Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993
23
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Sími11384
Þrælsekur ★ '/>
Enn ein réttarhaldaspennumyndin. I
þetta sinn með hvorki nógu skemmti-
legum persónum eða frumlegri sögu
til þess að skara fram úr. -ge
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Jurassic Park ★★★ I4
Jurassic Park er sérstaklega vel gerð
kvikmynd og um leið spennandi.
Steven Spielberg hefur ásamt tækni-
mönnum sínum skapað einstaka
kvikmynd fyrir augað og önnur skyn-
færi. -HK
Ekkjuklúbburinn ★★★l/2
Bráðfyndin, hrífandi og vel gerð
mynd um hvernig miðaldra ekkjum
tekstaðfótasig í lífinu. -GB
HÁSKÓLABÍÓ
Simi 22140
Rauði lampinn ★★★'/.
Dramatísk en um leið falleg kvikmynd
um fjórar eiginkonur aðalsmanns í
Kína fyrr á öldinni og baráttu þeirra
til að halda athygli hans. Besta kvik-
mynd Zhang Yimou til þessa. -HK
Sliver ★
Hvorki spennandi né sexí þótt Shar-
on Stone klæði sig oft úr og stynji
mikið. -GB
Skuggar og þoka ★★
Woody Allen á enn einu einkaflipp-
inu með sögu í anda Kafka og svart-
hvita sviðsetningu í anda gömlu
myndanna. Ekki merkilegt en dálítið
skemmtilegt. -GE
Jurassic Park ★★★',/
Jurassic Park er sérstaklega vel gerð
kvikmynd og um leið spennandi. Ste-
ven Spielberg hefur ásamt tækni-
mönnum sinum skapað einstaka
kvikmynd fyrir augað og önnur skyn-
færi. -HK
Eldur á himni ★'/2
„Sönn saga" sem leggur áherslu á
hversdagslegu hliðarnar á mannrán-
um geimvera og tekst að gera hið
ótrúlega frekar leiðigjarnt. -GE
Við árbakkann ★★
Kraftlítil túlkun á frægum rituðum
endurminningum bókmenntakenn-
ara. Redford fer svo fínlega í hlutina
að hann nær ekki föstu taki á lifs-
speki eða tilfinningaspili sögunnar.
-GE
Ósiðlegt tilboð ★★
Adrian Lynevekuruppspurningu um
siðgæði og peninga í vel skrifuðu
handriti en of hægri kvikmynd sem
næraldrei almennilegu flugi. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Dauðasveitin
Þessi mynd um löggur, sem beita
vafasömum aðferðum, er móðgun
við heilbrigða skynsemi. Núll. -GB
Helgarfrí með Bernie ★★
Líkið stelur aftur senunni frá þeim
sem eru lifandi með tilheyrandi farsa-
látum og almennu virðingarleysi. -GE
REGNBOGINN
Simi19000
Red Rock West ★★'/
Lunkin og spennandi mynd um
mann sem tekinn er fyrir leigumorð-
ingja. Úr smiðju Sigurjóns Sighvats-
sonar. -GB
Þríhyrningurinn ★★★!/
Lofsverð mynd sem jafnhendir kímni,
rómantik og drama og fipast aldrei.
Innsætt handrit er bakkað upp af yfir-
vegaðri leikstjórn og hreint frábærum
leik. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
í skotlínu ★★'/2
Clint nýtur sín vel í gáfulegum trylli,
sem heldur sig við formúlusöguþráð
en lyftir honum upp með þvi að
leggja áherslu á innviði leyniþjón-
ustunnar og, viti menn, aldur stjörn-
unnar. -GE
Á ystu nöf ★★★
Hrikalega fallegar loftmyndatökur og
nokkur snilldarleg áhættuatriði bæta
glæsilega fyrir formúluspennusögu.
-GE
Síðasta hasarmyndahetjan ★★
Schwarzenegger gerir grín að harð-
hausaferlinum og sjálfum sér. Sniðug
hugmynd með góðum húmor og
hasar inn á milli en handritið er ótta-
legt hnoð og heldur ekki dampi i.
seinni hlutanum. -GE
Þeir hafa ástæðu til þess að fagna þessa dagana leikmenn Akranessliðsins í knattspyrnu. Þeir hafa unnið glæsta
sigra á knattspyrnuvellinum síðustu vikur og á morgun verður enn ein gleðistundin. Þá fá drengirnir „gulu og
glöðu“ íslandsbikarinn afhentan á heimavelli sínum, eftir leikinn við Keflvíkinga. DV-mynd Brynjar Gauti
íslandsmótið í knattspymu um helgina:
íslandsbikarinn á
loft á Skipaskaga
- er næstsíðasta umferö Getraunadeildarinnar verður leikin
Akurnesingar hafa þegar tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn í knatt-
spymu þótt tvær umferðir séu enn
eftir af keppni í Getraunadeildinni.
Um helgina verður næstsíðasta um-
ferðin leikin og taka Skagamenn á
móti Keflvíkingum á heimavelli sín-
um á Skipaskaga. í leikslok verður
þeim „gulu og glöðu" afhentur ís-
landsbikarinn. Leikurinn hefst kl. 14,
en þeim sem ekki komast á völiinn
er bent á að leikurinn verður sýndur
í beinni útsendingu í ríkissjónvarp-
inu.
Þótt baráttan á toppi deildarinnar
sé afstaðin með sigri ÍA og FH hafi
náð öðru sætinu og sæti í Evrópu-
keppni er enn mikil spenna á botni
deUdarinnar. Fræðilega geta fjögur
lið enn falhð, Þór, Fylkir, ÍBV og
Víkingur.
Líkurnar á að Þór falli eru hverf-
andi þar sem Uðið hefur mun hag-
stæðari markatölu en Fylkir og ÍBV.
Þórsarar eiga að leika gegn Val í dag
norðan heiða kl. 14.
Kl. 16 eru tveir leikir á dagskrá sem
báðir skipta mjög miklu máh í faU-
baráttunni. Fylkismenn taka á móti
Fram á FylkisvelU en þessum leik
var seinkað vegna leiks Eyjamanna
og Víkinga á ValbjarnarvelU sem fer
fram kl. 16. Tapi Víkingar stigi eru
þeir faUnir og ef Fylkir tapar fyrir
Fram verður hreinn úrsUtaleikur
um hitt faUsætið í 18. umferð milU
ÍBV og Fylkis.
Á sunnudag lýkur 17. umferð með
leik KR og FH á KR-veUi kl. 16.
Stjamaníl.deild?
12. deUdinni er aðeins einni spum-
ingu ósvarað. Fylgir Stjarnan
Breiðabliki upp í 1. deUd eða verða
það Leiftursmenn frá Ólafsfirði?
Tindastóll og BÍ eru þegar falUn í 3.
deUd.
í dag kl. 14 hefjast aUir leikirnir í
18. og síðustu umferð deildarinnar.
Þá taka Reykjavíkur-Þróttarar á
móti Tindastólsmönnum, Grindvík-
ingar fá KA-menn í heimsókn, Leift-
ur sækir meistara BUkanna heim,
Stjaman mætir Þrótti Nes. í
Garðabæ og ÍR-ingar halda vestur á
ísafjörð og leika við BÍ.
Keppni í öðrum deUdum karla og
kvenna er lokið og íslandsmótinu
lýkur laugardaginn 25. september
með 18. umferð Getraunadeildarinn-
ar.
-BL
Heilsað verður upp á fólk i Stekkjarkoti
Útivist:
Gömul Grindavíkurleið
Á sunnudag fer Útivist eftir gam-
alU alfaraleið til Grindavikur, Skips-
stígnum frá Njarðvíkurfitjum að
Hópi. Komið verður viö í Stekkjar-
koti, heilsað upp á fólk þar. Síðan
verður gengið eins og leið lá suður
með sjó að gatnamótum á Njarðvík-
urfitjum. Þaðan verður svo fylgt
sameiginlegri leið tU Hafna og
Grindavíkur að Stapagjá en þar
skiptust leiðir. Síðan verður Skips-
stígurinn genginn að gatnamótum
sunnan LágafeUs og áfram um Kúa-
dal að Hópi. Þar lýkur göngunni á
bæjarstæðinu. Farið verður í ferðina
með rútu frá Umferðarmiðstöðinni
kl. 10.30. Viðkomustaður á Kópa-
vogshálsi, við Ásgarð í Garðabæ og
Sjóminjasafninu í Hafnarfirði.
v
Verða ÍR-ingar
Reykjavíkur-
meistarar
i kvold
Siðasta umferóin á Reykjavík-
urmótinu í handknattleik fer fram
i kvöld í íþróttahúsinu við Austur-
berg. Með sigri eða jafntefli getur
ÍR tryggt sér Reykjavíkurmeístar-
artitilinn.
Fylkir-Ármann.......18.30
ÍR-KR...............19.30
Víkingur-Valur......21.00
KR og Valur
mætast
í körfunni
Þrír leikir eru á dagskrá Reykja-
víkurmótsins í körfuknattleik um
helgina.
Laugardagur
Karlar. ÍR-iS..Seljas. kl. 14
Sunnudagur
Karlar. Valur-KR....kl.20
Konur. Valur-KR...kl.21.30
Leikir Valsfara framá Hlíðarenda.
Golftíðinni
að Ijúka
Keppnistímabili kylfinga lýkur
senn en þeir allra hörðustu leika
fram i fyrstu sjóa. Á morgun er á
dagskrá annað mótið af fimm
mótum sem Keilir heldur til
styrktar A-sveit klúbbsins. Sveit-
in tekur þótt i Evrópukeppní fé-
lagsliða á Spáni. Leikinn verður
höggleikur með og án forgjafar.
Glæsileg verðlaun verða í boði
fyrír fyrstu þrjú sætin en einníg
verða veitt aukaverðlaun fyrir að
vera næstir holu á nokkrum
brautum. Þá eru í boði verðlaun
fyrir besta samanlagðan árangur
úr þremur mótum af fimm og er
það utanlandsferð fyrir tvo. Ræst
verður út kl. 9 og skráning er í
síma 653360.
Hjá Golfklúbbi Suðurnesja
verður Sparisjóðsmót. Á laugar-
dag verður leikið í Grindavík en
á sunnudag I Leirunni.
Ferðir
Ferðafélag íslands:
Jökul-
heimar-
Heljargjá
Ferðafélagið stendur fyrir
ferð í Jökulheima og Helj-
argjá um helgina. Lagtverður
af stað kl. 20 í kvöld. Á morg-
un verður lagt af stað í Þórs-
mörk og gist í Skagfjörðs-
skála um nóttina. Á morgun
verður einnig lagt af stað í
vinnuferð á Þverfellshorn á
Esju. Nánari upplýsingar um
þá ferð eru á skrifstofunni í
Mörkinni 6.
Á sunnudag verður farið í
dagsferð á Hlöðuvelli og
Hlöðufell kl. 9. Borgargang-
an Reynisvatn-Árbærverður
á sunnudag kl. 13. Einnig
verður ferð fyrir alla fjölskyld-
una í Heiðmörk á sunnudag.
Lagt verður af stað frá BSl,
austanmegin, kl. 13 eða
menn koma í Ferðafélagsreit-
inn efst í Heiðmörk á eigin
farartækjum fyrir kl. 13.30.