Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Side 4
30 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 t@nlist DV Sólin, Nýdönsk, GCD og fleiri slá í púkk stórtónleikar í Kaplakrika „í húsinu er frábært sviö, stórt ljósakerfi og aðstaða öll hin besta. Okkur fannst því tilvahð að nota tækifærið og efna til stórtónleika áður en allur búnaðurinn verður tekinn niður,“ segir Karl Pétur Jóns- son, umboðsmaður hljómsveitarinn- ar SSSól. Hún kemur fram í íþrótta- húsinu í Kaplakrika annað kvöld ásamt GCD og Nýdanskri. Einnig leika hljómsveitirnar Bone China og Lipstick Lovers. Hljómleikarnir eru haldnir með fulltingi Ölgerðarinnar og kallast Pepsírokk. Karl Pétur segir að hugmyndin að hljómleikunum sé orðin nokkuð gömul. Upphaílega stóð til að halda þá sextánda júní. Þá var hins vegar reiknað með að bandaríska hljóm- sveitin Rage against the Machine myndi spila hér á landi þann dag svo að ákveðið var að seinka atburðinum um nokkra daga. New Order- Republic ★ ★ ★ Eigulegur gripur sem svíkur hvorki gamla aðdáendur né þá sem eru að kynnast New Order í fyrsta sinn. -SMS Dwight Yoakam - This Time ★ ★ ★ Tónlist Yoakams einkennist af af- burðagóðum lögum, einfóld, melódískoggrípandi. -SÞS Suede - Suede: ★ ★ ★ Hrifandi gripur fyrir þá sem krefj- ast einhvers af þeirri tónlist sem þeirhlustaá. -SMS Bruce Springsteen - In Concert: ★ ★ ★ Sker sig litt úr öðru hijómleikaefhi frá Springsteen... Þétt og örugg spilamennska. -ÁT Lipstick Lovers - My Dingaling: ★ ★ ★ Heillandi og óvenjuþroskað byrj- endaverk. Blússkotið rokk á amer- fsku línunni sera fléttast utan um myndrænatexta. -SMS Pláhnetan - Speis ★ ★ 'A Pláhnetan hefur alla burði til að gera stóra hluti og má vel við þessa plötuuna. -SÞS GCD - Svefnvana: ★ ★ ★ Talsverð framfór frá fyrri pfötu... Rokk í sinni einfóldustu mynd. -ÁT Bogomil Font... - Ekki þessi leiðindi: ★ ★ ★ Sannkallaöur gleöigjafi sem á eftir að hressa lund landans, höfðar til táningasemogellibelgja. -SMS Rúnar Júlíusson, Bubbi Morthens og Helgi Björnsson kanna aðstæður á hljómleikunum. Kaplakrika, en þeir verða í sviðsljósinu DV-mynd GVA Við allra hæfi „Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta á fóstudagskvöldið og ætlum þess vegna að stilla verði að- göngumiða sem mest í hóf,“ segir Karl Pétur. „Heimsókn í Kaplakrika ^btugagnrýni ►T •* á ekki að þurfa að kosta meira en ein bíóferð. Miðinn verður seldur á þús- und krónur. Húsið verður opnað klukkan hálfátta og hálftíma síðar á fyrsta hljómsveitin að heíja leik sinn. Síðan kemur hver af annarri og hljómleikunum lýkur væntanlega um kiukkan eitt eftir miðnætti. Hugsanlega síðar.“ Boðið verður upp á sætaferðir frá íþróttahúsinu að hljómleikunum loknum. Einhver misbrestur varð á sætaferðum að loknum tónleikum Rage against the Machine og Jet Black Joe um miðjan júní. Karl Pétur segir að allt kapp verði lagt á að hafa þær í lagi að þessu sinni og vonandi hafi allir lært af mistökunum sem þá voru gerð. Mikiðfjör Karl Pétur Jónsson lofar miklu fjöri i Krikanum annað kvöld. Allar hljómsveitirnar sem koma fram hafa ýmislegt nýtt upp á aö bjóöa. Sólin, GCD og Lipstick Lovers hafa nýlega sent frá sér plötur. Nýdönsk er þessa dagana aö hljóðrita plötu og Bone China er ný hljómsveit sem þykir lofa góðu. GCD og Sólinni hefur gengið vel í harðri samkeppni á dans- leikjamarkaði sumarsins en Ný- dönsk haft hægt um sig vegna plötu- upptökunnar. Sóhn notar tækifærið til að frumsýna nýtt skyggnu„show“ ef það verður tilbúið fyrir kvöldið. Unnið hefur verið að gerð þess und- ahfamar vikur og er því ætlað að skila mögnuðum áhrifum til að und- irstrika tónhst hljómsveitarinnar. „Hvort sem af þessari frumsýningu verður eða ekki get ég fullyrt að hljómleikamir verða einhverjir þeir mögnuðustu sem völ er á á þessu sumri,“ segir Karl Pétur. „Þetta eru einu almennilegu stórtónleikamir sem íslenskar rokkhljómsveitir bjóða upp á og það eru allir ákveðnir íaðgera sitt besta." -ÁT Skriðjöklar-Búmm- Tsjagga-Búmm: ★ Mislukkað grín Góðlátlegt grín að því sem mönn- um þykir yfirmáta hallærislegt er, eins og annað, gott í hófi. Alkunna er að til er aragrúi laga á íslandi sem nú til dags þykja afspymu hallæris- leg og mörg þeirra em ýmsar hljóm- sveitir með á dansleikjaprógrammi sínu og skjóta þeim inn endrum og sinnum til að létta lundina. Shkt má telja grín í hófi en þegar menn taka sig til og gefa út heila plötu af þessum lögum getur þaö gerst að grínið snúist upp í andhverfu sína og verði hallærislegt. Þetta er það sem gerist á plötu Skriðjöklanna, Búmm-Tsjagga- Búmm þar sem samankomin era 10 lög sem öll em komin nokkuð til ára sinna. Skriðjöklamir leggja ékkert nýtt af mörkum við flutning þessara laga og í flestum tilvikum em útgáf- ur Skriðjöklanna mun lakari en upprunalegu útgáfurnar. Égflokka það til að mynda undir helgispjöll að reyna að gera grín að stórgóðu lagi Póló og Bjarka, Á heimleið, og það er víst að söngur Skriðjökla- manna kemst ekki í hálfkvisti við söng Bjarka Tryggvasonar í þessu lagi. Svipað er að segja um lagið S.O.S. sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálms- son söng á sínum tíma; flutningur Skriðjöklanna er andlaus flatneskja og hrein óvirðing við upprunalega útgáfulagsins. Hér hefur heldur betur verið skot- ið yfir markið og ég tel að menn ættu að halda sig við að hafa þessi gömlu lög til skemmtunar á dans- leikjum en sleppa því að hljóðrita vitleysuna. Aðgát skal höfð í nær- vem laga. Sigurður Þór Salvarsson Kinks-Phobia: ★ Neistinn horfinn Útkoma nýjustu plötu hljómsveit- arinnar Kinks hefur vakið htla at- hygh. Ástæðan er sú að hún er með- almennskan uppmáluð - eins og reyndar allt of margar plötur hljóm- sveitarinnar síðustu ár. Þótt Ray Davies kunni enn að setja saman dægurlög og dágóða texta virðist neistinn vera horfinn. Fátt er eftir sem bendir til þess að höfundur lag- anna á Phobiu sé sá sami og samdi Waterloo Sunset, Sunny Afternoon, You Really Got Me og fleiri stór- smelli sjöunda áratugarins. Senn em liðin þrjátíu ár frá því að Kinks varð til í London. Enn era nokkrar hljómsveitir til sem spmttu upp í kjölfar sigurgöngu Bítlanna. Flestar spila eingöngu lög sem þær gerðu fræg á gullöldinni. Af þeim sem fengist hafa við „nýsköpun" em Rolling Stones og Kinks merkastar. Því miður em þessir gömlu keppi- nautar um vinsældir fjöldans á árum og áratugum áöur vart sam- anburðarhæflr lengur. Stones ber titilinn mesta rokkhljómsveit heimsins með miklum sóma en vindurinn virðist gjörsamlega úr seglunum hjá Kinks. Ásgeir Tómasson Donald Fagen - Kamakiriad: ★ ★★★ Hefur engu gleymt Það em margir búnir að bíða í langan tíma eftir piötu frá Donald Fagen. Þegar Steely Dan lagði upp laupana 1980 leið ekki nema eitt ár þar til Fagen sendi frá sér sólóplötu, The Nightfly, sem híaut frábærar viðtökur. Síðan em hðin tólf ár og margir búnir að bíða með óþreyju eftir nýju efni, en hingað til hefur Fagen gengið erfiðlega að klára dæmið. Margoft hefur hann viður- kennt að tími sé kominn á nýja plötu, en það var ekki fyrr en hann fékk fyrrum félaga í Steely Dan, Walter Becker, til að pródúsera að hlutirnir fóm á hreyfingu. Eins og oft vill verða þegar miklar vonir eru bundnar við eitthvað geta vonbrigðin orðið mikil, en sá kvíði reyndist ástæðulaus. Kamakiriad er í alla staði stórgóð, lögin, útsetning- ar og hljóðfæraleikur, allt smellur saman í spennandi heild og hin heillandi rödd Fagens hefur ekkert breyst. Kamakiriad gæti verið beint framhald af The Nightfly, en þegar grannt er skoðað er Kamakiriad þyngri og þar eiga sér stað mun meiri pælingar sem skila sér ekki til hlustandans fyrr en eftir fyrstu hlustun. Sjálfur segir Fagen að á Kamakiriad séu átta samtengd lög sem segja frá ferð sögumanns í draumabílnum sínum og gerist sag- an í nánustu framtíð. Þessar hug- leiðingar Fagens gætu vel átt við hann sjálfan þegar haft er í huga síðasta lagiö, Teahouse On the Tracks, þar sem sögumaðurinn er aö gera það upp við sig hvort hann eigi að hætta eða fara á vit hins ókannaða. Textar Fagens eru vel skrifaðir og athyghsverðir en það er tónhstin sem hrífur meira. Þetta sambland af soul og djassi, sem einkenndi Ste- ely Dan á sínum tíma, er hér til stað- ar í heillandi og melódískum lögum sem em frábærlega útsett af Fagen og er erfitt að gera upp á milli þeirra, en síðustu tvö lögin, On the Dunes og Teahouse on the Tracks, eru sér- lega athyghsverð því þar má kannski greina það sem koma skal, útvíkkun á tónhstinni. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.