Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 21 Messur Arbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bessastaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Bragi Friðriksson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.00. Foreldrar hvattir til þátttöku i vetrarstarfinu. Guðsþjónusta kl. 14.00. Athugið breyttan messutíma. Fjölbreytt tónlist. Einsöngur Reynir Guðsteinsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthiasson. Dömkirkjan: Messa kl. 11.00. Guðsþjón- usta fyrir alla fjólskylduna i upphafi barna- starfs. Dómkórinn syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Grimur Grímsson. Organisti Kjart- an Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Frikirkjan i Hafnarfirði: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ás- geirsdóttir. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn i Reykjavík: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00, upphaf barnastarfs i vetur. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sérstaklega beðið fyrir friði og kærleika. Gestir aðstoða i tali og tónum. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Grafarvogssókn: Guðsþjonusta kl. 11 I Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Guðsþjónusta kl. 12.30 í Hjúkrunarheimilinu Eir. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Barnastarfið hefst kl. 11.00. 3-6 ára börn á neðri hæð. 6-10 ára börn og foreldrar I fjölskyldumessu í kirkju- salnum. Föndur og fræðsla. Leikræn tjáning og mikill söngur. Messa kl. 14.00. Altaris- ganga. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Innritun fermingarbarna eftir messu. Þess er óskað að foreldrar fermingarbarna komi til kirkju ásamt börnum sinum. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigur- björnsson. Orgeltónleikar kl. 17.00. Kvöld- messa kl. 20.00 á vegum Reykjavikurpróf- astsdæmis vestra fyrir presta, sóknarnefndir, starfsfólk, sóngfólk og sjálfboðaliða safnaða i prófastsdæminu. Fjölmennum. Fjórir prest- ar og fjöldi leikmanna annast messuna. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organ- isti Hörður Áskelsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 14.00. Altarisganga. Fermdar verða Solveig Lilja Snæbjörnsdóttir og Svava Alfreðsdóttir. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Organisti: Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Tóm- as Sveinsson. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 10.30. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra að lokinni guðsþjónustu. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. Keflavikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. í umsjá Málfríðar Jóhannesdóttur, Ragnars Karlssonar og sr. Sigfúsar Ingva- sonar. Munið skólabilinn og verið með frá byrjun. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Arni Eyjólfsson héraðs- prestur. Organisti Stefán R. Gíslason. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands bisk- ups. Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Bjóllusveit Laugarneskirkju leikur. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könn- unni eftir guðsþjónustu, og kökubasar bjöllusveitar. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórs- son. Messa kl. 14.00. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólason. Safnaðarprest- ur. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Bogl Arnar Finnbogason syngur einsöng. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarnesklrkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Þema ársins, Biblian, verður kynnt. Kirkjugestir taki Bibl- iuna með sér til messu. Bamastarfið hefst á sama tíma. Nýtt barnaefni. Umsjón Eirný Ásgeirsdóttir og Bára Friðriksdóttir. Frjálsi leikhópurinn: Standandi pína nýstárlegt rappverk „Svona verk fer ekki inn i stóru húsin en þetta er nýstárlegt rappverk sem fjallar um haröa lífsbaráttu unglinga í hinni brjáluðu New York- borg. Þaö er harka í þessu leikriti og ýmis endurskoðun á hlutum í þjóðfé- laginu. Umræðan höfðar til unga fólksins og þeirra sem standa á bak viö ungt fólk á íslandi," segir Halldór E. Laxness, leikstjóri Frjálsa leik- hópsins sem frumsýnir á sunnudags- kvöld kl. 20 leikritið Standandi pínu. Verkið er djarft og áleitið, fullt af spennu og svörtum húmor þar sem hvert atriði er spuming um Ííf eða dauða. í leikritinu er tekist á við hnignun sem á sér stað í borgar- umhverfi okkar tíma. Hin gömlu grundvallargildi, eins og fjölskylda, skóli og kirkja, eru hrunin og eftir stendur hálfrústaö hverfi þar sem dópsalar standa í hverju horni. Leikritið gerist í fmmskógi New York-borgar en samt er ekkert erfitt fyrir okkur að nálgast þaö,“ segir Halldór. -em Standandi pina er nýstárlegt rappverk sem fjallar um harða lifsbaráttu unglinga í frumskógi New York. Gallerí Borg: Myndir úr borgarlífinu Listamaðurinn Ásgeir Smári opnar sýningu í Gallerí Borg á morgun kl. 16. Á sýningunni eru um það bil 25 ný málverk. Ásgeir er þekktur fyrir myndir sínar úr borgarlifi Reykja- víkur. í Danmörku, þar sem hann býr, hefur hann haldið áfram að mála og þróa sitt persónulega borg- arlandslag. Sýningin er opin virka daga frá klukkan tólf til sex en frá klukkan tvö til sex um helgar. Handmálað postulín í íspan * Haldin verður sýning á handmál- uðu postulíni og gleri í húsnæði íspan á Smiðjuvegi 7 í Kópavogi. Þetta er nemendasýning þeirra sem stundað hafa námskeið hjá Jónínu Magnúsdóttur, Ninný. Sýningin stendur frá 18. september til 26. sept- ember og er opin frá kl. 14-18. Orð lífsins stofnar kvöldbibl- íuskóla Um þessar mundir er söfnuðurinn Orð lífsins í Reykjavík að fara af stað með kvöldbiblíuskóla. Þessi skóli er settur þannig að kennt verður annað hvert fóstudagskvöld frá kl. 20-23. Biblíuskólinn hefst í kvöld kl. 20 með Jens Garnfeldt frá Kaupmanna- höfn. Jens er forstöðumaður safnað- arins Kobenhavns bibeltrænings- center og skólastjóri bibliuskóla þess safnaðar. Páll Reynisson ásamt verkum sínum. ListasafnASÍ: Svart-hvítar ljósmynd- ir og litljósmyndir Páll Reynisson, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður, opnar sýn- ingu á morgun kl. 14 í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16a. Á sýningunni eru 65 svart-hvítar ljósmyndir og litljósmyndir sem Páll hefur tekið og unnið á undanförnum fjórum árum. Sýningin er opin kl. 14-22 en lokað er á miðvikudögum. Hreyfímyndafélagió: This Is Spinal Tap Hreyfimyndafélagið sýnir í kvöld í Háskólabíói myndina This Is Spinal Tap. Myndin lítur út fyrir að vera heimildarmynd um stór- fræga en eilítið aldurhnigna rokk- hljómsveit en svo er ekki því hljóm- sveitin Spinal Tap var sett saman eingöngu fyrir myndina. Myndin var frumraun Robs Reiner sem í seinni tíð hefur orðið frægur fyrir myndir eins og Stand by Me, Mis- ery og A Few Good Men og leikur Reiner sjálfur í myndinni leikstjóra sem elt hefur bandið í 17 ár og ákveður að gera heimildarmynd áður en yfir lýkur. Leikhús Þjóöleikhúsið Smíðaverkstæðið Ferðalok laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Borgarleikhúsið Stóra svið: Spanskflugan föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 íslenska Óperan: Pé-leikhópurinn Fiskar á þurru landi. laugardag kl. 20.30 Tjarnarbíó: Standandi pína sunnudag kl. 20.00 Leikfélag Akureyrar: Ferðin til Panama Leikfélag Akureyrar frumsýriir á sunnudag í Grímsey barnaleikritið Ferðina til Panama. Þetta er ævin- týrasýning fyrir börn á öllum aldri. Leikritið hefur leikhópur LA unnið upp úr sögum eftir Janosch sem er kunnastur þýskra barnabókahöf- unda um þessar mundir. Hefur frægö hans borist víða, einkum fyrir sög- urnar um htla björninn og tígrisdýr- ið. í leikritinu segir frá því þegar htli björninn finnur í ánni fljótandi kassa sem lyktar uppúr og niðrúr af banön- um. Við nánari skoðun reynist hann vera frá Panama. Hann segir vini sínum, tígrisdýrinu, frá fundi sínum og félagarnir ákveöa að fara þangað. Leikfélag Akureyrar frumsýnir barnaleikritið Ferðina ti! Panama á sunnudag í Grímsey en næstu vikur verða sýningar á öllu Norðurlandi. Kammermúsík: Fyrstu tónleikar í Bústaða- kirkju Fyrstu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins verða í Bústaðakirkju á mánudag kl. 20.30. Flytjendur veröa Sinnhoffer-kvartettinn frá Munchen sem heimsækir Kammermúsík- klúbbinn í áttunda sinn. Hljómsveit- in var stofnuð 1530 og er elsta starf- andi hljómsveit í Þýskalandi. Ingo Sinnhoffer er konsertmeistari hljóm- sveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.