Alþýðublaðið - 31.03.1967, Síða 15
Knattspyrnusamband ísiands
urjón. Jónsson 1952—1954 og
Björgvin Schram, sem hefur ver-
ið formaður óslitið síðan,
í lögum Knattspyrnusambands
íslands segir, að tilgangur sam-
bandsins sé að hafa yfirstjórn í
málefnum knattspyrnuíþróttarinn-
ar á íslandi og vinna að eflingu
hennar. Segir þar ennfremur, að
sambandið komi fram sem full-
trúi ÍSÍ vi'ð erlenda aðilja,
Mikil og góð samvinna hefir
ve.rið með forystumönnum knatt-
spyrnumála á Norðurlöndum og
að sjálfsögðu höfum við þar frem
ur vérið þiggjendur og er óhætt
að fuliyrða, að þessi góða sam-
vinna hafi orðið til framdráttar
knattspyrnunnar á íslandi. Hafa
fjölmörg lið, bæði eldri keppenda
og yngri keppenda farið utan og
þá einnig tekið á móti jafuöldr-
um sínum til keppni hér á landi.
Alls hafa íslenzkir kntttspyrnu-
menn leikið 51 landsleik, þar af
43 A-landsleiki, 3 B-landsleiki, 1
landsleik fyrir leikmenn undir 24
ára, og 4 unglingafandsleiki.
Knattspyrnusamband íslands
hefur að sjálfsögðu frá stofnun
séð um öll landsmót í knatt-
spyrnu. Hefur stjórnin notið sér-
stakrar fyrirgreiðslu í sambandi
við framkvæmd og skipuiagningu
landsmóta hjá stjórn KRR, sem
annaðist framkvæmd landsmót-
anna allt til ársins 1963, en þá
var skipuð sérstök mótanefnd
KSÍ, er hefur með þessi mál að
gera.
Miklar breytingar hafa orðið á
síðustu 20 árum í sambandi við
framkvæmd landsmóta, en þó má
segja, að sú veigamesta hafi verið
gerð árið 1959, þegar ákveðið var
að skipa fyrsta aldursflokki í 1.
og II. deild, og leika bæði heima
og heiman. Ennfremur var sú á-
kvörðun að stofna til bikar-
keppni á vegum KSÍ árið 1960
mjög þýðingarmikil, þar eð keppni
þessi hefur haft í för með sér
lengingu á keppnistimabilinu.
Einnig má benda á þá breytingu,
er gerð var á sl. ári, að hefja
keppni í III, deild.
Knattspyrnusamband íslands
liefur eftir fremsta megni reynt
að stuðla að útbreiðslu íþróttar-
innar. Hafa verið haldin fjölmörg
námskeið fyrir leiðbeinendur og
einnig hafa verið haldin dómara-
námskeið. Fengnir hafa verið til
landsins kunnáttumenn á þessu
sviði, og gerður. hefur verið samn-
ingur við íþróttakennaraskóla ís-
lands varðandi þessa starfsemi.
-Ennfremur hefur Knattspyrnu-
sambandið stuðlað áð því að leið-
beinendur, dómarar pg einstakir
leikmenn hafá sótt námskeið og
fundi erlendis. Knattspyrnusam-
bandið hefur ennfremur komið
sér upp all góðu safni kvikmynda,
sem lánaðar hafa verið út til sam-
bandsaðilja.
Á vegum Knattspyrnusambands
ins hafa starfað fjölmargar nefnd-
ir á undanförnum 20 árum. Lands-
liðsnefnd, sem hefur haft það
hlutverk með höndum að velja
leikmenn í landslið og skipu-
leggja undirbúning fyrir lands-
leikina. Dómaranefnd, sem hefur
haft yfirumsjón með öllum dóm-
aramá'um á landinu, raðað dóm-
urum niður á landsmót, útskrifað
dómara o.fl. Unglinganefnd, sem
FERMINGARÚR MODEL1967
PIERPONT ÚR-NVJAR GERDIR
Dömu og herraúr - Vatnsþétt og höggvarin
SENDI IPÖSTKRÖFU
Garðar Ólahson úrsmiöur
Lækjartorgi Sími 10081
i
fyrst sá um framkvæmd knatt-
þrautanna, en lún síðari ár hefur
einkum séð um undirbúing að
þátttöku unglingalandsliða í Norð
urlandamótum. Tækninefnd KSÍ,
I sem hefur einkum séð um leið-
beinendanámskeið og verið ráð-
gefandi aðili í þeim málum. Móta-
nefnd KSÍ, sem hefur annazt og
séð um framkvæmd allra lands-
móta og bikarkeppna á vegum
sambandsins.
AuglýSÍng um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Mánudaginn 3. apríl R-1 til R- 150
Þriðjud. 4,— R-151 — R- 300
Miðvikud. 5. — R-301 — R- 450
Fimmtud. 6.— R-451 — R- 600
Föstud. 7.— R-601 — R- 750
Mánud. 10.— R-751 — R- 900
Þriðjud. 11.— R-1051 — R- 1200
Miðvikud. 12,— R-1050 — R- 1200
Fimmtud. 13,— R-1051 — R- 1200
Föstud. 14,— R-1351 — R- 1500
Mánud. 17.— R-1501 — R- 1650
Þriðjud. 18. — R-1651 — R- 1800
Miðvikud. 19.— R-1801 — R- 1950
Föstud. 21.— R-1951 — R- 2100
Mánud. 24,— R-2101 — R- 2250
Þriðjud. 25. — R-2251 — R- 2400
Miðvd. 26.— R-2401 — R- 2550
Fimmtud. 27,— R-2551 .— R- 2700
Föstud, 28. — R-2701 — R- 2850
Þriðjud. 2. maí R-2851 — R- 3000
Miðvikud. 3.— R-3001 — R- 3150
Föstud. 5.— R-3151 — R- 3300
Mánud. 8,— R-3301 — R- 3450
Þriðjud. 9.— R-3451 — R- 3600
Miðvikud. 10,— R-3601 — R- 3750
Fimmtud. 11. — R-3751 — R- 3900
Föstud. 12,— R-3901 — ■ R- 4050
Þriðjud. 16.— R-4051 — R- 4200
Miðvikud. 17,— R-4201 — R- 4350
Fimmtud. 18. — R-4351 — R- 4500
Föstud. 19.— R-4501 Hr* R- 4650
Mánud. 22,— R-4651 — R- 4800
‘ðiud. 23. — R-4801 — R- 4950
Miðvikud. 24,— R-4951 R- 5100
Fimmtud. 25,— R-5101 -r- R- 5250
Föstud. 26,— R-5251 — R- 5400
Mánud. 29,— R-5401 — R- 5550
Þriðjud. 30,— R-5551 — R- 5700
Miðvikud. 31.— R-5701 — R- 5850
Fimmtud. 1. júní R-5851 — R- 6000
Föstud. 2 — R-6001 — R- 6150
Mánud. 5 — R-6151 — R- 6300
Þriðjud. 6.— , R-6301 — R-6450
Miðvikud. 7. — R-6451 — R- 6600
Fimmtud. 8,— R-6601 — R- 6750
Föstud. 9 — R-6751 — R- 6900
Mánud. 12. — R-6901 — R- 7050
Þriðjud. 13,— R-7051 — R-7200
Miðvikud. 14,— R-7201 — R- 7350
Fimmtud. 15.— R-7351 R- 7500
Föstud. 16.— R-7501 — R- 7650
Mánud. 19,— R-7651 — R- 7800
Þriðjud. 20,— R-7801 — R- 7950
Miðvikud. 21.— R-7951 — R- 8100
Fimmtud. 22. — R-8101 — R- 8250
Föstud. 23,— R-8251 — R- 8400
Mánud. 26.— R-8401 R- 8550
Þriðjud. 27.— R-8551 — R- 8700
Miðvikud 28. — R-8701 — R- 8850
Fimmtud. 29,— R-8851 — R- 9000
Föstud. 30,— R-9001 — R- 9150
Mánud. 3. júlí R-9151 — R- 9300
Þriðjud.— 4,— R-9301 — R- 9450
Miðvikud. 5.— R-9451 — R- 9600
Fimmtud. 6,— R-9601 — R- 9750
Föstud. 7,— R-9751 R- 9900
Mánud 10,— R-9901 — R-10050
Þriðjud. 11.— R-10051 — R-10200
Miðvikud. 12. — R-10201 — R-10350
Fimmtud. 13 — R-10351 — R-10500
Föstud. 14.— R-10501 — R-10650
Mánud. 17,— R-10651 R-10800
Þriðjud. 18 — R-10801 — R-10950
Miðvikud. 19,— R-10951 — R-11100
Fimmtud. 20,— R-11101 — R-11250
Föstud. 21.— R-11251 — R-11400
Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-11401 til R-
21750 verður birt síðar.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bif-
reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram-
kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema
fimmtudaga til kl. 18Í30. Aðalskoðun verður ekki fram-
kvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega
byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full-
gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða
skattur og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1967
séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé
í gildt. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum
sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til
ríkisútvarpsins fyrir árið 1967. Hafi gjöld þessi ekki verið
greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðv-
uð, þar til gjöldin eru greidd. Ennfremur ber að framvísa
vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um að ljós
bifreiðarinnar hafi verið stillt.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt-
um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin
úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. marz 1967.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
31. marz 1967
ALÞÝÐUBLAÐI0 |,5