Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1994, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1994, Side 5
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 21 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Barnaguðs- þjónustur á sama tíma í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla. Sóknarprest- ur. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Agnes Sigurð- ardóttir prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kaffisala Safnaðarfélags Ás- prestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ek- ur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kvöldmessa i samvinnu við UFMH kl. 20.30. Altaris- ganga. Kaffi á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Bústaöakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Gideonfélagar kynna starf sitt. Ræðumaður Magnús Þorleifs- son verslunarmaður. Kirkjukaffi eftir messu. Pálmi Matthiasson. Digranesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar söfnuð- inn og prédikar. Barnasamkoma í safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Barnastarf í safn- aðarheimilinu á sama tíma í umsjá Maríu Agústsdóttur. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Guðs- þjónusta kl. 18. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Umsjón Elín Jóhannsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Magnús Guð- jónsson prédikar og þjónar fyrir altari Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lok- inni guðsþjónustu. Sr. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta.kl. 11. Söguhornið kemur aftur. Valgeir Guðjónsson ríður á vaðið. Eftir guðsþjónustuna gefum við fuglun- um. Guðsþjónusta kl. 14. Cecil Haralds- son. Garðasókn: Sunnudagaskóli kl. 13 í Kirkjuhvoli. Garðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Tinna Eyjólfsdóttir, Bæjargili 32, Garðabæ. Sóknarprestur. Grensáskirkja: Fjölskyldumessa og barnastarf kl. 11. Fræðsla, söngur og framhaldssagan. Prestur sr. Gylfi Jóns- son. 6 ára börn og yngri á neðri hæð. Messa kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson. Grindavíkurkirkja: Barnastarfið kl. 11. Messa kl. 14. Bænadagur. Fermingar- börn lesa bænir sem þau hafa samið. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir messuna. Fermingarbörn og foreldrar þeirra annast veitingarnar. Söfnuðurinn hvattur til að fjölmenna. Sóknarprestur. Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10 um Biblluútgáfur á liðnum öldum. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. Messa og barnasam- koma kl. 11. Sigurður Pálsson. Stjórn- andi Kristín Sigfúsdóttir. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. Barnastarf á sama tíma. Sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnastarf i safnaðar- heimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta I Kópavogskirkju kl. 14. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar söfnuð- inn og prédikar í guðsþjónustunni. Dóm- prófastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, ávarpar kirkjugesti I lok guðsþjónustunn- ar. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Keflavikurkirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 með þátttöku sunnudaga- skólabarna, fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Prestarnir. Landspitalinn: Messa kl. 10. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands bisk- ups: Hámessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Barnastarf kl. 13 í umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stefánsson- ar. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Guðsþjónusta kl. 14. Gideonfélagið kynnt. Geir Jón Þórisson prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma i umsjá Eirnýjar og Báru. Fundur með foreldrum skírnar- barna eftir messu þar sem sr. Jón Ragn- arsson flytur erindi um skírnarfræðslu kirkjunnar. Blóðbrullaup: Áhrifaríkur nú- tímaharmleikur „Blóðbrullaup er mjög skemmtilegt verk. Þetta er nútíma harmleikur og sagt er að Lorca hafi endurvakið harmleikinn með þessu verki. Verkið er bæði abstrakt í forminu en einnig . mjög hefðbundið. Textinn er bæði bundinn og óbundinn, fer frá ljóðum yfir í hversdagslegt mál,“ segir Þór- unn Sigurðardóttir leikstjóri. Hún leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Blóðbrullaupi eftir Federico Garcia Lorca sem frmnsýnt verður í Smíða- verkstæðinu á föstudagskvöld kl. 20.30. •- í Blóðbrullaupi spinnur Lorca mik- inn örlagavef út frá fyrirferöarlítilli blaðafregn af hörmulegum atburð- um sem áttu sér stað nokkrum árum áður í htlu þorpi í Andalúsíu. Cufro Montes fannst myrtur úti í skógi nóttina eftir að hann flúði með fyrr- verandi unnustu sinni, Franciscu Canades, þegar gefa átti hana öðrum manni. Eftir þetta yrti brúðguminn aldrei á brúði sína og hún bjó ein og fordæmd í þorpinu Níjar fram á elh- ár. í helstu hlutverkum eru Bríet Héð- insdóttir, Baltasar Kormákur, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. -em Staða kynjanna Jafnréttisnefnd Kópavogs gengst fyrir málþingi í samkomuhúsinu aö Digranesvegi 12 á laugardag kl. 11.00. Til þingsins er boðið fuhtrúum úr öhum jafnréttis- og/eða félagsmála- nefndum á svæðinu frá Kjalarnesi suður á Reykjanes, starfsmönnum á skrifstofu jafnréttismála og bæjar- fúhtrúum Kópavogs. Thgangur mál- þingsins er sá að nefndir á svæðinu hittist og beri saman bækur sinar um stöðu jafréttismála og framtíðar- horfur. Hhdur Jónsdóttir ritstjóri og Gunnlaugur Ástgeirsson mennta- skólakennari munu halda erindi og ræða m.a. aðstöðu kvenna th þess að taka að sér ábyrgðarstöður í þjóð- félaginu. Góðverkin vinsæl Gamanleikurinn vinsæh, Góðverk- inn kaha! - átakasaga eftir Þingey- ingana þrjá, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason hefur nú verið á fjölun- um hjá Leikfélagi Akureyrar síðan á jólum. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir leikara leikfélagsins og hefur hann fengið góðar viðtökur jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda og hefur verið uppselt á nær allar sýn- ingar fram að þessu. Næstu sýningar verða á fóstudags- og laugardags- kvöld. Söngleikurinn Joseph í Keflavík í gær frumsýndi Tónhstarskóhnn í Keflavík söngleikinn Joseph og ht- skrúðuga draumafrakkann hans stórkostlega eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Textann þýddi Þorsteinn Eggertsson. Söguþráðurinn er úr Gamla testa- mentinu og segir frá Jósef hinum draumspaka, syni Jakobs, og bræðr- um hans. Jakob heldur meira upp á Jósef heldur en hina bræðuma og þegar hann gefur honum htskrúðug- an frakka fá hinir bræðumir nóg. Þeir ákveða að koma bróður sínum fyrir kattamef. Um 40 nemendur taka þátt í sýningunni og eru flestir á aldrinum 14-20 ára. Baltasar Kormákur og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverkum sínum. DV-mynd Brynjar Gauti Kolaportið: Ókeypis básar íyrir böm Á síðasta hausti var efnt th sér- staks markaösdags í Kolaportinu þar sem böm og unglingar fengu ókeypis sölupláss th að selja aht mihi himins og jarðar. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka þetta á sunnudaginn, 23. janúar. Reiknað er með að um 100 ungmenni fái þá ókeypis borðpláss sem þau geta notað eins og þau vhja, losna við gamla dótið sitt, selt muni sem þau hafa safnað hjá vinum og ættingjum og fleira. Thgangurinn með þessu er að vekja athygli barna og unghnga á því hvernig þau geta notað Kolaportið th að afla flár á heiðarlegan hátt með eigin vinnu og hugvitssemi. Th að örva hugmyndaflug ungmennanna mun Kolaportið veita sérstaka viður- kenningu og verðlaun fyrir frumleg- ustu fjáröflunarstarfsemina. Kristinn H. Árnason leikur at al- kunnri snilli í Seltjarnarneskirkju. Gítartónleikar í Seltjarnar- neskirkju Gítarleikarinn Kristinn H. Áma- son heldur tónleika í Seltjamames- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1983. Hann lauk BM-prófi frá Manhattan School of Music árið 1987. Einnig stundaði hann framhaldsnám á Spáni og í Englandi. Kristinn hefur komið fram á tónleikum á íslandi, í Bandaríkjunum og á Ítalíu, auk þess sem hann hefur leikið í útvarpi og sjónvarpi. Þorrinn hefst í dag Þorri hefst í dag á bóndadag en hann var áður persónugerður sem vetrarvættur í sögum frá miðöldum. í sögum frá þeim tíma er einnig minnst á þorrablót en þeim er ekki lýst. Á síðari hluta 19. aldar fóm mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir köhuðu þorra- blót. Eftir aldamótin var siðurinn lagður niður í kaupstöðum en sveit- imar héldu áfram að halda þorra- blót. í Naustinu í Reykjavík var byrj- að að selja íslenskan mat á þorranum árið 1958 og eftir það hafa ýmis sam- tök haldið þorrablót. Ýmis íþróttafé- lög og önnur samtök halda þorrablót núna um helgina og næstu helgar og í nánast öllum sveitum landsins er þorranum fagnað. Leikhús Borgarlefkhúsið Stóra svfð: Eva Luna föstudag kl. 20.00 sunnudag kl 20.00 Spanskflugan laugardag kl. 20 Litla svið: Elín Halena föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Ronja ræningjadóttir sunnudag kl. 14.00 Þjóðleikhúsið Stóra svið: Mávurinn sunnudag kl. 20 Skilaboöaskjóðan sunnudag kl. 14.00 Allir synir minir föstudag kl. 20.00 Kjaftagangur laugardag kl. 20.00 Litla svið: Seiöur skugganna föstudag kl. 20.00 sunrtudag kl 20.00 Smíðavorkstæðið: Blóðbrullaup föstudag kl. 20.30 Islenska óperan Evgení Ónegín laugardag kl. 20 Leikfélag Akureyrar Góðverkin kalla föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 15 Bar Par laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Nemendaleikhúsið í Héðins- húsinu Konur og strið laugardag kl, 20.00 sunnudag kl. 20.00 íslenska leikhúsið Tjarnarbíói Býr íslendingur hér? laugardaginn kl. 20.00 . Þorrablót Bolvíkinga Siguijón ]. Sigurðsson, DV, ísafirði Hið árlega þorrablót Bolvíkinga verður haldið í Félagsheimih Bol- ungarvíkur á laugardagskvöld. Blót- ið er hið 48. í röðinni en húsfyflir hefur verið á þau öll. Þorrablót Bolvíkinga er frábrugðið öðrum þorrablótum að því leytinu að ákveðin skflyrði eru fyrir þátttöku í því. í fyrsta lagi þurfa allir þátttak- endur að vera búsettir í Bolungarvík, í öðru lagi þurfa allir að vera giftir eða í sambúð og í þriðja lagi þurfa aflir kvenþátttakendur að mæta í þjóðbúningum. Danspar á heimsmæli- kvardaheim- sækir ísland Danska dansparið Allan Tornsberg og Vibeke Toft eru stödd á íslandi og sýna hst sína á Hótel íslandi á laugardag kl. 13. Aflan og Viheke hafa náð þeim frækna árangri að verða sama árið 1992 Norðurlanda- meistarar, Evrópumeistarar og heimsmeistarar í danskeppni áhuga- dansara og stuttu eftir að þau skiptu yfir í atvinnumennskuna unnu þau Rising Star titil atvinnumanna í Blackpool 1993. Dansatriði þeirra tekur um hálftíma en á undan verður danssýning hjá nemendum Dans- skóla Hermanns Ragnars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.