Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1993, Blaðsíða 4
30
V *
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
I tSnlist
Safnplatan sækir í sig veðrið
Mörgum þykir aðgengilegast að
byggja plötusafnið sitt upp á safn-
plötum. Þær eru að sjálfsögðu margs
konar. Sumar bjóða upp á eintómt
reggae, aðrar eru með rokki, rappi,
bíólögum, söngleikjatónlist eða bara
því vinsælasta hverju sinni. Og
sennilega höíöa þær til flestra.
Fyrir svo sem áratug nutu slíkar
safnplötur talsverðra vinsælda.
Plötur eins og Á rás, Tvær í takt,
Sprengiefni, Flugur, Dúndur, Án
vörugjalds og fleiri. Þær voru
byggðar upp á formúlu sem ein vin-
sælasta safnplötuútgáfa þess tíma, K-
Tel, fann upp og fullkomnaði. Á
plötunum var aðallega að finna vin-
sælar erlendar dægurflugur, vin-
sældapoppið þá stundina, og einstaka
íslenskt lag inn á milli. Þessi útgáfa
hvarf af sjónarsviðinu í nokkur ár en
er nú að ryðja sér til rúms á ný.
Hljómplötuútgáfan Spor er þessa
dagana að senda frá sér eina af
þessum dæmigerðu safnplötum með
vinsælli»popptónlist, Algjört möst.
Danspoppið er þar alláberandi enda
á það greiða leið á innlenda og er-
A-ha- Memorial Beach:
★ ★ ★
Memorial Beach hefur upp á að bjóða
vandaða, metnaöarfulla og huggulega
kertaljósatónlist sem óhætt er að mæla
með. -SMS
Soul Asylum
- Grave Dancers Union:
★ ★ ★
Hljómsveitin loks aö ná vinsældum
eftir 10 ára puð. Platan er afskaplega jöfn
að gæðum. -SÞS
Billy Joel - River of Dreams:
★ ★ ★
Góðar lagasmíðar Biilys Joel og það er
léttara yflr honum en á tveimur síðustu
plötum hans. -ÁT
Van Morrison - Too Long in Exile:
★ ★ ★
Blanda af blús- og soultónlist með létt-
um djasskeim. Sem heild er platan vel
yfir meðallagi og eigulegur gripur.
-SÞS
Boo Radleys - Giant Steps:
★ ★ ★ ★
Hér er komin ein af betri plötum ársins
1993 og ómögulegt að gera upp á milli
laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS
Ýmsir-Grensan
★ ★ ★
í Grensunni eru góð kaup fyrir blanka
rokkunnendur sem viþa skanna blóm-
legan akur kröftugrar rokktónlistar. -
SMS
4 Mon Blondes
- Bigger, Better, Faster, More:
*★★
Frekar hrátt blúsrokk undir áhrifum
frá bjóölagatónlist, misgóð lög eftir
atvikum. Aðallag plötunnar þó hiö afar
vinsæla What's Up. -SÞS
A.J. Croce
- A.J. Croce:
★ ★ ★
Þegar á heildina er litið er þessi
frumsmíð Croce virkilega góð tónlist,
heillandi í öllum sínum gamaldags
flutningi. -HK
Soul Asylum, flytjendur vinsælasta lags sumarsins hér á landi, Runaway Train.
lenda vinsældalista um þessar mund-
ir. Á plötunni eru sextán lög og þar
af aðeins eitt íslenskt. Það er lagið
Ævintýri sem hljómsveitirnar SSSól
og Todmobile hljóðrituðu síðla sum-
ars til að vekja athygli á hljómleikum
sínum í íþróttahúsinu í Kaplakrika.
Lagið Ævintýri er raunar að ýmsu
leyti dæmigert fyrir stöðu poppsins
um þessar mundir. Lagið kom fyrst
út í lok sjöunda áratugarins og nefhd-
>«*•<< , ..
pltutugagnrýni
ist þá Time is on my Side. Hljóm-
sveitin Ævintýri tók það upp á sína
arma og gaf út á plötu við íslenskan
texta Omars Ragnarssonar og nú
hefur rykið verið dustað af því. Sömu
sögu er að segja um æði mörg lög sem
njóta vinsælda um þessar mundir.
Þau eru gamlir smeflir sem rifjaðir
hafa verið upp að nýju. Á Algjört möst
eru það lögin I don’t like Reggae (úr
lOcc-laginu Dreadlock Holiday) og
syrpa þekktustu laga bandarísku
dans- og diskósveitarinnar KC and
the Sunshine Band. Þá er að finna
dúett með Debbie Gibson og Craig
McLachlan, You’re the one that I
want úr kvikmyndinni Grease.
Mörg lög á plötunni Algjört möst
voru á íslenska listanum síðastliðið
sumar eða eru þar um þessar mundir.
Má þar nefna Mr. Vain með Culture
Beat og Slow Motion sem Leila K.
syngur. Þar er lagið Voice of Freedom
sem Freedom Williams gerði vinsælt
í sumar, sömuleiðis More and More
með Captain Hollywood Project og
lagið ljúfa Delicate sem er að finna á
nýjustu plötu Terence Trents
D’Arbys. Og ekki má gleyma titillagi
fyrstu plötu sænsku hljómsveitar-
innar Ace of Base, Happy Nation og
einu alvinsælasta lagi sumarsins.
Það er með hljómsveitinni Soul
Asylum og heitir Runaway Train.
Þótt danspopp sé í aðalhlutverki á
plötunni Algjört möst ræður það þó
ekki algjörlega ríkjum. Runaway
Train flokkast undir mjúkt rokk. Þar
er einnig að finna lagið So Young með
rokksveitinni Suede sem oftar en
einu sinni hefur verið kölluð bjart-
asta von Breta á rokksviðinu og síðan
eiga gömlu kuldarokkararnir
Depeche Mode lagið Condemnation á
plötunni. Það er eitt auðmeltasta lag
hljómsveitarinnar frá því að Vince
Clark hætti í henni fyrir tæpum
áratug.
Algjört möst sver sig sem sagt í ætt
gömlu safnplötunnar. Stór breyting
hefur þó orðið á útgáfunni síðan
Flugur, Dúndur og þær systur allar
voru gefnar út. Nú er hljómurinn
orðinn fullboðlegur hverjum sem er.
Áður var jafnvel tuttugu lögum troðið
á tvær plötusiður með þeim afleið-
ingum að hljómurinn varð ærið
grunnur. Á geislaplötum nýtur tónn-
inn sín til fullnustu. íslensku hljóm-
plötuútgáfurnar hafa boðað að á
næstu vikum séu væntanlegar fjöl-
margar safnplötur af ýmsum gerðum,
samtals fimmtán til tuttugu. Þeir sem
vilja byggja plötusafnið sitt upp á
söfnum eiga góða tíð í vændum.
-ÁT
Beverly Craven - Love Scenes:
” ★ ★ ★ ★
Einfalt og
fallegt
Á undanfömum árum hafa mjög
svo fjölhæfar ungar söngkonur látið
til sín taka á tónlistarsviðinu og
nægir að nefna Sinead O’Connor,
Tanitu Tikaram, Tori Amos og
Björk Guðmundsdóttur í því sam-
bandi. Allar þessar konur eiga það
sameiginlegt að vera bæði frábærar
söngkonur og lagasmiðir en þær
em aldeilis ekki einar um það.
Beverly Craven er bresk tón-
listarkona sem tvímælalaust á
heima í hópi ofangreindra kvenna.
Hún gaf út fyrstu plötu sína fyrir
þremur árum og fengu platan og
listakonan mjög góðar viðtökur.
Craven var meðal annars valin
nýliði ársins í Bretlandi 1992.
Og nú er komin ný plata frá
Craven, Love Scenes, og sú er ekki
af lakara taginu. Hún er einfaldlega
feiknasterk frá upphafi til enda
hvort sem horft er til tónsmíða,
söngs, hljóðfæraleiks eða
útsetninga.
Beverly Craven minnir örlítið á
Kate Bush í byrjun ferilsins án þess
að því sé haldiö fram að hún sé
beinlínis að stæla Bush. Lög Craven
eru eins og lög Bush vom á sínum
tíma, afskaplega ljúf og melódísk,
enda er ást og kærleikur aðalyrkis-
efni söngkonunnar eins og nafn
plötunnar gefur til kynna. Samt er
þetta langt frá því að vera einhver
væmin vella; lögin era þess eðlis að
þau þurfa nokkra hlustun til að
síast inn, þau era bæði einfold og
flókin í fegurð sinni.
Útsetningar og öfl umgjörð lag-
anna er sömuleiðis sérstaklega
falleg og vönduð. Útsetjari og
BEVERLEY
CRAVEN
LOVE SCENES
upptökustjóri er Paul Samwell
Smith, sem eitt sinn lék á bassa í
Yardbirds, og meðal hljóðfæra-
leikara á plötunni má nefna fyrrum
félaga hans, Jeff Beck. Þá leikur
ennfremur á gítar Ian nokkur
Baimson semfeikið hefur með
Pflot, ALan Parsons Project og lOcc
og einnig má geta trommuleikarans
góðkunna, Russ Kunkel.
í stuttu máli; úrvalslið á úrvals-
plötu.
Sigurður Þór Salvarsson
David Knopfler-The Giver;
★ ★ ★
Sterkur
ættarsvipur
Skyldleiki Marks og Davids
Knopflers leynir sér ekki. Bræð-
umir og samstarfsmennimir fyrr-
verandi era á svipuðu róli í tónlist-
inni. Síðustu árin hefur Mark þó
verið að færa sig ivið meira yfir á
sveitasöngvalínuna en David. Að
minnsta kosti ef The Giver sýnir
fyllilega hvaða strauma hann
aðhyllist. Söngrödd bræðranna er
svipuð, sömuleiðis efiiistök í text-
um. Stóri munurinn er hins vega sá
að annar semur lög sem ná eyrum
milljóna hlustenda um aflan heim.
Hinn er ekki jafn sterkur á svellinu
þegar að þvi kemur að búa til
grípandi laglínur.
Margt er þó áheyrilegt á The
Giver og fyrst og fremst er heildin
sterk - platan er afar jöfn frá upp-
hafi tfl enda. Flest era lögin nýleg
af nálinni. Eitt þeirra, Southside
Tenements, er þó frá árinu 1977 og
hefur sennilega verið á leikskránni
hjá Dire Straits til að byrja með
áður en Mark Knopfler tók
afgerandi forystu í hljómsveitinni.
The Giver minnir raunar að
ýmsu leyti á aðra plötu Dire Straits,
Communique. Yfirbragðið er af-
slappað og lögin líða hjá hvert af
öðra. Stöku sinnum er gefið svolítið
í, aðra stundina bregður fyrir
djassívafi, og blústónninn er ekki
langt undan í nokkrum lögum. En
umfram aflt er The Giver notaleg á
að hlýða. Á David Knopfler er
engan rembing að frnna og hann
þarf ekki að semja smelli eftir
pöntun.
Ásgeir Tómasson
Rokk í Reykjavík - Ýmsir:
★ ★ ★ ★
Skyldueign
Upphaf siðasta áratugar var
einhver skemmtilegasti tími ís-
lenskrar rokksögu. Eftir Lummur
og ládeyðu reis upp ný kynslóð tón-
listarmanna, ferskari og agressivari
en hinar fyrri. Pönkið í Bretlandi
hleypti nýju blóði í tónlistarlífið og
það að vera í hljómsveit varð
smitsjúkdómur sem fór um
Reykjavík og lagði ungling og
annan.
Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndagerðarmaður gerði fræga
mynd um þetta mikla gróskutíma-
bil í íslenskri tónlist sem heitir
Rokk í Reykjavík. Tónlistinni úr
myndinni var þrykkt á plast og
hefur sá merki gripur verið ófánleg-
ur í sjö ár eða þar til nú að platan
er endurútgefin á geisladisk.
Á Rokk í Reykjavík má héyra og
sjá nokkra af þekktustu tónlistar-
mönnum dagsins í dag í hlutverki
byrjandans. I því tilliti er Rokk í
Reykjavík einstæð heimild. Þannig
má með nokkrum sanni segja að
meðlimir Sykurmolanna hafi aflir
sprottið upp úr þessu tímabili.
Þrátt fyrir ótrúlega nekt era
lögin á plötunni mörg hverorðin
sígild. Hver man ekki eftir Ó,
Reykjavik með Vonbrigðum, Rúdolf
og KUler Boogie með Þey, Egó-
lögunum Breyttir tímar og Sat ég
inni á Kleppi, Þursunum I spegl-
inum, Dúkkulísum með Tappa
Tíkarrassi og besta lagi plötunnar í
nótt með hinum kynngimögnuðu
Fræbbblum. Þetta er aðeins brot af
því besta sem Rokk í Reykjavík
hefur upp á að bjóða. Hér má heyra
tónum skrýdda sögu af því þegar
bílskúrsböndin kúventu íslensku
tónlistarlífi og bjuggu til íslenska
nýbylgju. Rokk í Reykjavík er
einfaldlega möst.
Snorri Már Skúlason