Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Page 7
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Simi 11384
Drekinn ★★
Léttileg ævifrásögn sem snýst oftar en
ekki upp í skemmtileg en tilbreytingar-
snauð slagsmál. Sjónarhorn eiginkon-
unnardregursöguna niðurá plansjón-
varpsmyndar en leikararnir standa sig
vel. -GE
Skjaldbökurnar 3 ★★
Stökkbreyttu skriðdýrin skreppa til
Japansá lénsveldistíma og bjarga deg-
inum. Skjaldbökuaðdáendur ættu að
fá eitthvað fyrir sinn snúð, hinir vita
við hverju erað búast. -GE
HÁSKÓLABÍÓ
Simi 22140
Við árbakkann**
Kraftlítil túlkun á frægum rituðum end-
urminningum bókmenntakennara.
Redford fer svo fínlega I hlutina að
hann nær ekki föstu taki á lífsspeki eða
tilfinningaspili sögunnar. -GE
Á ystu nöf ★★★
Hrikalega fallegar loftmyndatökur og
nokkur snilldarleg áhættuatriði bæta
glæsilega fyrirformúluspennusögu.
-GE
Ein og hálf lögga ★★
Ágætisgamanmynd um lítinn snáða
sem semur um að fá að vera lögga.
Tekur sig sem betur fer ekki alvarlega
og kemst upp með margt. Guttinn er
ansigóður. -GE
Skriðan ★★,/2
Góð saga Bagleys kemst vel til skila,
þrátt fyrir vanefni og frekar slakan leik-
hóp. -GE
Bíóið ★★
Fremur meinleysislegt grín um kjarn-
orkuófreskjumyndakóng sem frum-
sýnir nýjustu afurð sína í miðri Kúbu-
deilunni. Um leið er verið að gera grín
að (komma)ófreskjumyndum kalda
stríðsins. Gengurekki alveg upp. -GB
Úsiðlegt tilboð ★★
Adrian Lyne vekur upp spurningu um
siðgæði og peninga í vel skrifuðu
handriti en of hægri kvikmynd sem
nær aldrei almennilegu flugi. Einnig
sýnd I Bíóhöllinni. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Hefndarhugur
Vísindaskáldskapurinn er skorinn við
nögl með vægast sagt slæmum ár-
angri. -GE
Villt ást Vi
Óerótísk og óspennandi mynd um ást-
ir og örlög ungra hjóna á Jamaíku 19.
aldar. -GB
Feilspor ★★★ Vi
Einstaklega vel gerð sakamálamynd
þar sem tvær sögur fléttast I eina. Litt
þekktir leikarar ná góðum tökum á
áhugaverðum persónum. -HK
REGNBOGINN
Slmi 19000
Súper Marió bræður ★★
Það er heilmikið um að vera, flottar
brellur og mikil læti en það hefur lítil
áhrif vegna þess hve sagan er óspenn-
andi. -GE
Ástarþrihyrningurinn ★★★ 1/2
Lofsverð mynd sem jafnhendir kímni,
rómantík og drama og fipast aldrei.
Innsætt handrit er bakkað upp af yfir-
vegaðri leikstjórn og hreint frábærum
leik. 1111111111111111111111111111111111111111 -GE
Tveir ýktir 1 ★★
Endemis della og vitleysa en fárán-
leikagrinið er i lagi, sérstaklega miðað
viðnýlegartilraunirísömuátt. -GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Hvarfíð " 1/2
Amerísk endurgerð klassískrar hol-
lenskrar spennumyndar tekst vel, enda
sami leikstjóri. Nýjar fléttur I handriti
erusniðugar. -GE
Gerð í Ameríku ★★
Ójöfn rómantísk gamanmynd sem á
góða spretti, þökk sé afbragðs frammi-
stöðu leikaranna. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Simi 16500
Á ystu nöf ★★★
Hrikalega fallegar loftmyndatökur og
nokkur snilldarleg áhættuatriði bæta
glæsilega fyrir formúluspennusögu.
-GE
Dagurinn langi ★★★
Bill Murray fer á kostum I hlutverki
veðurfréttamanns sem stöðvast I tím-
anum og lifir upp sama daginn aftur
og aftur. Frumleg og skemmtileg gam-
anmynd. -HK
Framarar fagna marki Helga Sigurðssonar, fyrir miðri mynd. Helgi hefur skorað 9 mörk í 1. deildinni í sumar og
hefur sett stefnuna á markakóngstitilinn. En hvort verða það Framrar eða KR-ingar sem fagna sigri í leik liðanna
■ kvöld?
Getraunadeildin-1. deild karla í knattspymu:
Fyrri umferðinni
lýkur í kvöld
- meö leik Reykjavíkurliðanna KR og Fram
Það verður sannkallaður stórleik-
ur á KR-vellinum við Frostaskjól í
kvöld kl. 20 er Reykjavíkurrisamir
KR og Fram mætast í 1. deild karla
í knattspyrnu. Með leiknum er mótið
hálfnað, 9 umferðir af 18 að baki.
Síðari umferðin verður leikin í
næstu viku og hefst með leik Víkings
og Vals á mánudagskvöld.
í 1. deild kvenna er einn leikur á
dagskrá í kvöld kl. 20 en þá mætast
Stjaman og Þróttur, Nes., í Garðabæ.
Á morgun, laugardag, halda Vals-
stúlkur norður um heiðar og mæta
hði ÍBA. Þá mætast Einherji og KBS
í 2. deild kvenna á Vopnafirði á morg-
un kl. 16 og á sunnudag leika FH og
BÍ í Kaplakrika og Tindastóll og
Leiftur á Sauðárkróki kl. 14.
í 2. deild karla hófst síðari umferð-
in í gær með þremur leikjum. 10.
umferðinni lýkur um helgina. í kvöld
kl. 20 tekur næstneðsta hö deildar-
innar, KA, á móti toppliði Breiða-
bliks úr Kópavogi. Á morgun mætast
Þróttur, Nes., og botnhö BÍ í Nes-
kaupstað kl. 14.
Það veröur einnig leikið í 3. dehd-
inni um helgina. í kvöld leika Reyn-
ir, S„ og Selfoss í Sandgerði og HK
og Skallagrímur á Kópavogsvelh kl.
20. Einnig leika Magni og Grótta á
Grenivík kl. 19.
Loks er það 4. deildin, en í henni
eru 10 leildr á dagskrá um helgina.
Fimm leikir veröa í kvöld. Á Grýlu-
vehi í Hveragerði mætast Hamar og
Léttir, Ernir og Hafnir leika á Sel-
fossi, Ármann og Leiknir, R„ á Ár-
mannssvelh, Ægir og Njarðvík í Þor-
lákshöfn og Þrymur og SK á Sauðár:
króki. Leikirnir heíjast alhr kl. 20. Á
morgun leika SnæfeU og-Árvakur í
Stykkishólmi, Víkingur og HB á Hell-
issandi, Fjölnir og Afturelding á Val-
bjamarvelh, Hvöt og HSÞ-h á Bakka-
kotsvehi og Dagsbrún og KS á
Dvergasteini. -BL
Feröafélag íslands:
Þórsmörk, Mýrar og Fjallabak
Ferðafélag íslands stendur fyrir
fjölbreyttum ferðum þessa helgi sem
endranær. Helgaferðir frá fóstudegi
th sunnudags verða tvær. Farin
verður hringferö að FjaUabaki. Leið-
in Uggur í Laugar - í Eldgjá - að
Álftavatni og byrjar og endar í
Reykjavík. Gist verður í Laugum og
við Álftavatn. Hin helgarferðin er í
Þórsmörk og verður gist í Skag-
fjörðsskála.
Dagsferðir verða hjá Ferðafélaginu
bæöi á laugardag og sunnudag. Laug-
ardagurinn er tekinn snemma og lagt
af stað í tvær ferðir kl. 8.00. Annars
vegar verður farið að TröUakirkju í
Hnappadal. Hún er 941 metra hátt
fjall í framhaldi af Smjörhnjúkum,
austan Hítarvatns. Hins vegar verð-
ur gengið á Eldborg á Mýrum. Lagt
verður upp frá Snorrastöðum. Um
hálftíma gangur er að gígnum sem
er óvenjulega reglulegm- og rís um
60 metra yfir hraunið um kring. í
sömu ferð verða Gullborgarhellar í
Gullborgarhrauni sóttir heim.
KL. 8.00 á sunnudag verður farin
dagsferð í Þórsmörk. Hægt er aö
framlengja ferðina. Þá verður gengið
á Grænudyngju og um Sog og Soga-
selsgíg. Sú ferö hefst kl. 13.00 og lýk-
ur á LækjarvöUum í Móhálsadal.
Nánari upplýsingar og farmiðasala
er á skrifstofu Ferðafélagsins, Mörk-
inni 6.
Margir leggja leið sína í Þórsmörk um
bæöi FÍ og Útivist þessa helgi.
hverja helgi. Þangað eru ferðir hjá
jþróttir
Unglingarnir
keppa í frjáls-
um á Dalvík
Islandsmeistaramót 18 ára og
yngrt verður haldið á Dalvík um
helgina. Mótið hefst kl. 10
báöa dagana. Alls eru 635
keppendur skráðir til keppni.
Hvíta kúlan
rúllar
Nokkur golfmót eru á dagskrá
um helgina. Á Ólafsfírði verður
opið Coca Cola mót þar sem
keppt er í flokkum. Leiknar
verða 36 holur með og án for-
gjafar. Hjóna- og parakeppni
verður hjá Golfklúbbnum á
Hellu, öldungamót hjá GF á
Flúðum, einnig er LEK-mót á
Akureyri og opið kvennamót á
Dalvlk. Þá verður Einherjamót
I Leirunni á laugardag.
íslandsmótið
í tennis
islandmótinu I tennis iýkur um
helgina með úrslítaleikjum I
meistaraflokkum á völlum Vík-
ings í Fossvogi.
Sumarmót
UMFA í
knattspyrnu
Á Tungubakkavelli í Mos-
feilsbæ verður á sunnudaginn
haldið knattspyrnumót með sjö
leikmönnum I hverju liði. Leik-
menn, sem ieika 11. og 2. deild,
fá ekkí vera með t mótinu.
Maraþon
hjá SH
Sundfélag Hafnarfjarðarstend-
ur fyrir maraþonsundi i Suður-
bæjariaug og hefst það á há-
degi í dag en lýkur á hádegi á
morgun, laugardag. Stefnt er
að því að synda alls 110 km
en alls taka 17 sundmenn þátt
í sundinu. Ætlunin er að safna
fé til æfinga- og keppnisferðar
til Þýskalands í ágúst.
Ferðir
Útivist
Útivist mun standa fyrir tveggja
nátta ferð í Þórsmörk um þessa
helgi. Farið verður af stað úr
Reykjavík á föstudag. Gist er í
Básum, skála eða tjöldum, og
verða skipulagðar gönguferðir
fyrir hópinn.
Þá verður farin önnur ferð. Þar
verður gengið á Fimmvörðuháls.
Lagt verður upp frá Skógum á
laugardag og gist í Fimmvörðu-
skála um nóttina. Á sunnudegin-
um verður svo komið niður í
Básum. Fararstjóri er Hörður Har-
aldsson.
Dagsferðir helgarinnar verða
tvær og hefjast báðar kl. 8.00 á
sunnudag. Annars vegar verður
farið I stutta ferð I Bása I Þórs-
mörk og hins vegar gengið á Ok.
Það er 7. áfangi fjallasyrpu Úti-
vistar og er áætlaður göngutími
5-6 klst.
Brottför I allar ferðirnar er frá
BSl, bensínsölu. Nánari upplýs-
ingar og miðasala er á skrifstofu
Útivistar.