Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 I t©nlist dv A ► T * Michael Cretu, öðru nafni Curly MC, enn á ferð: Tónlist fyrir gáfumenn en með barnslegu yfirbragði „Enigma er hvorki listamaður né hljómsveit. Miklu nær væri að tala um hugmynd eða áætlun, segir rúmenski tónlistarmaðurinn Michael Cretu. Hann segir að með Enigma hafi einn af æskudraumum sínum ræst. Draum- ur um að stofna Enigma, tákn um skapandi og tilraunakennda tónlist og hann leggur hana fram fyrir hlust- andann án nokkurra upplýsinga. Það var fyrir fjórum árum sem Michael Cretu sendi frá sér fyrstu plötuna sem bar nafn Enigma. Platan hét MCMXC (rómverskar tölur sem tákna ártalið 1990). Á plötunni var lagið Sadness Part 1 sem er betur þekkt sem munkalagið. Það kom út á smáskífu þá um haustið og sló í gegn hjá útvarpsmönnum í ýmsmn lönd- um. Flytjandinn var skráður Curly MC. Curly þýðir krullaður eða hrokkinn og er ensk þýðing á rúmensku ættamafni Michaels. MC er síðan fangamark listamannsins. Þótt nafn hans sé lítt þekkt hér á landi Jimi Hendrix - Stone Free: ★ ★ ★ Verulega eiguleg plata fyrir alla Hendrixaðdáendur og reyndar miklu fleiri. -SÞS Elton John - Duets: ★ ★ ★ í heild er Duets vel heppnuð plata sem vinnur á við hverja hlustun. Lög Eltons eru bæði ný og gömul og sameinast í vel heppnuðum flutningi. -HK Sigtryggur dyravörður - Mr. Empty: ★ ★ ★ Frumraun hljómsveitarinnar lofar góðu og það eina sem skortir á plötunni eru sterkari laglínur. -ÁT Jackson Browne - l'm Alive: ★ ★ ★ Það er mikið gleðiefni fyrir gamla Jackson Browne-aðdáendur að heyra að hann virðist vera að ná sér á strik á ný. -SÞS Borgardætur- Svo sannarlega: ★ ★ ★ Söngurinn er aðalsmerki plötunnar og raddimar eru frábærlega slipaðar sam- an. Rúsínan í pylsuendanum eru textar plötunnar sem eru til mikillar fyrir- myndar. -SÞS Björgvin Halldórsson og fleiri - Kom heim: ★ ★ ★ Söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Egill Ólafsson og Björgvin Halldórsson sýna öll spari- hliðamar á plötunni. -ÁT Ýmsír flytjendur - Bítlar og blómabörn: ★ ★ ★ Bítlar og blómabörn er hið þokka- legasta þversnið þess sem náði mestum vinsældum á seinni hluta sjöunda ára- tugarins. -ÁT PS&CO - Erkitýpur, streitarar & frík: ★ ★ ★ Plata sem tvímælalaust mætti heyra meira af opinberlega. Hún fyllir upp i ákveðið tómarúm í íslensku rokki -SÞS - segir listamaðurinn um sköpunarverk sín og svo til óþekkt í Bretlandi hefur hann hins vegar getið sér gott orð á meginlandi Evrópu og þá sér í lagi í Þýskalandi þar sem hann býr ásamt þýskri eiginkonu sinni, söngkonunni Söndru. Þar af leiðandi þótti honum rétt að nota ekki sitt eigið nafn heldur dulnefni þegar Enigmaplatan kom út til að fólk blandaði henni ekki við nafn sitt og gæti metið tónlistina af eigin verðleikum án þess að tengja hana við listamanninn. :pl©tugagnrýni Mariah Carey - Music Box: r ★ ★ ★ Aferðar- fallegt Mariah Carey semur og flytur afar áferðarfailegt popp undir souláhrif- um. Reyndar minnir hún oft á tíðum á Whitney Houston en þegar grannt er hlustað er þó eitt og annað sem skilur þær að. Ég er ekki frá því að Carey sé einlægari í flutningi sinum og Houston þá yfirborðskenndari. Vinsældir beggja eru miklar um þessar mundir, sér í lagi vestanhafs, og hefur Mariah Carey verið á toppi bandaríska vinsældalistans síðustu vikur með eitt lag plötunnar Music Box. Undirleikur laganna á Music Box er að mestu leyti unninn í tölvum. Þó bregður fyrir gítar og öðrum gamaldags handknúnum fyrirbærum eins og Hammond-orgeli hér og þar. Þótt sá sem þetta ritar sé aila jafiia ekki hrifinn af tölvudóti og kunni best við handspilaða tónlist verður að játast að músíkin á Music Box er áferðarfalleg og snyrtileg og greini- lega unnin af toppmönnum í sándum og synþum. Lög Careys eru einnig sterk mörg hver þótt sum séu reyndar meðalmennskan uppmáluð. Það kemur ekki að sök því að þau fá sömu meðferð og hin sem sterkari hafa laglínuna og því er heildin góð. Lögin Dreamlover og Hero hafa notið mestra vinsælda hingað til en önnur eins og Music Box, All I ever Wanted og jafnvel fleiri hafa góða möguleika á að slá í gegn líka verði þau gefm út á smáskífum. Þá sómir gamla flugan Without You, sem Harry heitinn Nilsson gerði frægt á sínum tíma, sér ágætlega á plötunni. Ásgeir Tómasson INXS - Full Moon, Dírty Hearts: ★ ★ ★ Það besta í langan tíma Fyrir allmörgum árum gaf ástralska hljómsveitin INXS út sína fyrstu plötu, „Listen Like Thieves". Hljómsveitin þótti efnileg. Stuttu síðar kom platan „Kick“ út og hljómsveitin skaust upp á stjömu- himininn með látum. Þrem plötum síðar hefur hljómsveitinni ekki enn tekist að endurtaka velgengni þessarar einu plötu. Platan „Full Moon, Dirty Hearts" kom á óvart til að byrja með. Fyrsta smáskífan var lagið „The Gift" og má segja að þar hafi komið nýtt hljóð í strokkinn, þyngra hljóð. Lagið er gott, en þó ekki dæmigert fyrir það sem á plötunni er að fmna. Hljómsveitin virðist hafa leitað aftur til upprunans á þessari plötu. í lögum eins og „Make Your Peace“, „Time“, „I’m Looking For The One“ og „Please You Got That“ (dúett með Ray Charles og eitt besta lag plötunnar) hefur hljómsveitin endurheimt ákveðinn sjarma og hljómar vel fyrir vikið. Á öðrum hlutum plötunnar má flnna blúsáhrif og eitt fallegasta lagið á plötunni er dúett með Chrissie Hynde sem ber samnefhi plötunnar. Þegar á allt er litið er platan það besta sem komið hefur frá hljómsveitinni í mjög langan tíma. Guðjón Bergmann Michael Bolton -The One Thing: ★ ★ Gjörsamlega strand Michael Bolton kom fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, feiknaöflugur söngvari sem skipaöi sér umsvifa- laust á stjömubekkinn. Þar hefúr hann setið síðan, þvælst rnn á slúðursíðum blaðanna og baðað sig í sviðsljósinu: En hvað með tónlistina? Hefúr hann staðið undir þeim væntingúm sem til hans vora gerðar? Fyrir mína parta er svarið nei. Hann hefúr vissulega sjarmerandi og Leikurinn endurtekinn Platan MCMXC fékk hlýjar móttökur víða um lönd, svo sem i Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Taiwan, Bretlandi, Japan og Ástralíu. Michael Cretu bendir á að hún hafi hitt í mark á ólíkum menningar- svæðum og þakkar það því að tónlistin sé í senn við hæfi djúpt hugsandi fólks og með einfaldri og barnslegri tilfinningu. „Ég hóf að vinna að þessu verkefni eitt sinn þegar mig langaði til að brjóta allar reglur og skapa eitthvað sem hvergi var hægt að finna i plötubúðunum, segir hann. Nú endurtekur Michael Cretu leikinn. Hann sendi nýlega frá sér plötuna Cross of Changes sem var hljóðrituð á Miðjarðarhafseyjunni Ibiza. Cretu samdi öll lög plötunn- ar. Hann annaðist upptökustjóm og útsetningar og fékk hóp af góðu fólki til að vinna að plötunni með sér. Sandra kona hans sér um allar raddir ásamt Angel og Louisu Stanley. Jens Gad og Peter Comelius leika á gitara og þá aðstoðuðu þeir E-Magic og Euphonix við upptökur plötunn- ar. Lagið Return To Innocence af plötunni hefur verið gefið út á smáskífu og það stekkur einmitt hæst allra nýrra á íslenska listanum að þessu sinni. -ÁT öfluga söngrödd en maðurinn staðn- aði nánast áður en hann byrjaði. Ég er viss um að ókunnugur gæti ekki sagt með vissu hvort væri fyrsta plata Boltons, sú sem kom út fyrst eða sú sem hann sendi frá sér skömmu fyrir jól. Svo líkar eru þessar plötur og reyndar aflar plötur hans að upp- byggingu og karakter að engu er lík- ara en að þær séu gerðar á sama tíma. Lögin eru hvert öðru keimlík, mestanpart ballöður í angurvaérum tón en til að hlustendur lognist ekki alveg út af er takturinn þéttur á milli í því sem hægt væri að kalla mjúkt ballöðurokk. Svo er eitt sem hægt er að ganga að sem vísu á hverri plötu Michaels Boltons en það er endurgerð hans á einhverju gömlu lagi og að þessu sinni er það gamla góða lagið hans Biils Withers, Lean On Me, sem margir hafa spreytt sig á. Utgáfa Boltons er engin endurbót en lagið stendur fyrir sínu. Það sama verður hins vegar varla sagt um þessa plötu Bolton í heild og hann þarf heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef hann ætlar ekki að koðna niður smátt og smátt hjakkandi í sama farinu plötu eftir plötu. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.