Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 29 ► * M tónli@t: Viljum aldrei verða þreytt hljómsveit -fimmta platan kemur út í dag og útgáfutónleikarnir eru í kvöld Rúmur mánuður til jóla og þar af leiðandi sjö dögum lengra til áramóta. Jafnmargir dagar - 43 - eru eftir af löngu tímabili hljómsveitar- innar Todmobile. Hún stígur á svið i síðasta skipti á gamlárskvöld og spilar væntanlega fram undir nýárs- dagsmorgim. En áður en að þessum lokadansleik kemur á eitt og annað eftir að gerast. Til dæmis kemur fimmta plata hljómsveitarinnar, Spillt, út í dag og 1 kvöld verða haldnir tónleikar í Operunni í tilefni útkomunnar. „Þetta eru sjöttu Óperutónleikar hljómsveitarinnar," segir Andrea Gylfadóttir. „Við höfum leikið þama á hverju hausti síðustu flmm ár en héldum einn konsert að auki þegar hljómleikaplatan 2603 var tekin upp. Þeir fóru fram 26. mars eins og nafn plötunnar gefur til kynna.“ „Óperuhljómleikamir okkar eru orðnir svo hefðbundnir að prentarar- nir í Prisma þinfa aðeins að fá að vita dagsetninguna þegar við biðjum þá að prenta auglýsingaplakötin,“ bætir Eyþór Amalds við. „Að öðra leyti eru þeir með textann á hreinu.“ Að auki kemur Todmobile fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum til viðbótar á næstu vikum. Hljóm- sveitin er vel æfð enda nýkomin úr hringferð um landið þar sem hún lék á átján hljómleikum á þremur vik- um. „Þessi ferð gekk ákaflega vel. Við fengum góða aðsókn víðast hvar,“ segir Eyþór. „Ég get nefnt sem dæmi að um fjögur hundruð manns komu til að hlusta á okkur á ísafirði á sunnudagskvöldi og á hljómleikana okkar á Vopnafirði komu þrjú Todmobile í nýafstaðinni hljómleikaferð. Bestu kvöldin voru á Isafirði og Vopnafirði. hundrað. Ég held að það sé öragglega met miðað við íbúafjölda." - Þess má geta að á Vopnafirði búa um sjö hundruð manns. „Þetta var önnur tónleikaferðin okkar um landið," heldur Andrea áfram. „Þá fyrri fórum við fyrir vikunnar Bob Marley Deilt un notkun á nafni Ættingjar Bobs heitins ‘ • • ' . Marley hafa ákveðið að . höfða mál á hendurtóbaks- v . ‘ , risanum Philip Morris vegna ' . }. '"r l ■ fyrirætlana um notkun á f \ nafni Marleysátóbaksvörur. Fýrirtækið hefur sótt um að ' í. ; ^ fá nafnió Marley skráð sem * vörumerki í Frakklandi og v ætlunin er að nota það á nýja , tegund af sígarettum. Eins , j og gefur að skilja eru ætt- áfm * . ingjar Bobs heitins ekki par py.' | | hrifnir af þessu því söngv- f j arinn góðkunni lest á sínum % &£' . /ý tíma úr lungnakrabba sem ý jLjj * , ý'l átti rætui sínar að rekja til mftj í ‘£ J óhemjumikilia reykinga W ; . JSJ hans meóal annars Tals- m /j ás£*' menn Philip Morris segja -' ****** ------hÆmá þaó íjarri lagi að þeir hafi haft Bob Marley né nokkurn annan serstakan Mar'ey í huga þegar þeii ákváðu nafnið á sigaretturnar. Grunsemdir eru hins vegar uppi um að með þessum nafnaleik sé tóbaksframleiðandinn að undirbúa sig ef ske kynni að marijúana yrði lögleitt í Evrópu. -SÞS- tveimur árum þegar við fylgdum plötunni Óperu eftir. Svona ferðir era bráðnauðsynlegar en því miður sjá allt of fáir sér fært að sinna landsbyggðinni með þessum hætti. Til dæmis var mér sagt að sums staðar hefði ekki sést hljómsveit síðan Þursaílokkurinn var á ferð og það er nokkuð langt síðan hann hætti störfum." Tími til að hætta Andrea Gylfadóttir og Eyþór Amalds telja að um þessar mundir standi Todmobile á toppnum hvað varðar vinsældir og gæði. Þau og þriðji maðurinn í hljómsveitinni, Þorvaidur Bjami Þorvaldsson, hafa ákveðið að hætta meðan allt leikur í lyndi. Skilja í sátt og samlyndi og halda öllum leiðum opnum um frekara samstarf einhvern tíma síðar. „Allir skapandi einstaklingar era haldnir ákveðinni endumýjunar- þörf og það á við um okkur,“ segir DV-mynd GVA Eyþór. „Við hefðum getað haldið áfram en erum sammála um að fara ekki að þróa með okkur einhvern gervistíl bara til þess að halda hljómsveitinnf saman. Við viljum aldrei verða þreytt hljómsveit. Við höfum unnið saman síðan 1988-89, klifrað upp í rólegheitum, eiginlega óvart, og vaxið í allar áttir eins og vafningsviður. Nú fmnst okkur rétt að draga okkur i hlé með lófaklappi og stælum en ekki eymd og volæði. Og við erum mjög sátt við enda- hnútinn, metnaðarfulla plötu sem er að koma út í dag og vel heppnaða hljómleikaferð um landið.“ Andrea samsinnir þessu. „Við erum búin að ná því fram sem okkur langaði til. Við byrjuðum sem stúdíóhljómsveit, fórum síðan að halda hljómleika og gerðumst loks danshljómsveit því að við fengum ekki krónu fyrir plötumar okkar og nokkrir tónleikar á ári gáfu ekki mikið í aðra hönd. Okkur hefur gengið sífellt betur og betur og flnnst réttast að hætta leiknum meðan hæst stendur." -ÁT- Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allif geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku veröa birtar þijár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk i verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisladisk- urinn Black Sunday með Cypress Hill sem er í verölaun. Hér koma svo spumingarnar: 1. Söngkonan Leila K á lagið Slow Emotion á safiiplötunni Algjört möst. Frá hvaðá landi kemur söngkonan? 2. Söngvarinn Terence Trent D’arby á eitt lag á safnplötunni Algjört möst og er það lagið Delicate. Hvað hefur hann geflð út margar plötur? 3. Hiim mikli dansbolti, Captain Hollywood, er með lagið More and More á safnplötunni Algjört möst. Frá hvaða landi kemur kappinn? Rétt svör sendist DV fyrir 25. nóvember, merkt: Nýjasta plata Billy Joel hertir River of Dreams. DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 25. nóvember og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 2. desember. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 28. október: 1. Tom Hanks og Meg Ryan. 2. 23 ára. 3. River of Dreams. PS & co Erkitýpur, streitarar & frík. Einu sinni var hún ung, gröð og rík. Hún er það enn því hún er á þessari nýju plötu innan um eldri og nýrri óútgefin lög. MOEIÐUR JUNIUSDOTTIR Móa syngur lögin við vinnuna. Á síðustu misserum hefur Móa vakið verðskuldaða athygli. Hún færir okkur margar dægurperlur síðustu áratuga. HERBERT GUÐMUNDSSON Being Human Siðasta plata Herberts gerði storm- andi lukku og ekki að ástæðulausu. Og nú er ærin ástæða til að ætla það sama þvi þessi plata slær hvergi af i gæðum. SIGURÐUR FLOSASON ' Gengið á lagið „Það er skemmst frá því að segja að GENGIÐ Á LAGIÐ er metnaðarfyllsta og markvissasla jazzútgáfa hérlendis nokkru sinni." GG, Mbl. 20.10.93 RUNAR ÞOR AÐ MESTU III- og ófáanleg lög má finna á þessum grip, Að auki nokkur ný. FROSTBITE - The Second Coming Rólegt hefur verið yfir þessari plötu Einars Arnar og Hilmars Arnar enda ekki annað þorandi. Undir niðri er kraumandi taktur fyrir þá sem vilja dansa af fítonskrafti. JAPISS fónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Simar 625290 og 625200 Dreifing: Simi 625088

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.