Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1993, Blaðsíða 4
I l@nlist FIMMTUDAGDH 9. SEPTEMBER 1993 - 4 Non Blondes: Jarðskjálfti stöðvaði & fyrstu æfinguna Þú vissir það kannski ekki en 4 Non Blondes, hljómsveitin sem á eitt vinsaelasta lag sumarsms hérlendis, What’s Up, er skipuð þremur stúlkum og einum karlmanni. Náttúröflin gerðu sitt til að hindra að hún kæmist á legg. Hljómsveitin ber nafn með rentu, það er ekki ljóst hár að finna á liösmönnum hennar. Hljómsveitin er bandarísk en ekki bresk, hún hefur fengið miklu betri viötökur í Bret- landi en heima hjá sér enn sem komið er. Reyndar er nokkuö síðan 4 Non Blondes vakti athygli á heimaslóðum sínum í San Fransisco, blaðið The San Fransisco Bay Guardian valdi sveitina bestu nýliða ársins í fyrra og platan Bigger, Better, Faster, More! var líka valin besta byrjendaverk ársins. Platan er nefnilega meira en ársgömul. Svona eru vegir vinsaeld- anna órannsakanlegir og þyrnum stráðir oft á tíðum. með brotið viðbein. Á spítalanum tekst henni að yfir- vinna eiturlyfjafíknina og hugsa sinn gang. Hún ákveður að halda til San Fransisco og byrja nýtt líf. Þar upp- götvar hún að við slysið hefur rödd hennar heldur betur breyst og í framhaldi af þvi fer Perry að troða upp með gítarinn sinn. Þjóðlaga- tónlist, blús og annað í þeim dúr höfð- aði fljótt til hennar og hefur veriö grunnurinn í því sem hún hefur gert á sviði tónlistar síðan. sitja á bekk í almenningsgarði í San Fransisco og fram hjá þeim gengur vísitölufjölskylda, sem samanstend- ur af ljóðshærðum dreng á að giska sex ára og foreldrum hans báðum ljóshærðum. Drengurinn sér pitsu- sneið liggja á nærliggjandi bekk og ætlar að taka hana upp. Móðir hans bannar honum það höstuglega og segir pitsuna ábyggilega skituga og lítur um leið á stúlkumar fjórar, ekki alltof vel til hafðar og allar dökk- hærðar. Þar með var nafnið komið. Vísitölufjölskylda gaf nafnið Öflug byrjun Það gekk ekki andskotalaust fyrir sig að koma saman hljómsveitinni 4 IMon Blondes. Frostbite - The Second Coming: ★ ★ ★ Beinbrotið breytti öllu Eftir nokkra yfirlegu kom í ljós að platan er stútfidl af göldrum Hilmars Amar sem heilabúið ánetjast hægt en örugglega. -SMS Deep Purple -The Battle Rages On: Prímusmótor hljómsveitarinnar er söngvarinn og gitarleikarinn Linda Perry. Hún þykir hafa ein- staklega kraftmikla og sérstæða rödd og hefur margsinnis verið líkt við Janis Joplin. Hún ólst upp í Massa- chusetts, átti stormasama æsku, var á kafi í eiturlyfjum og sukki og framtíðin hreint ekki björt. Tónlistin var þó alltaf einhvers staðar nærri og Perry bæði samdi og flutti lög við ýmis tækifæri þó alvaran á bak við það væri engin. Svo gerðist það eitt sinn í vímunni og villunni að hún dettur niður stiga. Fallið er níu metrar en fyrir ein- hverja slembilukku sleppur Perry Smám saman fæðist hugmyndin að stofnun hljómsveitar og þær Christa Hillhouse bassaleikari og Dawn Richardson trommuleikari koma inn í myndina. Þær eru líkt og Perry hvorugar upprunnar í San Fransisco, Hillhouse er frá Oklahoma en Ric- hardson frá Pasadena. Fjórða stúlkan var líka með í spilinu til að byrja með og reyndar kemur núverandi gítar- leikari, Roger Rocha, ekki til sögunn- ar fyrr en eftir að platan Bigger, Better, Faster, More! kom út. Áður en stúlkumar byrja að æfa fyrir alvöru dettur nafn hljómsveit- arinar upp í hendumar á þeim. Þær Þegar hljómsveitin er komin með nafn er ekki eftir neinu að bíða og ákveðið að taka til óspilltra málanna við æfingar. En það ætlar ekki að ganga andskotalaust fyrir sig. Fyrsta æfingin er tímasett 17. október 1989 klukkan sex síðdegis. Klukkan fimm mínútur yfir fimm ríður einhver öflugasti jarðskjálfti siðari ára í Kalifomíu yfir, hús og umferðarbrýr hrynja og allt fer á annan endann. Æfingunni er frestað. Síðan stöðvar ekkert framgöngu 4 Non Blondes; hljómsveitin verður brátt ein vinsælasta hljómsveit San Fransisco, gerir hljómplötusamning við Interscope records, tekur upp plötu og framhaldið veit enginn ennþá. -SÞ Besta plata Deep Purple í mörg ár. Jafnvel sú besta síöan veldi hljóm- sveitarinnar reis sem hæst á árunum 1970-73. -ÁT Jamiroquai Ipl^tugagnrýni ► ▼ 4 - Emergency On Planet Earth: Allt afskaplega vel gert og kannski er það liðin tíð að menn geti fitjað upp á einhverjum nýjungum í þessari tónlist. -SþS Josefin Nilsson - Shapes: ★ ★ ★ GuilfaUegar melódíur í anda hljóm- sveitarinnar Abha, enda eru höfundar laganna engir aðrir en Bjöm Ulvaus og Benny Anderson. -SÞS UB 40 - Promises and Lies: ★ ★★ Frægasta reggýsveit veraldar með afskaplega áheyrilega tónlist en text- amir era ekki eins beittir og áður. -SMS Billy Joel - River Of Dreams: ★ ★ ★ U2- Z00R0PA ★ ★ ★ ★ í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS Virkiíega góður lagasmiður Rokkabillýband Reykjavíkur- Læf: ★ ★★ Bandið er í heild vel spilandi og tekur sig greinilega ekki of hátíðlega enda fer það langt á leikgleðinni. -SMS JamesTaylor- Live: ★ ★ ★ ★ Fyrsta tónleikapiata gamla snillings- ins og jafnframt ein albesta tónleika- plata síöari ára. -SÞS Það er léttara yfir Billy Joel á River Of Dreams en á að minnsta kosti tveimur síðustu plötimum hans. Hann er þó reiður hér og þar en í heildina er hann bara nokkuð brattur. Sennilega eru að baki erfið- ir tímar með endurskoðendum og lögfræðingum. Billy sendir fyrr- verandi fjármálaráðgjafa sínum tóninn í laginu Great Wall Of China. Sá var næstum búinn að gera hann gjaldþrota. Great Wall Of China er raunar eitt af betri lögum plötunnar. Minnir raunar eilítið á gamla Kinksflugu, sennilega All Day And All Of The Night. Úr því að maöur er kominn út í samanburðar- fræðina fer ekki hjá því að Paul Simon komi upp i hugann við að heyra besta lag plötunnar (og besta lag Joels í langan tima) The River Of Dreams. Það viröist vera undir talsverðum áhrifum frá Paul Simon um þaö leyti sem hann var á Suður- Afríkuflippinu og sendi frá sér plötuna Graceland. Önnur lög af River Of Dreams, sem vel má mæla með, eru No Man’s Land og Shades Of Gray. Þegar Billy Joel vandar sig er hann virkilega góður lagasmiður og í þessum fjórum lögum sýnir hann sínar bestu hliðar. En síðan hættir honum einnig til að detta niður í meðalmennsku og jafnvel að endurtaka sig. Lagið Lullabye (Goodnight My Angel) finnst mér ég hafa heyrt á nokkrum eldri plötum hans og töluvert betri. Ásgeir Tómasson Ýmsir flytjendur - Suðurlandsskjálftinn: ★ ★ Hverakippir Plötur eins og þessi eru bráð- naúðsynlegar í fámenninu hér á landi. Þær eru vettvangur tón- listarmanna sem vilja sýna getu sína en fá ekki tækifæri til þess á annan hátt án mikils tilkostnaðar. Sumir eiga erindi við almenning, aðrir ekki. Eigi þeir það ekki eru þeir þó að minnsta kosti ekki búnir að gera sjálfan sig og sína nánustu gjaldþrota með misheppnuðu plötuævintýri. Sunnlenskir rokkarar láta ljós sitt skína á Suðurlandsskjálftanum. Platan er ósköp meðalmennskuleg. Helst að maður leggi eyrun við lögunum Eyes Of A Stranger og Dönsum við nóttina. Þá virðist einnig vera neisti i lögum hljóm- sveitarinnar Piranha. Það sem helst dregur plötuna hins vegar niður er dauðarokk Forgarðs helvítis, dauð- leiðinlegt og dauðans óírumlegt. Þessi stefna náði fótfestu meðal nokkurra hundruða unglinga fyrir tveimur árum eða svo og ég hélt satt bést að segja að hún væri með öllu komin undir græna torfu. Ef Suðurlandsskjálftinn er þver- skurður þess sem um er að vera hjá ungum rokktónlistarmönnum á Suðurlandsundirlendinu um þessar mundir held ég að menn geti bærilega við unað. Þeir valda svo sem engum skjálftum - í mesta lagi hverakippum. Þeir þurfa að taka sér tak í lagasmíðum og útsetn- ingum. Já, og umslagagerð. Umbúðimar um Suðurlandsskjálft- ann eru með því slappara sem hefur sést lengi. Ásgeir Tómasson 4 Non Blondes Bigger, Better, Faster, More: ★ ★ ★ Herslumun inn vantar Fá lög hafa notið jafn gífurlegra vinsælda í Evrópu í sumar en lag 4 Non Blondes, What’s Up. Lagið hefur farið sigurfór um vinsælda- lista álfurmar hvern á fætur öðrum og þar er ísland ekki undanskiliö. Flytjendumir em fjórar bandarískar stúlkur sem kalla sig 4 Non Blondes en þær breytingar hafa orðið á högum þeirra síðan lagið var hljóðritað að ein stúlkan er hætt og karlmaður kominn í hennar stað. Lagið What’s Up getur ekki með nokkurri sanngimi talist dæmigert fyrir 4 Non Blondes, þvert á móti. Htjómsveitin leikur mestanpart frekar hrátt blúsrokk undir áhrif- um frá þjóðlagatónlist og pínulitlu fonki. What’s Up er því nokkuð sér á báti á plötunni þó það stingi ekki beint í stúf við annað efni. Það er hins vegar bjargvættur plötunnar; ekkert annað lag kemst með tæmar þar sem þetta stórgóða lag hefur hælana. Þar er einmitt kominn Akkilesarhæll plötunnar; mjög svo misgóðar lagasmíðar. Sveiflumar em alltof miklar og slöku lögin of mörg til að platan fái ágætiseink- unn. En vissulega er þetta athyglis- verð hljómsveit og þá ekki síst prímusmótorinn, sönkonan og gítarleikarinn Linda Perry. Hún er ein kraftmesta söngkona sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síðust árum og það er ég viss um að margur karlamðurinn væri fullsæmdur af rödd sem þessari. Það er því ekki undarlegt að Perry hefur verið líkt við Janis heitna Joplin. Við skulum þó vona að Perry famist betur en Joplin og þessi fyrsta plata 4 Non Blondes bendir ekki til annars en að framhaldið lofi góðu. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.