Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Síða 28
40 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Menning____________________________ Fyrsta íslenska barna- bókin á grænlensku - Ömmustelpa Armanns Kr. Einarssonar heitir Emutannguaq í grænlensku þýðingunni Bókaútgáfa er ekki mikil á Græn- landi enda landið fámennt og fólkið dreift. Það þykir því tíðindum sæta að íslensk bamabók skuli hafa verið þýdd á grænlensku og gefin út. Bók þessi er Ömmustelpa eftir Ármann Kr. Einarsson sem kom út hér á landi 1977 og fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið eftir sem besta frumsamda bamabókin. Ömmustelpa eða Ernutannguaq, eins og sagan heitir á grænlensku, sem er framandi tungumál fyrir okk- ur íslendinga, er að nokkru leyti byggð á dagbók höfundarins um tímabil á þroskaferli ungrar dóttur- dóttur hans. í bókinni leiðir Ármann lesandann inn í heim bamsins þar sem allt er nýtt, undur og ævintýri bíða svo að segja við hvert fótmál og ímyndun hugans em engin takmörk sett. í stuttu spjalli var Ármann spurður um aðdraganda þess að Ómmustelpa hefur nú komið út á grænlensku. „Það var töluvert langur aðdrag- andi að útkomu bókarinnar. Ég fór til Grænlands 1982 á hátíð norrænna manna í búsetu á Grænlandi. Þar kynntist ég grænlenskri konu, Bene- dikte Thorsteinsson, sem gift er ís- eyjum Á flóröa tug íslenskra hstamanna tók þátt í tveimur samhliöa listahá- tíðum sem haldnar voru í London og Colchester í Essex í desember- mánuði. Lundúnahátiðin bar yfir- skriftina Winter Tales en hátíðin í Colchester var helguð list þeirra þjóða er byggja eyjamar í Norður- Atlantshafi með sérstakri áherslu á verk íslenskra hstamanna. Listamenn úr velflestum listgrein- um tóku þátt í hátíðinni og var tón- skáldið og sehóleikarinn Hafhði Hahgrímsson sérstakt gestatónskáld Essex-hátíðarinnar og dvaldi þar meðan á henni stóð og voru nær ein- göngu flutt tónverk eftir hann á ein- um tónleikum. Þá kom Hafliði einxúg fram í Lundúnum. Annars var ís- lensk hst mjög áberandi á þessum tveimur hátíðum, myndhstarsýning- ar á málverkum og ljósmyndum, djass, þjóðlög, klassísk tónlist og ljóðalestur, svo að eitthvað sé nefnt. Þijár íslenskar kvikmyndir voru sýndar í tengslum við hátíðarnar, Sódóma Reykjavík, Böm náttúmnn- ar og Karlakórinn Hekla, og hlutu myndimar góðar viðtökur áhorf- enda. Þá má geta þess að þekktastí íslendingurinn á Bretlandseyjum, Magnús Magnússon, flutti mynd- skreyttan fyrirlestur um íslensku fomsögumar 'en hann opnaði jafn- framt sýningar íslenskra myndhst- armanna í Minories sýningarsalnum og University Gahery í Colchester. Listamönnunum og sýningum þeirra vom gerð góð skil í breskum fjölmiðlum og var meðal annars í desemberbyijun sýndur þáttur um ísland í breska sjónvarpinu þar sem landi og þjóð var hælt í hástert. Inn í þáttinn var fléttað viðtölum við ís- lensk skáld og tónhstarmenn. Á þessu ári em fyrirhugaðar fjölmarg- ar heimsóknir íslenskra htamanna til Bretlandseyja, meðal annars f tengslum við afmæli lýðveldisins og útgáfu á íslenskum rit- og tónverk- um. -HK Ármann Kr. Einarsson ásamt ömmustelpunni sinni, Guðrúnu Evu. Myndin er tekin um það leyti sem Ömmustelpa kom út fyrir rúmum fimmtán árum. lendingi. Hún hafði lært íslensku enda hafði hún og eiginmaður henn- ar, Guðmundur Þorsteinsson, búið í Ámnvnn Kr. íifnarsson Emutannguaq Þannig litur bókakápan út. Eins og sjá má er Ömmustelpan orðin grænlensk í útliti en grænlenskur teiknari var fenginn til að mynd- skreyta bókina þar sem ömmustelp- an, eins og hún er teiknuð i íslensku bókinni, þótti ekki nógu grænlensk. nokkur ár í Reykjavík og hún meðal annars unnið um tíma í Norræna húsinu. í samtölum okkar kom upp sú hugmynd að skemmtilegt væri að einhver bóka minna kæmi út á græn- lensku. Benedikta tók að sér aö þýða Ömmustölpu en málið er síðan búið að vera alian þennan tima í undir- búningi. Það er erfitt að gefa út bæk- ur hér á landi en það er mun erfiö- ara að gefa út bók í fámenninu á Grænlandi og er Ömmustelpa gefin út með styrk frá norræna þýðingar- sjóðnum." Ármann sagði að þetta væri ekki fyrsta erlenda útgáfan af Ömmu- stelpu. Bókin hefði verið gefin áður út á norsku. Hér á landi hefði hún lengi verið ófáanleg og fengi hann stundum upphringingar frá fólki sem væri að spyrja hvar það geti nálgast bókina. Á löngum rithöfundarferh hafa komið út fjörutíu bækur eftir Ár- mann Kr. Einársson, síðast Grallara- líf í Grænagerði. Aðspurður sagðist Ármann vera meö nýja bók í smíðum en það er fleira á döfinni; verið er að gera heimildarmynd um Armann, líf hans og ritstörf og í undirbúningi er sjónvarpssería sem byggð er á bókunum um Árna í Hraunkotí. -HK DV Gnægta- bruniiurinn Gnægtabrunnurinn er sam- vinnuverkefni 22 hstamaima sem vinna með myndbönd, gjöminga og hljóö/tónlist. Listamenn þessir verða með uppákomur á Bíó- bamum á næstunni þar sem á hverju kvöldi má búast við að reka augun í nýstárlegt myndefni öh þriðjudags-, fimmtudags- og laugardagskvöld til og með 5. fe- brúar næstkomandi. Einnig má búast viö óvenjulegum uppátækj- um í tengslum viö sýningartjöld staðarins þegar liða fer á mánuð- inn, Dagskrá þessi er nánast hugsuð sem tilraunastofa þar sem kannaðir veröa ýmsir mögu- leikar með samveru við mynd- band, varpað á tjöld þar sem menn em saman komnir fyrst og fremst til að skemmta sér. Jazzkvarteft Reykjavíkurleikur áRonnieScott’s Einhver frægastí djassklúbbur á Bretlandseyjum og sjálfsagt einnig einn þekktasti í heiminum er Ronnie Scott’s í London. Þar hafa öll stórstimi djassins komið fram og margur stórviðburður- inn átt sér stað. Það er þvi mikill heiður að fá að leika þar og sá heiður hefur nú fahið í skaut Jazzkvartett Reykjavíkur sem hefur verið ráðinn th að leika í klúbbnum í eina viku, 7.-14. fe- brúar næstkomandi, í kjölfar góðrar frammistöðu á tónleikum kvartettsins í Lauderdal House í London en þar lék með honum breski trompetleikarinn Guy Barker og var leikinn íslenskur og bandarískur djass. Jazzkvart- ett Reykjavíkur skipa þeir Sig- urður Flosason, Eyþór Gunnars- son, Tómas R. Einarsson og Einar Valur Schevíng. Strandhögg íslenskra listamanna á Bretlands- Arnar Jónsson, Guörún Þ. Stephensen, Jóhanna Jónas og Jón Stefán Kristjánsson. Þau frumfluttu á mánudags- kvöld hljóðskúlptúr eftir Magnús Pálsson. DV-mynd BG Leikhúskj allarinn: Menningarlegar uppákomur á mánudagskvöldum Síðasthðið mánudagskvöld var frumfluttur í Leikhúskjaharanum hljóðskúlptúr eftir Magnús Pálsson. Flytjendurnir vora fjórir, leikaramir Arnar Jónsson, Jóhanna Jónas, Guð- rún Þ. Stephensen og Jón Stefán Kristjánsson. Var þetta fyrsta hsta- kvöldið af mörgum sem fyrirhuguð em í Leikhúskjaharanum. Um er að ræða endurvakningu á Listaklúbbi sem starfræktur var í Þjóðleikhús- kjallaranum 1956. Það var Jón Leifs tónskáld sem stóð fyrir stofnun Listamannaklúbbsins. Klúbbur þessi var eingöngu ætlað- ur hstamönnum og skyldi hann standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi og vera vettvangur þar sem hsta- menn hefðu tök á að hittast og ræða mál er vörðuðu list þeirra. Jón Leifs hafði kynnst hstmenningu Evr- ópubúa og dreymdi um að upphefja umfjöllun um hstir í anda þeirra. Listaklúbbur þessi varð ekki langlíf- ur í Leikhúskjaharanum en starfaði i tvö ár í Naustinu. Hinn endurvakti Listaklúbbur verður í nokkuð breyttri mynd, með- al annars verður hann opinn öhum og er markmiöið að standa fyrir menningarlegum uppákomum á mánudagskvöldum og skapa vett- vang fyrir hstamenn og hst þeirra í sem fjölbreyttastri mynd. Þegar er komin dagskrá fyrir næstu fjóra mánudaga. 10. janúar er Ljóðleikhúsið með dagskrá. Meöal þeirra sem koma fram era Birgir Svan Símonarson, Finnur Torfi Hjörleifsson, Kristín Ómarsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Mánudaginn 17. janúar verður þýðingarkvöld. Lesið verður úr óbirtum þýðingum. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson lesa úr þýðingu sinni á Kafka, Ingibjörg Haraldsdóttir les úr þýðingu sinni á Tvífaranum eftir Dostojevski, Baldur Óskarsson les ljóðaþýðingar og Sigurðar A. Magn- ússon les úr Söngnum um sjálfan mig eftír Walt Whitman. 25. janúar verður dagskrá tileinkuð Anton Tsjekhov í umsjón Ásdísar Þórhahs- dóttur og 31. janúar verður dagskrá sem tileinkuð er sýningu íslensku óperunnaráEvgeniÓnegin. -HK Breyting á fyrirhuguðum tónleikum Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á nýju ári eru í kvöld. Breyting verður á fyrirhugaðri dagskrá. Píanóleik- arinn Alexeii Lubimov, sem ráð- gert var að léki á tónleikum þess- um, forfallaðist á síðustu stundu en lánið lék við hljómsveitina og hingað fékkst finnski píanóleik- arinn Olli Mustonen. Mustonen þykir meðal allra áhugaverðustu píanóleikara. Frábær tækni og sérstæö túlkun hefur hehlað tón- leikagestí um heim ahan en Mus- tonen hefur leikið meö mörgum af þekktustu Sinfóniuhljómsveit- um og meöal annars undir stjórn hljómsveitarstjóra á borö við As- hkenazy og Barenboim. Mun Mustonen leika 3. píanókonsert Sachmaninoffs en auk konserts- ins verður flutt á tónleikunum í kvöld Sinfónía m’. 3 eftir Anton Bruckner. Karlafræðarinn janúarbók Karlafræðarinn, karlmenn undir beltisstað, er janúarbók Máls og menningar. Bókin, sem er eftir breska lækninn Kenneth Purvis, varpar upp spurningum sem karlmenn hafa löngum veriö tregir th að spyija, spuminga sem varða karlmennskutákn þeirra: kynfærin. Karlafræðar- inn svarar mörgum spurningum sem sjaldan koma upp á yfirborð- iö auk þess sem í bókinni er fjall- að um kynfæri mannsins, goð- sagnir, kynhvöt, sjúkdóma og frjósemi, svo að eitthvaö sé nefht. Höfundurinn er læknir en hefur jafhframt háskólagráðu í lífefna- og lífeðlisfræði. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér aö karla- lækningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.