Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
Utlönd
Fyrrum Grikkja-
irföðurlandið
Koastantín,
fyrrum kon-
ungur Grikk-
lands, kom í
óvænta hoim-
sókn til fóður-
landsins í gær
og brugðust
grísku stjórn-
arandstöðuflokkamir hart vio og
kölluðu ferð konungs ögrun viö
þjóðina.
Talsmaður kommúnistaflokks-
ins sakaði stjórn íhaldsmanna
um að reyna að endurlifga
drauga fortiðarinnar og sagði
Mitsotakis forsætisráðherra hafa
haldíð uppi nánum tengslum við
konungsflölskylduna.
Konstantín hefur búið meö fjöl-
skyldu sinni í Bretlandi frá árinu
1967 eftir misheppnaða tilraun til
að koma herforingjastjórn lands-
ins frá völdmn. Hann er kvæntur
dönsku prinsessunni Önnu Mar-
íu.
sleðahundar
ekkibólusettir
viðhundaæði
Hættan á útbreiðslu hundaæð
isfaraidurs meðal sleöahunda á
Grænlandi hefur aukist umtals-
vert hin síöari ár þar sem aðeins
fjögur bæjarfélög af tólf á hunda-
svæðunum uppfylla kröfur um
bóiusetningu.
í ár átti að bólusetja tólf þúsund
hunda en bæjarfélögin hafa að-
eins pantaö fimm þúsund bólu-
efnisskammta.
Charles Rose, dýralæknir á
sauðfjái-ræktarsvæðunum í suð-
urhluta Grænlands, telur að 7.500
af 31.500 sleðahundum Græn-
iands hafi ekki verið bólusettir.
Hann telur að ástandið eigi eftir
að versna þar sem ekkert yfirvald
sé öl að grípa í taumana.
Umhverfissinn-
arhandsamaðir
íBarentshafi
Norska lögreglan fjarlægði á
mánudag sex umhverfisverndar-
sinna sem höfðu siglt inn fyrir
500metra öryggissvæði umhverf-
is olíuborpall í Barentshafi. Fólk-
ið viidi stöðva tilraunaboranim-
ar.
Lögreglan fór um borð í bát
verndarsinnanna og sígldi hon-
um til hafnar í Tromsö.
Umhverfisverndarsamtökin,
sem stóðu að mótmælaaðgerðun-
um, verða aö öllum líkindum
sektuð fyrir tiltækið.
De Klerk íhugar
lögíS-Afriku
F. W. de
Klerk, forseti
Suöur-Afríku,
segir í viðtali
við þýska blað-
ið Welt, sem
birtist í dag, aö
hann kynni aö
lýsa yfir neyð-
arástandi i landinu en slíkt yrði
þó að gera með ströngum tak-
mörkunutn.
Hann segist þó ekki vera
hlynntur þannig lausn á vanda
Suður-Afríku.
Sarakvæmt upplýsingum óháðs
eftirlítshóps lét 581 lífið í pólitísk-
um ofbeldisverkum í Suður-Afr-
íku í júli. Fleiri Iiafa ekki týntlifi
í einum mánuði frá því i ágúst
1990.
Knutor, Ritzau
Irma Hadzimuratovic komin undir læknishendur í London:
Bjargað fyrir þrýst-
ing frá almenningi
Breskir læknar hafa hafið örvænt-
ingarfullar tilraunir til að bjarga lífi
fimm ára gamallar stúlku frá Bosníu
sem er orðin að tákni fyrir þjáningar
Sarajevo.
Irma Hadzimuratovic var flutt
flugleiðis frá Sarajevo í gær til Lund-
úna þar sem hún gekkst undir rann-
sóknir á Great Ormond Street bama-
sjúkrahúsinu.
Kathy Wilkinson bamalæknir
sagðist óttast aö Irma væri komin
með heilahimnubólgu. Irma særðist
m.a. illa á höfði í sprengjuárás Serba
á Sarajevo þann 30. júlí. Elvira, móð-
ir hennar, lést í árásinni.
„Við teljum að alvarlegasta vanda-
málið í augnablikinu sé ígerð, hugs-
anlega heilahimnubólga," sagði
Wilkinson við fréttamenn.
Ramiz, faðir Irmu, og Medina,
þriggja ára systir hennar, komu með
henni á sjúkrahúsið. Wilkinson sagði
að fjölskyldan myndi dvelja á sjúkra-
húsinu sem er þekkt fyrir umönnun
og hjúkmn barna.
Irma hafði verið að veslast upp á
sjúkrahúsi í Sarajevo þar sem ekki
var aðstaða til að bjarga lífi hennar.
Edo Jaganjac, bosniskur læknir
hennar, hafði kallað fréttamenn á
sinn fund til að vekja athygli þeirra
á þjáningum stúlkunnar.
Sameinuðu þjóðimar sögðust ekki
hafa leiðir til að koma baminu burt
frá Sarajevo og Jaganjac hvatti
fjölmiðla til að varpa ljósi á hvernig
skrifræðið kæmi í veg fyrir að fóm-
arlömbum stríðsins yrði bjargað
burt úr borginni.
Viðleitni hans bar árangur. Breska
ríkissfjómin bauð loks fram aðstoö
sína og sendi flugvél eftir stúlkunni.
„Þetta bam var ekki flutt burt af
mannúðarástæðum heldur vegna
þrýstings frá almenningi og fjölmiðl-
um. Það er líklega of seint fyrir þetta
barn,“ sagði Jaganjac, og rödd hans
varaðþvíkominaðbresta. Reuter
Herlæknir á vegum Sameinuðu þjóðanna flytur Irmu litlu yfir á sjúkrabörur fyrir flutninginn til Lundúna í gær. Þar
gengst hún nú undir rannsóknir á frægu barnasjúkrahúsi. Símamynd Reuter
Mikill jarðskjálfli skekur Guam
Mesti skjálfti á jörðinni í 4 ár reið yfir Kyrrahafseyjuna Guam
síödegis á sunnudaginn. Skjálftinn mældist 8,1 á Richter og olli
umtalsverðum skemmdum. íbúar á Guam eru um 133.000.
Kyrrahaf
A
Heimild: AP
Stephen Conley, USA TODAY
Sá mesti í fjögur ár
Mildi þykir að enginn lét lífið þegar
mesti jarðskjálfti, sem mælst hefur á
jörðinni í fjögur ár, reið yfir Kyrra-
hafseyjuna Guam á sunnudaginn.
Sjálftinn mældist 8,1 á Richters-
kvarða. Jafnan er reiknað með að
flest mannvirki hrynji til grunna í
svo öflugum sjálfta en íbúar á Guam
sluppu með skrekkinn.
Rafmagn fór af og nokkur hús
skemmdust. Nokkrir tugir manna
urðu að leita sér læknishjálpar en
enginn hlaut alvarleg sár. íbúar á
Guam eru um 133 þúsund og þar
hafa Bandaríkjamenn herstöðvar
enda telst eyjan bandarískt land.
Reuter
Bandarískt timarit:
Bush kannski sek-
ur um stríðsglæp
Bandaríska tímaritið Harper’s
Magazine skýrði frá því í gær að í
skjali frá þvi í heimsstyrjöldinni
síðari væri vísbending um aö Ge-
orge Bush, fyrrum Bandaríkjafor-
seti, hefði hugsanlega gerst sekur
um stríösglæp þegar hann var
sprengjuflugmaður og að banda-
rískir fiölmiðlar heföu ekki viljað
segja frá tilvist skjalsins á meðan
á kosningabaráttunni um forseta-
embættið stóö í fyrra.
Skjal þetta, sem áður var leyni-
legt, segir frá því þegar flugvélar
úr bandaríska sjóhernum, þar á
meðal flugvél Bush, sökktu jap-
önskum togara í vopnaflutningum
í Suður-Kyrrahafmu.
Eftir að togarinn sökk, segir enn-
fremur 1 skjalinu, skutu flugvél-
arnar úr vélbyssum sínum á björg-
unarbátana. Harper’s segir að slíkt
brjóti í bága viö alþjóöalög.
Talsmaður Bush sagði aö forset-
inn fyrrverandi mundi ekki tjá sig
um fréttina.
En í einni áður birtri frásögn af
atburðinum segir að það hafi verið
orrustuvélar sjóhersins sem fylgdu
sprengjuvélunum sem hafi skotið á
George Bush. Simamynd Reuter
björgunarbátana, ekki sprengju-
vélamar. Einnig hefur verið leitt
getum að því aö flugvélamar hafi
verið að svara skothríð úr björgun-
arbátunum.
Harper’s segir aö tímaritin
Newsweek og US News and World
Report og dagblaöið Los Angeles
Times hafi öll haft aðgang aö skjal-
inu í kosningabaráttunni þegar
Bush talaöi mikið um að Bill Clint-
on hefði ekki gegnt herþjónustu í
Víetnam. Reuter