Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
23
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Sími 11384
Sommersby ★★VI
Richard Gere og Jodie Foster gera vandasöm-
um hlutverkum góð skil í dramatískri kvikmynd
þar sem tekist er á um mikil tilfinningamál.
Helst til of hægur gangur í sögunni. - H K
Ljótur leikur ★★★★
Tvímælalaust ein besta mynd sem hingað hef-
ur borist í langan tíma. Óvæntar ástir og ævin-
týri írsks hryöjuverkamanns á Norður-lrlandi
ogíLondon. -GB
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Náin kynni ★★'/!2
Afskaplega rómantísk mynd um tvær undir-
málsmanneskjur sem finna hvor aðra. Marisa
Tomei leikur vel skrifaða persónu en persónu-
sköpun stráksins rænir myndina þeirri dýpt sem
húnþarfnast. -GE
Malcolm X ★★★'/2
Ævisaga blökkumannaleiðtogans sem var
„settur af" í blóma lífsins er magnaður efnivið-
ur og Spike Lee er réttur maður á réttum stað.
Myndin missir að vísu flugið á sama tíma og
Malcolm. -GE
Skíðafrí í Aspen ★,/2
Tveir vinir læra um lífið og ástina í skíðabrekk-
um Colorado. Húmor annars þeirra heldur uppi
lapþunnum og langdregnum söguþræði.
Sæmileg skíðaatriði bjarga ekki miklu. -GE
Konuilmur ★★
Al Pacino gerir það sem hann getur til að
bjarga þessari mynd um ævintýri blinds og
geðstirðs ofursta í stórborginni með skólasveini
í sálarkreppu. Óskarstilnefningarmynd sem
veldurvonbrigðum. -GB
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Stál í stál ★★'/2
Vísindaskáldsaga gerð við þröngan kost en af
talsverðu hugviti. Myndin er bókstaflega að
springa af hugmyndum og líður hjá allt of hratt.
-GB
Löggan, stúlkan og bófinn ★★
Gamanmynd sem nær aldrei almennilegu flugi,
fjarar út í meðalmennsku þrátt fyrir góðan leik
RobertsdeNiroog BillsMurray. -HK
Mýs og menn ★★★
Vönduð og áhrifamikil mynd um raunir farand-
verkamannanna Georgs og Lenna, gerð eftir
samnefndri skáldsögu Johns Steinbecks. -G B
Lifandi ★★★★
Mögnuð kvikmynd um andlega og líkamlega
þrekraun sem er ótrúlegri en orð fá lýst. Kvik-
myndagerð eins og hún gerist best gerir áhorf-
andanum kleift að skynja að „sigur mannsand-
ans" er ekki orðin tóm í þessu tilfelli. -G E
Vinir Péturs ★★★
Góð „vinamynd" um nokkra skólafélaga sem
hittast eftir tiu ára aðskilnað á heimili eins
þeirra. Góður leikur, vel skrifað handrit og styrk
leikstjórn Kenneths Brannaghs skapar fína
stemningu alla myndina. -HK
Howards End ★★★
Dramatísk saga um tvær fjölskyldur í byrjun
aldarinnar. Góð kvikmynd eftir klassísku bók-
menntaverki. Breskir leikarar gera hlutverkum
sínummjöggóðskil. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Feilspor ★★★ /2
Einstaklega vel gerð sakamálamynd þar sem
tvær sögur fléttast í eina. Lítt þekktir leikarar
ná góðum tökum á áhugaverðum persónum.
-HK
REGNBOGINN
Sími19000
Gamanleikarinn ★★★
Mjög vel heppnuð kómísk/tragísk saga um
sviðsgrínista sem getur ekki slökk á sjálfum
sér, jafnvel þótt hann vildi. handritið og húmor-
inn eru afbragð og sömuleiðis Billy Crystal.
Goðsögnin ★★'/2
Það munar um söguna hans Barker og leikinn
hjá aðalleikurunum. Hitt dregur bara úr. -GE
Ólíkir heimar ★★★★
Besta ástarsaga síðustu ára. Einstök sagan er
róttæk og hefðbundin í senn og ristir dýpra
en virðist í fyrstu. Styrkur myndarinnar felst í
nýjum sjónarmiðum á mannleg samskipti án
þess að fórna hraðri og spennandi frásögn
glæpasögu. -GE
Loftskeytamaðurinn ★★★
Bráðskemmtileg, öðruvísi saga um kvensaman
uppfinningamann I Norður-Noregi snemma á
öldinni. Aðalleikarar eru frábærir. -G E
Ferðin til Las Vegas ★★ 'A
Nicholas Cage í góðu formi er það besta í
gamanmynd sem reiðir sig jafnmikið á söguna
oghúmorinn. -GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Leikföng ★★«JU Það úir og grúir af
góðgæti inni á milli þröngvaðs húmors og
boðskaps en á endanum gengur myndin of
langt. Levinson hefur færst einum of mikið í
fang. Leikararnir þurfa ekkert að skammast sín.
Meistararnir ★★,/2
Ekta amerísk formúlumynd sem vegna smellins
handrits og skemmtilegra leikara er yfir meðal-
lagi. -GE
Stuttur Frakki ★★'/2
Vel skrifað handrit með góðum húmor er aðal
myndarinnar sem fjallar um óheppinn franskan
umboðsmann hljómsveita sem kemur til lands-
ins. Myndin ristir ekki djúpt en stendur við öll
fyrirheit. -HK
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Öll sund lokuð ★★
Van Damme er heppinn að vera staddur í bestu
mynd sinni til þessa. Sagan er rislítil en leik-
stjórnin smart og hasarinn harður. -G E
Hetja: ★★★ Vá
Mynd sem tekst að vera bæði stórskemmtileg
og umhugsunarverð. Frábært handrit einbeitir
sér meira aö sniðugri sögufléttu en persónun-
um en stjörnurnarstanda fyrirsínu. -GE
Fylkir tekur
á móti KR
- í síðasta leik4. umferðar í Getraunadeildinni
Síöasti leikur 4. umferðar Getrauna-
deildarinnar í knattspyrnu verður
háður í kvöld. Þá leika Fylkir og KR
á Árbæjarvelli og hefst viðureignin
klukkan 20. Þessi lið voru í ólíkum
hlutverkum í síðustu umferð ís-
landsmótsins. KR-ingar fóru hamför-
um gegn Víkingum og sigruðu, 7-2,
þar sem leikmenn vesturbæjarliðs-
ins sýndu á sér hina bestu hliðar.
Fylkismenn töpuðu aftur á móti gegn
FH-ingum, 4-0, í leik sem Fylkis-
menn léku mjög illa. Ef þessir leikir
eru bornir saman virðist sem KR-
liðið sé mun öfiugara en leikmenn
Árbæjarliðsins eru þekktir baráttu-
ménn og nái þeir að stilla saman
strengi sína á ný eru þeir til alls vís-
ir í kvöld.
2. deild
Föstudagur:
Kópavogsvöllur kl. 20 UBK-Stjaman
Laugaradagur:
Þróttarvöllur kl. 14 Þróttur R-Þróttur N
Grindavíkurvöllur kl. 14 Grindavik-BÍ
Akureyrarvöllur kl. 14 KA-Tindastóil
ÓlafsQaröarvöllur kl. 14 Leiftur-ÍR
3. deild
Föstudagur:
Selfossvöllur kl. 20 Selfoss-Magni
Ásvellir kl. 20 Haukar-HK
Borgamesv. kl. 20 Skallagrímur-Reynir
Húsavíkurvöllur kl. 20 Völsungur-Grótta
Laugardagur:
Garðsvöllur kl. 14 Víðir-Dalvík
4. deild
Föstudagur:
yarmárvöllur kl. 20 Afturelding-Léttir
Ármannsvöllur kl. 20 Ármann-Njarðvík
Siglufjarðarvöllur kl. 20 KS-Neisti
Neskaupstaðarv. kl. 20 Austri-Höttur
Fáskrúðsfiarðarv. kl. 20 KBS-Huginn
Laugardagur:
Grýluvöllur kl. 14 Hamar-Árvakur
KR-ingarnir Þormóður Egilsson og markvörðurinn snjalli Ólafur Gottskálks-
son verða í sviðsljósinu í kvöld en þá heimsækja þeir Fylkismenn í Árbæinn
í 4. umferð Getraunadeildarinnar í knattspyrnu.
Stykkishólmsvöllur kl. 14 Snæfell-HB Sauðárkróksvöllurkl. 14 Þrymur-HSÞ-b
Valbjamarvöllurkl. 14 Fjölnir-Víkingur Dvergasteinn kl. 14 Dagsbrún-Hvöt
Selfossvöllur kl. 14 Ernir-Leiknir Reyðarfjarðan'öllur kl. 14 Valur-Sindri
Kópavogsvöllur kl. 14 Hvatberar-Ægir
Útivist:
Helgarferð á Botnssúlur
Útivist stendur fyrir dagsferð að
Korpúifsstöðum á morgun kl. 13.
Þátttakendur mæti við Árbæjarsafn
á eigin bílum og þaðan verður ekið
að upphafsstað göngu. Gengið verður
niður í Gorvík og síðan með ijörunni
yfir í Blikastaðakró.
Á sunnudaginn verður lagt af staö
kl. 10.30 að Móskarðshnúkum. Geng-
ið verður frá Skarðsá upp í Móskörð
og á Móskarðshnúka. Á hæsta
hnúknum verður farið yflr á Trönu
og til baka um Svínaskarð og Svína-
skarðsleið.
í dag stendur Útivist fyrir helgar-
ferð á Botnssúlur. Gengið verður úr
Botnsdal að Hvalvatni og gist þar í
tjöldum. Á laugardag verður gengið
á Miðsúlu og gist í Bratta. Á sunnu-
dag verður gengið á Syðstusúlu og
haldið áfram á Þingvöll. Lagt verður
af stað kl. 18. Um helgina verður
einnig farið í Bása við Þórsmörk.
Þaðan verður farið í fjölbreyttar
gönguferðir um Goðalandið og Þórs-
mörkina með fararstjóra. Lagt verð-
ur af stað kl. 20.
Útivist stendur fyrir dagsferð að Korpúlfsstöðum um helgina.
golfmótið
Opna Boss mótið í gotfi verð-
ur haldið í Grafarholti á laug-
ardag og sunnudag. Leikið
verður í karla- og kvenna-
flokki án forgjafar þar sem um
er að ræða stigamót til vals á
landsliði og i opnum forgjaf-
arflokki. Leíknar verða 36
holur og verða veitt verðlaun
fyrir þrjú efstu sætín í hverjum
flokki og fyrir að vera næst
holu á 2. braut.
Bikarmót í
hjólreiðum
Fyrsta umferð bikarmeistara-
móts Eimskips í klifri og bruni
á fjallareiðhjólum verður
haldin á Bláfjallarafleggjaran-
um víð Sandskeið á sunnu-
dag. Keppt verður í karla- og
kvennaflokki 16 ára og eldri,
Keppni í klifri hefst klukkan
13 og í bruni klukkan 14.
íslandsmót
í kvartmílu
Áhugamenn um bílaíþróttir
ættu að fá eitthvað við sitt
hæfi á laugardaginn. Þá fer
fram íslandsmót I kvartmílu-
keppni og verður keppnin á
braut Kvartmíluklúbbíns í
hrauninu gegnt Álverinu í
Straumsvík.
Pæjumótið
i Eyjum
Það verður mikið um að vera
í Vestmannaeyjum um helg-
ina en þá fer fram Pæjumót
Þórs í knattspyrnu. Mótið
hófst í gær og því lýkur með
úrslitaleikjum á sunnudag.
Stelpurnar, sem keppa á mót-
inu, eru 800 talsins og allir
leikirnir fara fram á grasi.
Ferðir
Ferðafélagið
Á morgun verður lagt af
stað í hina árlegu ferð Ferða-
félagsins um Njáluslóðir.
Lagt er af stað kl. 9 frá Um-
ferðarmíðstöðinni og Mörk-
inni 6. Á sunnudaginn verður
sjötti áfangi Borgargöngunn-
ar. Fyrri ferðin verður farin kl.
10.30 en þá verður gengið frá
Kaldárseli upp í Grindaskörð
að Bollum og síðan að Þrí-
hnúkum. Frá Kaldárseli verð-
ur fyrst fylgt Selvogsgötu,
sem var alfaraleið milli manna
frá Innesjum.
Klukkan eitt verður farin
stytri ganga á þessu sama
svæði, þ.e. frá Kristjánsdölum
að Þríhnúkum. Ekið verður
eftir Bláfjallavegi vestari og
farið úr bílnum í Kristjánsdöl-
um, sem eru kippkorn norðar
en Grindaskörð. Gengið
verður á Kristjánsdalahorn og
þaðan til norðurs að Þríhnúk-
um og litast um og skoðaðir
þessir merkilegu eldgígar.
Hóparnir sameinast við Þrí-
hnúka og halda sem leið ligg-
ur niður á Bláfjallaveg þar
sem rútan bíður.