Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1993, Qupperneq 4
30 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 t@iiiist Uppreisn rokksi - Boo Radleys tefla saman andstæðum á einni bestu plötu ársins Nafn Liverpool á Englandi hefur verið feitletrað á rokkkortinu siðan Bítlamir slógu í gegn fyrir 30 árum. Borgin hefur átt fá blómaskeið í tón- list frá þeim tíma ef undanskilin eru fyrstu ár síðasta áratugar þegar hljómsveitir á borð við Teardrop Explodes, Echo and The Bunnymen og Frankie Goes to Hollywood gerðu það gott. Nú er hins vegar komin fram hljómsveit sem hefur alla burði til að halda nafni Liverpool á lofti sem uppsprettu metnaðarfullrar rokktón- listar um ókomin ár. Hún heitir Boo Radleys og er skipuð Rob Cieka, trommuleikara, Tim Brown, bassa- leikara, Sice, söngvara, og Martin Carr, gítarleikara, sem semur allt efhi hljómsveitarinnar. Boo Radleys var stofhuð árið 1988 en frumburðurinn, EP-platan Ic- habod & I, kom á markað tveimur árum síöar. Hljómsveitin hefur verið á mála hjá þremur óháðum útgáfu- Frostbite - The Second Coming: ★ ★ ★ Eftir nokkra yfirlegu kom í ljós aö platan er stútfull af göldrum Hilmars Amar sem heilabúið ánetjast hægt en örugglega. -SMS Deep Purpie - The Battle Rages On: ★ ★ ★ Besta plata Deep Purple í mörg ár. Jafnvel sú besta síöan veldi hljóm- sveitarinnar reis sem hæst á árunum 1970-73. -ÁT fyrirtækjum það sem af er ferlinum. Hún byrjaði hjá Action! þar sem fyrr nefhd plata var gefm út en færði sig yfir til Rough Trade sem gaf út aðra EP-plötu, Treading Water, eftir að útvarpsmaðurinn kunni, John Peel, hafði hampað sveitinni. Eftir að Rough Trade fór á hausinn hefur hljómsveitin gefið verk sín út á merki Creation. Creation hefur verið á stalli innan óháða geirans en hjá fyrir- tækinu hafa verið nokkrar af at- kvæðamestu indí-hljómsveitum Bret- lands og Bandaríkjanna, eins og Sonic Youth, Throwing Muses, Sugar og Primal Scream. „Creation verður minnst í rokksögunni á svipaðan hátt og Motown,“ segir Martin Carr. „Við erum stoltir yfir því að vera á sam- ningi hjá fyrirtækinu enda verður hljómsveitarinnar minnst sem hluta af þeim aírekum sem Creation hefur unnið í þágu tónlistarinnar. Enginn á eftir að minnast Rough Trade nema ef vera skyldi vegna The Smiths." Risaskref í átt til frægðar Boo Radleys sendu frá sér plötuna Everything’s Allright forever árið 1992 og var henni hampað af gagn- rýnendum sem meistarverki. Á henni framreiddi Boo Radleys tónlist sem bauð upp á ferðalag um hrjóstr- ugt landslag rokksins þar sem skipt- ust á auðfarið sléttlendi og snarbratt ir sækadelískir hljóðmúrarar. Þann- ig er Boo Radleys spennandi áskorun sem vert er að taka. - Okkar vandamál er að fáir hafa heyrt það sem við höfum haft fram að færa,“ segir Martin. - .Margir dæma hljómsveitina án þess að hafa heyrt hana. Sú skoðun breytist hins vegar undantekningalítið þegar menn hafa sest niður og hlustað á Boo Radleys. Við erum ekki erfiðir við- ureignar." Fyrir ári sendi Boo Radleys frá sér EP-plötuna Lazarus en titillagið var valið smáskífa vikunnar í New Musical Express og Melody Maker og reyndar fleiri virtum tónlistar- blöðum. Téð lag er að fmna á nýjustu plötu Boo Radleys, Giant Steps, sem kom út í síðasta mánuði. Þeirri plötu hefur verið líkt við það besta sem gert hefur verið í rokkinu og í samanburði hafa meira að segja hinir ósnert- anlegu Bítlar verið nefndir. í bresku blaði var Giant Steps sögð besta plata síðan REM sendi frá sér Automatic for the People og er vel hægt að fallast á þá skoðun. Giant Steps býður upp á ótrúlega íjölbreytni enda segjast hljómsveit- armeðlimir leggja mikið upp úr því að detta ekki ofan í endurtekningar. Þeir vilja ekki að aðdáendur sínir geti gengið að verkum hljómsveitarinnar sem vísum. Þeir vilja ekki verða endurómun af vísitölubandinu i indí- geiranum, hljómsveit með týpískt indí-sánd. Þess vegna geri hljóm- sveitin uppreisn gegn sjálfri sér á hverri plötu, brjóti upp form og hefð ir og feti nýja refilstigu. The Boo Radleys koma frá Liverpool eins og Bítlamir. Byrjaö með tennisspaða fyrir framan spegil Sice og Martin Carr, sem hafa ver ið vinir frá unga aldri, fara ekki í launkofa með að þeir hafi þráð heimsfrægð frá því að þeir 11 ára gamlir stóðu með tennisspaða fyrir framan spegil heima i Liverpool með tónleikaplötuna The Beatles at The Hollywood Bowl á mesta styrk í stereogræjunum. ímyndunin gekk lengra því þeir léku einnig að þeir væru að stíga út úr flugvél á Kennedy- flugvelli við fögnuð skríkjandi ung- meyja auk þess sem þeir settu á svið blaðaviðtöl. Þá hefur lengi dreymt poppstjömudrauminn og nú er farið að styttast í að hann verði áð vem- leika. Giant Steps er áfangasigur á þeirri leið en platan hefur beint kastljósinu af meiri styrk á hljóm- sveitina en fyrri verk. Sjálfsálitið er líka í lagi eins og það verður að vera þegar menn ætla sér langt. í blaðaviðtali í lok síðasta árs sagði Martin með glott á vör að eftir næstu plötu, þ.e. Giant Steps, gætu menn hætt tónlistariðkun. Full- kommm væri náð og í skólum ætti að kenna stærðfræði, bókmenntir og Boo Radleys. -SMS Billy Joel - River of Dreams: ★ ★ ★ Göðar lagasmíðar Billy Joel’s og það er léttara yfir honum en á tveimur síðustu plötum hans. -ÁT Josefin Nilsson - Shapes: ★ ★ ★ Gulifallegar melódiur í anda hljóm- sveitarinnar Abba enda eru höfundar laganna engir aðrir en Bjöm Ulvaeus og Benny Anderson. -SÞS UB 40 - Promises and Lies: ★ ★ ★ Frægasta reggýsveit veraldar með afskaplega áheyrilega tónlist en text- amir eru ekki eins beittir og áður. -SMS U2-Z00R0PA ★ ★ ★ ★ 1 safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin meö hinum athyglisverðari. -SMS 4 Non Blondes - Bigger, Better, Faster, More: ★ ★★ ' Frekar hrátt blúsrokk undir áhrifum frá þjóðlagatónlist, misgóð lög eftir atvikum. Aðallag plötunnar þó hið afar vinsæla „What’s Up. -SÞS JamesTaylor-Live: ★ ★ ★ ★ Fyrsta tónleikaplata gamla sniilings- ins og jafnframt ein albesta tónleika- plata síðari ára. -SÞS > < ipl’utugagnrýni $ i #;-r i \ . 'Afc OUTSIDE íCHTHE RESWO'yK', Kenny Loggins - Outside; From the Redwoods: ★ ★ Farinn að þreytast Kenny Loggins á að baki langan og viðburðarikan feril sem lista- maður. Hann sló fyrst í gegn upp úr 1970, þá í samstarfi við Jim Messina en eftir að samstarfi þeirra lauk 1976 hefur Loggins róið einn á báti og gert það gott. Listinn yfir öll þau lög sem hann hefur gert vinsæl um dagana er langur en hluti af honum er rakinn á þeirri tónlistarplötu sem hér er til umfjöllunar. Tónlist Loggins hefur alla tíð verið svokallað vesturstrandarrokk með ívafl frá sveitatónlist og sveitarokki. Þrátt fyrir 25 ára feril er ekki annað að heyra en að Loggins sé enn í þokkalegu formi og geti þess vegna haldið áfram í önnur 25 ár til viðbótar. Hins vegar er meiri óvissa um framtíðar- velgengni því að óneitanlega hefur smellunum fækkað undanfarin ár og glæstustu sigramir eru að baki. Þrátt fyrir gömul, vinsæl lög og einvalalið manna með Loggins á þessari plötu er eitthvert slen yfir þessu öltu og ljóst að sumir af gömlu smellunum hafa elst illa. Undantekning frá þessu eru þó lögin What a Fool Believes, þar sem Michael McDonald syngur með, og I Would Do Anything þar sem söngkonan Shanice er með- söngvari. Fleiri lög hljóma alveg ágætlega en lög eins og Your Mama Don’t Dance, Angry Eyes og Footloose hljóma hins vegar þreytt og slitin. Sigurður Þór Salvarsson Ýmsir- Jazzmatazz: Musík- tilraunir Rapptónlist eða hip-hop eins og hún er oftast nefhd er vinsæl meðal ungs fólks en nýtur takmarkaðrar virðingar meðal þeirra eldri. Þeir rapparar, sem hafa orðið hvaö vinsælastir, koma yfirleitt úr fátækum svertingjahverfum og hafa alist upp við slíka tónlist á götunni. Djassinn var einnig hafinn til vegsemdar af sams konar fólki en á allt öðrum tíma. í raun eiga þessar tónlistarstefnur ekkert sameiginlegt nema ef skyldi vera impróviseringar. Ólíklegt að nokkrum skuli detta í hug að reyna að samræma djass og hip-hop. Þetta er samt raunin á Jazzmatazz, þar sem þekktir rapparar hafa fengið til liðs við sig þekkta djassmenn 1 tilraun sem í besta falli er forvitnileg en kemur varla til með að skapa nýjan grunvöll í tónlist- inni. Það er náungi að nafni Guru sem á heiðurinn af Jazzmatazz og hefur hann fengið spámenn i djassinum á borð við Donald Byrd, Branford JAZZMATAZZ Marsalis, Ronny Jordan, Roy Ayres og Cortney Pine, svo einhverjir séu nefndir, til að ljá krafta sína. Þegar hlustað er á Jazzmatazz kemur strax í ljós að djassinn er i ósköp litlum mæli, aðeins notaður til að lyfta undir hip-hoppið, daufur ómur undir textabulli sem er ákaflega leiðigjamt. Það er helst i síðasta lagi plötunnar, Sights in the City, að Courtney Pine fær að sýna hvað í honum býr, að öðru leyti er Jazzmatazz htið frábrugðin öðrrnn hip-hop plötum en verður að teljast metnaðarfyllri en flest annað úr þessum tónlistargeira. Hilmar Karlsson A-ha - Memorial Beach: ★ ★ ★ Vanmetnir Norðmenn Lítið hefur farið fyrir norska popptríóinu A-ha á undanfömum árum þrátt fyrir að hljómsveitin hafi sent frá sér ágætar plötur. Hljómsveitm hefur ekki náð að fylgja eftir þeim gríðarlegu vinsældum sem hún náði með plötunum Hunting High and Low og Scoundral Days sem komu út um miðjan síðasta áratug. Á þeim sýndi A-ha hvemig á að búa til hágæða popptónlist en meðal gagnrýnenda fékk hún ekki það lof sem hún átti skilið og töldu margir sveitina vera að hræra í útþynntmn poppgraut sem er hreinasta bull. Báðar hafa plötumar elst vel og A- ha er á stalli með Pet Shop Boys sem einhveijir farsælustu poppsmiðir 9. áratugarins. Nýjasta plata A-ha, Memorial Beach, sýnir sveitina á þyngri nótum en oftast áður. Lögin eru flest með rólegu yfirbragði og Paal Waaktaar sýnir eins og fyrri daginn að hann er meistari melódíunnar. A-ha er enn sama poppsveitin og fyrr en er góðu heilli í stöðugri þróun. Þannig má á Memorial Beach heyra U2 áhrif i laginu Angel in the Snow og andi Jimi Hendrix svífur yfir vötnum í Lie down in Darkness. Æ : #®iÖÍ w'W' ■& Margir líta niður á létta popptónlist. Slík gagnrýni á vissulega rétt á sér í mörgum tilfellum en fyrir vikið vill brenna við að geirinn allur sé stimplaður. Staðreyndin er sú að lagasmíðar A- ha em í ljósárafjarlægð frá drasjinu sem óvandaðar poppsveitir senda á ruslahauga meðalmennskunnar. Memorial Beach hefur að bjóða vandaða, metnaöarfulla og huggulega kertaljósatónlist sem óhætt er að mæla með. Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.