Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Side 4
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, sími 673577 •
I sýningarsal og vinnustofum eru til
sýnis og sölu olíumálverk, pastelmynd-
ir, grafík og ýmsir leirmunir. Opið er frá
kl. 12-18.
Árbæjarsafn
Safnið er opið alla daga nema mánu-
daga í sumar frá kl. 10-18. Ýmis hand-
verkstæði eru starfrækt alla vikuna.
Ásmundarsafn
Sigtúni, simi 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfir-
skriftina Náttúran í list Ásmundar
Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tek-
in i notkun ný viðbygging við Ásmund-
arsafn. Safnið er opið kl. 10-16 alla
daga.
Byggöa- og listasafn Ár-
nesinga
Tryggvagötu 23, Selfossi
Café Mílanó
Faxafeni 11
Tita Heyde sýnir verk sín. Opið alla
daga kl. 9-19 nema sunnudaga kl.
13-18.
Gallerí Borg
v/Austurvöll, s. 24211
Sölusýning á Kjarvalsverkum. Á sýn-
ingunni eru um 20 olíumyndir og um
10 vatnslitamyndir og teikningar. Fæst-
ar myndanna hafa verið sýndar hér á
landi áður en sumar koma erlendis frá.
Allar myndirnar eru til sölu. Þá stendur
yfir sölusýning á verkum gömlu meist-
aranna í kjallaranum í Pósthússtræti 9.
Gallerí Borg er opið virka daga frá kl.
12-18.
Gallerí Hulduhólar
Sumarsýning stendur yfir á Hulduhól-
um í Mosfellsbæ, sú þriðja i röðinni.
Það er Steinunn Marteinsdóttir leirlist-
armaður sem stendur fyrir sýningum
þessum þar sem hún býður þremur
listamönnum að sýna með sér í björtum
og fallegum sal á efri hæð Hulduhóla.
Að þessu sinni sýna á Hulduhólum
Bragi Ásgeirsson, sem sýnir ný mál-
verk, Sigríður Ásgeirsdóttir, sem sýnir
steint gler, og Olga Soffía Bergmann
sem sýnir m.a. eggtemperamálverk.
Steinunn Marteinsdóttir sýnir á neðri
hæð leirverk, lágmyndir og nytjalist.
Sýningin stendur til 22. ágúst og er
opin daglega kl. 14-19.
Gallerí List
Skipholti
Sýning á listaverkum eftir ýmsa lista-
menn. Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Úmbra
Amtmannsstíg 1
Nú stendur yfir sýning á Ijósmyndum
sænska Ijósmyndarans Torleif Svens-
son sem hann kallar Ljósmynd-
un/Plexigler. Uppistaða myndefnisins
er íslenskir hestar. Sýningin stendur til
8. ágúst. Galleriið er opið þriðjudaga
til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnu-
daga frá kl. 14-18, en lokað á mánu-
dögum.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Þýski myndlistarmaðurinn Werner
Möller sýnir verk sín í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar. Sýningin stendur til 2. ágúst
og er opin alla daga nema þriðjudaga
frá kl. 12-18. Craig Stevens sýnir einn-
ig Ijósmyndir í kaffistofu Hafnarborgar.
Á sýningunni eru málaðar Ijósmyndir
frá ýmsum stöðum hér á landi, einkum
þó í nágrenni Hafnarfjarðar. Sýningin
stendurtil 2. ágúst og er opin kl. 11-18
virka daga og 12-18 um helgar.
Kjarvalsstaðir
Á sumarsýningu Kjarvalsstaða eru verk
eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru í eigu
Listasafns Islands. Á morgun, laugar-
dag, kl. 16.00 opnar sjötti Norræni text-
ilþríæringurinn. Að þessu sinni eru sýnd
52 verk eftir 36 listamenn frá fimm
Norðurlöndum. Fulltrúi Islands á sýn-
ingunni er Guðrún Gunnarsdóttir og á
hún 3 verk. Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 15. ágúst og er opin daglega
frá kl. 10 til 18.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg
Nú standa yfir tvær sýningar. I neðri
sölum hússins sýnir Gunnar Magnús
Andrésson verk sem unnin eru með
blandaðri tækni. I efri sölum hússins
sýnir Victor Guðmundur Cilia myndrað-
ir, unnar með gvass á pappír. Sýning-
arnar verða opnar daglega kl. 14-18
og standa til 1. ágúst.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Nú stendur yfir sýning á verkum Bjarna
Thorarinssonar. Þetta eru teikningar
sem hann kallar vísihandrit, visio-art
og vísirósir. Sýningin stendur til 5. ág-
úst.
Bjarni H. Þórarinsson sjónháttafræðingur.
Sýning á Mokka-kaffi:
DV-mynd GVA
Endurreisn íslenskr-
ar handritagerðar
„Islendingar hættu að gera handrit
af einhverju viti á 14. og 15. öld. Þetta
er því tilraun til endurreisnar hinnar
fomu íþróttar," segir Bjami H. Þór-
arinsson sjónháttafræðingur en nú
stendur yfir sýning á verkum hans á
Mokka-kaífi.
Verkin em unnin í nýjum hstastíl,
vísío-listastíl, sem Bjami er frum-
kvöðull að. „Ég er að þróa nýjar að-
feröir við handritagerð og em þessi
handrit því öðravísi en hin fornu.
Verkin eru i formi vísi-handrita og
fylgir þeim og nýjung, svokölluð
vísi-myndrit.“ A Mokka gefur aö líta
nokkur sýnishorn hinna nýju hand-
rita og myndrita. Sýningin stendur
yfirtil5.ágúst. -as
Norræni textilþríæring-
urinn að Kjarvalsstöðnm
Sjötti norræni textilþríæringurinn
verður opnaður á laugardag kl. 16.00
að Kjarvalsstöðum. Að þessu sinni
eru sýnd 52 verk eftir 36 listamenn
frá fimm Noröurlöndum. Fulltrúi ís-
lands á sýningunni er Guðrún Gunn-
arsdóttir og á hún 3 verk.
Norræni textilþríæringurinn á
rætur sínar að rekja til ársins 1974
þegar norrænir textil-listamenn rufu
einangrun landa sinn og settu saman
sýningu sem átti eftir að verða fyrir-
mynd annarra textilsýninga á Norð-
urlöndunum.
Fyrir löngu hefur hinn hefðbundni
„vefnaður" vikið fyrir hugtakinu
„textil“ sem spannar yfir miklu fjöl-
breyttara svið og er sýningin að
Kjarvalsstöðum gott dæmi um það.
Sýningin stendur yfir til 15. ágúst og
er opin daglega frá kl. 10.00-18.00.
Textil-listamenn hafa markvisst unn-
ið aö því að skiija sig frá bæði vef-
hönnun og nytjalist.
Gallerí Úmbra:
Ljósmynda-
sýning
Nú stendur yfir sýning sænska
ljósmyndarans Torleifs Svensson í
Gallerí Úmbm á Bernhöftstorfu.
Sýningin ber yfirskriftina Ljósmynd-
un/Plexigler. Torleif starfar sem ljós-
myndari og listamaður í Stokkhólmi
og hefur haldið íjölda sýninga frá
1986 í Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkj-
unum. Síðast sýndi hann fyrr á þessu
ári í Gallery L’Atalier í New York.
Myndirnar á sýningunni em nýlegar
ljósmyndir að grunni til en unnar
með ýmiss konar tækni á mismun-
andi efni. Myndefnið er að mestu ís-
lenskir hestar. Sýningin stendur til
8. ágúst.
Galleríið er opið þriðjudaga til
laugardaga kl. 13.00-18.00 og sunnu-
daga kl. 14.00-18.00, en lokaö á mánu-
dögum.
Hanna
Jórunn
með
sýningu 1
Borgar-
nesi
Myndlistarkonan Hanna Jórunn
Sturludóttir sýnir blýants- og túss-
teikningar í Félagsbæ í Borgarnesi.
Hún hefur áður haldiö einkasýning-
ar í Færeyjum, Borgamesi, á ísafirði,
í Keflavík og Reykjavík. Hún er fædd
árið 1955 og er að mestu sjálfmennt-
uð, að undanskildum námskeiðum í
Handíöa- og myndlistarskólanum.
Sýningin stendur yfir til 26. júlí og
er opin milli 15.00 og 19.00.
Eitt af verkum Hönnu Jórunnar.
Sýningar
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og
tæki sem tengjast sögu læknisfræðinn-
ar á Islandi. Stofan er opin á sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá
kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200.
Katel
Laugavegi 20b, simi 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda listamenn; málverk, grafík og leir-
munir.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er
opinn daglega kl. 11-18.
Listhús í Laugardal
Engjateigi 17, s. 680430
Sjofn Har. Vinnust. er opin virka daga
kl. 13-18 og kl. 11.30-16 laugardaga.
Verslanir hússins eru opnar kl. 10-18
virka daga og kl. 10-16 laugardaga.
Samsýning fjölda listamanna sem selja
myndverk sín i galleríinu og er ætlunin
að fram fari nokkuð tíðar skiptingar á
sýningartímabilinu sem standa mun
fram yfir miðjan ágúst. I miðrými List-
hússins sýnir Þjóðminjasafn Islands
nokkra muni úrfórumsafnsins. Sýning-
in verður opin kl. 10-18 alla daga nema
laugardaga til kl. 16. Lokað verður á
sunnudögum í sumar.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Kaffistofan er opin á sama tima.
Listinn
galleri - innrömmun
Siðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál-
ara. Opið virka daga kl. 9-18, laugar-
daga kl. 10-18 og sunnudaga kl.
14-18.
Listasafn Háskóla íslands
i Odda, simi 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á
nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er
daglega kl. 14-18. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir sýning á verkum úr
safni Markúsar Ivarssonar í sal 2. Sýn-
ingin stendur til ágústloka og er opin
alla daga nema mánudaga kl. 12-18.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Sumarsýning stendur yfir. Úrval mynda
eftir Ásgrím. Safnið er opið alla daga
nema mánudaga kl. 13.30-16.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s.
654242
Sjóminjasafnið er opið alla daga frá
júní út september kl. 13-17.
Stofnun Árna Magnússon-
ar
Árnagarði v/Suðurgötu
Handritasýning opin alla virka daga í
sumar kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarfirði. sími
54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum
kl. 15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, simi 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulíns-
lágmyndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga,
miðvikudaga, fimmtudaga og föstu-
daga kl. 12-18 og á laugardögum kl.
12-16.
Þjóðminjasafn Íslands
Opið alla daga nema mánudaga kl.
11-17.
Ásmundur Sveinsson
í Perlunni
I Perlunni við Öskjuhlíð stendur yfir
sýning á 6 höggmyndum eftir Ásmund
Sveinsson en á þessu ári eru liðin 100
ár frá fæðingu hans og er sýningin sett
upp af þessu tilefni. Sýningin stendur
til 29. ágúst en Perlan er opin alla dagá
kl. 9-23.30.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162.
Opið daglega kl. 11-17.
Málverk á Edduhótelinu
á Klaustri
Þórdís Árnadóttir myndlistarmaður sýn-
ir í veitingasal og setustofu Hótel Eddu
á Kirkjubæjarklaustri. Hún sýnir þar 14
oliumyndir, ýmist unnar á masónít eða
striga. Sýningin stendur fram eftir sumri
og eru öll verkin til sölu.