Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 3
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993
43
► ‘
tónli0t
Alltaf langað að gera jólaplötu
- segir Sigríður Beinteinsdóttir um plötuna Desember
Þegar hafa selst meira en 6 þúsund eintök af jólaplötu Sigríðar Beinteinsdóttur.
„Síðan ég byrjaði að syngja hefur
mig langað að gera jólaplötu þannig
að ]petta er gamall draumur sem ég
ákvað að gera að veruleika fyrir þessi
jól,“ segir söngkonan Sigríður Bein-
teinsdóttir um jólaplötuna Desember
sem hún sendi frá sér í lok nóvember.
Sigríður gefur plötuna út sjálf og tók
þar með alla fjárhagslega áhættu á
sig en platan er vegleg og kostaði 4
milljónir króna í framleiðslu. Við-
tökur hafa hins vegar verið góðar og
þegar þetta er ritað hafa sex þúsupd
eintök af henni selst og núllinu náð,
að sögn Sigríðar.
„Ég ákvað að kalla plötuna
Desember því að þó uppistaðan á
henni séu jólalög á það ekki við um
öll lögin. Ave Maria er t.d. sálmur
sem ekki endilega er bundinn
jólunum og það á við um fleiri lög.
Svo fannst mér Desember bara gott
nafn með ákveðna vísbendingu. Lög-
in eru bæði ný og gömul en það gefur
plötunni ákveðna fjölbreytni."
- Hverjir semja nýju lögin?
„Það eru íjögur lög eftir tvo norska
höfunda og eitt lag eftir Friðrik
Karlsson. Annars er nokkur af eldri
lögunum gömul uppáhaldsjóialög
sem ég var löngu búin að ákveða að
hafa með þegar ég myndi gera
jólaplötu. Heims um ból og Ó helga
nótt eru þar á meðal og þessi lög, eins
og reyndar obbi laga plötunnar, eru
í stórum útsetningum. Melódían
heldur sér en útsetningamar í kring-
um melódíuna eru mun stærr i en fólk
á að venjast. Það eru síðan poppaðri
lög þama inni á milli.“
- Nú ertu þekktust fyrir að syngja
popplög. Er það jafngefandi að gera
jólaplötu eins og aðra tónlist?
„Já, hiklaust og kannski meira
gefandi. Mörg af þessum lögum eru
svo falleg og hlaðin tilfmningu og það
snertir mann.“
Hátíðleikinn og
tilfinningin skipta
höfuðmáli
- Hveijir unnu Desember me'ð þér?
„Það eru menn sem ég hef starfað
mikið með í gegnum tíðina. Svo er ég
með Langholtskirkjukórinn í tveim-
ur lögum og Egill Ólafsson syngur
einnig með mér í tveimur lögum.“
- Hvaða töfrum telurðu að góð
jólaplata þurfl að vera gædd?
„Hún þarf fyrst og fremst að vera
hátíðleg og þrimgin tilfinningu. Þá
þarf flutningurinn að vera góður og
útsetningar sömuleiðis. Ef þessir
þættir fara saman tel ég að jólaplata
þjóni hlutverki sínu til að skapa
stemmningu á jólahátíðinni. Ég tel
mig hafa náð að spinna þessa þræði
saman á Desember," segir Sigríður
Beinteinsdóttir.
- Þannig að þú átt von á að þetta
sé jólaplata sem komi til með að
lifa?
„Já, það ætla ég að vona og þær
góðu viðtökur sem platan hefur
fengið hafa styrkt mig í þeirri trú.
Hún virðist höfða til fólksins og það
var tilgangurinn með þessu öllu
saman. Ég lagði mikla vinnu og
íjármagn í þetta verkefni til þess að
platan mætti verða eins góð og kostur
væri og ég er ánægð með útkomuna."
- Platan var tekin upp í haust. Ertu
búin að vera í jólaskapi undanfarna
þrjá mánuði?
„Nei, ekki get ég nú sagt það,“ segir
Sigríður og brosir. „Ég hef bara ekki
mátt vera að því að hugsa mikið um
jólin. Vinnan i kringum plötuna hef-
ur tekið allan minn tima og svo hef
ég eytt síðustu vikum í að fylgja henni
eftir. Það kemur þó að því að ég
komist í jólaskapið enda orðið stutt í
jólin," segir Sigríður Beinteinsdóttir,
glaðbeitt með góðan grip. SMS
011 fjölskyldan
-Ómarfinnur Gáttaþef
„Ég held að það séu um 20 ár síðan
ég gaf síðast út plötu og hver veit
nema ég sé kominn af stað aftur. Nýja
platan er vel til þess fallin að koma
allri flölskyldunni í hátíðaskapið en
platan er sett upp sem jólaskemmt-
un. Hún er ekki eingöngu fyrir böm,
fyrstu 9 lögin henta vel fyrir böm en
síðustu 6 lögin eru meira fyrir
fullorðna með svona aðventu-
stemningu,“ sgði Ómar Ragnarsson
sem nýverið gaf út plötuna „Ómar
finnur Gáttaþef‘.
„Það eru margir sem standa að
plötunni með Gáttaþef. Pálmi Gunn-
arsson, Helga Möller, Guðrún
Gunnarsdóttir, Eyjólfur Kristjáns-
son og Siggi Johnny. Síðan eru tvær
ungar stúlkur sem einnig syngja á
plötunni. Önnur er aðeins þriggja
ára og er yngsti sólóflytjandi á diski
á íslandi og þó víðar væri leitað. Hún
heitir Lilja Sóley Hauksdóttir. Síðan
syngur dóttir Grétars Örvarssonar,
Guðrún, madonnulag alveg eins og
engill.
Einnig kemur Grýla sjálf fram í
fyrsta skiptið og syngur eitt lag.
vikunnar
í hátíðaskap
Gáttaþefur sjálfur er ekki þátt-
takandi nema í nokkrum lögum.“
Mestallt frumsamíö
efni
- Eru þetta allt saman ný lög?
„Textamir em allir eftir mig og
mörg laganna og mestallt efnið er
frumsamið. Ekkert af lögunum á
þessari plötu hefur verið á eldri
Gáttaþefsplötu áður.“
- Hver em tildrög þess að þú gefur
út plötu nú eftir um 20 ára hlé?
„Ég fór eiginlega af stað með þessa
plötu af því það er svo mikið af fólki
sem hefur talað við mig og sagt mér
að gamla Gáttaþefsplatan sé orðin
svo rispuð og það þurfi að fá kallinn
aftur til byggða. Það var eiginlega
kveikjan að þessu. Ég hef engan rétt
á gömlu Gáttaþefsplötunum og get
því ekki endurútgefið þær. Því var
það ákveðið að ef ég færi á annað
borð aftur af stað með karlinn kæmi
ég með nýtt efni.
Plötunni hefur verið vel tekið, til
dæmis fór eitt lag af henni strax inn
Textarnir á plötunni „Ómar finnur
Gáttaþef" eru allir eftir hann sjálfan og
einnig mörg laganna. DV-mynd JAK
á vinsældalista og er þar á uppleið.
Ég get því ekki annaö en verið
ánægður fyrir hönd Gáttaþefs,"
sagði Ómar. -IS
Tónlistargetraun DV og Spors
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk aö launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku verða birtar þrjár spumingar
um tónlist. Fimm vinningshafar
hljóta svo geisladisk í verðlaun frá
hljómplötufyrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisla-
diskurinn You Ain’t There með Jet
Black Joe sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingarnar:
1. Hvað em meðlimir Jet Black Joe
margir?
2. Hvað heitir söngvari Jet Black
Joe?
3. Hvað hefur hljómsveíffn Jet Black
Joe gefið út margar plötur?
Rétt svör sendist DV fyrir 30.
desemþer, merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
30. desember og rétt svör verða birt í
tónlistarblaði DV 6. janúar. Hér em
svo svörin við getrauninni sem birtist
2. desember:
1. Spillt.
2. Páll Rósinkrans.
3. Fimm.
Geisladiskurinn You Ain't There með Jet Black Joe sem er í verðlaun.
BUBBLEFLIES
THE WORLDIS STILL ALIVE
ORRI HARÐARSON
DRÖG AD HEIMkOMV
YUKATAN
SAFNAR GUÐUM
RUNAR ÞOR
AÐMESTU
RABBI
EF ÉG HEFÐIVÆNGI
JAPIS3
tónlistardeild
Brautarholti og Kringlunni
Símar 625290 og 625200
Dreifing: Sími 625088