Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Viðskipti Karfi á fiskm. Kr/ _____ Kg Mi' Hiutabr. Eimskips Ft Fö Ma Mi Svartolía n fö Gengi jensins Mi Fi Fð Mð Þr 'Mi Kauph. í Frankfurt Svartolía hækkar Heldur lítiö hefur fengist af karfa á fiskmörkuðunum að und- anfomu, t.d. seldist ekkert sl. þriðjudag. í gærmorgun var með- alverðið lágt eða um 45 krónur kílóið. Hlutabréf Eimskips lækkuðu nokkuð í verði eftir áramótin eða um tæp 6% en hækkuðu lítillega í gær. I ársbyrjun virðist svartolía vera að hækka í verði í Rotterd- am. Tonnið hefur hækkað um tæpa 2 dollara frá því á gamlárs- dag. A árslok 1993 fór gengi japanska jensins hækkandi gagnvart ís- lensku krónunni en lækkaði aft- ur eftir áramótin. Vísitala helstu hlutabréfa í kauphöllinni í Frankfurt fór í nýtt met sl. mánudag en hefur lækkaðsíöan. -bjb Einstaklingar og lifeyrissjóðir sækja í erlend verðbréf: Viðskipti fyrir 150 milUónir - á fyrsta degi ársins hjá Skandia Svo virðist sem innlendir fjárfestar hafi tekið vel við sér í upphafi árs í viðskiptum með erlend verðbréf. Fyrsta viðskiptadag ársins, sl. þriðjudag, keyptu einstakhngar og lífeyrissjóðir erlend verðbréf hjá fjárfestingarfyrirtækinu Skandia fyrir 150 milljónir króna. Aðallega voru þetta viðskipti með hlutdeildar- skírteini í erlendum verðbréfasjóð- um. Viðskipti hjá öðrum fjárfesting- arfyrirtækjum voru óveruleg. Til marks um hversu mikil við- skipti þetta voru þá voru erlend verð- bréf, að ríkisskuldabréfum í erlendri mynt undanskildum, keypt á síðasta ári af innlendum fjárfestum fyrir alls 700 milljónir króna. Meginástæðan fyrir þessum fjörkipp eru nýjar regl- ur sem tóku gildi um áramótin þar sem hömlum á viðskiptum með lang- tímabréf var aflétt og möguleikar jukust á viðskiptum með skamm- timabréf. Eins og kom fram í DV í gær er búist við því að lífeyrissjóðir kaupi erlend verðbréf á þessu ári fyrir 2 milljarða króna eða fyrir um 5% af ráðstöfunarfé sínu. Ef viðskipti með ríkisskuldabréf í erlendri mynt eru meðtalin er búist við að innlendir fjárfestar kaupi erlend verðbréf á árinu fyrir allt að 5 milljarða króna. Á síðasta ári námu sömu viðskipti í kringum 3 milljörðum króna. Gífurleg aukning á verðbréfa- viðskiptum erlendis Ef kaup á ríkisskuldabréfum eru undanskilin má reikna með viðskipt- um með erlend verðbréf fyrir um 3 milljarða króna í ár. Það er töluverð aukning frá því sem verið hefur. Á meðfylgjandi grafi má sjá þróun við- skipta með erlend verðbréf frá því þau voru leyfð á árinu 1990. Aukn- ingin er veruleg eða frá um 50 millj- óna króna viðskiptum áriö 1990 upp í 700 milljónir á síðasta ári. Af þess- um 700 milljónum seldi Skandia Verðbréfakaup íslenskra fjárfesta erlendis heildarviöskipti 1990-1993* í milljónum kr 3000 2500 2000 1500 1000 500 o 1990 1991 1992 *undanskilin ísl. ríkisskuldabréf f erl. mynt 1993 1994 verðbréf fyrir um 450 milljónir króna. Agnar Jón Ágústsson hjá Skandia sagði í samtali við DV að viðskiptin á fyrsta degi bæru vott um uppsafn- aða þörf og átti hann ekki von á jafn miklum upphæðum næstu daga. „Ég býst við því að lífeyrissjóðimir fari hægt af stað og skoði alla möguleika. Það eru ekki aðeins íslensk fjárfest- ingarfyrirtæki sem.. bjóða erlend verðbréf, heldur lika erlendir aðilar. Við erum þvi í samkeppni við erlend verðbréfafyrirtæki um sparifé inn- lendra fjárfesta," sagði Agnar. Engar hömlur eftir ár Sem fyrr greinir eru engar hömlur á viðskiptum með langtímabréf er- lendis með lengri lánstíma en eitt ár. Erlendur verðbréfamarkaður verður að fullu opnaður fyrir íslenskum fjárfestum 1. janúar 1995 þegar tak- mörkunum á viðskiptum með skammtímabréf verður aflétt. Heim- ild einstaklinga og lífeyrissjóða til kaupa á skammtímabréfum tak- markast núna við 1 milljón króna og við 175 milljónir hjá verðbréfasjóð- um. Þá hafa innlendir aðilar heimild til að leggja inn á erlenda reikninga að hámarki 200 þúsund krónur á ein- stakling. Þessi fjárhæðarmörk gilda út þetta ár. Samkvæmt samtölum við fulltrúa nokkurra annarra íjárfestingarfyrir- tækja hafa viðskipti með erlend verð- bréf ekki verið mikil i byrjun ársins en talsvert borið á fyrirspurnum. Reyndar telja fróðir menn að aðstæð- ur til mikilla verðbréfakaupa erlend- is séu ekki hagstæðar um þessar mundir; hlutabréfaverð erlendis sé í hámarki, vextir lágir og raungengi íslensku krónunnar hafl aldrei verið lægra. -bjb Gullúnsan hækkar enn Af þeim upplýsingum frá erlend- um mörkuðum í upphafi árs sem borist hafa blaðinu ber hæst að gull- únsan heldur áfram að hækka í veröi í London. Á þriðjudag seldist únsan á 393 dollara og hefur shk tala ekki sést síðan í ágúst á síðasta ári. Frá því í síðustu viku hefur bensín- verð lækkað htillega í verði á Rott- erdam-markaði. Hins vegar virðist svartolía vera að hækka í verði. Á þriðjudag var tonnið selt á 75 dollara og hafði hækkað um 3 dollara á einni viku. Gasolía hefur lækkað lítillega enhráolíanánaststaöiðístað. -bjb Vöruverð á erlendum mörkuðuml mmm*\ 80 70 30, S 0 N D J EflBfffiEEfcnw rffffffflECTIffll H0SEES1 180 190 ' N D J | 2001 S 0 N D J DV Slippurmní Njarðvíkfær greiðslustöðvun Frá áramótum var Skipasmíða- stöð Njarðvíkur eða Siippnum veitt bráðabirgðagreiðslustöðvun til 18. janúar nk. til bráðabirgða. Að sögn Stefáns Sigurðssonar framkvæmdastjóra verður þá óskað eftir áframhaldandi gi'eiðslustöðvun til þriggja mán- aða. Stefán sagði aö ástæðan fyrir greiðslustöðvuninni væri verk- efnaskortur í skipaiðnaðinum auk þess sem skuldir fyrirtækis- ins væru miklar. Heildarskuldir SHppsins eru í kringum 200 millj- ónir króna. Starfsmönnum Slippsins hefur fækkað úr 50 í 35 á einu ári. „Við bíðum eftir því hvað ríkisstjórnin hyggst gera í vanda skipaiðnað- aríns en sérstök nefnd á að fara að skila einhverjum tíllögum til úrbóta,“ sagði Stefán. Grundartanga- mennbrosandi útaðeyrum Sú ranga ályktun var dregin í frétt blaðsíns sl. þriöjudag að forráðamenn Járnblendifélags- ihs á Grundartanga væru óhress- ir með verðlækkun á kísiljárni að meðaltali á erlendum mörkuð- um í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Hið rétta er að m.a. vegna hækkandi gengis dollars hafa Grundartangamenn verið að fá hærra verð fyrir kísiljámið. „Við erum í rauninni brosandi út að eyrurn," sagði Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, við DV. Til viðbótar því að dollarinn hefur hækkað hefur Járnblendi- félagið víxlað útflutningnum að talsverðu leyti frá Japan til Bandaríkjanna. Meöaltalsverö- iækkun kísiljárns er nefnilega einkum vegna mikiliar verð- lækkunar í Japan. Trillukarlar mokaáland Sjómannaverkfalhð kemur sér vel fyrir trillukarlana eða þá sem eiga báta undir 12 tonnum. Þeir raoka fiski á land, einkum á fisk- markaðina, og þar hefur mjög gott verð fengist fyrir aflann í vikunni. í gærmorgun var kilóið af ó- slægðri ýsu yfirleitt selt á 160-200 krónur. Hæst fór kilóið á 218 krónur á Fiskmarkaði Suöur- nesja. Einnig hefur mjög gott verð fengist fyrir óslægðan þorsk og óhefðbundnar tegundir eins og regnbogasilung. Skipulagsbreyt- ingarhjáúr- vali-Útsýn Um áramótin tóku gildi skipulagsbreyt- ingar í rekstri ferðaskrifstof- unnar Úrvals- Útsýnar. Þrjár markaðsdeildir fyrirtækisins voru sameinaöar í eina sölu- og markaðsdeild. Goði Sveinsson hefur verið ráðinn tii að veita nýju deildinni forstijöu en hann hefur verið yfirmaöur innan- landsdeildar fyrirtækisins sl. 3 ár. Hrömt Greipsdóttir mun verða yfir innanlandsdeildinni en hefur verið sölustjóri ráöstefna hjá Úi’vaH-Útsýn. Þá hefur Bjöm Ingólísson verið ráðinn fjármála- og skrifstofu- stjóri Úrvals-Útsýnai- og Kristín Karlsdóttir ráðin þjónustustjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.