Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1993 DV Vinir Dóra senda frá sér nýja plötu, Mér Ifður vel: lyktinni um allan helming ef ske kynni að það örvaói sölu á herlegheitunum. ----------------------------------- Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söluvarningur tengdur Michael Jackson fer í hundana því fyrir nokkrum árum fóru líkamsræktartæki með hans nafni sömuleið. ' -SþS Halldór Bragason úr Vinum Dóra. Hljómsvertinni hefur verið boðið á fljótandi blúshátíð í karabíska hafinu á næsta ári. Hljómleikaferð um ísland Hins vegar stendur hljómleikaferð um ísland fyrir dyrum hjá hljóm- sveitinni í næsta mánuði. Þá ætla Vinir Dóra að efha til hljómleika á Austurlandi, fyrir norðan og jafnvel víðar. Hljómsveitin hefur haldið nokkra hljómleika að undanfómu og fengið ágætis undirtektir blúsáhuga- manna, að sögn Halldórs. Meðal annars spilaði hún fyrir fullu húsi í Hreðavatnsskála á dögunum. -ÁT Yfirlit yfir starfið „Þessi diskur er settur saman sem heimild um ákveðinn tíma í íslensku blússögunni. Tíma þegar erlendír gestir komu hver á fætur öðrum og miðluðu okkur af tónlist sinni. Fyrir mig er ákaflega gaman að hafa sett þennan disk saman því að þama em þeir listamenn saman komnir sem hafa gefið mér og okkur í hljóm- sveitinni vítamínsprautu. Hvatt okkur til dáða og gert okkur að betri blúsmönnum en við værum ef þeirra hefði ekki notið við,“ segir Halldór Bragason. Hann er að lýsa nýút- kominni geislaplötu Vina Dóra sem heitir Mér líður vel. Margir flytjendur Vinir Dóra eru fjölmargir á nýju plötunni. Þar syngja Pinetop Perk- ins, Chicago Beau, Jimmy Dawkins, Billy Boy Arnold, Deitra Farr, Shirley King og Tommy McCracken á síðustu tyeimur til þremur árum. Halldór, Ásgeir Óskarsson, Guð- mundur Pétursson, Haraldur Þor- steinsson og fleiri gegna síðan veiga- miklu hlutverki á plötunni. Það er Straight Ahead Records sem gefur plötuna út. Það fyrirtæki eiga þeir saman Halldór og Chicago Beau. Ætlunin er að platan verði gefm út víðar en á íslandi en enn hefur ekki orðið af því. Ekkert liggur á „Okkur liggur ekkert á,“ segir Halldór. „Við höfum meðal annars fengið tilboð frá Alligator Records í Bandaríkjunum um dreiflngu þar. Það fyrirtæki hefur meðal annars Albert Collins og Johnny Winter á sínum snærum. Við höfum hins vegar verið í viðræðum við annað fyrirtæki, Evidence, og ég býst við að við göngum til samstaifs við það. Þá hefur sú hugmynd skotið upp koll- inum að við setjum plötunaá markað í samvinnu við Japis og nokkra Japana sem eru mjög áhugasamir. Japanir hafa geysilega gaman af blústónlist. FijMs tjáningin er í fullu ósamræmi við hegðunarmynstur þeirra og einhver hefur sagt að blúsinn fái þá til að sleppa fram af sér beislinu." Erlendar heimsóknir Vinum Dóra var boðið á blúshátíð í Chicago um hvítasunnuna. Halldór Bragason segir að sú ferð hafi í alla staði gengið mjög vel. í kjölfar hennar var Vinum Dóra boðið að taka þátt í allsérstæðri blúshátíð í mars á næsta ári. Hún kallast Blues Cruise og fer fram á skemmtiferða- skipi. Látið verður úr höfn í Galve- ston í Texas og siglt um Karíbahafið í átta daga. „Þetta er mjög spennandi hug- mynd og ég ætia að reyna hvað ég get til að komast á þessa hátíð," segir Halldór. „Aðrir sem hefur verið boðið í ferðina eru Chicago Beau, Pinetop Perkins, Billy Kent sem er ný stjama vestanhafs, Deitra Farr, Sidney Wingfield og Fanroudou Don Moye trommuleikari Art Ensemble Of Chicago. Það er mikill heiöur að vra boðið að spila með hópi sem þessum." Vinum Dóra hefur einnig verið boðið að koma í heimsókn til Kanada og blúsa þar. Þá hefur hann áhuga á að fara í hljómleikaferð um Banda- ríkin en slíkt er dýrt fyrirtæki og mikil hætta á að slík ferð verði farin með tapi. Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er laufléttur leikur sem allir geta tekið þátt í og unnið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar nokkrar auðveldar spumingar um tónlist og það sem er að gerast í tónlistarlífinu. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Rigg frá Stióminni sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Pláhnetan á nú tvö lög á topp 20 íslenska listans. Hvað heita þessi lög? 2. Nýverið kom út safnplatan Bandalög 6. Hvað eru margir flytjendur á plötunni? 3. Hvað hefur hljómsveitin Stjóm- in gefið út margar plötur og hvað heita þær? Rétt svör sendist DV fyrir 5. ágúst merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnum 5. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 12. ágúst. Hér em svo rétt svör við fyrstu getrauninni: 1. Eitthvað meiriháttar, æðislegt. 2. Lost in Music. 3. 77 mínútur. - »v4<; tónligt: Sting. Sting til r Islands? Miklar líkur em á því að hinn heimsþekkti breski tónlistar- maður, Sting, komi hingað til lands í september. Ekki þó til að spila fyrir landann heldur ætiar hann að reyna íslenska gæðinga á heimavelli ásamt fjölskyldu sinni. Aðdragandi málsins er sá að umslag Ten Summoners Tales, sem er nýjasta plata listamanns- ins, prýðir tíu vetra íslenskur gæðingur, Hrímnir að nafni. Sting keypti Hrímni sérstaklega af þessu tilefni en auk þess að prýða umslagið kemur fákurinn fyrir á myndbandi með öllum lögum plötunnar. Eftir að hafa hleypt Hrímni lýsti Sting yfir áhuga á að sækja ísland heim og fara í útreiðartúr á heimaslóð is- lenska hestsins. Þessi ósk tón- listarmannsins barst íslend- ingum til eyrna og nú hafa fyrirtækin íshestar og Flugleiðir boðið honum og fjölskyldu - hingað til lands í haust. Ekki er endanlega ljóst hvort Sting mun þekkjast boðið en hann hefur sett ýmis skilyrði, m.a. vill hann að fjölskylda sín fái algeran frið fyrir íjölmiðlamönnum á meðan á ferðalaginu stendur. -SMS Tina Turner. Hljómleikaferð DV og SL: Rokk- veisla DV og Samvinnuferðir-Land- sýn bjóða 130 lesendum DV á tónleika sem haldnir verða í Lúneburg í Þýskalandi 3.-6. sept- ember. Á hljómleikunum koma fram margar af helstu stór- stjömum tónlistarheimsins og * má þar nefna Tinu Tumer, Rod Stewart, Prince, Joe Cocker, Chris De Burgh og hinar vinsælu hljómsveitir Foreigner, O.M.C. og Duran Duran. Lagt verður af stað 3. sept- ember frá Keflavíkurflugvelli og þaðan flogið til Hamborgar. Gist verður á Trefíhótelinu en þaðan er um einnar klukkustundar akstur á hljómleikasvæðið sem er við flugvöllinn í Lúneburg. Tónleikamir hefjast klukkan 18 sama kvöld og standa til kl. 22.30. Daginn eftir era tónleikar - ff á kl. 12 á hádegi til kl. 23. Einnig verða tónleikar 5. september. Þann 6. september verður síðan flogið aftur heim. Ferðin kostar 39.600 krónur á mann í tvíbýli. Innifalið í verð- inu er flug, akstur til og frá flugvelli og á tónleikana alla dag- ana, gisting með hlaðborðsmorg- unverði, íslensk fararstjóm og '* flugvallarskattur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.