl. 13.30. Sr. Þórir
Stephensen.
Gæðingakeppnin er með öðru sniði en venjulega.
Hestamannamót á Hellu:
Gæðingakeppni
með breyttu sniði
- segir Haukur Kristjánsson formaóur
„Mótið byrjaði á mánudaginn og í
vikunni eru 250 kynbótahross í dómi.
Á morgun kl. 10-12 keppir B-flokkur
gæðinga og að því búnu keppa yngri
og eldri flokkur unglinga ásamt A-
flokki gæðinga. Frá 16-20.15 er svo-
köfluð yfirlitssýning kynbótahrossa,
þá kappreiðar. Kl. 21 er haldin deild-
arkeppni innan félagsins þar sem
keppt verður í tölti,“ segir Haukur
Kristjánsson, formaður hesta-
mannafélagsins Geysis. Félagið held-
ur héraðssýningu og félagsmót
hestamannafélagsins á Rangárbökk-
um við Hellu.
Á sunnudaginn kl. 13 verður hóþ-
reið og helgistund. Að því loknu
verða úrsflt í B-flokki og í yngri
flokki unglinga. Þá er á dagskrá
verðlaunaafhending kynbótahrossa.
Klukkan 16 hefjast úrslit í eldri flokki
unglinga og í A-flokki gæðinga.
„Gæöingakeppnin er með svolítið
breyttu sniði núna. Fjórir hestar eru
inni í einu og sýna gangtegundir í
þeirri röð sem kynnir kallar fram.
Gefin er meðaleinkunn fyrir hverja
gangtegund. Hestarnir verða ekki
kynntir áður en þeir koma inn á.
Hestamir koma inn aftur þegar verið
er að reikna út meðaleinkunn fyrir
hvem hest og eru þá kynntir með
nöfnum. -em
Sumarstarf
Árbæjar-
safns
Sumarstarf Árbæjarsafns er hafið
og verður safnið opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 10-18. Ýmis hand-
verkstæði em starfrækt alla vikuna.
Þar starfa t.d. gullsmiður, prentari,
sjómaður og bókbindarar. I Árbæn-
um verður ávallt fólk við tóvinnu,
lummubakstur, roðskógerð og fleira.
Lummubakstur er daglegur viðburð-
ur í Árbæjarsafninu.
Afro-brasilisk danssýning verður haldin i Kramhusinu i kvold og annað
kvöld kl. 21. Á sýningunni ætlar brasiliski gestakennarinn Mauricio Mar-
ques ásamt dönsurum og trumbuslögurum að veita áhorfendum innsýn í
afro-brasilíska dansinn sem byggist á aríi foríeðranna frá Afríku.
Plúsinn:
DeitraFarrá .
listahátíð
Hafnarfjarðar
Blúshátíð verður haldin á Plúsin-
um í kvöld og annað kvöld í tilefni
Listahátíðar í Hafnarfirði. í kvöld
leika bluessöngvarar frá Chicago,
Chicago Beau og Deitra Farr, sem
kom til íslands ekki afls fyrir löngu,
ásamt Vinum Dóra. Annað kvöld
verður áframhald á blueshátíðinni
með Chicago Beau og Deitru Farr
ásamt Vinum Dóra. Auk þeirra kem-
ur fram hin unga og efnilega blues-
hljómsveit, Jökulsveitin.
Deitra Farr gerði garðinn frægan á
íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Nú
geta aðdáendur hennar vel við unað
á Plúsinum um helgina.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
sími 11200
Stóra sviöið
Kjaftagangur
laugardag kl. 20
sunnudag kl. 20
My Fair Lady
föstudag kl. 20
Rita gengur menntaveginn í
Stykkishólmi
föstudag kl. 20.30
Tónskóli Sigursveins:
Tónleikar
með lOgít-
arleikurum
Gítartónleikar veröa haldnir á
sunnudaginn kl, 17 í tengslum viö
gítamámskeið þar sem hinn
heimsfrægi gítarleikari Manuel
Barrueco leiðbeinir. Tónleikam-
ir verða í Hraunbergi 2 í húsnæði
Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar.
Óháða lista-
hátíðin
Óháða listahátíðin hófst á
mánudaginn. Á laugardaginn
verða upplesarar, trúbadorar og
gjörningafólk með uppákomur á
Café List, 22, Café Splitt, Café
París og Ráðhúskaffi frá kl. 15. í
Faxaskála verður bluesveisla
með bluesdrottningunni Deitm
Farr kl. 22. Á sunnudaginn koma
fram upplesarar, trúbadorar og
gjörningafólk kl. 15 á fyrrgreind-
um stööum. Leikþátturinn Líf úr
kviði verður fluttur á 22 kl. 16. í
Faxaskála verða tónleikar með
hljómsveitunum Ný Dönsk, Ör-
kumla, Duttlungar Orra eim-
svala, Hinum demonísku Neand-
erdalsmönnum, Prófessor Fin-
ger, Niður, The fourth crew og
Lipstic Lovers. í Tíamarsal verða
haldnir gítartónleikar.
Hljómsveilin Randver þegar hún
var upp á sitt besta. Nú er sveit-
in komin saman aftur í Firóinum.
Fjörðurinn í Hafnar-
firði:
Söng- og gleöisveitin Rahdver,
skipuð úrvalsliöi haöifirskra
kennara og skólastjóra, kemur
saman í Hafnarfirði nú um helg-
ma eftir fimmtán ára lúé og leik-
ur saman í kvöld og annaö kvöld
í Firðinum. Þarna er á ferðinni
gleðipopp í þjóðlagastíl og kann-
ast flestallir við lög eins og Bjössi
on the Milk-car, Grímstungu-
heiðina, Góðhjartaða konu og
fleira í þeim dúr. Randver gaf á
sínum tíma út þtjár hijómplötur
sem eiga það sammerkt að hafa
verið afar vitísælar partíplötur
og eru enn.