Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
29
>WÍ«<
tónliDt:
Páll Oskar í ham
- í tveimur danshljómsveitum og sendirfrá sér diskóplötu í desember
Bogomil Font og Milljónamæring-
amir eru án lítils vafa hljómsveit
ársins á íslandi og plata þeirra, Ekki
þessi leiðindi, selst platna best.
Bogomil hefur nú lagt hatt og hljóð-
nema á hilluna og flogið til heitari
landa. Milljónamæringarnir munu
þó halda áfram að gleðja landann og
í stað snillingsinsfrá Júgóslavíuhafa
þeir fengið söngvarann og útvarps-
manninn Pál Oskar Hjálmtýsson.
Það kemur í hans hlut að fylla það
stóra skarð sem Bogomil Font skilur
eftir sig sem söngvari og andlit
hljómsveitarinnar. Það verður ekki
auðvelt verk.
„Ég tel mig ekki vera að feta í
fótspor Bogomils, það gérir enginn,"
segir Páll Óskar Hjálmtýsson þegar
hann er spurður út i verkefnið.
„Hann er einstakur á sama hátt og
ég. Ég fer ekki í fótin hans og hann
ekki í mín. Við eigum það eitt sam-
eiginlegt að dá þessa gömlu dans-
tónlist og eftir nokkrar vikur að hafa
sungið með sömu hljómsveit."
- Verða áherslubreytingar á tón-
listinni með komu þinni í Milljóna-
mæringana?
„Nei, en ég mun gera mitt til að
hlaða meiri gleði í hljómsveitina og
var þó nóg af henni fýrir. Til þess er-
um við að þessu, að ylja fólki með
gleðitónlist ogfá það táað hugsa með
löppunum. Ég mun einnig reyna að
taka sönginn af meiri alvöru en
Bogomil gerði, með fullri virðingu
fyrir honum.“
Páll Óskar segir það smartan leik
hjá Milljónamæringunum að fá hann
til að taka við af Bogomil því að
samba, rúmba, mambó og djass hæfir
rödd hans vel.
„Það eru greinilega Qeiri á sama
máli því þessa dagana berjast veit-
ingamenn úti um allan bæ um að fá
okkur bókaða þrátt fyrir að hafa
aldrei heyrt mig syngja með band-
inu. Mönnum list vel á uppskriftina,“
segir Páll Óskar.
Elskar hjálpartæki
og notar þau
- Bogomil var þekktur fyrir að
vera vel til hafður, í jakkafotum með
hatt. Kemur til greina að brjóta upp
þá ímynd, t.d. með dragsjóvi sem þú
ert þekktur fyrir?
„Dragið passar ekki á þessum
vettvangi og það hefur ekki komið til
tals að ég noti það með Milljónamær-
ingunum. Hitt er rétt að ég er sjóví-
týpa og elska öll hjálpartæki hvaða
nöfhum sem þau kunna að nefhast.
Búningar eru sterkt leikhúsmeðal og
gott fyrir hljómsveit að eiga ímynd í
gegnum búninga, sbr. Hljómsveit
Svavars Gests, Grýlurnar, svo mað-
ur tali nú ekki um Kiss. Ég hef því
hug á að klæða hljómsveitina upp en
sjálfur mun ég skipta ört um búninga
á tónleikum," segir Páll Óskar.
Hann eyddi lunganum úr sumrinu
í New York þar sem hann vann með
25 manna draghópi sem heitir The
Lunachicks. Páll Óskar segir það
hafa verið holla viðkynningu að
fýlgjast með baráthmni og streðinu
sem fylgir því að koma sér áfram sem
söngvari í milljónaborg. Hann var
valinn úr hópi 50 umsækjenda til að
syngja á næturklúbbnum og ste&ir
á New York þó síðar verði.
Þátttaka Páls Óskars í ævintýrum
Milljónamæringanna er ekki eina
verkefnið sem hann fæst við þessar
vikurnar. Hann er með fleiri jám í
eldinum.
Ekki genginn til
liðs við Ham
„Ég er þessa dagana að vinna að
minni fýrstu sólóplötu ásamt hljóm-
sveitinni Funkstrasse en sú hljóm-
sveit er hliðarfyrirtæki við Ham,“
segir Páll Óskar. „Ég er því starfandi
í tveimur hljómsveitum um þessar
vikunnar
Rod Stewart
Neitar að borga leppana
Gamalt kínverskt spakmæli 1 ý
segirad mennverði ekki ríkiraf '' ,
miklum tekjum heldur litlum 'Ær- ’ w1' 'ii
útgjöldum. Kannski er þetta v’
leyndardómurinn bak vió ríki- W ->aU j#
dæmi Rods Stewart's. í þaó P/i |v ?
minnsta virðist hann skuld- í
seigur í meira lagi blessaður og i
slíkt minnkar jú útgjöldin eins 'iáPs jlJÍfrJ
og íslenskt spakmæli segir: Js
greidd skuld er glatatí fe. fféJE
Vió sögdum frá þvi fyrr í sumar adjlSjM
aó Rod neitaói lengi vel aó /'
borga landslagsarkitekt nokkr- wHlg j
um gardhönnun sem var þó /g
umbedin. Nú er þaó fatahönn- HHHLHHIH^HH
unarreikningur síóan 1988 sem
enn hefur ekki fengist borgaóur. Um er aó ræóa fjórar forláta
silkiskyrtur, jafnmargar silkibuxur auk jakka úr köflóttu efni og
leggur reikningurinn sig á skitnar tvöhundruó þúsund krónur.
Þessa stórupphæð sídan 1988hefurhönnuóunumsemsagtekki
tekist ad innheimta hjá Rod og nú er svo komiö aó hann er
komihn á lista yfirvarhugaveróa vióskiptaaóila hjá alþjóólegum
samtökum skemmtikrafta. -SÞS
DV-mynd GVA
Það er mikið um að vera hjá Páii Óskari Hjálmtýssyni þessa dagana.
mundir. Þær eru ólíkar að því leyti
að með Funkstrasse er ég að fást við
diskótónlist. Danstónlistin tengir því
þessar hljómsveitir saman. Þó ég sé
að spila með strákunum í Ham þá er
ég ekki kominn í þá hljómsveit eins
og margir halda enda langur vegur
frá rokkinu sem Ham spilar yflr í
diskóið. Það var einmitt ást okkar á
diskóinu sem dró okkur saman.
Hugmyndin varð til í New York í
sumar þar sem ég hitti Jóhann
Jóhannsson og Sigurjón Kjartansson
úr Ham. Við þrír semjum tónlistina
á nýju plötuna, efnið verður allt
frumsamið utan hvað við hressum
upp á tvo gamla diskóslagara. Þannig
tökum við ofan fyrir þessu timabili
sem íslenskir tónlistarmenn náðu
aldrei að festa hönd á. Við erum að
gera dansplötu sem byggist á þessu
tímabili, því hreinræktuð diskóplata
verður ekki búin til árið 1993,“ segir
Páll Óskar Hjálmtýsson sem er hlað-
inn störfum þessar vikurnar eða eins
og hann segir sjálfur. „Ég sveiflast
eins og pendúll milli tveggja yndis-
legra verkefha.“
Sólóplatan, sem hefur vinnuheitið
Páll Óskar í ham, kemur út fýrir jólin
en hann mun troða upp með
Milljónamæringunum í fýrsta sinn á
Ömmu Lú þann fyrsta næsta mán-
aðar. Sú uppákoma verður með stæl
eins og annað sem þessi geðþekki
söngvari tekur sér fýrir hendur.
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku verða birtar þrjár spumingar
xrm tónlist. Fimm vinningshafar
hljóta svo geisladisk í verðlaun frá
hljómplötufyrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisla-
diskurinn So I Married an Axe
Murderer - úr kvikmynd - sem er í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýjasta plata hljóm-
sveitarinnar Soul Asylum?
2. Toad the Wet Sprocket sitja í 27.
sæti listans þessa vikuna. Lagið
kemur úr kvikmynd. Spurt er:
Úr hvaða mynd?
3. Frá hvaða landi er dúettinn
Culture Beat?
Rétt svör sendist DV fyrir 23.
september, merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Tónlistin úr kvikmyndinni So I Married An Axe Murderer er verðlaunin að þessu
sinni.
Dregið verður úr réttum lausnum
23. september og rétt svör verða birt
í tónlistarblaði DV 30. september.
Hér eru svo birt rétt svör við
getrauninni sem birtist 26. ágúst:
1. Fjórar.
2. No Limits.
3. So I Married An Axe JVlarderer.
Tónlistargetraun DV og Spors