Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1993, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1993, Síða 3
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 29 SIGURÐUR FLOSASON - GENGIÐ Á LAGIÐ „Það er skemmst frá því að segja að GENGIÐ Á LAGIÐ er metnað- arfyllsta og markvissasta jazzút- gáfa hérlendis nokkru sinni." GG., MBL., 20.10 '93 onai mmmnm ORRI HARÐARSON - DRÖG AÐ HEIMKOMU Tónlist sem leggur drög að bjartri framtíð. JAPISS tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Símar 625290 og 625200 Dreifing: Sími 625088 Fimmtán árfrá stórtónleikunum Drögum að sjálfsmorði: Megas og Nýdönsk leggja drög að upprisu - farið verður yfirferil Megasarfrá upphafi til þessa dags RÚNAR ÞÓR - AÐ MESTU III- og ófáanleg Iög má finna á þessum grip. Að auki eru nokkur ný. HÖRÐUR TORFA - GULL Enn á ný kemur plata frá Herði sem er gulls ígildi. ROKK I REYKJAVIK Hreinlega skyldueign allra. BUBBLEFLIES - THE WORLD IS STILL ALIVE Frumburður þessi sýnir að enn er til lifandi tónlist á islandi Um þetta leyti fyrir fimmtán árum var Magnús Þór Jónsson - Megas - hundrað sjötíu og átta sentímetrar að hæð, fimmtíu kíló að þyngd, stundaði fremur óhoilt lífemi - og efndi til tvennra tónleika í hátlðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Tón- leikamir vora haldnir sunnudaginn þriðja nóvember. Þeir fyrri laust eft- ir miðdegiskaffi og hinir um kvöld- ið. Tónleikamir kölluðust Drög að sjálfsmorði og þóttu takast vel. Fljót- lega eftir tónleikana fóru að gjósa upp kjaftasögur um að listamaður- inn hefði tekið tónleikana á orðinu og framið sjálfsmorð. Hann var jú ansi grannur miðað við hæð og hætti til að detta þegar minnst varði. En Megas var á lífi og kjaftasagan dó. Hann er sprelllifandi enn þann dag í dag, ennþá hundrað sjötíu og átta sentímetrar á hæð og kunnugir giska á að hann sé um það bil sjötíu kíló á þyngd. Hann ástundar álíka hollt líferni og hver annar og er hættur að detta i tíma og ótíma. Og annað kvöld og á sunnudagskvöldið ætlar hann að halda upp á að fimmtán ár em liðin frá því.að hann bauð upp á Drög að sjálfsmorði í MH með því að efna til tónleikanna Drög að upprisu á sama stað. Blönduð dagskrá Megas hefur fengið hljómsveitina Nýdanska í lið með sér á hljóm- leikunum að þessu sinni. Guðlaugur Óttarsson gítarleikari, samstarfs- maður hans til margra ára, kemur fram í nokkrum lögum og einnig syngja Margrét Sigurðardóttir og Kristbjörg Sólmundardóttir, söng- konur hljómsveitarinnar Yrju, í fáeinum lögum. Megas og samstarfsmenn hans á tónleikunum sem nefnast Drög að upprisu. Verkið Drög að sjálfsmorði verður ekki endurílutt heldur ætlar Megas að bjóða upp á fjölbreytt úrval laga frá ýmsum tímum, allt frá fyrstu plöt- unni og til þessa dags. Öfl hafa þau verið útsett sérstaklega fyrir þetta tilefni. Á dagskránni verða meira að segja nokkur ný lög sem ekki hafa enn verið gefin út og tvö þeirra verða flutt í fyrsta skipti opinberlega. Og víst er að tónleikagestir fá talsvert fyrir peningana sína þvi að á dagskránni verða tuttugu og flögur eða tuttugu og fimm lög. Að auki ætlar Yrja að hita upp þannig að tónleikarnir standa væntanlega yfir í hátt á þriðju klukkustund með öllu. Af Drögum að sjálfsmorði verða raunar aðeins tvö lög. Annað þeirra er að sjálfsögðu Ef þú smælar framan í heiminn. Margt á döfinni Samstarf Megasar og Nýdanskrar á sér hátt í árs aðdraganda. Ekki hefur getað orðið af þvi fyrr en nú vegna anna. Jón Ólafsson hefur hins vegar talsvert unnið með Megasi hin síðari ár, meðal annars þegar platan Þrír blóðdropar var hljóðrituð. Þá unnu tveir liðsmenn Nýdanskrar, DV-mynd ÞOK Stefán Hjörleifsson og Björn Jr. Friðbjömsson með Megasi að nýrri útgáfu Ef þú smælar framan í heim- inn á dögunum. Megas segist vera ánægður með samstarfið og sömu skoðun er að heyra úr herbúðum Ný- danskrar. Hljóðrita á hljómleikana og er meiningin að gefa þá út á hljómplötu síðar rétt eins og gert var við Drög að sjálfsmorði fyrir fimm- tán árum. Þá tekur rás tvö þátt í leiknum og ætlar að senda út sér- stakan' þátt um tónleikana og heyrst hefur að til standi að efna til sérstaks Megasardags, síðar. Loks má geta þess að á næstp vikum sendir Skífan á markað safnplötu með nokkram þekktustu lögum Megasar. Það er því margt á döftnni hjá listamanninum um þessar mundir. -ÁT- vikunnar Axl Rose Réttur er settur Axl Rose, söngvari Gun's N'Roses, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Þaóerþóekkitónlistinsem W • hann er að fást viö heldur lög- í ■■ -. fræðingalið og dómarar. Nú standa J- nefnilega yfir réttarhöld vegna .,v; 4|| fjölda ákæra á hendur Rose sem / yBp?"* bárust eftir uppþot sem varð á ' tónleikum GN'R í Bandaríkjununi W r . fyrirtveimurárum.ÞáhentiRosesér Æ.\. úti áhorfendaskaranntil að klófesta náunga sem hann uppástóð að X hefði verið aó Ijósmynda án leyfis. JMBBbBWÍNí \ Gekk Rose harkalega í skrokk á * v manninumogslösuðusthvorkifærri né fleiri en 60 áhorfendur í hama- ganginum. Stór hluti þeirra höfðaði mál á hendur Rose og fær hann nú aó súpa seyðió af því. Manngarmurinn, sem Rose hélt aó hefði verið að mynda, var það alls ekki og hefur Rose þegar borgað honum stóra fúlgu í skaðabætur. -SÞS Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotiö geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverr i viku verða birtar þijár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Ten með hljómsveitinni Pearl Jam sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningamar: 1. Fyrsta smáskífa plötunnar River of Dreams meö Bifly Joel stefndi á topp bandaríska smá- skifulistans fyrir nokkrum vik- um en náði þó ekki nema 2. sæti listans. Hvað heitir lagið? 2. Plötuumslag nýjustu plötu Billys Joel hefur vakið mikla athygli en konan hans málaði myndina sem er framan á plötu- umslaginu. Konan hans er fræg fyrirsæta, hvað heitir hún? 3. Hljómsveitin Pearl Jam gaf út plötu sína, Ten fyrir rúmlega tveimur áram og í fyrra náði hún toppi bandaríska breið- skífulistans. Frá hvaða þekktu Geisladiskurinn Ten með hljómsveitinni Pearl Jam er í verðlaun að þessu sinni. tónlistarborg í Bandaríkjunum kemur hljómsveitin? Rétt svör sendist DV fyrir 11. nóvember, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 11. nóvember og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 18. nóvember. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 14. október: 1. Greatest Hits 2. 2. Symphony Or Damn. 3. Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.