Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 - v'-4-'; tónliSt: Gamall draumur að verða að veruleika: Ellen og KK vinna saman að plötu Ellen Kristjánsdóttir er upptekin þessa dagana ásamt Kristjáni Kristjánssyni, betur þekktum sem KK, við að hljóðrita lög á nýju plötuna. DV-mynd Hanna Tónlistargetraun DV og Spors Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Kristján bróöir hennar, best þekktur sem KK, hafa undanfama daga veriö önnum kafin við að hljóðrita lög á nýja plötu sem er ætlað að koma út á þessu ári. Vinnan hófst í síðustu viku og síðan var þráðurinn tekinn upp að nýju eftir frí um verslunar- mannahelgina. „Þessi plata verður með rólegu yfirbragði en þó með hröðum lögum inn á milli," segir Ellen. „Annars er erfitt að segja til um heildaryfir- bragðið strax. Við eigum eftir að gera svo mikið ennþá. Kristján er sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja á þessari stundu hvemig endanlega útkoman verður.“ Svarið vefst líka fyrir Ellen þegar hún er spurð um stílinn. „Ætli þetta sé bara ekki minn eigin stiíl,“ segir hún loks. „Ég reyni að hafa yfirbragðið eftir mínu höfði. Það em engir stælar í tónlistinni, bara við að gera það sem við höfum gaman að.“ Meðal þeirra hljóðfæraleikara, sem hafa lagt Ellen og Kristjáni liö, era Sigtryggur Baldursson, Kormák- ur Geirharðsson og Jóhann Ás- mundsson. Ellen reiknar með að Eyþór Gunnarsson og fleiri bætist í hópinn síðar. Kristján hefur yfir- umsjón með gerð plötunnar og sem- ur nokkur lög. Ellen er höfundur annarra og einnig verða á plötunni fáein erlend. „Við verðum þama með eitt Tom Waits-lag og síðan einn eða tvo þekkta djassstandarda," segir Ellen og bætir við: „Textamir verða allir á ensku. Þeir hafa orðið til þannig og ég er hrædd um að þeir kæmu kjána- lega út ef þeir yrðu þýddir á íslensku. Þar að auki myndi það stinga í stúf að vera með erlendu lögin með sínum upphaflegu textum og síðan aðra á íslensku. Við ákváðum því að hafa þá alla enska.“ Það era liðin sextán ár síðan Ellen Kristjánsdóttir byrjaði að syngja op- inberlega. Það var með hljómsveit- inni Tívolí. Eftir það gekk hún til liðs . við Ljósin í bænum sem sendu frá sér tvær plötur ogáriðl979 vakti hún verðskuldaða athygli fyrir þátt sinn í plötu Mannakoms, Brottför klukk- an átta. Siðustu ár hefur Ellen verið að hasla sér völl sem djasssöngkona og síðastliðinn vetur kom hún fram ásamt Berglindi Björk Jónasdóttur og Andreu Gylfadóttur undir nafn- inu Borgardætur. „Við Borgardætur erum að vona að við getum haldið áfram að koma fram,“ segir Ellen. „Við höfum haft hægt um okkur undanfama mánuði vegna þess hve Andrea hefur haft mikið að gera með hljómsveitinni Todmobile en síðar á árinu gefst okkur væntanlega tími til að koma Tónlistargetraun DV og Spors er laufléttur leikur sem allir geta tekið þátt í og unnið geisladisk að laun- um. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar nokkrar auðveldar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötu- fyrirtækinu Spor hf. Að þessu sinni er það geisladisk- urinn Á rás um landiö sem er í verð- laun. Hér koma svo spumingarnar: 1. Hvaða lög af Bandalög 6 era á íslenska listanum sem gildir vikuna 5.-11. ágúst? 2. Hvað hefur hljómsveitin Tod- mobile gefið út margar plötur? 3. Nefnið tvær hljómsveitir sem Stefán Hilmarsson hefur starfað með. Rétt svör sendist DV fyrir 12. ágúst merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 12. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 19. ágúst. Hér eru svo rétt svör við getraun nr. 2: 1. Todmobile. 2. Speis. 3. Rigg. fram. Þegar við skemmtum á Hótel Borg síðastliðinn vetur höfðum við með okkur sex manna hljómsveit, Setuliðið. Nú stendur til að við syngjum saman þrjár með undirleik píanóleikara en vonandi gefst okkur tækifæri til að koma fram með stóru hljómsveitinni á árshátíðum næáta vetur.“ En áður en að því kemur þarf að ljúka nýju plötunni og Ellen er bjartsýn á árangurinn. „Við reynum að hafa sem mesta ánægju af vinnunni sjálf. Allt hefur gengiö vel hingað til og ég er sannfærð um að framhaldið verður ekki síðra." Á.T. Átali hjá Bono Bono hefur mikið verið í frétt- um að undanförnu enda uppá- tækjasamur. Hann hefur hringt í ýmsa menn beint af sviðinu undir nafninu MacPhisto á undanfomu tónleikaferðalagi U2. Þannig hringdi hann í Bill Clinton, George Bush og Helmut Kohl og síðast hringdi hann í Jean-Marie LePen, forystumann öfgasinn- aðra franskra hægrimanna, og þakkaði honum sérstaklega fyrir að hafa hleypt sér inn í landið en LePen hefur mikinn ímugust á útlendingum. -SþS ►i ►I ►! t! ►I ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► iAskriftarsíminn er 632700. T."' m AAAAÁÁAAAAAAAAÁAAÁAAAAAÁAAáAÁAiAÁAiiii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.