Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 30 t@nlist ► ? Ævintýri í Kaplakrika -stórtónleikarfimm íslenskra hljómsveita Þann 10. september verða haldnir fyrstu og væntanlega einu stórtón- leikar ársins þar sem eingöngu ís- lenskarhljómsveitir komafram. Tón- leikamir bera yfirskriftina Ævintýri í Kaplakrika en á þeim koma fram hljómsveitimar SS Sól og Todmobile sem verða aðalnúmerin en að auki verða í krikanum Jet Black Joe, Bone China og Pís of keik. Hugmyndin að Ævintýri í Kapla- krika varð til á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum um verslunarmanna- helgina en þar spiluðu SS Sól og Todmobile við góðan orðstír. í fyrra voru haldnir tvennir stórtónleikar með íslenskum hljómsveitum, Bíó- rokk í Höllinni og Coca Cola rokkið í skemmu Vífiifells og heppnuðust hvorir tveggja mjög vel. Þaö bendir því flest til aö grundvöllur sé fyrir stórtónleikum islenskra sveita og ætla fyrrnefnd bönd að láta á það reyna á fóstudaginn eftir viku. Frostbite -The Second Coming: ★ ★ ★ Eftir nokkra yfirlegu kom í ljós aö platan er stútfuU af göldrum Hilmars Amar sem heílabúið ánetjast hægt en örugglega. -SMS Deep Purple-The Battle Rages On: ~ ★★★■<, Besta plata Deep Purple í mörg ár. Jafnvel sú besta síðan veldi hljóm- sveitarinnar reis sem hæst á árunum 1970-73. -ÁT Jamiroquai - Emergency On Planet Earth: ★ ★ ★ Allt afskaplega vel gert og kannski er það liðin tið að menn geti fitjað upp á einhverjum nýjungum í þessari tónlist. -SÞS Björk — Debut: ★ ★ ★ ★ Án efa það persónulegasta sem frá höfundinum hefur komið. Debut er einstök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS Ýmsir - íslensk tónlist 1993: ★ ★ ★ Platan gefur þokkalega raunsanna mynd af því sem er að gerast í íslenskri tónlist á því herrans ári 1993. -SÞS U2-Z00R0PA ★ ★ ★ i* í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyghsverðari. -SMS Rokkabillýband Reykjavíkur - Læf: ★ ★ ★ Bandið er i heild vel spUandi og tekur sig greinUega ekki of hátíðlega enda fer • það langt á leikgleðinni. -SMS Tears for Fears -Elemental: ★ ★ ★ Lögin eru grípandi og útsetningar margar hveijar frábærar. SannkaUað gæðapopp. SMS „Það hefur sýnt sig bæði á plötu- sölu og aðsókn á tónleika að íslenskt rokk nýtur vinsælda," segir Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitar- innar SS Sól, í samtali við DV. „Skól- ar landsins eru að hefja starfsemi eftir sumarfrí og krakkamir að hitt- ast eftir frí og okkur fannst því viðeigandi ,að halda þeim tónlistar- veislu. Við vildum bjóða upp á sem mesta fjölbreytni og fannst þessar fimm hljómsveitir sýna vel þá fjöl- breytni sem íslensk popptónlist hefur upp á að bjóða um þessar mundir.“ Punkturinn aftan við sumarið í tilefni tónleikanna fóru Tod- mobile og SS Sól í hljóðver 19. og 20. ágúst til að hljóðrita einkennislag tónleikanna. Fyrir valinu varð gamli blómabragurinn Ævintýri með sam- nefndri hljómsveit frá árinu 1971. Upptaka og hljóðblöndun tók rúman sólarhr ing en böndunum tveimur var stillt upp í fullum herskrúða í hljóð- ver inu og notuð tvö trommusett, tveir bassar og tveir gítarar. Afraksturinn >>±*< ►T Josefin Nilsson - Shapes: ★ ★ ★ Abba Ijóslifandi komin Margm’ gamall Abba-aðdáandi hefur eflaust velt því fyrir sér hvemig sú ágæta sveit myndi hljóma væri hún enn starfandi. Auðvitað er ómögulegt að segja nákvæmlega til um það en ég er ekki frá því að hún myndi hljóma eitthvað svipað og Josefin Nilsson gerir á plötu sinni Shapes. Og af hveiju? Jú, skýringin er einfaldlega sú að þeir Abba-bræður Björn Ulváus og Benny Anderson semja öfl lög plötunnar ög Benny sér um útsetningar og upptökustjóm. Og hefur eitthvað breyst hjá þeim Abba-bræðrum? Nei, ekki er það merkjanlegt. Þeir leika sér að því enn sem fyrr að semja hverja melódíuna annarri faflegri og útsetningamar em sérlega vandaðar og hóflega íburðarmiklar Todmobile og SS Sól verða aðalhljómsveitimar sem koma fram á tónleikunum i Kaplakrika þann 10. september. má heyra á öldum ljósvakans þessa dagana. Helgi segir tónleikana í Kaplakrika lokahnykkinn á sumarvertíðinni hjá SS Sólog JetBlack Joeensíðamefnda hljómsveitin spilar líklega ekki oftar opinberlega á þessu ári. SS Sól og Jet Black Joe skreyta sig með kvenfólki á tónleikunum. Ingibjörg Stefánsdótt- ir treður upp með Sólinni og Sigríður Guðnadóttir mun syngja lagið Free- dom með Jet Black Joe. Jet Black Joe ku vera á leiðinni í hljóðver þar sem ný plata verður hljóðrituð en SS Sól fetar nýja slóð fyrir þessi jól því hljómsveitin ætlar að senda frá sér 80-100 mínútna heimildarmynd um sjálfa sig sem byggð verður á myndböndum sveit- arinnar, upptökum af tónleikum og viðtölum. Einnig verða í myndinni 2-3 ný lög, að sögn Helga Bj ömssonar. Auk SS Sól og Jet Black Joe vinnur Todmobile að nýrri plötu þessar vikumar en hljómsveitin mun fara í tónleikaferð um landið í nóvember. Það er því aldrei að vita nema ný lög hljómi i eyrum tónleikagesta sem taka þátt í ævintýrinu í Kaplakrika. - MS eins og áður fyrr. Og samstarfs- mennimir em líka þeir sömu og áður og má þar nefha þá Per Lindvall trommuleikara og Rutger Gunnarsson bassaleikara. Gamla Abba-gengið er sem sagt samankomið á ný á þessari plötu og það eina sem á vantar era söngkon- umar Ann-Frid Lyngstad og Agnetha Faltskog. Það mætti reynd- ar alveg ímynda sér að Agnetha syngi á plötunni því rödd Josefin Nilsson hljómar líkt og rödd hennar. Eitt laganna á þessari plötu, High Hopes And Heartaches, hefur fengið nokkra spilun á útvarpsstöðvum hérlendis en fyrir gamla Abba- aðdáendur skal upplýst að þetta er ekki eini smellurinn á plötunni. Hún er fufl af „gömlum" Abba- lögum og þvi ómissandi i Abba- safnið. Sigurður Þór Salvarsson UB 40 - Promises and Lies: ★ ★ 'k Söluvænt reggy Breska reggýsveitin UB 40 hefur á sl. árum fest reggýtónlistina betur í sessi á Vesturlöndum en flestar aðrar sveitir í þessum geira. Síðustu ár hefur flest það sem sveitin hefur snert á orðið að gulli. Svo er einnig um nýjustu plötu oktettsins en hún kaflast Promises and Lies. Platan sjálf rauk á toppinn í Bretlandi og útgáfa hljómsveitarinnar á laginu Cant Help Falling in Love hefur slegið í gegn um aflan heim. Þeir eru því í annarri aðstöðu í dag piltamir í hljómsveitinni en þeir voru árið 1977 þegar UB 40 var stofnuð. Þá vom meðlimimir atvinnulausir og blánkir en nafh hljómsveitarinnar er einmitt tilvísun í titil eyðublaðs sem atvinnulausir þurftu að fylla út til að fá bætur. Þessar breyttu aðsjæður heyrast einnig í tónlistinni. Á fyrstu árunum voru textar UB 40 beittir og reggýið feitara. Þá vom Ali Campefl og félagar í andstöðu við samfélagið sem hafði hafnað þeim. Þeir vom ungir reiðir, kraftmiklir og skapandi. Með mikilli velgengni hefur tónlistin orðið léttari og aðgengilegri en um leið hefur bandið hægt en ömgglega fjarlægst þann kúltúr sem það er sprottið úr. Promises and Lies sýnir þessa hægfara þróun, hún er fufl af diflandi melódíum sem er pakkað inn í aðgengUegan reggý búning. Platan er áheyrUeg en tUþrifalítU. Útgáfa UB 40 á Cant Help FaUing in Love er ágætlega heppnuð. Lagið er í reggý takti og með skemmtUegu brassi sem gerir það að verkum að söngurin gengur í endumýjun lífdaga með stæl. Eitt af mörgum lögum plötunnar sem setjast fast í heUabúið er Its a Long Long Way en það er stendur nær skatónlist en reggýi og tekst hljómsveitinni vel upp á nýjum miðum. Promises and Lies er melódísk og söluvæn smíð sem skUar fáu nýju, nema fleiri aurum í kassann. Snorri Már Skúlason JamesTaylor-Live: ★ ★★■*. Loksins, loksins Þegar hippamenningin reis hvað hæst i Kalifomíu austur fyrir rúmum tveimur áratugum var James Taylor einn helsti gúrúinn í rómantísku, angurværu deUdinni. Lög eins og Sweet Baby James, Fire And Rain, Carolina On My Mind og Youove Got A Friend lyftu nafni hans í hæstu hæðir. AUar götur síðan þá hefur James Taylor verið mikUs metinn tónlistarmaður þó almennu vinsældimar hafi dregist verulega saman. Og furðulegt sem það er hefur Taylor ekki gefið út tónleikaplötu fyrr en nú. Samkvæmt upplýsingum í plötupésa hefur slíkt reyndar staðið tfl i mörg herrans ár og margir tónleikar hljóðritaðir en ekkert orðið af útgáfu vegna þess að Taylor var ekki ánægður með eitt eða annað. Að lokum var ráðist í að skipuleggja sérstaka tónleikaferð með upptökur i huga og þá lagði Taylor blessun sína yfir útkomuna og skyldi engan furða því hér er á ferðinni ein albesta tónleikaplata síðari ára. AUt smeUur hér saman, frábæt tónlist, flutningur og stemning. Taylor og félagar eru í einstöku formi og frábærar móttökur áheyrenda hvetja þá auðheyrUega fil dáða í hverju stórlaginu á fætur öðm. Það er sérstaklega tekið fram í plötupésa að engar viðbótar- upptökur eða endurbætur vora gerðar á tónieikaupptökunum. Tónleikamir era hér ómengaðar, nákvæmlega eins og tónleikagestir heyrðu þá. Söngurinn er sér kapítuli útaf fyrir sig og þegar maður heyri þessa „rosknu“ poppara syngja er ekki laust við að manni finnist söngmennt poppara hafa hrakað mikið síðustu áratugina. Platan er tvöföld ánægja enda veitir ekki af tfl að koma öUum perlum Taylors tU skUa og ef bara era nefnd nokkur þau þekktustu er hér lögin, Sweet Baby James, Handy Man, Youore SmUing Face, SteamroUer Blues, Mexico, Country Road, Fire And Rain, Hoe Sweet It Is, Copperline, Carolina On My Mind og auðvitað Youave Got A Friend. Eins og þeir sem tU Taylors þekkja er obbinn af lögum hans í rólegri kaninum og fyrir vikið er yfirbragð plötunnar í þá áttina en það er leitun að faUegri tónlist. Sigurður Þór Salvarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.