Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 11 Fréttir Félagsmálaráðuneyti úrskurðar í kæru á hendur oddvita Djúpárhrepps: Oddviti sýndi vanhæf ni og vanrækslu í starf i - oddvitinn segir alla geta gert mistök „Það er enginn svo fullkominn, sem er í stjómunarstöðu, að það ger- ist ekki eitthvað sem mætti fara öðruvisi samkvæmt laganna bók- staf,“ segir Páll Guðbrandsson, odd- viti í Djúpárhreppi, í kjölfar úrskurð- ar félagsmálaráðuneytis. Snýst um milljón Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað að Páll hafi verið vanhæfur, sýnt af sér vanrækslu í starfi og að vinnubrögð hans hafi verið ámæhs- og aöfinnsluverð þegar hreppsnefnd- in fjallaöi um milljón króna lán sem Pökkunarstöð Þykkvabæjar tók árið 1985 og hreppsnefndin ábyrgðist. Á þeim tíma var Páll stjómarmað- ur og framkvæmdastjóri Pökkunar- stöðvarinnar en var kjörinn í hrepps- nefnd árið 1986. Það ár vom svo eign- ir Pökkunarstöövarinnar seldar án þess að hreppurinn tæki veð fyrir ábyrgð sinni og stóð lánið því ógreitt. 1988 greiddi svo stjóm Pökkunar- stöðvarinnar út hlutafé félagsins, sem þar með var orðið ófært um að greiða fyrrnefnt lán. Halla María Ámadóttir sveitar- stjórnarmaður kærði embættis- færslu oddvitans, að gæta ekki hags- muna hreppsins við söluna. Félags- málaráðuneytið er sammála afstöðu Höllu Maríu. „PáU var og er því van- hæfur til aö afgreiða í hreppsnefnd mál sem snerta hagsmuni Pökkunar- stöðvarinnar." Þá telur ráðuneytið Pál einnig hafa sýnt af sér „vanrækslu" og vinnu- brögð hans hafi verið „ámælisverð" þar sem hann upplýsti hreppsnefnd ekki fyrr um stöðu mála varðandi fyrrgreinda ábyrgð. Málið kom fyrst inn á borð hreppsnefndar í ágúst 1993. Oddvitinn hafði ekki kynnt hreppsnefnd gögn sem hann réð yfir frá árinu 1991 og 1992. Haíði lánið þá verið í vanskilum frá því í ágúst 1987. Svaraði sjálfur bréfi Loks eru það tahn „aðfinnsluverð vinnubrögð" af hálfu oddvita að hafa ekki lagt fyrir hreppsnefnd bréf frá félagsmálaráðimeytinu þar sem fariö var fram á umsögn hreppsnefndar. Umsögn var beðin um kæm hrepps- nefndarmanns á hendur Páh þar sem hann var átahnn fyrir að fara ekki að sveitarstjórnarlögum um fundar- boð hreppsnefndarfunda. Páll svar- aði bréfinu sjálfur en kynnti þaö ekki fyrir hreppsnefnd þar sem hún var í fríi. Nú er th meðferðar hjá félagsmála- ráðuneytinu kæra á hendur hrepps- nefnd Djúpárhrepps. Þar er harðlega gagnrýnd afgreiðsla hreppsnefndar á umsókn Kartöfluverksmiöju Þykkvabæjar um 5 mhljóna króna styrk frá hreppsnefndinni th at- vinnuskapandi verkefna. Oddvitinn kynnti erindið fyrir fundinn og málið afgreitt með hraði og samþykkt með fjórum atkvæðum en einn hrepps- nefndarmanna sat hjá. Framboð óvíst í vor Páh segist ætla að reyna að bæta úr því sem ráðuneytið telur ámæhs- og aðfinnsluvert í störfum hans. Þetta muni hann gera allt til vors þegar kjörtímabih hans lýkur. Hann segist enn ekki ákveðinn í hvort hann ætlar að gefa kost á sér aftur. „Ég stórefa það. Ég hef ekki enn gert þaö upp við mig en ég efast um það. Þetta er meira en mannskemmandi að standa í svona löguðu,“ segir Páll -PP Gunnar Kvaran listfræðingur við styttuna þar sem verið er að þurrka hana á Kjarvalsstöðum.^ DV-mynd Brynjar Gauti Móðir og barn illa farin Styttan Móðir og bam eftir Tove Ólafsson hefur verið tekin af stalh sínum eftir að skemmdir voru unnar á henni fyrir nokkrum mánuðum. Að sögn Gunnars Kvaran hstfræð- ings kom í Ijós við nánari athugun að skemmdir höfðu einnig orðið á styttunni sökum veðrunar en ljóst er að hún er ekki gerö th að standa úti. Nú er verið aö þurrka hana og líklegt að hún verði send utan til við- gerðar. Hann segir að erfitt verk verði að gera við hana. Ef það tekst verður sennhega að taka af henni mót og gera af henni bronsafsteypu. Þetta verk tekur sinn tíma en hann vonast þó th að hún veröi aftur kom- in á stall sinn fyrir framan fæðingar- heimihð við Eiríksgötu eftir sex th áttamánuöi. -pp Amfetamín- og piHufundurinn: Rannsókn beinist að samverkamönnum Maður sá sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelh 22. desember síð- asthðinn, grunaður um að eiga fíkni- efni sem fundust í fórum 34 ára konu sem kom th landsins frá Lúxemborg, er þessa dagana th yfirheyrslu hjá fikniefnalögreglunni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort fleiri hafi verið í slagtogi með honum. Samkvæmt heimhdum DV hefur maðurinn ekki haft fasta vinnu í talsverðan tíma og vekur það meðal annars spurningar um hvemig fíkniefnakaupin voru fjármögnuð en ætla má að þau hafi kostað á þriðja th fjórða hundrað þúsund erlendis. Samkvæmt sömu heimhdum hafði maðurinn enn ekki játað í gær. Rangt var farið meö í frétt DV í gær aö hann væri á fertugsaldri. Hiö rétta eraðmaðurinner29ára. -pp Próf kjör hjá sjálf stæðismönnum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekki er annað vitað en aö ahir fjór- ir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á Akureyri muni taka þátt í próf- kjöri flokksins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar en prófkjörið fer fram 22. og 23. janúar. Sigurður J. Sigurðsson, Björn Jósef Arnviðarson, Jón Kr. Sólnes og Birna Sigurbjörnsdóttir eru bæjar- fulltrúar flokksins og skhuðu inn þátttökuthkynningu fyrir prófkjörið nema Bima, en þó er reiknað með að hún taki þátt. Aörir sem þegar hafa ákveðið að vera með í prófkjör- inu eru Þórarinn B. Jónsson, Einar Bjamason, Valgerður Hrólfsdóttir og Ólafur Rafn Ólafsson. Þá er reiknað með að kjörnefnd flokksins muni leita til fleiri aðila um að taka þátt í prófkjörinu. SEWMM—HjgBB ®Ö-50% afsláttu ■ Hjálparsveitin er aldrei langt undan jj) Hjálparsveit skáta Reykjavík LANDSBJÖRG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.