Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1993 A 29 tónli0l Glittir í hljómplötuflóð haustsins: Fjölbreytt útgáfa framundan - plata Bogomils Fonts og milljónamæringanna seldist best í sumar vikunnar Jackson fjölskyldan Ógæfan ríður ekki við einteyming Jackson fjölskyldan hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síð- kastið. Sér1 lagi hefur Michaei verið í vondum málum og ekki er enn séð fyrir endann á þeim hremmingum öllum sem hann erkominn i. Hann getur þó sjálf urh sér urn kennt að vissu leyti því það getur varla talist eðli- !egt ad 35 ár a gainall maðureigi sér apa, smástráká og stút ungskellíngar að hestu vinum og sofí iðulega rned drengina udpi í i úmi hjá sér Janet systir hans hefur líka staðió i ströhhu hátt. Hún varrt fyrir areitni manus sem fekk þá flugiíí höfuóið ad hann væri giftui iienni og var að abbast upp á hana í tíma og ótíma í tilefn; þess. Að endingu var kauði svo gómaður við innbrot á heimili söngkonunnar og fær tyrir vikió ókeypis gistingu bak við lás og slá næstu tvö árin. -SÞS Plötuútgáfan hér á landi lítur út fyrir að verða allfjölbreytt á næstu vikum. Svo að ekki sé minnst á hinn hefðbundna útgáfutíma fyrir jólin. Fjölmargir tónlistarmenn hafa verið önnum kafnir í hijóðverum við söng og leik undanfarnar vikur og veröa áfram fram í október eða jafnvel lengur. Enn er ekki fulifrágengið hjá öll- um útgefendum hvaða plötur verða á hinum eiginlega jólamarkaði. Til hans teljast þær sem koma út síðustu vikumar í október svo og í nóvember og náttúrlega desember. En miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja virðist tónlistardeild Japis verða atkvæðamest í útgáfunni á næstu vikum og mánuðum. Raunar er nýkomin út plata hjá Japis. Hún er með Kamillu Söder- berg og Bachsveitinni í Skáiholti. Á næstunni kemur út plata með ung- um Akumesingi, Orra Haröarsyni. Platan heitir Drög aö heimkomu og hefur að geyma frumsamda tónlist. Ámi Johnsen alþingismaöur rýfur langa þögn á tónlistarsviðinu áður en langt um líður. Þá kemur út plata hans Vinir og kunningjar. Á henni er efni úr ýmsum áttmn, íslensk lög og erlend við ljóð og texta Indriða G. Þorsteinssonar, Halldórs Laxness, Ása í Bæ, Lofts Guðmundsson og fleiri mætra manna. í lok september eða októberbyijun kemur út plata með djasskvintett Sigurðar Flosasonar. í honum eru Pétur Östlund og þrír aðrir norrænir djassistar. Á plötunni er leikin tón- list eftir Sigurð. Þá er á næstunni von á plötu sem gefm er út í tilefni 75 ára afmælis Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara. Verið er að ganga frá samningum um fleiri plötur hjá Japis um þessar mundir og má alit eins búast við að að minnsta kosti tiu plötur til viðbótar komi út á vegum fyrirtækisins á þessu ári. A vegum Smekkleysu er þessa dagana að koma út smágeisli með Björk. Venus As A Boy er aðallagið. Um tvær gerðir smágeislans er að ræða. Annar kemur út í ótakmörkuðu m Margir bíða þess eflaust spenntir að sjá hvaða lög veljast á safn bestu laga Megasar. upplagi. Hinn er eins konar safn- gripur og berast af honum aðeins um tvö hundruð eintök hingað til lands. Á honum er að finna tvö lög sem ekki verða gefin út annars staðar. Annað var tekið upp með hörpuleikaranum Corki Hale sem leikur með í einu lagi á Debut plötunni. Hitt lagið er Stígðu mig eftir Guðlaug Óttarsson við texta Þórs Eldons. Á næstu dögum sendir Smekk- leysa frá sér plötuna Rokk I Reykja- vík í samvinnu við Hugrenning. Hún verður gefin út á tveimur geisla- plötum. Þá eru væntanlegar á næst- unni Þeysplatan Mjötviður mær og Ekki enn með Purrki pilinikk. Vonir standa til að á Mjötviðnum verði sérstakar hljóöblandanir laganna Rúdolf og Killer Boogie sem voru unnar fyrir Bandaríkjamarkað og hafðar á safnplötunni Geyser sem Enigma gaf út fyrir nokkrum árum. Frá Skífunni koma níu íslenskir titlar út í október. Má þar nefna nýjar plötur með Bubba Morthens og hljómsveitinni Ný dönsk. Endur- útgefm verður plata Björgvins Hall- dórssonar og Ragnhildar Gísla- dóttur, Dagar og nætur. Þá eru væntanleg söfn bestu laga með Stuð- mönnum annars vegar og Megasi hins vegar. Þá gefur Skífan einnig út nokkrar safnplötur. Tvær safnplötur koma út hjá Spori síðar í þessum mánuði. Önnur nefn- ist Grensan og hefur að geyma valin rokklög, þar á meðal nokkur með íslensku hljómsveitunum Bone China og Dos Pilas. Þá verða á plötunni lög meö Rage Against The Machine, Alice In Chains, Soul Asylum, Spin Doctors og fleirum. Hin platan er Álgjört möst og þar verður blanda innlendra og erlendra laga. Spor sendir frá sér um það bil fimmtán safnplötur tii viðbótar fyrir jólin. Þá er von á nýjum plötum með Jet Black Joe, Pís of keik, Todmobile og Mezzoforte. Salan í sumar Sala hljómplatna gekk allvel I sumar að sögn talsmanna útgefenda og var nokkuð svipuð og imdanfarin sumur. Engar plötur náðu þó metsölu á borð við Garg iheð Sálinni hans Jóns míns í fyrra og fyrri plötu GCD í hittifyrra. Söluhæsta plata sumarsins er Ekki þessi leiðindi með Bogomil Font og milljónamæringunum. Hún náði gullplötumarkinu, fimm þúsund eintökum, fyrir nokkru. Þá vonast Smekkleysumenn til að Debut með Björk nái sömuleiðis gullsölu áður en söngkonan kemur hingað til lands í stutta heimsókn á næstunni. Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun ffá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Aö þessu sinni er það geisladiskurinn 2 Unlimited - No Limits sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingarnar: 1. í 34. sæti íslenska listans er lagið No More Tears í flutningi KD Lang og Andy Bell. í hvaða hijómsveit er Andy Bell? 2. í 40. sæti listans er lagið Runaway Train með hljómsveitinni Soul Asylum. Spurt er: Hvað heitir nýjasta plata sveitarinnar? 3. í 39. sæti listans er Terence Trent D’Arby með lagið Delicate. Spurt er: Hvað hefur hann gert margar sólóplötur? Rétt svör sendist DV fyrir 16. september, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 16. september og rétt smr verða birt í tónlistarblaði DV 23. september. Hér em svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 26. ágúst: 1. Two Princes. 2. Neskaupstaður. 3. Erotica. Lagið Rain er á plötunni Erotica með Madonhu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.