Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Erlend myndsjá Lukku- hundi stolið í sigur- látum í Texas er allt meira og stærra en annars staöar. í íþróttum deila menn þar af meiri ákafa en aörir og nú á dögunum gengu fylgismenn ruöningsliðsins frá Austin svo langt að stela lukkuhundinum Re- ville VI. af andstæðingum sínum í Dallas. Áður höfðu þeir í Austin horið sigurorð af liði Dallas og vildu láta kné fylgja kviði með því að stela líka af þeim hundinum. Reville VI. fannst síðar í Austin og var skilað. Málinu er því lokið í bih eða þar til liðin mætast næst. Þá er viðbúið að Dallasbúar leiti hefnda. Aðdáendur ruðningsliðsins í Dallas í Texas ætluðu að skipta um lukkuhund um áramótin og ráða Reville VI. I stað Revilles V. Lengi leit þo ut fyrir að gamli hundurinn fengi ekki friið þvi arftakanum var stolið. Fögnuður var að vonum mikill þegar Reville VI. kom í leitirnar og getur fært liði sínu lukku á nýju ári. Simamynd Reuter Franska amman Marie-Theresa Barre hafði ástæðu til að brosa breitt í upphafi árs því hún vann stærsta lottópott í sögu landins. Gamla konan er nú tæpum 60 milljónum franka rikari. Það jafngildir um 700 milljónum íslenskra króna. Sonurinn Jacques og tengdadóttirin Sylvia fagna hér með þeirri gömlu. Simamynd Reuter Fólki i Flórída býðst nú að láta breyta sér í múmíur vilji það ekki hverfa í jörðina eftir andlátið. Enn má sjá stefni olíuskipsins Braer mara í hálfu kafi við suðurodda Hjalt- landseyja þótt ár sé liðið frá slysinu þar. Rúmlega 80 þúsund tonn af olíu fóru þarna í sjóinn í fyrra. símamynd Reuter R’elsi í hjónabandi Víetnamskir ílóttamenn hafa ekki verið velkomnír í Hong Kong þótt marga hafi borið þar fyrst aö landi eftir flótta frá heimalandi sínu. Yfirvöld í Hong Kong vista fólkiðí flóttamannabúðum og neita að hleypa því inn í landið. Konur í búðunum hafa þó látið krók koma á móti bragði og gift síg körlum frá Hong Kong og þannig unniö sér rétt til landvistar. Gegn þessu hefur nýlendustjórnin í Hong Kong engin ráð. Væntanlegír makar semja sín i milli án þess að hittast áður og í mörgum tilvikum er hjónabandiö ekkert annaö en nafnið tómt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.