Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 29 tón!i0t: veis -án Sinnead O'C Þann 16. október í fyrra voru haldnir miklir tónleikar i Madison Square Garden í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá því Bob Dylan sendi frá sér sína fyrstu plötu. Á tónleik- unum kom fram mikill fjöldi heims- þekktra tónlistarmanna og voru gömul brýni á borð við Eric Clapton, George Harrison, Stevie Wonder, Neil Young og Lou Reed í þeim hópi. Tónleikamir hafa nú verið gefnir út á tveimur diskum sem innihalda tuttugu og níu af þekktustu lögum Bobs Dylan og verður að telja send- inguna með þeim merkari í safn/- tónleikaplötugeiranum á þessu ári. Tónleikarnir í Madison Square Garden komust í heimsfréttirnar í október í fyrra vegna þeirrar útreið- ar sem Sinnead O’Connor hin írska fékk hjá þeim tæplega tuttugu þús- und áhorfendum sem fylltu tónleika- höllina. Skömmu fyrir afmælistónleika Dylans hafði Sinnead O’Connor nefnilega hneykslað heimsbyggðina þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa í beinni sjónvarpsútsend- ingu í Bandaríkjunum um leið og hún lét niðrandi orð um páfagarð falla. Með uppákomunni vildi söng- konan m.a. mótmæla stefnu Vatí- kansins í getnaðárvarna- og fóstur- eyðingarmálum. Aðferðin sem hún notaði þótti hins vegar ósmekkleg. Annað atvik átti sér stað nokkrum dögum síðar sem ekki varð Sinnead O’Connor til álitsauka í augum Bandaríkjamanna. Hún hafði nefni- Lögin af nýju plötunni voru tekin upp á tónleikum Bobs Dylan í Madison Square Garden í október sl. viKunnar lega neitað að koma fram í sjón- varpsþætti þar sem bandaríski þjóð- söngurinn var leikinn. Áhorfendur í Madison Square Garden kunnu söngkonunni litlar þakkir fyrir þessa framkomu. Þegar hún gekk fram á sviðið og ætlaði að syngja Dylanlagið I Believe in You bauluðu þúsundirhar eins spældar beljur á beit. Sinnead brást ókvæða við viðtökunum, kastaði stríðshansk- anum og söng allsérstæða útgáfu af laginu War eftir Dylan og gekk síðan grátandi af sviðinu. Afmælisbarnið mætti of seint Þessa sögulegu uppákomu er ekki að fmna á nýju plötunni. Þvert á móti býður hún upp á frábæra stemmn- ingu þar sem gamlir vinir og sam- starfsmenn meistara Dylans fara á kostum í mörgum af hans bestu verk- um. John Mellencamp opnar meö frísklegum flutningi á laginu Like a Rolling Stone, Stevie Wonder gerir andstreymisbragnum Blowin in the Wind skemmtileg skil og írskur vinkill á When the Ships Comes in í ílutningi Clancy Brothers og Robbie O’Connel er vel heppnaður. Af öðr- um lögum sem vekja athygli er All Along the Watohtower með Neil Young, Dont Think Twice, Its All Right í flutningi Erics Claptons, Mr. Tamborine Man með Roger Mc- . Guinn og Knockin On Heavens Door þar sem allir listamennirnir sem heiðruöu Dylan með nærveru sinni syngja saman. Veislan nær þó hámarki þegar afmælisbamið sjálft stígur á stokk og flytur lögin It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding) og Girl of the North Country. Skáldinu frá Minnesota, sem hafði meiri áhrif á þankagang hippakyn- slóðarinnar en flestir aðrir, var hald- in glæsilegri veisla en flestir kollegar hans geta vænst þetta októberkvöld í Madison Square Garden. Gallinn var bara að sá að Bob Dylan var ekki í húsinu lungann úr kvöldinu. Hann mætti á staðinn aðeins 10 mínútum áður en hann steig sjálfur á svið. Framkoma sem sýnir Dylan dynt- óttan og óútreiknanlegan eins og alltaf á 30 ára ferli. -SMS Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár spum- ingar um'tónlist. Fimm vinnings- hafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn So I Married an Axe Murderer sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningarnar: 1. í síðustú viku kom út ný plata með söngkonunni Mariah Carey sem á lag á íslenska listanum. Hvað hafa komið út margar plötur með söngkonunni? 2. Hvað heitir platan sem 2 Un- limited gaf út í vor? Nýja platan frá Billy Joel he'rtir River Of Dreams. 3. Úrhvaðakvikmynderlagiðmeð Red Hot Chili Peppers sem er i 19. sæti íslenska listans.? Rétt svör sendist DV fyrir 9. september, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 9. september og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV16. september. Hér eru svo rétt svör við get- rauninni sem birtist 19. ágúst: 1. River Of Dreams. 2. Fimm. 3. Tryllt, Ég vil fá að lifa lengur og Uss, Uss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Tónlist (02.09.1993)
https://timarit.is/issue/194920

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Tónlist (02.09.1993)

Aðgerðir: