Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1993, Síða 4
lof hefur veriö borið á tónlist þeirrar myndar. Engin breyting ætlar aö veröa á í nýjustu kvik- mynd hans, Faraway So Close, er aldeilis frábær tónlist margra ólíkra listamanna. SO CLOSE! M'K • .M.«s • • C.AVF RKHO V2 BONNfcV ANOtKSUN GKÓNhMÍ:VI:K SllííÍKKY HCH'SEoVfÍ|V£ Þaö má eiginlega skipta tónlistinni á plöttmni i tvennt. í fyrri hlutanum er aö finna þekkta tónlistarmenn sem eru að mestu meö nýtt efni. Má þar nefna U2, Nick Cave, Lou Reed, Laurie Anderson og gamla brýnið Johnnie Cash sem syngur eitt lag með undirleik U2. Seinni hluti plöt- unnar er svo hin eiginlega kvik- myndatónlist sem skrifuð er af Laurent Petitgand, nokkuö drunga- leg og flókin tónlist sem örugglega nýtur sín betur i kvikmyndinni en á plötunni en þó má finna áhuga- verð lög inni á milli eins og Konrad hlutamir tveir og Engel. Það tekur um það bil áttatíu mínútur að leika Faraway So Close svo það er til lítils í stuttu máli að fara ofan í þann íjölbrevtileika sem einkennir tónlistina. í fyrri hlutanum tekur hvert úrvalslagið við af öðru, U2 er með nýja hljóð- blöndun af Stay, sem er einstaklega vel heppnuð, Nick Cave syngur titillagið og Cassiel’s Song sem bæði eru frábær og söngkona, sem ég kann ekki deili á, Jane Siberry, heillar mann í laginu Slow Tango. Johnny Cash hefur ekkert breyst og á ekki í vandræðum með að gera The Wanderer, sem skrifað er af Bono, að finu kántrílagi. Hér hefur aðeins verið stiklað á örfáum lögum en nóg er um áhugaverða tónlist á Faraway So Close. Hilmar Karlsson stundum og túlkuðu boðskapinn í myndinni fram og aftur. Hvort Paul Young er að bjóða upp í slíkan dans með myndinni á þessu plötuumslagi skal ósagt látið en þar sem hann er trauðla nafh á borð við Bítlana á ég ekki von á miklu fjaörafoki kringum þessa mynd. Reyndar á ég ekki von á miklu fjaðrafoki kringum plötuna heldur því hún er í rökréttu fram- haldi af því sem Paul Young hefur verið að gera undanfarin ár og boðar sem slík ekkert nýtt. Það verður hins vegar ekki frá Paul Young tekið að hann er einn fremsti hvíti soulsöngvarinn í poppheiminum í dag og þegar vel tekst til með lagaval á plötu með honum er sú plata tvímælalaust vel yfir meðallagi. Þannig er það með þessa plötu; hún er nokkuð sein- tekin, þarf sinn tíma til að ná almennilegu gripi en rennur samt tiltölulega ljúft og áreynslulaust í gegn. Lögin eru öll I þessum ljúfa stíl, mjúk og seiðandi eins og lagið vinsæla Now I Know What Made Otis Blue er gott dæmi um. Þar er sungið um Otis heitinn Redding, einn mesta souljöfur allra tíma, og hann er ekki eini burt- sofnaði tónlistarmaðurinn sem kemur hér við sögu. Þannig er platan The Crossing tOeinkuð minningunni um Jeff heitinn Porcaro, trommuleikara Par Exellence, en það var eitt af því síðasta sem hann gerði að leika á trommur á þessari plötu. The Crossing er tvímælalaust verðugur minnisvarði um Jeff Porcaro. Sigmður Þór Salvarsson Ýmsir- Faraway So Close: ★ ★ ★ Eins og best gerist í kvikmyndum Wim Wenders hefur verið einkar fundvís á góða tónlist við kvik- myndir sínar og er Until the End of the World gott dæmi um, en mikið FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 slá í púkk - Freaky þykir með efnilegustu danshljómsveitum Breta Breska hljómsveitin Freaky Realistic ætlar að fagna útkomu fyrstu stóru plötunnar sinnar, Frealistic, með útgáfutónleikum í Valsheimilinu annað kvöld. Platan kemur formlega út hjá Polydor um næstu helgi. Og fleira verður um að vera. íslenska hljómsveitin Bubble- flies sendir einmitt frá sér sína fyrstu plötu á morgun. Platan heitir The World Is Still Alive. Davíð Magnússon, gítarleikari Bubbleflies, segir að lújómsveitin sé búin að leggja hart að sér við æfingar síðustu daga til að verða með allt sitt á hreinu annað kvöld. Blaðamenn frá bresku blöðunum Melody Maker, NME og Select hafa boðað komu sína á hljómleikana. Fyrst og fremst náttúrlega vegna Freaky Realistic en það sakar ekki að Daviðs sögn að gera sér vonir um að þeir leggi einnig við hlustimar ef hin hljómsveitin stend- ur sig vel þótt íslensk sé. „Við veröum með fjögur eða fimm lög af plötunni og einnig ný lög sem hafa orðið til á síðustu vikum,“ segir Davíð. „Lögin verða talsvert rokk- aðari á hljómleikum en á plötu. Einnig slökkvum við á öllum tölvum. Mín skoðun er sú að þær eigi bara að nota í stúdíói. Ég held að tónlistin okkar breytist tO hins betra með þessu móti.“ Bubbleflies var upphaflega fjög- urra manna hljómsveit en nú hafa þrír til viðbótar bæst í hópinn. Davíð segir að þeir séu hér um bil orðnir fullgildir liðsmenn. „Þetta eru þeir Tóti, Raggi og Ýmir. Tóti trommaði með Vonbrigðum og íslenska hljómsveitin Bubbleflies sendir frá sér sína fyrstu plötu á morgun. Platan heitir The World Is Still Alive. Risaeðlunni hér áður fyrr. Raggi spilaði með mér í E-x og Ymir er vel vanur ásláttarleikari. Þessir þrír styrkja hljómsveitina heilmikið.“ Plata Bubbleflies, The World Is Still Alive, kemur út hjá Hljómalind sem stendur að hljómleikunum annað kvöld ásamt skólafélagi Menntaskólans við Sund. Platan var tekin upp fyrr á þessu ári og kemur dálitill hópur aðstoðarfólks fram á henni. Þar á meðal eru Ásgeir Óskarsson, Magnús Kjartansson og Anna Mjöll. Frealism Frealism er nafnið á plötunni sem Freaky Realistic kynnir í Vals- heimilinu. Á henni eru meðal annarra laga smáskífulögin Koochie Ryder og Leonard Nimoy sem komu út í vor og sumar og fengu lofsamlega dóma í breskum blöðum. Reyndar virðast bresk músíkblöð hafa verið dugleg að hampa hljómsveitinni síðasta árið eða svo. Fjölmiðla- mönnum þar í landi er gjarnt að uppgötva eitthvað „nýtt“ og hampa því þar til eitthvað „nýrra“ kemur í ljós. í Freaky Realistic eru Justin Anderson, Aki Omori og Ricky Testa. Hann er raunar nýkominn í hópirm eftir að Justin og Michael Lord slógust svo heiftarlega að sá síðar- nefndi ákvað að slíta samstarfinu. Justin er annars höfuð og herðar hljómsveitarinnar og þykir magn- aður á sviði jafnt sem utan þess. Nokkrir aukahljóðfæraleikarar koma með hljómsveitinni til að leika með henni á konsertinum. Það mun vera fyrir röð tilviljana sem Freaky Realistic ákvað að koma hingað til lands og halda útgáfu- tónleika sína. Björk Guðmundsdóttir söngkona blandast í málið svo og nokkrir til viðbótar. Ekki spillti það fyrir að Justin og félagar fréttu af því að plata með Koochie Ryder seldist mjög vel í Hljómalind í nokkrar vikur eftir að hún kom út. -ÁT- Rökrétt framhald með meira en það sem er á vin- sældalistum þá stundina sem plat- an kemur út og búið er að vera vinsælt siðustu vikumar. Örfá lög á Algjöru mösti(!) hafa enn ekki sést á íslenska listanum. Fjögur eru á honum þegar þetta er skrifað (þar af eitt á uppleið) en of mörg eru útbrunnar dægurflugur sem raunar hafa lokið sínu hlutverki og verða tæpast dregnar fram aftur fyrr en jpföúgagnrýni Utan á plötuumslagi þessarar nýju plötu frá Paul Young gefur að líta mynd af fjórum mönnum með Young í fararbroddi á leið yfir götu og skírskotar vafalaust til nafns plötimnar The Crossing. Myndin minnir hins vegar þá sem komnir eru til vits og ára i poppinu á svipaða mynd utan á Ábbey Road, plötu Bítlanna en sú mynd olli miklum spekúlasjónum á sínum tíma. Allir helstu poppfræðingar heims lágu yfir henni löngum „Með grátt í vöngum" -þáttastjór- amir þurfa á þeim að halda. Mitt aðalumkvörtunarefni er annars hve lítið er af íslenskri tónlist á plötimni; aðeins eitt lag, Ævintýri, með SSSól og Todmobile. Ég trúi ekki öðru en að einhverjir skjólstæðingar Spors hefðu getað hrist fram úr erminni eitt lag til að styrkja íslenska arminn á plötunni. Flestir eru þeir einmitt sveittir í hljóðverum um þessar mundir við að ganga frá efhinu sem þeir ætla að senda í jólaslaginn eftir örfáar vikur. Að öðru leyti er Algjört möst þokkalegasta safnplata. Gott er að fá á henni Runaway Train, eitt jafn vinsælasta lag sumarsins ‘93. Þá spillir ekki að fá Suede með So Young innan um allt danspoppið. Ásgeir Tómasson Paul Young -The Crossing: ★ ★ ★ Ýmsir flytjendur - Algjört möst: ★ ★ Sýnishorn af tónlist dagsins Kúnstin við að velja tónlist á safnplötu eins og Algjört möst er meðal annars að finna lög sem eiga eftir að verða vinsæl. Vera sem sagt Beverly Craven - Love Scenes: ★ ★ ★ -i Tónlist Beverly Craven minnir örlítiö á Kate Bush. Útsetningar á hugljúfum lögum eru fyrsta flokks. -SÞS David Knopfler - The Giver: ★ ★ ★ Afskaplega áheyrileg plata og afar jöfh frá upphafi til enda. Greinilegur skyld- leiki við tónhst Mark’s Knopfler. -ÁT Van Morrison - Too Long in Exile: ★ ★ ★ Blanda af blús- og soultónlist meö léttrnn djasskeim. Sem heild er platan vel yfir meöallagi og eigulegur gripur. -SÞS Boo Radleys - Giant Steps: ★ ★ ★ ★ Hér er komin ein af betri plötum ársins 1993 og ómögulegt að gera upp á milli laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS Ýmsir-Grensan ★ ★ ★ í Grensunni eru góö kaup fyrir blanka rokkunnendur sem vilja skanna blóm- legan akur kröftugrar rokktónlistar. -SMS Ýmsir- Rokk í Reykjavík: ★ ★ ★ ★ Hér má heyra tónum skrýdda sögu af því þegar bilskúrsböndin kúventu íslensku tónlistarlífi og bjuggu til íslenska nýbylgju. -SMS A.J. Croce - A.J. Croce: ★ ★ ★ Þegar á heildina er litið er þessi frumsmíð Croce virkilega góð tónlist, heillandi í öllum sínum gamaldags flutningi. -HK Ham - Saga rokksins: ★ ★ ★ Sú blanda. sem hér er hrist saman, er góð viðkynningar fyrir þá sem hafa vilja og nennu til að kynnast Ham. -SÞS ört> pioneer The Art of Entertainment Tvöfaldir útgáfutónleikar í Valsheimilinu ai Fréaky Real Bubbleflies

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.