Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1993 29 >' _ ▼ tónli0t Vinnuslys var upphaf tónl istarferi Isins - Haraldur Reynisson trúbadúr með sína fyrstu plötu Haraldur Reynisson er búinn aö fást við tónlist í allnokkur ár. Þótt hann sé ekki í hópi þekktustu tónlist armannanna hér á landi hefur hann nóg að gera og segist lifa ágætis lífi af tónlistinni. Hann er nýbúinn að senda frá sér sina fyrstu plötu og segist raunar eiga efhi á tvær til þrjár í viðbót. Platan heitir Undir hömrun- um háu og hún verður kynnt ræki- lega á útgáfutónleikum á Tveimur vinum í kvöld. „Ég var fyrst í stað að hugleiða að vera einn með gítarinn í öllum lögum plötunnar en féll svo frá því og fékk nokkra góða menn til að spila með mér á henni,“ segir Haraldur. „Upp- haflega ætluðu Björgvin Gíslason og Jón Olafsson að leika með mér á henni en þá þurftu þeir að sinna skyldum sínum með hljómsveitinni Pelican. Ég fékk því Hallberg Svav- arsson bassaleikara til liðs við mig. Hjá honum var Ríkarður F. Jensen að læra tannsmíði og hann sér um trommurnar. Mér var bent á að Tryggvi H”bner gítarleikari myndi hæfa vel lögunum mínum og hann var til í að vera með. Þegar mig vant- aði banjóleikara var mér bent á að Magnús Einarsson réði við öll hljóð- færi sem hefðu strengi og hann var til. Arnþór Jónsson hafði leikið á selló hjá Bubba og hann var boðinn og búinn að hjálpa til. Geir Gunnars son er einn af eigendum stúdiósins sem ég vann i og hann leikur á orgel og loks er að geta Harðar Torfason- ar, góðs kunningja míns, sem lagði mér til nýtt lag og söng jafnframt í því og öðru til viðbótar." Haraldur var upphaflega að velta vikunnar Vinylplatan í útrýmingarhættu Enginn veit hvaó átt hefur fyrr eu misst hefur, segir máltækið. Þannig var til að mynria ekki fyrr buiö að finna upp víðótninn (stereóið) aó siofnuð voru samtökin „Aftur til mónó'' Þeim hefur ekki orðið verulega ágengteinsog kunnugter. Nu þegar gamla vinyiplatan er að syngja sitt síðasta og geislaplöturnar aðytirtaka markaðmn erusprottin uppsamtöksemvilja bjarga vinylplötunni frá glötun. Safe Vinyi heitir seiskapurinn og frumkvöðlar að honum eru ýmsii smáútgefendur sem þjona riiskótekaramarkaðnum eri sá markaður þrífst á vinylpiötum, enria er ekki hægt að „skratsa" gejslaplöturnar. Baráttan gengur aóaliega út a það að halda verðinu á vinylplötunni niðri, því eftir að stóru útgáfufyrirtækin hættu að mestu að gefa út vinylplotur hækkaöi framleiöslukostnaðurinn við þær stórlega. Það er þessi kostnaður sem er aó ganga endanlega af vinylplötunni dauðri. -SÞS fýrir sér að verða með lag Harðar við texta Þórarins Eldjáms um Guðjón bak við tjöldin á plötu sinni og hafa það í svingútsetningu. Þegar hann fékk að heyra lagið Frystihúsabrag eftir Hörð fékk hann leyfi til að nota það, breytti dálítið útsetningunni og hljóðritaði það með höfundinum. Óvart í tónlist Haraldur Reynisson varð óvart tónlistarmaður. Hann lenti i vinnu- slysi fyrir nokkrum árum og frekar en að gera ekki neitt fór hann að spila á gítar. Hann kunni nokkur grip en móðir hans bætti við kunnáttuna og áður en langt um leið var hann farinn að koma fram opinberlega. „Ég spila nær eingöngu á pöbb- iun,“ segir hann. „Á þeim vettvangi er meira en nóg að gera. Það má reyndar segja að ég sé orðinn mubla á Fógetanum en einnig leik ég víðar. Fer stundum til Vestmannaeyja, Borgamess, Stykkishólms og fleiri staða. Raunar á ég Norður- og Aust- urland eftir en þar sem ég er núna búinn að gefa út plötu verð ég að fara þangað líka.“ Haraldur segir að ekki gefist alltaf tækifæri til að spila mikið af sinni eigin tónlist á ölkrám. Ef hópurinn er góður - það er lítil ölvun - er hægt að spila frumsamið. En það þarf ekki nema svo sem fimm þéttkennda áheyrendur til að allt slíkt sé eyðilagt. Þá verður að grípa til landsþekktra stuðlaga til að hafa menn góða. Haraldur segir að ekkert þýði að mæta á krá með fyrirfram úthugsað prógramm. Það fari eftir aðstæðum hverju sinni hvað best sé að leika. í kvöld er lagalistinn hins vegar alveg á hreinu. Þá ætlar Haraldur að kynna lög af nýju plötunni og bæta nokkrum óútgeftium við. „Ég er að hugsa um að byxja einn á átta til níu lögum og bæta síðan álíka mörgum við með hljómsveit- inni. Þeir verða með mér í kvöld Hallberg, Tryggvi og Trausti Ingólfs son trommuleikari. Eg er reyndar lítt vanur að koma fram með hljóm- sveitum. Hef aðeins gert það fimni sinnum áður en kann því samt ágæt- lega. Ég er að minnsta kosti sann- færður um að allt á eftir að ganga að óskum í kvöld,“ segir Haraldur Reynisson trúbadúr. Haraldur Reynisson. Hann segist geta haft meira en nóg að gera við að leika á ölkrám landsins. Ljósm. Einar Óli Einarsson Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Algjört möst, safnplata með 15 vinsælum lögum sem er i verðlaun. Hér koma svo spurning- arnar: 1. Frá hvaða landi kemur dúettinn Culture Beat sem hafa verið mjög vinsæl síðustu vikur með lagið Vain og er á safnplötunni Algjört Möst? 2. Hvað heitir lagið með Terence Trent D’arby sem hefur notið mikilla vinsælda Terence Trent D'arby á lag á saf nplötunni Algjört Möst. og er að finna á safnplötunni Algjört möst? 3. Á safnplötunni Algjört möst er aö finna lagið Ævintýri með SSSól og Todmobile. Eftir hvern er textinn í laginu? Rétt svör sendist DV fyrir 28. október, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 28. október og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 4. nóvember. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 30. september: 1. All That She Wants og Wheel of Fortune. 2. Bigger, Better, Faster, More. 3. Cat Stevens.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.