Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1993 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, sími 673577 < I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmynd- ir, graffk og ýmsir leirmunir. Opið er frá kl. 12-18. Árbæjarsafn Safnið er opið alla daga nema mánu- daga í sumar frá kl. 10-18. Ýmis hand- verkstæði eru starfrækt alla vikuna. Ásmundarsafn Sigtúni, simi 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Náttúran i list Asmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tek- in í notkun ný viðbygging við Asmund- arsafn. Safnið er opið kl. 10-16 alla Byggöa- og listasafn Ar- nesinga Tryggvagötu 23, Selfossi Café Mílanó Faxafeni 11 Tita Heyde sýnir verk sín. Opið alla daga kl.'9-19 nema sunnudaga kl. 13-18. Gallerí Borg v/Austurvöll, s. 24211 Sölusýning á Kjarvalsverkum. A sýn- ingunni eru um 20 olíumyndir og um 10 vatnslitamyndir og teikningar. Faest- ar myndanna hafa verið sýndar hér á landi áður en sumar koma erlendis frá. Allar myndirnar eru til sölu. Þá stendur yfir sölusýning á verkum gömlu meist- aranna i kjallaranum í Pósthússtræti 9. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 12-18. Gallerí Hulduhólar Sumarsýning stendur yfir á Hulduhól- um f Mosfellsbæ, sú þriðja í röðinni. Það er Steinunn Marteinsdóttir leirlist- armaður sem stendur fyrir sýningum þessum þar sem hún býður þremur listamönnum að sýna með sér í björtum og fallegum sal á efri hæð Hulduhóla. Að þessu sinni sýna á Hulduhólum Bragi Asgeirsson, sem sýnir ný mál- verk, Sigríður Ásgeirsdóttir, sem sýnir steint gler, og Olga Soffía Bergmann sem sýnir m.a. eggtemperamálverk. Steinunn Marteinsdóttir sýnir á neðri hæð leirverk, lágmyndir og nvtjalist. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin daglega kl. 14-19. Gallerí List Skipholti Sýning á listaverkum eftir ýmsa lista- menn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1 Nú stendur yfir sýning á Ijósmyndum sænska Ijósmyndarans Torleif Svens- son sem hann kallar Ljósmynd- un/Plexigler. Uppistaða myndefnisins er íslenskir hestar. Sýningin stendur til 8. ágúst. Galleríið er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnu- daga frá kl. 14-18, en lokað á mánu- dögum. Hafnarborg Strandgötu 34 Þýski myndlistarmaðurinn Werner Möller sýnir verk sfn í Hafnarþorg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. Craig Stevens sýnir einn- ig Ijósmyndir i kaffistofu Hafnarborgar. A sýningunni eru málaðar Ijósmyndir frá ýmsum stöðum hér á landi, einkum þó í nágrenni Hafnarfjarðar. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin kl. 11—18 virka daga og 12-18 um helgar. Kjarvalsstaðir A sumarsýningu Kjarvalsstaða eru verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru I eigu Listasafns Islands. A morgun, laugar- dag, kl. 16.00 opnar sjötti Norræni text- ilþríæringurinn. Að þessu sinní eru sýnd 52 verk eftir 36 listamenn frá fimm Noröurlöndum. Fulltrúi Islands á sýn- ingunni er Guðrún Gunnarsdóttir og á hún 3 verk. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 15. ágúst og er opin daglega frákl. 10 tíl 18. Nýlistasafnið Vatnsstíg Nú standa yfir tvær sýningar. I neðri sölum hússins sýnir Gunnar Magnús Andrésson verk sem unnin eru með þlandaðri tækni. I efri sölum hússins sýnir Victor Guðmundur Cilia myndrað- ir, unnar með gvass á pappír. Sýning- arnar verða opnar daglega kl. 14-18 og standa til 1. ágúst. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Nú stendur yfir sýning á verkum Bjarna Thorarinssonar. Þetta eru teikningar sem hann kallar vfsihandrit, visio-art og vlsirósir. Sýningin stendur til 5. ág- úst. Bjarni H. Þórarinsson sjónháttafrœðingur. DV-mynd GVA Sýning á Mokka-kaffi: Endurreisn íslenskr- ar handritagerðar „Islendingar hættu að gera handrit af einhverju viti á 14. og 15. öld. Þetta er því tilraun til endurreisnar hinnar fornu íþróttar," segir Bjarni H. Þór- arinsson sjónháttafræðingur en nú stendur yfir sýning á verkum hans á Mokka-kafB. Verkin eru unnin í nýjum listastíl, vísío-listastíl, sem Bjarni er frum- kvöðull að. „Ég er að þróa nýjar að- ferðir við handritagerð og eru þessi handrit því öðruvísi en hin fornu. Verkin eru í formi vísi-handrita og fylgir þeim og nýjung, svokölluð vísi-myndrit." A Mokka gefur að líta nokkur sýnishorn hinna nýju hand- rita og myndrita. Sýningin stendur yfirtil5.ágúst. -as Norræni textilþríæring- urinn að Kjarvalsstöðum Sjötti norræni textilþríæringurinn verður opnaður á laugardag kl. 16.00 að Kjarvalsstöðum. Að þessu sinni eru sýnd 52 verk eftir 36 listamenn frá fimm Norðurlöndum. Fulltrúi ís- lands á sýningunni er Guðrún Gunn- arsdóttir og á hún 3 verk. Norræni textilþríæringurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1974 þegar norrænir textil-listamenn rufu einangrun landa sinn og settu saman sýningu sem átti eftir að verða fyrir- mynd annarra textilsýninga á Norð- urlöndunum. Fyrir löngu hefur hinn hefðbundni „vefhaður" vikið fyrir hugtakinu „textil" sem spannar yfir miklu fjöl- breyttara svið og er sýningin að Kjarvalsstöðum gott dæmi um það. Sýningin stendur yfir til 15. ágúst og er opin daglega frá kl. 10.00-18.00. Textil-listamenn hafa markvisst unn- ið að því að skilja sig frá bæði vef- hönnun og nytjalist. Gallerí Úmbra: Ljósmynda- sýning Nú stendur yfir sýning sænska ljósmyndarans Torleifs Svensson í Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu. Sýningin ber yfirskriftina Ljósmynd- un/Plexigler. Torleif starfar sem ljós- myndari og listamaður í Stokkhólmi og hefur haldið fjölda sýninga frá 1986 í Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkj- unum. Síðast sýndi hann fyrr á þessu ári í Gallery L'Atalier í New York. Myndirnar á sýningunni eru nýlegar ljósmyndir að grunni til en unnar með ýmiss konar tækni á mismun- andi efni. Myndefnið er að mestu ís- lenskir hestar. Sýningin stendur til 8. ágúst. Galleríið er opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13.00-18.00 og sunnu- daga kl. 14.00-18.00, en lokað á mánu- dögum. Hanna Jóninn með sýningu í Borgar- nesi Myndlistarkonan Hanna Jórunn Sturludóttir sýnir blýants- og túss- teikningar í Félagsbæ í Borgarnesi. Hún hefur áður haldið einkasýning- ar í Færeyjum, Borgarnesi, á ísafirði, í Keflavík og Reykjavík. Hún er fædd árið 1955 og er að mestu sjálfmennt- uð, að undanskildum námskeiðum í Handíöa- og myndlistarskólanum. Sýningin stendur yflr til 26. julí og er opin milli 15.00 og 19.00. Æfö~^ % "^SPjrJl / J í '11 ftVTiWÍ' Im^E / y maffílmfé*''' WáF &) ' lÍi/liRvfcV v unf fii $syffp mHSSwBbKL JtJa^^jCTi - Ts % \ ""^^j^JP^"/ WJtli TwÉmíÍm¦ AwJrl// ^vJftl \*tK*@ja\ b"\* up' jÆrAV'Æ ÉfPr ííf luáWA fflS WmÚ w llti \\f\>L \\ fs\jí Miítt'^ri W A A^U. i g,^-—.— ^T| 1 ^^, '¦T~~s'.' '' »«¦> Eitt af verkum Hönnu Jórunnar. f». Sýningar Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinn- ar á Islandi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200. Katel Laugavegi 20b, sími 18610 (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn; málverk, grafík og leir- munir. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-18. Listhús í Laugardal Engjateigi 17, s. 680430 Sjafn Har. Vinnust. er opin virka daga kl. 13-18 og kl. 11.30-16 laugardaga. Verslanir hússins eru opnar kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Samsýning fjölda listamanna sem selja myndverk sín i galleríinu og er ætlunin að fram fari nokkuð tíðar skiptingar á sýningartimabilinu sem standa mun fram yfir miðjan ágúst. I miðrými List- hússins sýnir Þjóðminjasafn Islands nokkra muni úrfórum safnsins. Sýning- in verður opin kl. 10-18 alla daga nema laugardaga til kl. 16. Lokað verður á sunnudögum í sumar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listinn galleri - innrömmun Siðumúla 32, simi 679025 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara. Opið virka daga kl. 9-18, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á verkum úr safni Markúsar Ivarssonar í sal 2. Sýn- ingin stendur til ágústloka og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaff istofa saf nsins er opin á sama tíma. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Sumarsýning stendur yfir. Úrval mynda eftir Asgrím. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga frá júní út september kl. 13-17. Stofnun Árna Magnússon- ar Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning opin alla virka daga f sumar kl. 14-16. Póst- og simaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, simi 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulins- lágmyndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Þjóðminjasafn íslands Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Ásmundur Sveinsson í Perlunni I Perlunni við Öskjuhlíð stendur yfir sýning á 6 höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson en á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans og er sýningin sett upp af þessu tilefni. Sýningin stendur til 29. ágúst en Porlan er opin alla dagá kl. 9-23.30. Minjasafnið á Akureyri Aðaistræti 58, simi 24162. Opið daglega kl. 11-17. Málverk á Edduhótelinu á Klaustri Þórdís Arnadóttir myndlistarmaður sýn- ir í veitingasal og setustofu Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. Hún sýnir þar 14 olíumyndir, ýmist unnar á masónít eða striga. Sýningin stendur fram eftir sumri og eru öll verkin til sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.