Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 29 FQjómsveitin Stjómin er hætt lék á sínum síöasta dansleik um síðustu helgi. Annað kvöld tekur til starfa ný hljómsveit sem í eru þrír fyrrverandi liðsmenn Stjómarinn- ar, Sigríður Beinteinsdóttir, Friðrik Karlsson og Halldór Gunnlaugur Hauksson. Til viðbótar era í hljóm- sveitinni Guðmundur Jónsson gít- arleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Eyþór Gunnarsson sem sér um hljómborðsleikinn. „Eyþór verður bara með okkur i vetur. Þegar vorar breytir hljóm- sveitin um svip og fer að fást við aðra hluti en núna í vetur,“ segir Sigga Beinteins. „Við verðum húshijóm- sveit á Hótel íslandi fram í apríl. Þegar því tímabili lýkur tekur raunar til starfa ný hljómsveit með nýjar áherslur og með sömu liðs-. skipan og í vetur að því frátöldu að Eyþór verður ekki með.“ Um ástæðu þess að Stjómin hætti eftir tiltölulega langan og farsælan feril segir Sigga að liðsmennina hafi einfaldlega verið farið að langa að breyta til. „Ég stakk upp á því að við hættum og það varð úr,“ segir hún. „Við skiljum í mesta bróðemi.“ Hljómsveitin Stjómin skiptist raunar aðeins í tvennt. Grétar Örvarsson og Jóhann Ásmundsson stofna hljómsveit sem tekur til starfa í næsta mánuði og hin þrjú verða í hljómsveit Siggu Beinteins. Hrárri en áður „Við Friðrik vorum búin að ræða um að stofna hljómsveit. Mig langaði Hljómsvert Siggu Beinteins fram í apríl en síðan hættir Eyþór Gunnarsson og hópurínn breytir um nafn. DV-mynd GVA tónliQl Meðí Sumargleðinni Eitt af þeim verkum sem ný- stofhuð hljómsveit Siggu Beinteins fær að glíma við er að leika undir hjá Sumargleðinni á Hótel íslandi. Sumargleðiskemmtanimar hefjast fimmta febrúar. Sigga var beðin um að taka þátt í skemmtidagskrá Sum- argjeðimannanna og þannig kvikn- aði sú hugmynd að starfrækja dans- hljómsveit á Hótel íslandi í vetur og snúa sér svo að öðrum verkefnum með vorinu. „ Við erum með samning við Hótel ísland fram í apríl og spilum þar um hverja helgi, segir Sigga. „Þannig gefst okkur gott tækifæri til að spila okkur saman á tíma sem annars er afar rólegur fyrir hljómsveitir. Það er lítið um að vera á sveitaböllum á þessum árstíma og jafhframt slepp- um við við að hossast í rútum við misgóðar aðstæður. Sigga fékk að reyna eina slíka ferð um síðustu helgi þegar Stjórnin skrapp til Akureyrar og lék á loka- dansleik sínum. Ferðin til baka tók talsverðan tíma en hún var vel þess virði fyrir eftirminnilegt ball. „Það var alveg rosalega gaman þama í Sjallanum, segir Sigga. „Við spiluðum þar til klukkan var að verða fjögur og hefðum getað haldið áfram lengur ef viö hefðum ekki verið stoppuð af. Fólkið í salnum dansaði uppi á borðum og skemmti sér konunglega og við spiluðum allt Byrjar á morgun - fær nafn í apríl vikunnar þessu sinni varð kappinn uppvís að því á tónleikum á írlandi fyrir skömmu að leika hið forboðna lag Cop Killer og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Þetta hafa írsk yfirvöld túlkað sem storkun við landslög því umrætt lag hefur verið for- dæmt og bannað á írlandi sem og víöa um heim og í jafn rammkaþólsku landi og Irlandi ætla menn ekki að láta þaö óáreitt að lce-T komist upp með aó hundsa boð og bönn. Ef hann verður fundinn sekur um lögbrot má hann búast við allt aó sex mánaóa dvöl í grjótinu og einnar milljónar króna sekt. -SþS- einnig til að fara aö vinna með Guð- mundi Jónssyni aftur. Við spiluðum saman í Kikk og fyrri hljómsveitinni minni sem lék í veitingahúsinu Broadway. Niðurstaöan varð sú að við ákváðum að hafa tvo gítarleikara í hljómsveitinni og sleppa hljóm- borðsleikaranum I staðinn. Við buð- um Halla Gulla síðan að vera með og fengum loks Þórð Guðmundsson til að sjá um bassaleikinn. Með þessari hljóðfæraskipan gefst okkur færi á að vera nokkuð hrárri en ella. Það er líka tilbreyting að sleppa hljómborðs- leikaranum því að flestallar hljóm- sveitir sem nú starfa hafa hljóm- borðsleikara með í hópnum." Sigga segir að í sjálfu sér sé steínan ekki fyflilega mótuð ennþá. Allt kapp hefur verið lagt á að æfa fyrir dansleikjaspilamennskuna. Þegar því verki verður lokið byrja fimm- menningarnir að huga að „hinni hljómsveitinni". Þau hyggjast ekki senda frá sér plötu í vor eða sumar en stefna aö því aö koma lögum á safhplötur. „Við erum með tvo mjög góða lagasmiði í hópnum, Friðrik og Gumma, og við eigum raunar nóg efni til að vinna úr nú þegar, segir Sigga. „Við ætlum hins vegar að bíða til haustsins með plötu í fullri lengd. Þú heyrir af þessu að hljómsveitinni er ætlað lengra líf en bara út sumar ið! það helsta sem við höfúm verið með á prógamminu síðastliðin ár. Þetta var mjög eftirminnilegt ball. Stjórnin ætlaði raunar upp- haflega að hætta um áramótin. En svo bárust henni tilboð um tvo dansleiki til viðbótar sem ekki var hægt að hafna og því teygðist aðeins úr lokapunktinum. En um síðustu helgi lauk sem sagt ferli hljóm- sveitar sem hefur um flest verið gifturíkur og ný verkefni bíða meirihluta liðsfólks Stjómarinnar og nýrra félaga þess - almennur dansleikur annað kvöld og árshátíð á laugardag. Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allh- geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku em birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar hljóta svo geisladisk í verölaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þesu sinni er það'geisladiskurinn Spillt með Todmobile sem er í verð- laun. Hér koma svo spurningamar: 1. Á íslenska listanum er lagið A Whole New World. Úr hvaða kvikmynd er lagið? 2. AfhvaðaplötumeðRodStewart er lagið Having a Party? 3. Hvað heitir nýjasta plata Alice In Chains? Af hvaða plötu með Rod Stewart er lagið Having a Party? Rétt svör sendist DV fyrir 3. febrúar, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 3. febrúar og rétt svör verða birt í blaðinu 10. febrúar. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 6. janúar: 1. All That She Wants. 2. Sexlög. 3. Man on the Moon eða Side- winder Sleeps Tonight.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.