Alþýðublaðið - 31.03.1967, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Qupperneq 13
Sumarið með MONIKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergrmans. HaiTict Andersson Sýnd kl. 9. — Furðufuglinn — Sýnd kl. 7. FJÖLIÐJAN - ISAFIRDI I-----------------1 5EOJRE EINANOlRUmRGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími' 30Í20. Pósthólf 373. Massey Fergusori DRÁTTARVÉLA og GRÖFITFTGENBUR Nú er rétti timinn til afS láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-ví5- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662 ☆ Auglýsið í Alþýðublaðinu SERVÍETTU- PRENTUN SfMt 32-101. —-rri—~*nn"—**—*’~r*............. Framhaldssaga eftir Astrid Estberg ÉG ER SAKLAUS Hann er að koma. Merete leit við. Gráhærður, velklæddur maður kom út um dyr að skrifstofunni og á hæla hans kom maður með brúna tösku. Hann var á að giska þrjátíu og fimm ára. Hann var venjulegur og hversdagslegur hann vár minnst tíu kilóum of hárið þunnt á hvirflinum og þungur. Þetta er hann, hugsaði Mer- ete. Maðurinn, sem ók bílnum. Eða, er þetta ekki hann? Hann var minni en hana minnti — og feitari. En það voru tvö ár liðin. Merete vissi hvað það var, sem hún hafði reynt að muna. Hann hafði sagt að hann væri sölumaður. Nú gekk liann að dyrunum. Þetta var svo óraun verulegt, eins og kvikmynd. Hann brosti og talaði við eig- anda verzlunarinnar. Hann virt ist ánægður. Merete henti frá sér sokk unum og hljóp yfir búðargólf ið. — Munið þér ekki eftir mér hr. Vilhelmsen? Eigandinn starði á hana. Hvað gekk eiginlega á? Hafði Vil- helmsen tælt þessa ungu stúlku? Hann var kvæntur. En það ■ var víst engin hindrun. Langar verzlunarferðir. Konan mín skilur mig ekki. Þetta er ekki alvöruhjónaband. Vilhelmsen deplaði aúgunum ■ eins og hann kæmi út í mikið sólskin. Eftir augnablik virt- ist honum hafa létt. Atlt er- indi Merete var í augnaráði hennar. Hún sárbað hann um að kannast við sig. — Afsakið en ég man ekki eftir yður, sagði hann hikandi. — Ég ætti víst að gera það, en ... — Munið þér ekki eftir því að þér ókuð bílnum mínum fyr ir tveim árum? Ég tók yður upp í og varð veik og þér keyrð uð. Merete sá hvernig svipurinn á andliti hans breyttist. Sá hún ekki votta þar fyrir ótta? En svo hristi hann höfuðið. — Ég óttast að þér takið mig fyrir annan mann ungfrú. Hvenær var þetta? — Það var tólfta ágúst fyrir tveim árum. Milli fimm og sex um kvöld. Þér misstuð af lest- inni og fenguð hvergi leigubíl. Munið þér það nú? —• Því miður, sagði hann hugsandi. — Um miðjan á- gúst — fyrir tveim árum? Merete kinkaði kolli. — Ég var víst á ferðalagi um Holland þá. Það minnir mig ein dregið. Hann seildist í vasa sinn og tók upp litla þók. Merete greip andann á lofti. Þetta var brún krókódílaskinnsbók — 'hún hafði séð hana fyrr.... og á hand- arbökum hans óx strítt, svart hár.. Hún starði á hann á með an hann blaðaði í bókinni — Jú það er rétt, þá var ég f Hollandi. Ég fór sjöunda á- gúst og kom til Danmerkur þann þrítugasta. — Þetta hefur verið langt 11 ferðalag, sagði eigandi verzlunar innar. Vilhelmsen leit upp. — Já, þetta var bæði skemmti- og við skiptaferð. Ég tók konuna og börnin með og við vorum í Scheveningen. — Ég gæti trúað að það hefði verið skemmtilegt. — Það var það líka. En svo komst olía í sjóinn og það var harla óskemmtilegt. Við urðum að þvo okkur úr benzíni eftir baðið. — Þetta hefur hann lesið í blaði, hugsaði Merete. — Þarna geymið þér öku- skírteinið, sagði hún og benti á veskið. Hann leit reiðilega á hana. — Það geri ég ekki, sagði hann. — Sælir og þakka yður fyrir viðskiptin. Hann skellti á eftir sér. — Hvað gekk eiginlega að Vilhelmsen? sagði eigandi verzl unarinnar. — Hann virtist utan við sig. — Hann drekkur eins og svampur, sagði afgreiðslustúlk- an. — Það er mesta furða að hann skuli geta staðið í stöðu sinni. Merete settist á stól við búðar borðið. Hún gat ekki staðið á fótunum lengur. Svo hann drakk og hafði þá sjálfsagt ekki verið ódrukkinn þegar hann ók bíln um. Þess vegna hafði hann misst vald á honum. Hún gekk yfir götuna með sokkapakkann í hendinni. Vil lielmsen var maðurinn sem hafði ekið bílnum. En skjátlað ist henni ekki? Gat ekki verið að hann væri aðeins likur hon um og ekki meira? “Hann sagð ist hafa verið í Hollandi þá. Það hefði hann varla þorað að gera ef það væri lygi. Það var of auðvelt að komast að sann leikanum þar. Merete hristi höf uðið. Hverju átti liún að trúa? Átti hún að trúa nokkru? En röddin, hendurnar með svarta ihárinu oig krókódílaskinnsvesk- ið .... Það rigndi. Hún leit á auglýs ingar dagblaðanna Falskir hundraðkrónuseðlar í umferð. Bankarnir með nákvæmt eftir lit. Átti hún að kaupa blað? Nei, hún nennti ekki að lesa það. Hún tók leigubíl og bað hann að aka henni að veitingahúsinu sem þau ætluðu að hittast á. Hún sá Ulrik úr fjarlægð. Sæt- ið við hlið hans var autt. Svo Hákon ætlaðist til að hún sæti þar. Bara hún þyrði að segja Ulrik frá Vilhelmsen sem ók bílnum og sem sagði að hann hefði verið þá í Hollandi með konu og börn. Ulrik og Hákon risu á fætur, þegar hún kom. Skemmtuíi Framhald af 3. síðu. samkvæmisgreiðslur. Skemmtanirnar verða kl. 15 og kl. 20 á sunnudag og verður fyrri skemmtunin sérstaklega fyrir-börn in og happdrættisvinningarnir þá verðá" mest ýmiss konar leikföng. Einn vinningur verður fuglabú;r með tveimur sprelllifandi fuglum í. Happdrættisvinningar kvöldsins verða svo meira við hæfi hinna eldri. Eins og áður sagði, rennur all- ur 'ágóði af skemmtunum þessum til byggingar sundlaugarinnar í Skálatúni, en að þeirri byggingu stendur Sundlaugarsjóður Skála- túnsheimilisins, én sjóðsstjórn er kosin úr hópi foreldra peirra barna, er á heimilinu dveljast, og er sjóðsstjórnin jafnframt fram- kvæmdanefnd sundlaugarbygging- arinnar. Sjóðurinn var stofnaður formlega vorið 1965 og var þegar hafizt handa um fjársöfnun til að freista þess að koma upp útisund- laug við Skólatúnsheimilið, sem mætti verða börnunum til gagns og ánægju og starfsfólkinu til •hægðarauka við umönnun barn- anna. Prentuð voru gjafabréf, sem síðan voru seld til ágóða fyrir sundlaugarbyigginguna. Bréfin seldust vel og gáfu talsverða tekj- ur, ennfremur bárust höfðingleg- ar gjafir frá ýmsum félagssam- tökum, t.d. Styrktarfélagi vangef- inna, Vinahjálp, Félagi sendiráðs- kvenna, Thorvaldsensfélaginu og fleirum. Um opinbert framlag var ekki að ræða og sundlaugin er að því leyti óviðkomandi öðrum fram kvæmdum í Skálatúni, að hún er eingöngu býggð á vegum aðstand- enda vistfólksins þar og verður afhent heimilinu fullgerð af sömU aðilum. Framkvæmdir við bygg- ingu laugarinnar hófust strax um sumarið 1955, því að þá þegar hafði safnazt nokkuð fé, ennfrem- ur lögðu margir sjólfboðaliðar fram vinnu við verkið. Á síðast- liðnu sumri var lokið við að steypa iaugina sjálfa, en þó er verkið varla hálfnað, því að eftir er að byggja hús við hana með böðum og búningsklefum, enn- fremur þarf að koma upp sóskýl- um og vandaðri girðingu í kring. Teikningu af sundlauginni og húsinu við hana gerðu arkitekt- arnir Helgi og Vilhjólmur Hjáim- arssynir, en þeir teikrtuðu einnig nýja húsið í Skálatúni. Laugin sjálf er hringlaga 80 ferm. að flat armáli, húsið er 55 ferm. að flat- armáli. Sundlauigarbyggingin hef ur þegar verið felld inn í heildar- skipulagsuppdrótt af staðnum. Nú hefur framkvæmdanefnd sjóðsins ákveðið að gera enn ótak til að afla fjár til áframhaldandi framkvæmda við laugina á næsta sumri, til þess að 'hægt verði sem allra fyrst að taka hana 1 notk- un. Er sem fyrr treyst á velvilja og skilning almennings á þessu máli, en undirtektir við það hafa frá upphafi verið góðar og eru foreldrarnir afar þakklátir þeim fjölmörgu, sem lagt hafa fé af mörkum í þessu skyni. Vist er um það, að hamingjusömust verða þó börnin sjálf, þegar þau geta far- ið að nota laugina sína. Sund- íþróttin er án efa sú igrein íþrótta, sem veitir hezta alhliða jálfun fyrir líkamann. Börnin í Skáia- túhii»æn þau eru nú 30 að tölu og verða 45, þegar heimilið er full- gert, eru öll andlega vangefin og sum jafnframt líkamlega fötluð, til dæmis vegna stjarfalömunar. Öll hafa þau þörf fyrir holla og góða hreyfingu úti sem inni. Allt starf í þágu vangefins fólks, sem annarra fatlaðra, 'á að miða að því að hver einstaklingur nái þeim þroska andlegum og líkam- legum sem mögulegur ei-. For- eldrar Skálatúnsbarnanna vilja með því að standa að sundiaug- arbyggingunni þar á staðnum leggja sinn litla skerf til þessarar þjálfunar í þeirri von og trú, að laugin eigi eftir að koma að góðu gagni í Skálatúni í framtíðinni. Áætlaður kostnaður við bygg- ingu laugarinnar og búningshúss- ins er 800-900 þús. kr. og á bygg- irigu þess að ljúka í sumar, ef mögulegt reynist. Ekki er að efa, að Reykvíkingar muni ljá þessU góða málefni lið með því að sækja skemmtanirnar á Hótel Sögu á sunnudaginn. í stjórn Sundlaugarsjóðs Skála- túnsheimilisins eru: Magnús Krist insson formaður, Brynhildur Guð mundsdóttir, Sigx-íður Ingimars- dóttir, Stefán Si'gurðsson og Sverr ir Eggertssón. ♦- 31. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.